Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 44
44
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021
Stjörnufræðingur-
inn Þorsteinn Sæ-
mundsson ritar grein
í Morgunblaðið þann
8. nóvember þar sem
hann veltir því fyrir
sér hvort íslenskir
friðarsinnar, sem
minnast ár hvert
kjarnorkuárásanna á
Japan árið 1945, séu
nægilega upplýstir
um söguna. Óhætt er að róa fræði-
manninn með því að fólkið sem
gagnrýnir þennan stærsta einstaka
stríðsglæp allra tíma er upp til
hópa prýðisvel að sér í sagnfræði.
Áætlað er að yfir 200 þúsund
manns hafi farist í kjarnorkuárás-
unum á Hiroshima og Nagasaki,
en að auki lést fjöldi fólks síðar af
sárum sínum eða úr sjúkdómum af
völdum geislavirkni. Þrátt fyrir
ólýsanlegan hrylling og blóðbað
síðari heimsstyrjaldarinnar komust
engar stakar árásir stríðsins í hálf-
kvisti við þessa atburði.
Fyrstu viðbrögð bandarískra
ráðamanna og fjölmiðla við árás-
unum einkenndust af hefndar-
þorsta. Eyðing borganna tveggja
var að margra mati réttmæt refs-
ing fyrir framgöngu Japana í stríð-
inu og óteljandi ódæðisverk þeirra.
Ekki leið þó á löngu uns stjórnvöld
í Washington áttuðu sig á afleið-
ingum gjörða sinna og hófu í kjöl-
farið að réttlæta árásirnar, ekki
sem hefnd heldur sem óhjákvæmi-
lega aðgerð sem ákveðin var með
þungum huga.
Henry Stimson, fyrrverandi
varnarmálaráðherra BNA, ritaði
snemma árs 1947 grein um hvern-
ig ákvörðunin um að varpa kjarn-
orkusprengjunum hefði verið tek-
in. Í skrifum Stimson, sem oft er
vitnað til, kom fram sú skoðun að
árásirnar hefðu í raun bjargað
mun fleiri mannslífum, þar sem
reynt var að áætla mannfall ef til
innrásar Bandaríkjahers á Japan
hefði komið. Þessi túlkun er fyr-
irferðarmikil í grein Þorsteins.
Sagnfræðingar hafa fundið ýms-
ar veilur á þessari röksemda-
færslu. Bent hefur verið á að það
jaðri við rasísk við-
horf að fjalla um Jap-
ani sem óseðjandi
stríðsvélar sem berð-
ust út í rauðan dauð-
ann óháð allri skyn-
semi. Heimildir í
skjalasöfnum hafa
leitt í ljós að Japanir
voru á barmi upp-
gjafar fyrstu daga
ágústmánaðar 1945.
Þar skipti mestu máli
yfirvofandi þátttaka
Sovétmanna í stríðinu,
en stjórninni í Tókýó leist enn
verr á tilhugsunina um sovéskt
hernámslið en bandarískt. Einnig
má leiða líkum að því að Banda-
ríkjamönnum hafi verið mikið í
mun að ljúka stríðinu áður en
Sovétmenn blönduðu sér í leikinn
fyrir alvöru, til að losna við þá frá
friðarsamningaborðinu.
Eftir á að hyggja er ljóst að það
sem öðru fremur seinkaði uppgjöf
japanska hersins voru kröfur
Bandaríkjamanna um afsögn keis-
arans. Slík skilyrði höfðu verið sett
gagnvart evrópskum andstæð-
ingum bandamanna, en í Japan
hafði keisarinn hálfguðlega stöðu.
Þegar á hólminn var komið féllust
Bandaríkjamenn á að keisarinn
héldi völdum, en líklega hefði mátt
ljúka styrjöldinni mun fyrr ef sú
afstaða hefði legið fyrir.
