Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u At h að ve rð ge t 595 1000 tu r Kanarí sl ík u. At h. 17. nóvember í 14 nætur 14 nætur Verð frá kr. 99.900 STÖKKTU! Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Grunnnám í hjúkrunarfræði tekur fjögur ár á háskólastigi og er kennt við Háskóla Íslands (HÍ) og Háskól- ann á Akureyri (HA). Grunnnám í hjúkrunarfræði tekur hins vegar þrjú til þrjú og hálft ár annars staðar á Norðurlöndum. Hvers vegna er nám- ið lengra hér en þar? „Kennsla í hjúkrunarfræði á Ís- landi byggir mikið á bandarískri og kanadískri fyrirmynd og er námið 240 ECTS einingar og talið mjög gott á alþjóðavettvangi,“ sagði Margrét Hrönn Svavarsdóttir, dósent og for- maður hjúkrunarfræðideildar Há- skólans á Akureyri. „Við teljum að þetta þurfi til, til þess að tryggja gæði námsins og einnig er stór hluti náms- ins klínískt, það er á vettvangi.“ Margrét sagði að námskeið, sem kennd eru á síðasta misseri í hjúkr- unarfræði við HA, geti nemendur síð- an fengið metin inn í framhaldsnám í hjúkrunarfræði. Sterkum nemendum vísað frá Fjöldatakmarkanir eru í nám í hjúkrunarfræði. Árangur í lokapróf- um haustmisseris á 1. ári ræður því hverjir komast áfram. Um 143 nem- endur hyggjast þreyta þau próf við HA nú í desember. Við HÍ komast 120 nemendur áfram en 75 við HA. Mar- grét sagði að þau á Akureyri hafi fengið aukningu um 20 nemendur í fyrrahaust, úr 55 í 75 nemendur. „Við höfum því miður þurft að vísa mörgum sterkum nemendum frá. Sumir reyna aftur og aðrir fara að læra eitthvað ann- að,“ sagði Mar- grét. „Klíníska námið og fjöldi stöðugilda við hjúkrunarfræði- deild hefur verið flöskuhálsinn. Við getum ekki stytt klíníska námið þar sem alþjóðleg viðmið um hjúkrunar- nám leyfa það ekki. Hins vegar var það forsenda þess að HA bætti við 20 nemendum í hvern árgang, að komið yrði á fót við skólann nútímafærni- og hermisetri. Við bíðum eftir að það verði að veruleika því góð aðstaða til hermikennslu getur að talsverðu leyti létt á klínísku námi á sjúkrahúsum.“ Nemendur við HA fara á heilbrigð- isstofnanir um allt land í klíníska námið auk Landspítalans og Sjúkra- hússins á Akureyri. En hefur það ver- ið rætt að stytta grunnnám í hjúkr- unarfræði hér í þrjú ár? „Það hefur verið rætt endurtekið en niðurstaðan hefur alltaf orðið sú að við teljum að námið þurfi að vera þetta langt til að slá ekki af kröfum og móta færa og hæfa hjúkrunarfræð- inga. Við viljum ekki bara fá fleiri hjúkrunarfræðinga heldur einnig góða hjúkrunarfræðinga. Hér þurf- um við einnig að horfa til þess hvernig við höldum þeim hjúkrunarfræðing- um, sem við menntum, í starfi í heil- brigðiskerfinu,“ sagði Margrét. Klínísk kennsla flöskuháls - Grunnnám í hjúkrunarfræði er lengra hér en annars staðar á Norðurlöndum - Alls eru 195 í hverjum árgangi að læra hjúkrunarfræði við HÍ og HA Margrét Hrönn Svavarsdóttir Annir hafa verið hjá uppsjávar- skipunum að undanförnu og hver tegundin tekið við af annarri; makríll, norsk-íslensk síld, kol- munni, íslensk sumargotssíld og fram undan er loðnuvertíð. Ís- lenska síldin hefur veiðst djúpt út af Faxaflóa og gengið ágætlega þegar gefið hefur, en suma daga í nóvember hefur veðrið verið af- spyrnu leiðinlegt eins og útgerð- armaður orðaði það í gær. Nú tíðkast að afla sé dælt milli veiðiskipa sömu útgerðar og eins og áður er markmiðið að koma hráefninu sem ferskustu og sem fyrst í vinnslu. Ekki er alltaf þrautalaust að dæla afla á milli skipa þegar illa viðrar og stundum alls ekki hægt. Systurskipin Venus NS og Vík- ingur AK, skip Brims hf., hafa samvinnu um veiðar og er myndin tekin í Kolluál í síðasta túr. Sjá má pokann aftan í Venusi, en rúmum 600 tonnum var dælt yfir í Víking, sem tók aðeins tvö hol. Víkingur landaði 11-1.200 tonnum á Vopnafirði í gær og Venus var á austurleið með hátt í 1.500 tonn. aij@mbl.is Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Síld á milli systurskipa á miðunum Banaslys varð norðan gatnamóta Kringlumýrarbrautar og Sæbraut- ar á níunda tímanum í gærmorgun þegar rafmagnshlaupahjól og létt bifhjól rákust þar saman. Báðir ökumenn voru með hjálma þegar slysið varð, og voru þeir báðir fluttir á sjúkrahús. Tilkynning um slysið barst klukkan 08:08, en myrkur og blautt var á vettvangi, að því er lögreglan greinir frá. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það ökumaður rafmagnshlaupahjólsins sem lést en hinn slasaðist alvar- lega. Rafn Hilmar Guðmundsson, að- alvarðstjóri hjá lögreglunni á höf- uðborgarsvæðinu, sagði í samtali við mbl.is í gær að lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu og rannsóknar- nefnd samgönguslysa væru að rannsaka tildrög slyssins. Rafn sagði að líklega væri um að ræða fyrsta banaslysið sem verður hér á landi þar sem rafmagns- hlaupahjól á í hlut. „Ég man ekki eftir neinu öðru svona máli, alla vega ekki á höfuðborgarsvæðinu.“ Ekki náðist í rannsóknarnefnd samgönguslysa við vinnslu fréttar- innar. Árekstur á reiðhjólastíg - Líklega fyrsta banaslysið á raf- magnshlaupahjóli Morgunblaðið/Eggert Umferðarslys Einn lést og annar slasaðist illa þegar rafhlaupahjól og létt bifhjól skullu saman á reiðhjólastíg við Sæbrautina snemma í gærmorgun. Alls voru 5.696 með starfsleyfi hjúkrunarfræðings hér á landi í árslok 2020, samkvæmt starfs- leyfaskrá embættis landlæknis. Af þeim voru 4.356 á Íslandi og yngri en 70 ára. Frá árinu 2016 og þar til nú hafa verið viðurkennd 100 starfsleyfi frá öðrum EES- ríkjum. Gefin voru út 222 starfsleyfi fyrir hjúkrunarfræð- inga 2020. Af þeim voru 12 frá öðrum EES-löndum og 62 utan EES. Flestar erlendar umsóknir komu frá Filippseyjum, Dan- mörku og Póllandi, í þessari röð. Gera má kröfur um íslensku- kunnáttu hjúkrunarfræðinga samkvæmt lögum og reglugerð um hjúkrunarfræðinga. 5.696 með starfsleyfi HJÚKRUNARFRÆÐINGAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.