Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 80
ILVA Korputorgi Lau. og sun. 12-18 Virkir dagar 11-18:30 ILVA Akureyri Lau. 10-17 Sun. 13-17 Virkir dagar 11-18 s: 522 4500 - www.ILVA.is FAST SENDINGARGJALD MEÐ PÓSTINUM HVERT Á LAND SEM ER! 11/11 20% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM VÖRUM SINGLES DAY Finnska sópransöngkonan Camilla Nylund syngur Fjóra síðustu söngva Rich- ards Strauss á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30 undir stjórn Evu Ollikainen. Tvö önnur verk eftir Strauss eru á efnisskránni, þ.e. tónaljóð um hrekkjalóm- inn Ugluspegil og svíta úr óperunni Rósaridd- aranum. Loks verður flutt nýjasta hljómsveitarverk Daníels Bjarnasonar, From Space I Saw Earth. Verkið samdi hann fyrir aldarafmæli Fílharmóníusveitarinnar í Los Angeles þar sem það var frumflutt í nóvember 2019. Daníel sækir innblástur í geimferðir sjöunda ára- tugarins og þá sýn sem blasir við þeim sem skoða jarð- arkringluna utan úr geimnum. Verkið er ætlað þremur stjórnendum og því mundar Ollikainen tónsprotann í kvöld ásamt tónskáldinu sjálfu og Kornilios Michailidis. Camilla Nylund syngur Strauss FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 315. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik hefur leik í undankeppni EM 2023 þegar liðið sækir Rúmeníu heim í dag. Eftir þann leik mætir íslenska liðið Ungverjalandi á Ásvöllum næstkomandi sunnudag. Benedikt Guð- mundsson landsliðsþjálfari segir verkefnið fram undan leggjast afskaplega vel í liðið. „Bara rosalega vel, mér líst rosalega vel á hópinn. Auðvitað vantar stóra pósta en ég held að við séum með ofboðslega spennandi og skemmtilegan hóp í höndunum,“ segir Benedikt meðal annars. »69 Með ofboðslega spennandi og skemmtilegan hóp í höndunum ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Útvarpið með stórum staf hefur ver- ið vinnustaður Hreins Valdimars- sonar í rúmlega 47 ár eða síðan í september 1974, en vorið áður lauk hann sveinsprófi í útvarps- og sjón- varpsvirkjun sem kallast nú raf- eindavirkjun. „Ég á tæpt ár í að verða sjötugur og allir vita hvað það þýðir,“ segir sérfræðingurinn sem hefur lengi unnið við afritun og hljóðlögun á eldri upptökum Út- varpsins og þar af við yfirfærslu dagskrárefnis af analog segulbands- spólum og lakkplötum yfir á staf- rænt form undanfarin 20 ár. Víðtæk tónlistarreynsla hefur komið Hreini vel sem hljóð- og tæknimaður. Hann bendir á að á fyrstu árunum í Útvarpinu hafi tölu- vert verið unnið með gamlar hljóð- ritanir, bæði lakkplötur og gömul, vandmeðfarin, stökk og sleip seg- ulbönd, með tækjabúnaði frá fyrstu árum Útvarpsins. „Þá kom sér oft vel að hafa tónlistarbakgrunn og sæmilegt tóneyra, þekkingu og reynslu sem helst í hendur við tækni- þekkingu.“ Bætir við að sagnfræði- áhugi hafi ekki skemmt fyrir. Hreinn starfaði hjá norska ríkis- útvarpinu í Ósló í rúmt ár frá hausti 1977. „Það var svolítið skrýtin upplifun að vinna á tæki sem voru nýjasta nýtt, eins og að hoppa 25 ár fram í tímann,“ segir hann. Hann hafi fengið tækifæri til að fara á mörg námskeið og vinna við bestu að- stæður með sérmenntuðum og reyndum fagmönnum. Fleiri ís- lenskir tæknimenn hafi aflað sér svipaðrar reynslu erlendis og hún hafi komið að miklum notum við þátttöku í hugmyndavinnu í sam- bandi við nýtt útvarpshús sem hann- að hafði verið við Efstaleiti. „Upp úr 1980 byrjaði ég svo að fara í ýmis verkefni við afritun og hljóðlögun á eldri upptökum Útvarpsins. Það var svolítið ný upplifun, því með vinn- unni komst ég nær kjarnanum í starfsemi Útvarpsins og fékk meiri jarðtengingu við söguna.“ Þjóðminjasafn Töluverður hluti starfs Hreins hefur verið tengdur vinnu með safnaefni Útvarpsins. Hann upp- lýsir að yfirfærsla á dagskrárefni hafi verið vistuð með nákvæmri skráningu starfsfólks safnadeildar inn í gagnagrunn til varðveislu og nota í dagskrá Útvarps til framtíðar. Helga Lára Þorsteinsdóttir, deildar- stjóri safnadeildar RÚV, segir að um 72.500 segulbönd séu varðveitt í safninu og búið sé að yfirfæra 16% á stafrænt form. „Þetta er risavaxið verkefni. Þar við bætist að eftir því sem hljóðritin eru eldri þarf meiri yfirlegu og natni ásamt mun lengri tíma fyrir vandaða skýrslugerð, sem er eitt af því nauðsynlegasta fyrir not á þessari gullkistu til framtíðar,“ segir Hreinn. Hann leggur áherslu á að starfið hafi veitt sér mikla ánægju. Hann hafi fengið að hlusta á og taka þátt í varðveislu á ómetanlegum og ógleymanlegum þjóðargersemum. „Fjársjóðurinn er ekki bara til fyrir dagskrárgerð einnar útvarps- stöðvar, heldur mætti flokka hljóð- ritasafn RÚV undir Þjóðminjasafn, sem geymir sögu, raddir, menningu og tíðaranda íslensku þjóðarinnar til margra áratuga,“ segir Hreinn. „Reiknað hefur verið út að það taki tugi mannára að ljúka við þessar tugþúsundir af segulbandsspólum og lakkplötum. Því er ærið verk fram undan á safnadeild Ríkis- útvarpsins.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Útvarpinu Hreinn Valdimarsson kann réttu tökin á gömlu efni og vinnur við að koma því á stafrænt form. Gullkista til framtíðar - Hreinn hefur unnið við afritun og hljóðlögun á eldri upptökum Útvarpsins í áratugi - Risavaxið verkefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.