En úr því að uppgjöf Japana var
á næsta leiti, hvers vegna kaus þá
Truman-stjórnin að beita þessu
skelfilega vopni? Svarið við þeirri
spurningu er margþætt. Í fyrsta
lagi þyrsti marga Bandaríkjamenn
í hefndir. Stríðsglæpir japanska
hersins voru ærnir og litu ýmsir
svo á að með þeim hefðu þeir fyr-
irgert öllum rétti sínum þannig að
sjálfsagt væri að víkja til hliðar al-
þjóðalögum á borð við Genfarsátt-
málann. Nokkuð eimir eftir af því
viðhorfi í fyrrnefndri grein Þor-
steins.
Í annan stað hafði Manhattan-
áætlunin við þróun kjarnorku-
sprengjunnar kostað svimandi
fjárhæðir. Hætt var við því að ein-
hverjir kynnu að setja spurning-
armerki við þá stjórnvísi að hafa
eytt öllum þessum fjármunum,
tíma og orku í miðri heimsstyrjöld
til að þróa vopn sem ekki hefði
verið nýtt í stríðinu sjálfu. Hefðu
ekki vaknað spurningar eftir á um
hvort sigur hefði unnist miklu fyrr
ef peningunum hefði ekki verið só-
að í vítisvél sem ekki stóð til að
nota í raun og veru?
Í þriðja lagi er um margt rök-
réttara að líta ekki aðeins á
sprengjurnar í Hiroshima og
Nagasaki sem þær síðustu sem
féllu í síðari heimsstyrjöldinni,
heldur ekki síður sem þær fyrstu í
nýrri styrjöld: Kalda stríðinu. Vit-
að er að Hiroshima varð ekki fyrir
valinu sem skotmark vegna hern-
aðarlegs mikilvægis borgarinnar,
raunar þvert á móti. Lítið hern-
aðarlegt gildi hennar gerði það að
verkum að borgin hafði ekki orðið
fyrir viðlíka árásum og aðrar jap-
anskar borgir og var því með heil-
legasta móti. Skotmarkið var valið
til að sýna fram á hámarkseyði-
leggingu, ekki sigruðum Japönum
heldur verðandi fjendum – Sovét-
mönnum.
Árásirnar á Hiroshima og Naga-
saki voru kaldrifjaðir stríðsglæpir
sem framdir voru til að senda skýr
skilaboð um hernaðarlega yf-
irburði Bandaríkjanna. Nið-
urstaðan varð vopnakapphlaup
sem enn sér ekki fyrir endann á.
Af þessu kapphlaupi hefur leitt að
gerð kjarnorkuvopna hefur orðið
sífellt einfaldari og ódýrari. Það
sem einu sinni var bara á færi öfl-
ugustu risavelda með herskörum
vísindamanna hefur nú verið leikið
eftir af snauðum útlagaríkjum á
borð við Norður-Kóreu. Það er hin
ömurlega arfleifð glæpaverksins í
Hiroshima fyrir rúmum þremur
aldarfjórðungum.
Eftir Stefán
Pálsson »Kjarnorkuárásirnar
á Hiroshima og
Nagasaki eru einstakur
atburður í mann-
kynssögunni sem
rétt er að minnast.
Stefán Pálsson
Höfundur er sagnfræðingur og ritari
Samtaka hernaðarandstæðinga.
stefapal@gmail.com
Lærdómurinn af Hiroshima
Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is
Fékk bíllinn
ekki skoðun?
Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl
Sameinuð gæði
BJB-Mótorstilling þjónustar
flesta þætti endurskoðunar
anngjörnu verði og að
ki förum við með bílinn
n í endurskoðun, þér
kostnaðarlausu.
