Morgunblaðið - 11.11.2021, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. NÓVEMBER 2021
✝
Guðrún Ragna
Valdimarsdótt-
ir, eða Stella, var
fædd 22. september
1923 í Reykjavík.
Hún lést á hjúkr-
unarheimili Hrafn-
istu, Sléttunni, 2.
nóvember 2021.
Stella var dóttir
hjónanna Ástu Ei-
ríksdóttur (f. 2.6.
1898, d. 19.8. 1976)
og Valdimar Sveinbjörns Stef-
ánssonar (f. 2.10. 1896, d. 14.08.
1993). Hún var næstelst í sex
systkina hópi. Elstur var Guð-
mundur Birgir, þá kom Stella,
síðan Sesselja (Dedda), næst Er-
ling, síðan Guðbjörg Kristín
(Bubba) og yngstur er Stefán
Gylfi. Guðbjörg Kristín og Stef-
án Gylfi eru einu eftirlifandi
systkinin.
eru: Gunnar Óðinn Einarsson (f.
15.5. 1968) og Stella Ragna Ein-
arsdóttir (f. 27.8. 1975, d. 12.10.
2011). 3) Valdimar Sveinbjörn (f.
22.2. 1951, d. 20.6. 1969). Barna-
barnabörn Stellu eru níu talsins.
Stella gekk í Austurbæj-
arskóla, fór þaðan í Verzl-
unarskóla Íslands og síðan í
Húsmæðraskóla Reykjavíkur.
Stella ólst upp í Reykjavík, fyrst
á Laugavegi 67 og síðar á Leifs-
götu 11. Stella var heimavinn-
andi meðan börn þeirra Gunn-
ars voru lítil en starfaði síðar
við verslunarstörf. Fyrst starf-
aði hún í Húsgagnahöllinni en
síðan í Bláskógum. Eftir það
starfaði hún í Mæðrabúðinni og
að lokum í Ólympíu.
Stella og Gunnar hófu búskap
sinn á Leifsgötu 11 en þau flutt-
ust síðar í Mávahlíð 43. Eftir
andlát Gunnars fluttist Stella á
Sléttuveg 17 þar sem hún bjó
allt fram til mars 2020 þegar
hún flutti á hjúkrunarheimilið
Sléttuna þar sem hún lést.
Útför Stellu fer fram í Há-
teigskirkju í dag, 11. nóvember
2021, kl. 13.
Stella giftist eig-
inmanni sínum,
Gunnari Jónssyni
(f. 19.5. 1918, d.
17.3. 1987) þann
18.7. 1942. Varð
þeim þriggja barna
auðið: 1) Björn (f.
10.12. 1942) kvænt-
ur Arndísi Ármann
(f. 9.5. 1943). Börn
þeirra eru: Margrét
Ármann (f. 10.10.
1965) gift Halldóri Jenssyni (f.
19.1. 1964), Valdimar Ármann
(f. 6.4. 1970), sambýlismaður
hans er Gunnar Friðrik Eð-
varðsson (f. 1.1. 1985) og Stella
María Ármann (f. 10.4. 1978)
gift Sigurði Stefánssyni (f. 16.9.
1976). 2) Ásta Gunnarsdóttir (f.
30.8. 1944) gift Einari Sigurðs-
syni (f. 6.10. 1934, d. 10.12.
1999). Þau skildu. Börn þeirra
Elsku hjartans amma mín er
búin að kveðja þennan heim og er
á leið í sólskinslandið að hitta afa
og Valla og eflaust marga aðra
sem þrá að hitta hana aftur.
