Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is M ér hefur lengi fundist vanta vettvang fyrir ungar raddir og þá er ég ekki að tala um barnasýningar eða fullorðins, heldur eitthvað mitt á milli. Vissulega hafa menntaskólarnir sett upp alls konar sýningar, oft söngleiki, en mig lang- aði til að gefa þessum aldurshópi, 18 til 20 ára, tækifæri til að búa til verk úr eigin hugarheimi, leyfa þeim að koma á framfæri því sem brennur á þeim,“ segir Dominique Gyða Sigrún- ardóttir sem leikstýrir verkinu Heim- sendingu sem sýnt er á Loftinu í Þjóðleikhúsinu, en það „sprettur úr hugarheimi unga fólksins í leik- smiðjunni Trúnó og er samsuða hug- mynda þeirra. Verkið vekur m.a. upp spurningar um hver við erum á yfir- borðinu og hversu krefjandi, erfitt og fallegt það getur verið að berjast fyr- ir sínu plássi á þessari stóru plánetu og í litla, kassalega samfélaginu sem við búum í,“ segir í kynningu hjá Þjóðleikhúsinu. Verkefnið varð til út frá hug- mynd sem Dominique sendi Þjóðleik- húsinu í janúar 2020, en hún hefur áð- ur unnið að sambærilegu ferli með menntaskólanemendum, sýningu sem hét Skömm og var sýnd í Versló. „Í gegnum Þjóðleikhúsið varð til samstarf milli mín og Siggu Daggar kynfræðings, þar sem við hófum þetta ferðalag með þeim sex ung- mennum sem leika í Heimsendingu. Við fórum af stað með vinnusmiðja þar sem við fengum leikhópinn til að vinna úr eigin hugmyndum úti á gólfi, þar lánuðu þau hvert öðru hug- myndir, spegluðu sig og léku sér í gegnum alls konar leiklistaræfingar. Úr þeirri þriggja vikna vinnusmiðju sem við Sigga Dögg leiddum, varð svo til risabunki af efni. Við drógum úr þeim bunka það sem við vildum halda áfram með og krakkarnir fengu að velja sjálf hvað þau vildu halda áfram með til að búa til sýningu. Þá tók við seinni hluti þessa samsköp- unarferlis, þar sem krakkarnir og ég bjuggum til sýninguna Heimsend- ingu.“ Nota sín eigin nöfn Þegar Dominique er spurð hvernig þau hafi valið þá sex ein- staklinga sem leika í verkinu, segir hún að Þjóðleikhúsið hafi auglýst eft- ir umsóknum. „Umsækjendur áttu að senda inn hvað þau væru að pæla og vildu sjá á sviði. Það mátti vera hugmynd á algjöru frumstigi eða stutt saga eða ljóð, nánast hvað sem er. Eitthvað sem þau myndu vilja vinna úr. Fjöldi umsókna barst og við völdum úr inn- sendum hugmyndum, sem er svolítið sérstakt, því undir venjulegum kring- umstæðum hefðum við haldið leik- prufur, en vegna Covid þurftum við að fara aðrar leiðir. Þeir sem sóttu um þurftu ekki að hafa neina reynslu af leikhúsi, heldur skiptu orðin á blaðinu öllu máli í vali okkar, við grip- um þá einstaklinga sem okkur fannst vera með frjóar hugmyndir og eitt- hvað skemmtilegt. Einhver rauður þráður réð vali okkar og við erum svo heppin að þessir sex einstaklingar sem við völdum, geta leikið og komið fram,“ segir Dominique og bætir við að verkið Heimsending sé afar ein- lægt og að hluta til sannsögulegt. „Krakkarnir eru í raun að vinna með mörkin á milli þess sem er raun- verulegt og þess sem er leikið. Þau bera til dæmis öll sín eigin nöfn á sviðinu og leika einhvers konar út- gáfu af sér sjálfum, jafnvel mun ýkt- ari útgáfu eða draga úr henni. Þau leika sér líka að því að máta sig við ýmis hlutverk, því við erum að velta fyrir okkur í þessu verki hvernig ungt fólk, og reyndar allt