á s
au
þin
að
KRINGLAN - SKÓR.IS
VIGOR 3.0
GÖTUSKÓR MEÐ GRIPGÓÐUM GOODYEAR SÓLA
Hér eru mikilvægar
upplýsingar um spila-
kassa fyrir fólk sem þá
notar: Spilakassar eru
hannaðir af sérfræð-
ingum í mannlegri
hegðun. Hönnun
þeirra miðar að því að
nota öll tiltæk ráð til
að gera kassana eins
ávanabindandi og
ómótstæðilega og
mannleg þekking á viðfangsefninu
gerir okkur kleift. Sá sem hannar
mest ávanabindandi spilakassann
stendur sig best í sinni vinnu. Þeir
eru byggðir upp á blekkingum og
tálsýnum til að hafa af þér eins mikið
fé og er mögulega hægt. Það er til-
gangur og virkni þeirra. Skjár kass-
ans lýsir ekki innri virkni hans,
skjárinn er ekki að myndbirta það
sem gerist innra með honum. Skjár-
inn er blekking. Þegar það virðist
sem maður hafi „næstum unnið“ þá
er það ekki svo heldur er markmiðið
að láta þér líða þannig að „þetta sé
alveg að koma“. Þú hefur enga
stjórn á útkomunni, sama hvað þú
gerir; sama hvort eða hvernig þú ýt-
ir á skjáinn eftir að leikur er hafinn
þá hefur það engin áhrif á útkom-
una. Tilfinning um stjórnun er
blekking. Líkurnar á vinningi eru
ávallt þær sömu og þær eru þér ekki
í hag. Tölvan reiknar einfaldlega
tölu af handahófi með slembitölu-
gjafa (e. random number generator)
og það ákvarðar útkomuna í hvert
sinn. Kassinn heldur ekki tölu um
vinninga og tap, hann geymir ekki
vinninga og er aldrei fullur eða tóm-
ur af peningum. Því hver leikur í
kassanum er sjálf-
stæður leikur, óháður
fyrri leikjum; það heitir
„sjálfstæði atburða“.
Því færist maður aldrei
nær vinningum, það er
blekking. Hann er samt
hannaður til að láta þig
halda að þú getir með
einhverju móti haft
áhrif á útkomuna; það
heitir „tálsýnin um
stjórn“. Fjárhættuspil
eru ávallt sett upp út
frá þessum tveimur reglum: Að hver
leikur sé sjálfstæður atburður, óháð-
ur fyrri leikjum og að þú hafir enga
stjórn á útkomunni. Annars væru
það ekki fjárhættuspil og þá væri
hægt að læra að græða á þeim. Þá
væri skynsamlegt að stunda fjár-
hættuspil og naskur leikmaður gæti
grætt á þeim með því að beita réttri
aðferð. Það er hins vegar ekki svo,
hönnuðir spilakassanna sjá til þess.
Ef þú vilt hætta að spila geturðu
haft samband á spilavandi@saa.is,
aðstandandi einstaklings með spila-
vanda á fjolskylda@saa.is og að-
standendur yngri en 18 ára geta haft
samband við sálfræðiþjónustu
barna.
Spilakassarnir blekkja
Eftir Pál Heiðar
Jónsson
Páll Heiðar Jónsson
» Spilakassarnir eru
byggðir upp á blekk-
ingum og tálsýnum til
að hafa af þér eins mikið
fé og er mögulega hægt.
Það er tilgangur og
virkni þeirra.
Höfundur er sálfræðingur.
Ég hef haft efasemd-
ir um gagnsemi hinnar
svokölluðu borgarlínu.
Held að sú línulega of-
urlausn eins og hún er
kynnt, sé alls ekki það
sem nútíminn er að
kalla eftir í sam-
göngum, hvað þá fram-
tíðin. Ég ætla ekki að
fjalla um fyrirferðina
sem ráðgert er að
borgarlínan eigi eftir
að hafa í umferðinni, né fram-
kvæmdakostnaðinn sem á eftir að
hlaupa yfir hundrað milljarða og
heldur ekki rekstrarkostnaðinn sem
enginn hefur útskýrt hver eða
hvernig eigi að borga.
