Morgunblaðið - 11.11.2021, Side 50

Morgunblaðið - 11.11.2021, Side 50
50 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021 ✝ Erna Líf Gunn- arsdóttir fæddist í Reykja- vík 11. apríl 1991. Hún lést á heimili sínu 31. október 2021. Móðir Ernu Líf- ar er Guðný Rósa Hannesdóttir, f. 29.12. 1969. Faðir hennar er Gunnar Rúnarsson, f. 4.9. 1967. Afar hennar og ömmur: Hannes Oddsson, f. 26.12. 1939 og Erna Friðbjörg Einars- dóttir, f. 8.5. 1945, d. 24.1. 2006. Rúnar Geir Steindórsson, f. 29.10. 1925, d. 30.9. 2012 og Jakobína Valdís Jakobsdóttir, f. 21.11. 1932. Erna Líf fæddist á fæðingar- unarskóla Íslands en hún færði sig yfir á listabraut í Borgar- holtsskóla þar sem hún nam kvikmyndagerð, myndlist o.fl. á margmiðlunarbraut. Sumrin á framhaldsskólaárum nýtti hún í að læra spænsku í þar til gerðum skólum á Spáni. Árið 2015 tók hún sér frí frá námi, er hún var valin af samtök- unum Evrópa unga fólksins til að vinna að margmiðlunarverk- efnum í Barcelona. Þau fólust meðal annars í því að klippa kvikmyndir, vera þáttastjórn- andi á útvarpsstöð, leika í stutt- myndum, söng og lagasmíð og í hjáverkum að kenna spænskum unglingum ensku o.fl. 2016 hóf hún aftur nám í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti og útskrifaðist þaðan sem stúdent af málabraut árið 2017. Erna Líf vann hjá Upplýsinga- miðstöð ferðamanna um tíma en árið 2018 hóf hún nám í djasssöng hjá FÍH. Útförin fer fram frá Guðríð- arkirkju 11. nóvember 2021 klukkan 15. heimilinu í Reykja- vík. Fyrstu 13 árin bjó hún í Kópavogi og gekk í Digra- nesskóla þar til hún fluttist til Reykjavíkur í Grafarholtið. Þar var hún í Ingunn- arskóla þar til hún útskrifaðist úr 10. bekk 2007. Sem unglingur var hún í sönglist hjá Borg- arleikhúsinu í nokkur ár með skóla og lærði söng og leiklist, einnig lærði hún um tíma á þverflautu hjá Tónlistarskóla Kópavogs og æfði karate og hnefaleika í Kópavogi. Með grunnskóla vann hún hjá Mac- Donalds og Office1. Eftir grunnskóla lá leiðin í Verzl- Hún fæddist í apríl 1991 og voru föðurafi og –amma lengi bú- in að bíða eftir nýjum afkomanda. Seinna sama ár fæddist Arnar Pálmi og Brynjar Smári bættist í hópinn þremur árum síðar. Full- skipað lið sem fyllti aftursætið í bíl og var svo margt hægt fara og bralla saman. Hún var einkadótt- ir móður sinnar og föður, og Arn- ar og Brynjar áttu enga systur, svo hún varð systir þeirra og þeir bræður hennar. Lengi vel var Erna Líf líka besti vinurinn og uppáhaldsleikfélagi. Skíðahelgar í Hamragili með föðurfjölskyldunni, þrautakóng- ur og kapp að renna niður og verða fyrstur í lyftuna upp aftur. Nestið, heitt kakó, smurt brauð og bakkelsi frá ömmu kallaði á marga nestistíma yfir daginn. Ótal samverustundir hjá ömmu og afa á Lambó með næt- urgistingu og dekri. Mikið lesið, leikið og amma hafði ekki undan við að baka pönnukökur með sykri fyrir afkomendurna. Pókemon var uppáhaldsleikur- inn og endalaust hægt að gleyma sér við spil. Erna Líf hló hátt, glaðvær, björt og skemmtilegur leikfélagi. Hún naut sín í leiklistinni og leikritin hennar sáum við öll og á móti kom hún á tónleikana þegar strákarnir voru að spila. Svo voru haldnir tónleikar hjá ömmu og afa, hún söng við undirleik þeirra. Hún lærði reyndar líka á hljóðfæri og spilaði með á blokk- flautu og síðar á þverflautu, hæfi- leikaríka frænkan okkar. Eitt árið var vetrarfríi frá skóla eytt á skíðum á Akureyri, öskudagur á Akureyri gleymist seint og stóra stólalyftan í Hlíð- arfjalli spennandi. Sundlaugin og svo gisting á Hótel Kea og minnir okkur að það hafi verið fyrsta sinn sem hún gisti á hóteli. Svo komu unglingsárin og áhugamálin breyttust og urðu fyrirferðarmeiri. Lengdist þá á milli samverustunda, en samt var alltaf gott að hittast, eiga saman stund og finna hve tengslin voru sterk. Það var mjög erfitt að horfa á hana frænku okkar hverfa í þoku andlegra erfiðleika og standa máttvana hjá og geta ekki leitt hana úr þessum fjötrum. Það komu tímar þar sem hún sótti til okkar styrk sem var gott að fá að veita, en svo hvarf hún úr okkar daglega lífi en var þó alltaf sterkt í huga í okkar umræðum. Við kveðjum Ernu Líf með miklum söknuði. Guðrún Lilja (Systa), Arnar Pálmi og Brynjar Smári. Elsku hjartans Erna Líf mín, aldrei átti ég von á því að skrifa minningarorð um þig elsku stóra guðdóttir mín. Þú varst ótrúlega skemmtilegur krakki, alltaf nóg að gera hjá þér með rauðar eplakinnar eins og mamma þín, og hugmyndaflugið var ansi mikið hjá þér og skemmtilegt. Ég man einu sinni þegar þið Daníel voruð lítil að leika inni í herbergi og komuð svo fram skælbrosandi því þá varst þú bú- in að setja „strípur“ í hárið á Daníel og þegar við ætluðum að skamma ykkur þá sagðir þú: „Við spurðum ykkur áðan!