Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 30% AFÖLLUMVÖRUM www.lindesign.is LINDESIGN.IS KÓÐI í VEFVERSLUN “1111” DAGUR VEFVERSLUNAR Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Árni Bjarnason á Uppsölum er elsti maður í Heimi. Hann varð níræður síðastliðinn mánudag. Heimur er hafður með stórum staf með vísan til Karlakórsins Heimis í Skagafirði enda vitað að Árni er ekki elsti mað- ur í heimi með litlum staf. „Þeir tóku frábærlega á móti mér, voru mér góðir eins og alltaf hefur verið. Þeir héldu mér tertuveislu og svo flutti formaðurinn mikla lof- ræðu. Það má lengi gera úlfalda úr mýflugu,“ segir Árni þegar hann er spurður um móttökur kórfélaga þeg- ar hann mætti á æfingu á mánudags- kvöldið en níræðisafmælið bar ein- mitt upp á mánudaginn. Sungu fram í andlátið Árni byrjaði í karlakórnum árið 1959 og hefur því sungið með honum í yfir sextíu ár. Ekki segist hann vita hvort starfandi kórfélagar hafi áður náð að verða 90 ára. Telur það þó lík- legt og nefnir að stofnfélagarnir hafi lengi sungið, sumir fram í andlátið. Árni er ánægður með félags- skapinn í Heimi en segist þó vera farinn að huga að því að hætta. „Maður verður að hafa vit á því að hætta áður en maður verður svo vit- laus að halda að maður sé ómiss- andi,“ segir hann og reiknar með að þessi vetur verði hans síðasti í kórn- um. Árni var bóndi á Uppsölum í Blönduhlíð og býr þar enn. Spurður að því hvernig hann noti tímann seg- ist Árni mest vera að dunda í bíl- skúrnum. Þar sé hann að byggja burstabæi og stundum kirkjur. Ekki í fullri stærð en stór líkön. Bæirnir eru 1,50 metrar á lengdina. Hann segist hafa byggt yfir hundrað bæi og þeir hafi dreifst um allt land. Árni er nú að smíða eftirlíkingu af Silfrastaðakirkju sem er hans sókn- arkirkja. Hún er áttstrend og segir hann mikið baks að ná því. Verkinu er ekki enn lokið. Búið er að taka Silfrastaðakirkju af grunni sínum og flytja á Sauðárkrók þar sem unnið er að viðgerðum á henni. Spurður hvort ekki sé erfitt að missa kirkj- una á „sjúkrahús“ segist Árni hafa séð hana nógu oft og verði bara að smíða eftir minni. Ljósmynd/Eyþór Árnason Silfrastaðakirkja Árni er að smíða stórt líkan af sóknarkirkju sinni. Hann hefur ekki lokið verki. Elsti maður í Heimi - Árni Bjarnason mætti á söngæfingu í karlakórnum á ní- ræðisafmælinu - Smíðar burstabæi og kirkjur í bílskúrnum Ljósmynd/Valgeir Kárason Tertuveisla Árni Bjarnason skar sér fyrstu sneiðina af afmælisköku sem félagar hans í Heimi færðu hon- um á afmælisdaginn. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Flestir stærri rafbílar á markaðnum í dag kosta um og yfir 6 milljónir króna. Hins vegar er hægt að kaupa tengiltvinnbíla undir því verði sem þjóna fjölskyldufólki svo dæmi sé tekið. Þetta bendir Jón Trausti Ólafsson, forstjóri bílaumboðsins Öskju, á. Hann varar sterklega við þeim fyrirætlunum stjórnvalda um komandi áramót sem felast í að helminga þær ívilnanir sem fylgt hafa kaupum á tengiltvinnbílum fram til þessa. Þannig munu regl- urnar breytast að öllu óbreyttu, að afsláttur á virðisaukaskatti, sem numið hefur 960 þúsund krónum mun verða 480 þúsund krónur frá og með 1. janúar. „Ég tel að þetta sé ekki tímabær aðgerð og það er hætt við að þetta hægi á orkuskiptunum sem nú standa yfir. Við sjáum það t.d. á sölu- tölunum í október að um 40% ný- skráðra fólksbíla eru tengiltvinn og þar á eftir kemur hreint rafmagn með 37%. Almenningur sækir í þessa bíla og það hefur hjálpað til að bens- ín- og díselverðið hefur hækkað mik- ið. Það er mikill hagur í því að skipta yfir en það dregur strax úr hvatan- um ef þessar ívilnanir falla niður.