Aðrar hugmyndir má ekki ræða
Ég er hins vegar hugsi yfir hvers
vegna ekki megi ræða, hvað þá
skoða aðrar lausnir í almennings-
samgöngum. Hópur reyndra fag- og
fræðimanna í samgöngum hafa
reynt að kynna hugmyndir sínar um
léttara, hagkvæmara og skilvirkara
samgöngukerfi, en fengið lítinn
hljómgrunn. Önnur hugsanleg lausn
sem gæti verið viðbót við slakar al-
menningssamgöngur á höfuðborg-
arsvæðinu eru hugmyndir Pant,
sem er sérsniðin akstursþjónusta
fyrir félagsþjónustur á höfuðborg-
arsvæðinu. Þjónusta sem hefur
sannað gildi sitt og er rekin af
Strætó. Þar skiptir sveigjanleiki,
hagkvæmni og skil-
virkni mestu.
Útvíkkun á reyndri
þjónustu
Forsvarsmenn Pant
hafa kynnt hugmyndir
um útvíkkun á sinni
þjónustu, en þær
sömuleiðis hafa ekki
fengið athygli hjá
sveitarstjórnarfólki á
svæðinu. Mér finnast
þær hins vegar áhuga-
verðar og skoð-
unarverðar. Meðal verkefna sem
Pant gæti sinnt umfram núverandi
þjónustu, þ.e. akstri fyrir fatlaða og
aldraða, væri akstur utan álagstíma,
úthverfaakstur, akstur fyrir starfs-
fólk fyrirtækja og stofnana, sjúkra-
húsaakstur, akstur fyrir heimaþjón-
ustu og síðan landsbyggðaakstur.
Pant gæti þannig verið sú viðbót í
almenningssamgöngum sem nútím-
inn og framtíðin kallar eftir, með
smærri bílum sem falla betur að nú-
verandi samgönguinnviðum og um
leið auknum sveigjanleika. Pant er
auðvelt í notkun, farþegar panta sér
ferðir með einföldum rafrænum
hætti og Pant sér síðan um að flytja
farþega sína frá nánast hvaða stað
sem er til nánast hvaða staðar sem
er. Auðvitað þarf að útfæra þessa
útvíkkun á starfsemi Pant, en auð-
velt ætti að vera að byggja á þeirri
góðu og reyndu þjónustu sem fyrir-
tækið hefur veitt fötluðum og öldr-
uðum hingað til. Þess vegna vil ég
kalla eftir því að sveitarstjórnarfólk
á höfuðborgarsvæðinu skoði með
opnum huga möguleikana á útvíkk-
aðri starfsemi Pant. Ekki síst í því
ljósi að núna virðast sveitarfélögin
ekki ætla að setja neitt fjármagn í
borgarlínuna í fjárhagsáætlunum
sínum sem verið er að kynna, hvorki
í uppbyggingu né rekstur á næstu
árum.
Fyrirsögn greinarinnar er auðvit-
að bara skemmtilegur orðaleikur, en
er ætlað að skýra áhuga minn á að
fleiri útfærslur á almennings-
samgöngum á höfuðborgarsvæðinu
verði skoðaðar, heldur en bara ein
þunglamaleg ofurlausn, sem ég held
að leysi engin vandamál. Bestu sam-
göngukerfin byggja á að fólk hafi
frelsi til að velja sjálft sinn sam-
göngumáta. Þá þarf að huga að fjöl-
breytni og sveigjanleika. Skoðum
hvort Pant sé hugsanlega með
lausnirnar. Öll viljum við bæta al-
menningssamgöngur.
Eftir Örn Þórðarson
» Pant gæti sinnt
akstri utan álags-
tíma, úthverfaakstri,
akstri fyrir starfsfólk
fyrirtækja og stofnana,
auk sjúkrahúsa- og
heimaþjónustuakstri.
Örn Þórðarson
Höfundur er borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og áhugamaður
um bættar samgöngur.
Pant ekki borgarlínu