“ Manstu þegar þú varst níu ára og Daníel sjö og við vorum heima hjá mér og það kom geit- ungur inn. Ég og þú hlupum inn á baðherbergi og læstum og sögðum Daníel að henda honum út og þegar við komum fram þá spurði Daníel: „Af hverju átti ég að henda honum út, ég er bara sjö ára?“ Þá varst þú snögg með svarið og sagðir „nú þú ert strákur“, svo hlógum við mikið að þessu. Það var líka svo gaman þegar þú settir upp leikrit í einni útilegunni og stjórnaðir krökk- um á öllum aldri. Það var svo gaman að koma og horfa á þig í Borgarleikhúsinu, ég sat bara dolfallin því þú varst fædd til að syngja og leika elsku Erna Líf mín. Og ég veit þú manst eftir bílferðinni þegar kindurnar urðu á vegi okkar. Elsku fallega og góða Erna Líf mín, ég vildi að það væri hægt að lækna alla sjúkdóma en á meðan það er ekki hægt verð- um við að sætta okkur við lífið eins og það er. Ég veit að elsku fallega Erna amma þín mun passa vel upp á þig. Við sjáumst síðar gullið mitt. Elsku Guðný vinkona, Hann- es, Gunnar, fjölskylda og aðrir ástvinir, mínar innilegustu sam- úðarkveðjur til ykkar allra. Anna Helga. Erna Líf Gunnarsdóttir Hann kom inn í líf mitt á ljós- bláum Moskvitsj. Ég var 10 ára, hann var nýi kærastinn hennar mömmu. Með þykkt svart hár, mikið skegg og gleraugu, á svört- um ökklaskóm með rennilás að inn- anverðu og lyklakippu í buxna- strengnum. Reykti pípu en stal stundum Salem Light frá mömmu ef það voru „long-drinkar“ í grennd. Mamma hlustaði á Tom Jones og Waldo de los Rios en með Ingibergi bættust Megas, Þokka- bót og Spilverkið í plötusafnið. Gamli sorrí Gráni, Steinn Steinarr og Valdi skafari. Roðinn í austri fylgdi kennaranum og félagsmála- frömuðinum, Moskvitsjinn breytt- ist von bráðar í Lödu og Þjóðviljinn datt jafnt og þétt inn um lúguna. Við vorum tvö sem lásum fjórblöð- unginn á heimilinu, hann og ég. Lítill bróðir fæddist, jafn svart- hærður og pabbinn. Mamma af- stýrði því að drengurinn yrði skírður Pétur eftir einhverjum löngu liðnum Rússa og í staðinn fékk hann nafn pabba síns, Ingi- bergur. Tólf ára ofviti elskaði þenn- an litla bróður heitt. Og ákvað líka að breyta skriftinni sinni, því stjúp- inn skrifaði svo flotta rithönd og teiknaði svo vel. Ingibergur var bæði listrænn og launfyndinn, um það vitna ótal heimateiknuð jóla- og afmæliskort sem nú eru verðmæt- ar minningar. Stundum fékk ég að hjálpa honum við að þýða kennslu- Ingibergur Elíasson ✝ Ingibergur Elí- asson fæddist 6. nóvember 1943 í Reykjavík. Hann lést 4. október 2021. Útför Ingibergs fór fram 15. októ- ber 2021. Duftker hans var sett niður í Kópavogskirkju- garð 5. nóvember 2021. efni, því bæði höfðum við búið í Gautaborg og kunnum sænsku. Sennilega þurfti hann ekkert á hjálp- inni að halda en ung- lingurinn var mjög upp með sér að vera treyst fyrir slíku verkefni. Úr stóru íbúðinni í Hraunbæ 156 sem við deildum með ömmu Salóme, lá leiðin vestur í bæ á Holtsgötu 39, í íbúð sem var keypt af heitasta foringja vinstri- manna á Íslandi. Ég varð eftir í Hraunbænum hjá Dísu frænku, til að klára gaggó. Næsti stans var Álfheimar 72 og þar fæddist gló- kollur sem fékk nafnið Magnús Grétar, skírður eftir ömmu Mar- gréti í Eden sem söng svo fallega og blístraði á krákurnar Margréti og Kláus. Maggi minnsti var fljótur að bræða hjarta systur sinnar, verðandi menntaskólanemans. Kúrs fjölskyldunnar snerist aftur í austur, upp í Hraunbæ 112, og það- an urðum við oft samferða á morgnana niður í byggð á Lödunni. Hann á leið í Iðnskólann að