Morgunblaðið - 18.11.2021, Síða 14

Morgunblaðið - 18.11.2021, Síða 14
14 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Hreint loft –betri heilsa Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Láttu þér og þínum líða vel - innandyra Loftmengun er hættuleg heilsu og lífsgæðum. Honeywell lofthreinsitæki eru góð viðmyglugróum, bakteríum, frjókornum, svifryki, lykt og fjarlægir allt að 99,97% af ofnæmisvaldandi efnum. HFD323E Air Genius 5. Hreinsar allt að 99.9% af óhreinindum. Hægt að þvo síuna. Verð kr. 39.420 ÚR BÆJARLÍFINU Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Rauði kross Íslands tekur á móti notuðum fatnaði um allt land í þar til gerðum fatagámum. Í Borgarnesi er einn slíkur, rekinn af Vesturlands- deildinni, og hefur lengst af verið staðsettur við Félagsbæ á Borgar- braut. Í gegnum tíðina hefur hann tekið við gríðarlega miklu magni af fatnaði, svo miklu að stundum hefur ekki tekist að hafa undan við að tæma. Því miður hefur fólk skilið eftir fulla plastpoka og jafnvel rusl við gáminn, svo lýti hefur verið að. Nú hefur fatagámurinn verið færður um set, hann er ennþá við Félagsbæ en Bjarnarbrautarmegin. Það eru vin- samleg tilmæli til allra að ganga vel um og skilja ekki eftir fatapoka fyrir utan gáminn. Vesturlandsdeild Rauða krossins rekur einnig verslun í Borgarnesi sem selur notaðan fatn- að á góðu verði. Verslunin er opin eftir hádegi á föstudögum og laugar- dögum. - - - Hljómlistarfélag Borgarfjarðar heldur sína árlegu jólatónleika fimmtudaginn 9. desember nk. í Hjálmakletti (Menntaskóla Borgar- fjarðar). Tvennir tónleikar verða í boði; síðdegistónleikar kl. 18.30 og kvöldtónleikar kl. 21.30. Þetta er í fimmta sinn sem félagið stendur fyr- ir jólatónleikum. Á tónleikunum kemur fram hljómsveit, skipuð með- limum í Hljómlistarfélagi Borgar- fjarðar, og leikur og syngur ásamt gestum úr Borgarfirði. Aðalgestur tónleikanna verður Sigríður Bein- teinsdóttir en forsala miða fer fram í Brúartorgi í Borgarnesi. Hjónin Elfa Hauksdóttir og Svanur Steinarsson reka hér fyrir- tækið Brúartorg. Þar er framköll- unarþjónusta og selja þau einnig ýmsar vörur tengdar myndavélum, gjafavöru og garn. Svanur hefur staðið vaktina í þessu fyrirtæki frá síðustu öld, þá er jólakort voru vin- sæl og því vertíð á þessum árstíma í myndvinnslu og framköllun. Þjón- ustan nær til fleiri þátta, s.s. að skanna inn gamlar myndir og lag- færa, taka passamyndir, viðgerðir á úrum o.fl. Upplýsingar má finna á vefsíðunni bruartorg.is. - - - Íþróttamál Borgarness hafa allt- af verið mér hugleikin. Skallagrímur átti lengi körfuboltalið karla í efstu deild og konurnar eru nú í efstu deild en einhverra hluta vegna hefur oft gengið betur. Íþróttahúsið í Borg- arnesi er of lítið til að fylgja eftir stöðu Skallagríms í fremstu röð og kemur það líka niður á öðrum íþróttagreinum. Tveir ungir Borg- nesingar, þeir Skúli Guðmundsson og Eiríkur Theodórsson, sem ávallt hafa lagt hönd á plóginn í sjálfboða- starfi fyrir Skallagrím, skrifa athygl- isverða grein í Skessuhorn um hús- næðisvanda íþróttaiðkunar í Borgarnesi undir yfirskriftinni: „Skuldum við ekki Skallagrími og öðrum íþróttafélögum að gera bet- ur?“ Þeir benda á að nýtt fjölnota íþróttahús myndi laða að fleiri íbúa og styðja við íþróttir á svæðinu. Þessi húsnæðisvandi er víðtækari, líkamsræktaraðstaðan í sundlaug- inni stenst tæplega nútímakröfur. Ég veit að reynt hefur verið að koma upp annarri líkamsrækt hér en ekk- ert húsnæði er á lausu sem hentar eða hefur fengist leigt sem kemur til greina fyrir þessa starfsemi. Von- andi tekst að ná athygli þeirra sem geta haft áhrif á þessa þróun áður en þetta verður að vandamáli þegar kemur að því að laða ungt og efnilegt fólk í plássið. - - - Nýtt samþætt leiðakerfi sem tengir Kleppjárnsreyki, Varmaland og Borgarnes alveg sérstaklega er ánægjulegt framfaraspor til að tengja sveitarfélagið betur. Að baki liggur áralöng þörf og viðleitni til að koma þessu á. Þetta er tilraunaverk- efni styrkt af samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytinu með 12 milljóna króna styrk sem deilist á tvö ár, 2021 og 2022. Borgarbyggð, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Mennta- skóli Borgarfjarðar og Vegagerðin standa fyrir þessu samstarfsverk- efni og leiða það. Þetta er mikil þjón- ustuviðbót fyrir íbúa sveitarfélagsins og eykur jöfnuð til náms í heima- byggð. Í samræmi við verkefnið hefur Borgarbyggð breytt reglum um skólaakstur og fleiri en grunnskóla- börn geta nú nýtt skólabílana í upp- sveitum Borgarfjarðar og Mýrum. Vegagerðin og Strætó hafa bætt við leiðum í leiðarkerfi sínu og er ekið alla virka daga yfir vetrartímann. - - - Hjá Foodstation (Fóðurstöð- inni) er mikið að gerast. Í lok októ- ber tók nýr rekstraraðili við rekstr- inum af Kaupfélagi Borgarfjarðar, H veitingar í eigu Hendriks Björns Hermannssonar meistarakokks. Fésbókarsíðan ber vott um stórhug, tónlistarviðburðir eru fram undan, jólahlaðborð með söng og þekktum veislustjórum. Maturinn er á hóflegu verði og mikil aðsókn. Skemmtilegt þegar líf er í tuskunum og hreyfing í samfélaginu þrátt fyrir allt. Fatagámurinn hefur vart undan Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnes Fatagámur Vesturlandsdeildar Rauða krossins er kominn á nýj- an stað, Bjarnarbrautarmegin við Félagsbæ. Mikil söfnun er á fötum í hann.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.