Amma Stella var einstök mann-
eskja og vita það allir sem kynnt-
ust henni. Hún var einstaklega
geðgóð manneskja, hláturmild og
hlý og laðaði fólk að sér enda hafa
vinkonur mínar sagt að þær hafi
litið á hana sem „pínulítið“ sína
ömmu líka. Amma þreyttist ekki
á að segja mér sögur af mér þeg-
ar ég var lítil en hún var dugleg
að passa mig en ég var fyrst af
barnabörnunum hennar að
skríða inn í þennan heim. Það er
yndislegt að ylja sér við þær sög-
ur núna því annars væru þær
fallnar í gleymskunnar dá. Hún
sagði mér oft þá sögu að
ókunnugt fólk hefði haldið að hún
væri mamma mín því amma var
svo ungleg alla tíð að ég held að
ég sé hrukkóttari en hún var und-
ir það síðasta. Þegar ég eignaðist
börnin mín tvö með stuttu milli-
bili var amma alltaf fyrsta mann-
eskjan til að koma til mín og
hjálpa mér með krakkana. Þegar
maðurinn minn fór í vinnuferðir
erlendis flutti amma alltaf til mín
því hún vissi að ég væri svo myrk-
fælin og svaf uppi í rúmi hjá mér
og gríslingarnir mínir á milli okk-
ar. Amma var börnunum mínum
mikil amma því hún var svo oft
heima hjá mér og dekraði við
börnin mín út í hið óendanlega
enda kalla þau hana ömmu enda
var hún miklu meiri amma þeirra
en langamma. Við amma fórum í
óteljandi gönguferðir saman með
krakkana mína þegar þau voru
lítil og spjölluðum þá um heima
og geima og enduðum oft á kaffi-
húsi. Amma var mikill göngu-
garpur og gekk alla tíð í vinnuna
eða nýtti strætó þar sem hún
keyrði ekki bíl þrátt fyrir að vera
með bílpróf. Hún hafði gaman af
allri hreyfingu enda sýndi hún
leikfimi og steppdans á sínum
yngri árum. Hún var heldur ekki
langt undan þegar krakkarnir
mínir voru að keppa í samkvæm-
isdansi því hún kom alltaf og
fylgdist með þeim og sat helst al-
veg upp við gólfið til að sjá sem
best. Amma vann í Húsgagna-
höllinni og í Bláskógum og undi
sér vel þar. Ein af sögum ömmu
var að hún hefði verið að afgreiða
mann fyrir jólin sem var að kaupa
kommóðu fyrir konuna sína í
jólagjöf en þegar hann gekk frá
kaupunum ákvað hann að kaupa
tvær kommóður sem voru þá fyr-
ir eiginkonuna og svo hjákonuna
og hann hvíslaði í eyrað á ömmu
að senda kommóðuna í leyni til
hjákonunnar. Hann bað ömmu
um trúnað og hún sagði okkur
aldrei frá nafninu heldur sagði
okkur bara þessa sögu og hló dill-
andi hlátri í kjölfarið. Við héldum
að amma myndi enda starfsævina
sína í Mæðrabúðinni en aldeilis
ekki enda höfðu foreldrar mínir
þá stofnað barnafataverslun í
Kringlunni á svipuðum tíma og
hún hætti í Mæðrabúðinni.
Amma Stella mætti upp í Kringlu
eins og herforingi nokkra daga í
viku og seldi barnaföt eins og
enginn væri morgundagurinn og
naut ég þess að vinna með henni
þar um tíma.
Elsku dásamlega amman mín,
það sem ég sakna þín. Þú varst
svo mikið best og settir þig aldrei
í dómarasætið þegar við ræddum
málin. Þú umvafðir mig og mína
litlu fjölskyldu ást og umhyggju.
Takk fyrir allt, hjartans amma
mín.
Hjartans knús,
Margrét Ármann.
Elsku fallega besta amma mín,
nú ertu farin frá okkur. Einhvern
veginn varstu eilíf í mínum huga
og er því skrýtið að vera að
kveðja þig í hinsta sinn. Betri
ömmu hefði ég ekki getað hugsað
mér. Þú varstu alltaf svo jákvæð
og hlý. Ástin frá þér var sterk og
mikil og fann maður hversu stolt
og ánægð þú varst með okkur öll.
Í hvert sinn sem ég hitti þig sagð-
ir þú mér hversu yndisleg þér
fannst ég, hve ánægð þú værir
með Sigga minn og hversu fal-
lega og yndislega drengi við ætt-
um.
Elsku besta amma mín, mér
fannst svo gaman að hlusta á þig
segja frá því þegar þú varst lítil
stelpa og dansaðir, steppaðir og
stundaðir fimleika. Þú elskaðir
fallega tónlist og hlustaðir hug-
fangin á hana. Þú varst algjör
nagli sem varst klifrandi upp á
stól langt fram á tíræðisaldur
enda hélstu þér ungri með morg-
unleikfimi, göngum, jákvæðni og
hlátri. Þú varst alltaf svo fín til
fara, vel greidd og lést sko ekki
sjá þig án augabrúna. Þér fannst
ekkert leiðinlegt að heyra hvað
fólki fannst þú ungleg enda trúðu
fæstir aldurstölunni þinni. Þú
varst alltaf til í knús og kossa og
vildir alltaf fá koss beint á munn-
inn.