kenna en ég arkaði yfir óbyggð tún við Miklubraut yfir í MS. Í dag hitti ég aldrei svo bifvéla- virkja að þeir minnist ekki kennara síns, Ingibergs Elíassonar, með hlýju. Að fræða og segja sögur var honum í blóð borið og skipti þá engu hvort hann var upp við töflu í skólanum eða hrókur alls fagnaðar í fjölskylduboðum. Og hann nennti að tala við mig, unglinginn sem passaði engan veginn inn í sjálfa sig. Það var mér ómetanlegt og lagði grunninn að vináttu sem ent- ist okkur að leiðarenda. Vertu kært kvaddur, gamli vin. Ég vona að það sé nóg af þeyttum rjóma í Sumarlandinu. Lana Kolbrún Eddudóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, HUGLJÚF RAGNA PÁLSDÓTTIR, Enni í Unadal, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 5. nóvember. Útförin fer fram frá Hofsóskirkju laugardaginn 13. nóvember klukkan 14. Óttar Skjóldal Hrefna, Þorbjörn Auður Ragna Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HREINN PÁLSSON rafvirkjameistari, Ísafirði, lést á hjúkrunarheimilinu Eyri 7. nóvember. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju 20. nóvember klukkan 14. Streymt verður frá athöfninni frá Viðburðastofu Vestfjarða á Facebook. Kristín Össurardóttir Þórunn Hreinsdóttir Sigríður Hreinsdóttir Þorsteinn Bragason Jón Páll Hreinsson Þuríður Katrín Vilmundardóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR GÍSLASON, húsasmíðameistari og fasteignastjóri hjá Reykjavíkurborg, lést á Landspítalanum 29. október. Útför hans fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 15. nóvember klukkan 13. Hafrún Hrönn Káradóttir Eyrún Guðmundsdóttir Revazi Shaverdashvili Jakobína Guðmundsdóttir Bjarki Grettisson Kolbrún Agnes Guðlaugsd. Þorsteinn Smári Guðlaugs. barnabörn og barnabarnabarn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KARL JÓHANN ORMSSON rafvirkjameistari, lést föstudaginn 5. nóvember á Hrafnistu. Útförin fer fram föstudaginn 19. nóvember klukkan 10 frá Bústaðakirkju. Sigrún Karlsdóttir Magnús Björn Brynjólfsson Eyþór Ólafur Karlsson Margrét Hanna Árnadóttir Ormur Karlsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PERLA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudaginn 5. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 17. nóvember klukkan 15. Marteinn Þór Viggósson Viggó Þór Marteinsson Þórhildur Þórisdóttir Andri Marteinsson Arnheiður Ösp Hjálmarsdóttir Gunnhildur Lilja Marteinsd. Njörður Tómasson Gauti Marteinsson Oddný J. Hinriksdóttir ömmubörn og langömmubarn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA S. BERGMANN, Eiðistorgi 9, Seltjarnarnesi, lést á hjúkrunarheimilinu Grund mánudaginn 8. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Sigfús Jónsson Kristbjörg Antonsdóttir Jóhannes Gísli Jónsson Þorsteinn Jónsson Jón Gunnar Jónsson Tómas G. Guðmundsson Eva B. Jensen barnabörn og barnabarnabörn Elsku hjartans mamma okkar, SIGRÍÐUR ÁRSÆLSDÓTTIR, andaðist í faðmi dætra sinna á hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 8. nóvember. Hún verður kvödd að viðstöddum afkomendum sínum. Fyrir hönd ömmubarna, langömmubarna og langalangömmubarna, Ragnheiður, Ingibjörg og María Aldís Marteinsdætur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Harðbak á Melrakkasléttu, lést mánudaginn 25. október. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 18. nóvember klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni https://laef.is/thorbjorg-rosa-gudmundsdottir. Hlekk á streymi má nálgast á mbl.is/andlat. Þórey Björnsdóttir Jóhannes Jens Kjartansson Jón Hrafnkelsson Guðmundur Á. Björnsson Sæunn Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn Móðir mín og tengdamóðir, INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR, Inga á Grund, Mið-Grund, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands, Sauðárkróki, 3. nóvember. Útför hennar fer fram frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 12. nóvember klukkan 14. Jarðsett verður á Flugumýri. Streymt er á facebook-síðu Sauðárkrókskirkju. Ása Gísladóttir Þórarinn Illugason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.