fólk, sviðsetur sig á samfélagsmiðlum. Ég vil ekki segja of mikið til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá sýninguna, en ákveðinn atburður neyðir þau til að endurskoða hvernig þau hafa lifað lífi sínu hingað til. Rétt eins og gerð- ist hjá öllum í Covid, þegar fólk var allt í einu fast heima og sumir lengi einir með hugsunum sínum, þá fór fólk að endurskoða hvað skipti raun- verulega máli í lífinu og velta fyrir sér í hvað það hafði varið tíma sínum fram að því. Vorum við kannski að snuða okkur um tengsl við fjölskyldu okkar og vini? Tókum við tímanum sem sjálfsögðum hlut, og fleira í þeim dúr. Þetta eru stórar spurningar.“ Hvað verður úr mér? Þegar Dominique er spurð að því hvað komi fram á sýningunni Heimsending að brenni á ungu fólki, þessum einstaklingum sem standa á sviðinu og segja okkur frá sjálfum sér, segir hún það vera svipað og brenni á öllum á einhverjum tíma- punkti. „Þetta eru spurningar um hvað við viljum gera við líf okkar. Ég hefði ekkert endilega haldið að krakkar á þessum aldri væru mikið að pæla í al- varlegri hliðum lífsins, en það er raunin. Þau standa mörg á tímamót- um í lífi sínu, eru að ljúka mennta- skóla og þá kemur stóra spurningin: Hvað á ég að gera? Í hvaða skóla á ég að fara? Í hverju á ég að mennta mig? Hvað verður úr mér? Þau eru að skoða framtíðina og háleit markmið, en líka hvað skiptir máli almennt, til dæmis hvernig við sviðsetjum okkur, og hvort það sé kannski alveg óþarfi. Erum við að setja of mikla pressu á okkur, er ekki nóg að vera bara til? Verkið er í raun um sammannlega hluti og öll viljum við vera elskuð. Verkið er ferðalag og það skýrist í lokin hvernig það ferðalag fer. Þessir sex leikarar fletta ofan af sér og skoða sig og samfélagið sem þau búa í og velta fyrir sér hversu mikið það samfélag hefur mótað þau og hvern- ig. Hver sé kjarni þeirra í raun og veru. Og líka að leyfa því sem kraum- ar undir niðri að koma upp á yfirborð- ið,“ segir Dominique og bætir við að áhorfendur sem hafi sótt sýninguna hafi verið blandaður hópur. „Við tókum eftir því þær vikur sem við sýndum verkið í október, að áhorfendur voru á öllum aldri, alveg niður í tólf ára krakka og upp í ömm- ur og afa. Þetta virðist ná til allra, sem er svo fallegt. Sýningin snertir á einhverju sammannlegu sem spyr ekki um aldur og þess vegna viljum við að sem flestir komi og sjái hana, og því bættum við nokkrum auksýn- ingum við núna í nóvember.“ Aðeins þrjár sýningar eru eftir, í dag fimmtudag, á morgun föstudag og á laugardag. Nánar á leikhusid.is og miðar fást á tix.is. Hvernig sviðsetjum við okkur? Unga fólkið í leiksmiðjunni Trúnó spyr stórra spurn- inga í Heimsendingu á Loftinu í Þjóðleikhúsinu. Leikararnir fletta ofan af sér og skoða sig og sam- félagið sem þau búa í, velta fyrir sér hversu mikið það hefur mótað þau og hvernig. Hver sé kjarni þeirra í raun og veru og hvað verði úr þeim. Ljósmynd/Jón Þorgeir Kristjánsson Samsköpun Efri röð f.v.: Jóna Gréta Hilmarsdóttir, Stefán Nordal, Sara Guðnadóttir, Dominique Sigrúnardóttir og Sigga Dögg. Neðri röð f.v: Egill Andrason, Kolfinna Ingólfsdóttir, Benóný Arnórsson og Helga Salvör Jónsdóttir. Heimsending Benóný Arnórsson í hlutverki sínu að spjalla í tölvunni. Innco netverslun innconet.com Íþróttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.