“ Bendir Jón Trausti á að það sé ekki nóg með að stefni í helmingun á skattaafslættinum heldur falli hann að öllu leyti niður þegar svokölluð- um 15 þúsund bíla kvóta, sem settur var í lögin á sínum tíma, verður náð. Það gæti gerst í febrúar. „Verði það reyndin mun tengilt- vinnbíll sem nú kostar 4 milljónir kosta nærri 5 milljónir króna og það felur í sér 20% hækkun á verði. Þetta gengur þvert gegn þeim markmiðum sem stefnt er að, t.d. með þátttöku okkar á loftslagsráð- stefnunni í Glasgow.“ Segir Jón Trausti að áframhald- andi ívilnanir geti þjónað sem brú í átt að fullkomnum orkuskiptum. Spáir hann því að árið 2025 verði nær allir fólksbílar sem seldir verða almenningi knúnir áfram með hreinu rafmagni en til þess að það megi verða þurfi að stíga rétt skref. „Við sjáum það á okkar viðskipta- vinum að margir þeirra kaupa ten- giltvinn-bíl og koma sér upp hleðslu- búnaði sem þó getur tekið tíma. Þegar þetta er komið upp og fólk endurnýjar bílinn aftur þá tekur það mjög gjarnan stökkið alla leið í hreint rafmagn.“ Askja hefur sett fram 10 tillögur sem ýta eiga undir orkuskipti í sam- göngum á Íslandi. Jón Trausti ræðir þessar tillögur í Dagmálum í dag en þær lúta m.a. að rafvæðingu leigu- bílaflotans, sendibíla og bifreiða fyr- ir fatlaða. Niðurfelling leiði til mismununar - Forstjóri Öskju telur að framlengja eigi ívilnanir til kaupa á tengiltvinnbílum - Minni stuðningur muni hægja á orkuskiptum - Fullkomin orkuskipti í kortunum innan fárra ára sé rétt haldið á málum Jón Trausti Forstjóri Öskju vill tryggja snurðulaus orkuskipti með áfram- haldandi ívilnunum sem brúi bilið fram að fullri rafvæðingu bílaflotans. Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytinu bréf, sem Morgunblaðið hefur undir höndum, þar sem ráðu- neytið er beðið að útskýra og rök- styðja sína skoðun á reikningsskilum Reykjavíkurborgar síðustu ár. Borg- in hefur, í tíð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, tiltekið hagnað sem hlýst af eignarhaldi Félagsbústaða ehf. á fasteignum við reikningsskil. Þetta er mögulega í trássi við löggjöf EFTA um reikningsskil og endur- skoðun opinberra stofnana, sérstak- lega hvað viðkemur fasteignum í eigu hins opinbera. Þannig segir meðal annars í bréfi ESA til ráðu- neytisins að borgaryfirvöld í öðrum aðildarríkjum EFTA tiltaki ekki hagnað sem hlýst af fasteignum í þeirra eigu við ársreikningaskil, þar sem það er bannað samkvæmt stöðl- um ESA. Þannig er mál með vexti að fyrir- tækjum í einkarekstri er heimilt samkvæmt löggjöfinni að tiltaka hagnað af fasteignum, en ekki opin- berum stofnunum. Þannig má leiða að því líkur að afkoma borgarinnar væri töluvert neikvæðari á ári hverju ef farið væri eftir þessum stöðlum EFTA um reikningsskil, sem banna opinberum aðilum að tiltaka hagnað af fasteignum. Ráðuneytið hefur frest til 15. Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið hefur frest til 15. þessa mánaðar til að svara bréfi ESA, þar sem útlistaðar eru alls níu spurning- ar, sem ráðuneytið er beðið að taka afstöðu til. Meðal þess sem spurt er að í bréfinu er hvort íslenska ríkið telji að Félagsbústaðir ehf. falli und- ir skilgreiningar EFTA um fyrir- tæki. Telji íslenska ríkið svo ekki vera er það beðið um útskýringu á því hvernig megi skilgreina Félags- bústaði ehf. og hvort sú skilgreining geri það að verkum að fyrirtækið falli undir staðla EFTA um reikn- ingsskil og endurskoðun. Ráðuneyt- ið er einnig beðið um skýringar á því hvort og þá með hvaða hætti opin- berar stofnanir eru hvattar til þess að fylgja reglum EFTA um reikn- ingsskil og hvort dæmi séu um að mál þessu tengt hafi komið til kasta ráðuneytisins áður. Rukka ráðuneyt- ið um skýringar - Ársreikningar Reykjavíkurborgar mögulega í trássi við EFTA-löggjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.