Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Tónlistarkonan ástsæla Katrín Hall- dóra Sigurðardóttir heillaði sann- arlega hjörtu landsmanna í hlutverki sínu sem söngkonan Elly Vilhjálms í söngleiknum Elly en hún hefur nú gef- ið út sína fyrstu sólóplötu og heldur út- gáfutónleika fyrir plötuna laugardag- inn 13. nóvember næstkomandi í Norðurljósasal Hörpu. „Þetta er plata sem ég hannaði þannig að fólk geti setið og hlustað á lögin og flett textabókinni,“ sagði Katrín Halldóra í viðtali í morgun- þættinum Ísland vaknar. „Þetta eru þessi gömlu klassísku lög. Ég náttúrlega elska að syngja þessi lög. Lögin hans Jóns Múla með textum bróður hans, Jónasar Árna- sonar, eru perlur,“ sagði hún. „Lögin eru ekkert án þessara fal- legu texta. Þetta eru svo fallegir textar og fyndnir. Það er hnyttni í þeim. Ég hefði ekki getað gefið þetta úr nema hafa textabókina með. Þetta er bara jólagjöfin í ár get ég sagt þér,“ sagði Katrín Halldóra kímin en hún segir plötuna þannig að hún geti bara rúllað. „Svo kósí lög og allir þekkja þetta,“ sagði Katrín Halldóra sem kveðst hafa verið í mestu vandræðum með að velja lög á plötuna en á henni eru tíu lög. „Þessi lög eru orðin ein af okkar helstu dægurlögum í dag,“ sagði hún. „Live-fílingur“ í stofuna „Við tókum hana [plötuna] á tveim- ur dögum í lifandi flutningi svo það er vonandi svona „live-fílingur“ sem fólk fær yfir til sín inn í stofu,“ sagði Katrín Halldóra sem segir að hvert lag hafi ver- ið tekið upp þrisvar eða fjórum sinnum og svo hafi besta takan verið valin á plötuna. Þá lýsti hún töfr- unum sem eiga sér stað þegar öll tónlistin, hljóð- færin og söngurinn, er tekin upp á sama tíma í lifandi flutningi í stað þess að skipta upptökunum niður og setja saman síðar. „Þarna vorum við bara öll saman en hvert í sínu rýminu, einangruð, og tók- um þetta upp,“ sagði Katrín. Geisladiskurinn með „comeback“ Katrín Halldóra gaf plötuna bæði út á streymisveitum, á geisladiski og á von á sendingu af vínilplötum á næst- unni. Hún viðurkennir að það hafi komið á óvart hversu mikið geisladisk- arnir hafi selst en hún er sem stendur að láta framleiða fleiri. „Ég var alveg viss um að geisla- diskur myndi ekkert seljast í dag. En núna er ég að láta framleiða fleiri ein- tök vegna þess að geisladiskurinn er með svona svakalegt „comeback“. Það er fólk þarna úti sem á ekki „blueto- oth“-hátalara og hlustar bara á geisla- diska og er með geisladiskaspilara í bílnum. Mér þykir svo vænt um þetta,“ sagði Katrín Halldóra. Smella eins og „flís við rass“ Páll Óskar syngur með Katrínu á plötunni í tveimur lögum en hún segir hann sannkallaðan „gullbarka Ís- lands“. Syngur hann með henni í lögunum Undir stórastein og Ástardúett. „Við höfum sungið saman áður og það er eitthvað sem gerist þeg- ar við syngjum saman. Raddirnar okkar eru ein- hvern veginn báðar á svip- uðu „registeri“ og við „fraserum“ rosa- lega svipað svo þær smella eins og flís við rass,“ útskýrði Katrín Halldóra og uppskar hlátur í stúdíóinu. „Gleyma stund og stað“ Páll Óskar mun koma fram með Katrínu á útgáfutónleikum hennar á laugardag en hún verður einnig með sjö manna band með sér á sviði. „Það er öllu tjaldað til,“ sagði Katrín Halldóra sem segir að vel verði hugað að sóttvörnum í Hörpu. „Það er hátt til lofts og vítt til veggja. Allir eru með grímu. Það er passað vel upp á fólkið,“ sagði hún en hún hvetur fólk til að koma og gleyma stund og stað í smá stund og njóta tón- listarinnar. Hægt er að nálgast miða á útgáfu- tónleikana á tix.is. Tvennir tónleikar verða 13. nóvember, klukkan 17:00 og 19:30, en uppselt er á seinni tón- leikana. Lögin ekkert án textanna Katrín Halldóra Sigurð- ardóttir er orðin ein ástsælasta söngkona landsins en hún hefur nú gefið út sína fyrstu sóló- plötu með klassískum dægurlögum eftir Jón Múla en hún segir lögin ekki vera neitt án texta Jónasar Árnasonar. Tóna saman Páll Óskar syngur tvö lög með Katrínu Halldóru á plötu henn- ar en hún segir raddir þeirra passa einstaklega vel saman.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.