Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 67
Guðjón hélt áfram sem ritstjóri. Hann lét svo af störfum árið 2017 eftir 32 ár á ritstjórastóli. „Sjávar- útvegurinn er sérstaklega fjölbreytt og kraftmikil atvinnugrein og það var afar skemmtilegt að fylgja hon- um eftir á þessum umbrotatímum allt frá upphafi kvótakerfisins.“ Að sögn Guðjóns eru ferðalög helsta áhugamál þeirra hjóna. „Við höfum ferðast vítt og breitt um heiminn og sækjumst eftir að kynn- ast nýjum menningarheimum. Einn- ig höfum við ferðast mikið hér inn- anlands.“ Fjölskylda Eiginkona Guðjóns til 50 ára er Bryndís Jónsdóttir, f. 14.6. 1947, myndlistarmaður og MA í almenn- um bókmenntum. Þau búa í Vestur- bæ Reykjavíkur. Foreldrar Bryn- dísar voru hjónin Vilborg Ólafs- dóttir, f. 27.10. 1919, d. 1.8. 2006, húsmóðir, og Jón Andrésson, f. 10.10. 1919, d. 15.6. 2007, tollvörður og síðar kaupmaður í Reykjavík. Börn Guðjóns og Bryndísar eru: 1) María Rán, f. 11.8. 1975, bókaút- gefandi í Reykjavík. Maki: Sigurjón Árni Guðmundsson verkfræðingur. Börn þeirra eru Guðjón Teitur, f. 2005, Guðmundur Flóki, f. 2008, og Bryndís Eir, f. 2010. 2) Margrét Sara, f. 3.10. 1978, danshöfundur í Berlín. 3) Vilborg Ása, f. 2.8. 1981, alþjóðastjórnmálafræðingur. Maki: Eiríkur Gíslason verkfræðingur. Stjúpbörn Vilborgar eru Arna Karitas Eiríksdóttir, f. 2007, og Pétur Eiríksson, f. 2010. Systir Guðjóns er Sigríður Ein- arsdóttir, f. 5.3. 1944, fv. ritari, bú- sett á Seltjarnarnesi. Foreldrar Guðjóns voru hjónin Margrét Sigurðardóttir, f. 28.1. 1920, d. 20.8. 2011, ritari, og Einar Guðjón Guðjónsson, f. 11.9. 1914, d. 8.6. 1998, fulltrúi. Þau voru búsett í Reykjavík. Guðjón Einarsson Jóhanna Pálsdóttir húsfreyja í Otradal og á Bíldudal Jón Árnason prestur í Otradal í Arnarfirði, síðar á Bíldudal Sigríður J. Magnússon húsmóðir og form. Kvenréttindafélags Íslands Sigurður Magnússon prófessor og yfirlæknir á Vífilsstöðum Margrét Sigurðardóttir ritari í Reykjavík Vilborg Sigurðardóttir húsfreyja í Laufási Magnús Jónsson prestur í Laufási við Eyjafjörð Vilborg Ólafsdóttir ljósmóðir og húsfreyja á Árbæ Einar Hannesson bóndi á Árbæ í Ölfusi Margrét Einarsdóttir húsmóðir í Reykjavík Guðjón Guðlaugsson trésmiður í Reykjavík Kristín Jónsdóttir húsfreyja í Bakkarholtsparti Guðlaugur Eyjólfsson bóndi í Bakkarholtsparti í Ölfusi Ætt Guðjóns Einarssonar Einar G. Guðjónsson fulltrúi í Reykjavík DÆGRADVÖL 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 HUNDAFÓÐUR Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes www.gaeludyr.is „LEITT AÐ HEYRA ÞAÐ. VILTU AÐ VIÐ GERUM VIÐ ÞETTA EÐA ÞURFTIRÐU BARA AÐ SKAMMAST?“ „SÁ SEM ER SÖLUHÆSTUR EFTIR VIKUNA FÆR FERÐ TIL HAVAÍ Í VERÐLAUN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fá faðmlag frá litlu frænku sinni. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GRETTIR! VARST ÞÚ AÐ KLÓRA Í SÓFANN! ER ÞAÐ ÞAÐ SEM ÞETTA ER? EKKI KOMA ÞÉR Í NEITT KLANDUR! HVERS VEGNA HELDURÐU AÐ ÉG SÉ AÐ FARA ÚT? ÞJÓNUSTUBORÐ 98% AFSLÁTTUR Kristján Karlsson orti: „Það bregst ekki,“ sagði Bjarni, „að blómgist rósir í hjarni er andskotinn laus með sitt ódæma raus því að ekta blóm vex úr skarni.“ Ég var að blaða í „Hrynjandi ís- lenzkrar tungu“ eftir Sigurð Krist- ófer Pétursson, sem er nú satt að segja enginn skemmtilestur, og rakst þar á þessa stöku eftir Sigurð Breiðfjörð og er vel kveðið: Ef ég nái ekki að fá ágætt sprund, sem til ég vona, mína þá skal arma á engar stundir leggjast kona. Helgi R. Einarsson skrifar mér og segir, að bannsett veiran sé ólík- indatól og því varð þessi til: Þrautseig Virðir ei boðin og bönn á bæjum í dagsins önn. Veiran er keik í klínískum leik, hvikar frá rassi’ ekki spönn. Þessi er neikvæð og því fær ein jákvæð að fylgja með: Ljósir punktar Sólbjartur mælti’ ekki mót að Magnea hans væri ljót, en bjartsýn hún væri, með brjóst og með læri og það væri bragarbót. Eyjólfur Ó. Eyjólfsson skrifar á Boðnarmjöð: „Um daginn var mér boðið í vöfflukaffi. Þar voru þrjár ungar konur sem allar sögðust hafa fengið typpamyndir frá kynósa karlmönnum. Nóttina eftir vaknaði ég sveittur í svartamyrkri og á hálf- tíma fæddust eftirfylgjandi limr- ur“: Séra einn drýgði þá synd að senda af typpinu mynd til Viggu á Teigi en vissi það eigi að vesalings stúlkan var blind. Ljósmynd af liminum bera Loðmundur sendi en Hera svo glettin og spræk gaf honum læk því gulrót hún hugði það vera. Að viti menn hugðu hann hálfan og hlálega skopleg var sjálfan; „Nei sko trosnaður spotti“ sagði Tóta og glotti. „Af typpinu þekkið þið bjálfann.“ Hér er gömul vísa, austfirsk: Vínið er mannsandans megin margþætt er jarðlífsins glíman. Sá sem að sér ekki veginn sér stundum langt fram í tímann. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Veiran er ólíkindatól
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.