Elsku besta amma mín, ég var
svo stolt af þér og að fá að bera
nafnið þitt. Ég sagði við þig að
mig langaði að vera eins og þú
enda varstu elsku besta amma
mín með hjarta úr gulli. Kysstu
og knúsaðu fólkið okkar hinum
megin enda eru margir þar sem
þú hefur saknað. Elska þig alltaf.
Þín,
Stella María.
Elsku hjartans langamma
okkar, nú ert þú farin frá okkur
og í huga okkar erum við þess
fullviss að langafi tekur á móti
þér opnum örmum. Hjartað okk-
ar er kramið þessa dagana en við
erum svo heppin að eiga fullt af
góðum minningum um þig sem er
svo ótrúlega dýrmætt.
Langamma var alltaf svo já-
kvæð og lífsglöð. Okkur þótti allt-
af mjög gaman að koma í heim-
sókn og jákvæðnin hennar var
mjög drífandi fyrir okkur. Sama í
hvaða skapi maður kom í til henn-
ar fórum við alltaf brosandi, glöð
og steppandi kát heim. Þá var
sérstaklega notalegt að sitja hjá
henni, borða heimabakaðar
pönnukökur og sjá hana ljóma við
að segja sögur frá fimleikunum,
steppdansinum og æskunni. Það
var alltaf svo hreint og fínt heima
hjá henni á Sléttuveginum og
hafði hún gaman af því að fegra
heimili sitt með skrauti og mun-
um. Það var einstaklega gaman
að koma til hennar yfir jólatím-
ann þar sem hún skreytti heimilið
sitt ákaflega vel og mikið þar sem
hún var nú algjört jólabarn. Þótt
jól flestra landsmanna byrji í
Ikea, byrjuðu jólin okkar hjá
ömmu Stellu. Amma var líka al-
gjör nammigrís og elskaði hún að
fara í ísbíltúra og spjalla um dag-
inn og veginn. Hún amma var líka
algjör drottning og sama hvert
tilefnið var þá tókst henni alltaf
að vera glæsilegust. Amma var
einstök kona og var hennar helsti
eiginleiki að hún var hjartahlý og
þótti vænt um alla. Hún var klár-
lega uppáhaldsmanneskja allra
þar sem jákvæðni hennar og
gleði smitaðist út frá henni.
Við þökkum ömmu fyrir sam-
fylgdina er við kveðjum hana nú í
hinsta sinn og erum við þess full-
viss að henni verður tekið opnum
örmum á himnum.
Við þökkum fyrir allt og allt.
Guð blessi sál elsku lang-
ömmu.
Þín langömmubörn,
Arndís Ármann Halldórs-
dóttir, Ágúst Ármann Sig-
urðsson, Björn Ármann
Halldórsson, Inga Rán Ár-
mann, María Ármann, Míra
Katrín Stelludóttir, Tómas
Ármann Sigurðsson, Valdi-
mar Ármann Sigurðsson.
Kynni okkar við Guðrúnu
Rögnu, sem ætíð var kölluð
Stella, hófust fyrir um 60 árum
þegar Arndís og Björn, sonur
Stellu og Gunnars heitins, fóru að
stinga saman nefjum. Það voru
ekki eingöngu barnabörn og
barnabarnabörn Stellu sem köll-
uðu hana ömmu, heldur kölluðum
við öll hana ávallt ömmu Stellu.
Amma Stella var sannur sól-
argeisli að utan sem innan. Hún
var alltaf í góðu skapi, alltaf já-
kvæð og alltaf brosandi. Hún
hafði einstaklega góða nærveru
og var afar barngóð. Amma
Stella var með okkur í öllum fjöl-
skylduboðum. Hún mætti ævin-
lega fyrst, alltaf vel tilhöfð og
lýsti upp svæðið með sínu fallega
brosi og dillandi hlátri.
Amma Stella var ung í anda,
bæði minnug og mannglögg. Hún
var heilsuhraust og skýr í hugs-
un. Þolinmóð með eindæmum.
Minnisstætt er þegar hún leyfði
Bjössa syni sínum að æfa á
trommusettið sitt heima í stofu
og oftar en ekki voru allir hljóm-
sveitarfélagar hans mættir inn á
stofugólf til að spila.
Fyrst í stað starfaði amma
Stella sem húsmóðir og dvaldi þá
oft yfir sumartímann í sumarbú-
stað tengdaforeldranna við Þing-
vallavatn ásamt börnum sínum.
Síðar hóf hún verslunarstörf og
starfaði lengst af hjá Húsgagna-
höllinni við góðan orðstír.
Samband hennar og Ástu dótt-
ur hennar var afar náið. Þær fóru
ekki áfallalaust í gegnum lífið en
stóðu ávallt saman í gegnum súrt
og sætt og gerðu allt hvor fyrir
aðra. Ásta á hrós skilið fyrir hvað
hún annaðist móður sína vel. Aðr-
ir fjölskyldumeðlimir voru henni
einnig afar tryggir.
Við þökkum fyrir allar þær
yndislegu stundir sem við feng-
um að njóta með ömmu Stellu og
vottum fjölskyldunni allri okkar
dýpstu samúð.
Amma Stella var einstök
manneskja. Sannkölluð perla
sem verður saknað.
Blessuð sé minning hennar.
Ágúst M. Ármann
Anna María Kristjánsdóttir
Magnús Ármann
Sigþrúður Ármann.
Guðrún Ragna
Valdimarsdóttir
Sálm. 86.5
biblian.is
Þú, Drottinn,
ert góður og fús
til að fyrirgefa,
gæskuríkur öllum
sem ákalla þig.
Við aðstoðum þig við gerð viljayfirlýsingar
um útför þína af nærgætni og virðingu
– hefjum samtalið.
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Hinsta óskin
Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýju við andlát og útför okkar
hjartfólgnu
BIRNU SESSELJU FRÍMANNSDÓTTUR,
áður kennara á Hvolsvelli
og í Hveragerði,
sem lést á Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn
23. október. Starfsfólki Báruhrauns á Hrafnistu eru færðar
þakkir fyrir umönnun sína og nærfærni og einnig þeim
ættingjum og vinum sem gáfu sér tíma frá önnum daglegs lífs til
þess að heimsækja Birnu og stytta henni stundir.
Matthías, Ragnheiður
Málfríður Klara og Kolbrún Kristiansen
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við fráfall og útför
ástkærs sonar, bróður, barnabarns,
barnabarnabarns og frænda,
AXELS JÓSEFSSONAR ZARIOH,
sem lést af slysförum í Vopnafirði 18. maí
2020. Sérstakar þakkir til björgunarsveita og lögreglu og þeirra
sem að leit hans komu.
Katrín Sjöfn Sveinbjörnsd. Jósef Zarioh
Brynjar Karl, Alexandra Heiða,
Aðalheiður Lára og Sveinbjörn Tumi
Kristjana Þráinsdóttir Önundur S. Björnsson
Aðalheiður Baldvinsdóttir Mohamed Zarioh
Sigrún Jóhannsdóttir
og frændsystkini
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
EMILÍA LILJA AÐALSTEINSDÓTTIR
frá Hrappsstöðum í Dalabyggð,
síðast til heimilis í Gullsmára 9,
Kópavogi,
lést sunnudaginn 31. október.
Kveðjustund verður frá Fossvogskirkju í dag, fimmtudaginn
11. nóvember, klukkan 15. Hlekkur á streymi:
www.sonik.is/emilia.
Leifur Steinn Elísson Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir
Bjarnheiður Elísdóttir Kári Stefánsson
Alvilda Þóra Elísdóttir Svavar Jensson
Gilbert Hrappur Elísson
Guðrún Vala Elísdóttir Arnþór Gylfi Árnason
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og bróðir,
INGVI THEÓDÓR AGNARSSON,
Fýlshólum 5, Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans 19. október.
Útför hefur farið fram í kyrrþey.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki hjartadeildar
Landspítalans.
Margrét Bára Sigmundsdóttir
Ólafur Hólm Theódórsson
Erla Björk Theódórsdóttir
Margrét Lísa Ingimarsdóttir
Anna Lísa Ólafsdóttir
Sindri Már Ingimarsson
Dagmar Agnarsdóttir
Kristín Agnarsdóttir
Agnar Agnarsson
og fjölskyldur