Morgunblaðið - 18.11.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 18.11.2021, Qupperneq 28
28 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Merk tímamót verða á næstunni í Úlfarsárdal þegar menningarhús og sundlaugar í dalnum verða tekin í notkun. Stefnt er að opnun mann- virkjanna fyrir næstu áramót. Úlfarsárdalur er eitt af yngri íbúðarhverfum höfuðborgarinnar. Þar hefur á undanförnum árum verið í byggingu mikið mannvirki við Úlfarsbraut 122-124 sem kallað hefur verið „miðstöð skóla, menn- ingar og íþrótta“ í Úlfarsárdal. Það mun hýsa grunnskóla, leik- skóla, frístundaheimili, menningar- miðstöð, almenningsbókasafn, inni- sundlaug og íþróttahús ásamt útisundlaug. Þá verður á svæðinu knattspyrnuvöllur Fram með áhorfendastúku. Um hönnun sáu VA arkitektar, Landmótun og VSÓ ráðgjöf. Heildarstærð mannvirkj- anna verður í kringum 16.000 fer- metrar. Heildarkostnaður mann- virkja í Úlfarsárdal, þ.e. leik- og grunnskóla, menningarmiðstöðvar og sundlaugar og íþróttamann- virkis Fram (án knatthúss), er áætlaður um 14 milljarðar króna. Meðfylgjandi drónamyndir sýna vel skipulag byggingarinnar í dalnum. Fremst á myndinni hér að ofan eru skólabyggingarnar. Leikskóla- byggingin var fyrst tekin í notkun, árið 2016. Fyrsti hluti grunnskól- ans var tekinn í notkun haustið 2018 en grunnskólinn allur haustið 2019. Þar næst á myndinni koma menningarhúsið og útisundlaugin og efst má sjá íþróttahús Fram og knattspyrnuvelli. Gert er ráð fyrir að fjölnota mannvirki og knatt- spyrnuvöllur Fram ásamt áhorf- endastúku verði fullbúin á næsta ári. Við þau tímamót mun félagið yfirgefa Safamýri og flytja alla sína starfsemi í Úlfarsárdal. Úlfarsárbraut 122-124 Geysimikið mannvirki, þar sem sameinast kennsla, menningarstarfsemi og íþróttaiðkun. Útisundlaugin Verður án efa vel sótt af íbúum Úlfarsárdals á komandi árum. Miðstöð skóla, menningar og íþrótta Morgunblaðið/Eggert Loftmynd Litadýrð setur óneitanlega svip á svæðið þegar íþróttamannvirkin í Úlfarsárdal eru skoðuð úr lofti. „Þetta var frábær dagur þar sem um 30 manns kepptu um þrjá titla. Mikill spenningur og gleði ein- kenndi viðburðinn,“ segir Brynja Pétursdóttir danskennari, en skóli hennar, Dans Brynju Péturs, efndi nýverið til götudanseinvígis (e. street dance) í Hinu húsinu í Elliða- árdal. „Það eru tvö ár síðan við gátum haldið einvígið síðast og þetta var mjög nærandi fyrir danssamfélagið, að koma svona saman skiptir okkur miklu máli. Þarna voru einhverjir bestu street-dansarar landsins sam- ankomnir,“ bætir Brynja við. Skífuþeytirinn DJ Stew sá um danstónlistina en hann kom hingað til lands frá Noregi, einhver besti DJ í Evrópu á sínu sviði. Sigurvegarar í tvíliðaflokki, blandaðri aðferð, voru Ola Nina Getka og Vanessa Dalia Blaga Rún- arsdóttir. Ola Nina sigraði einnig í einliðaflokki framhaldsnemenda, blandaðri aðferð. Í einliðaflokki byrjenda sigraði Elena Bilic. Dómarar voru Sandra Sano Er- lingsdóttir, Anais Barthe og Anas- tasiya Plugari. Ljósmynd/Árni Rúnarsson Einvígi Mikil stemning og stuð var í götudanseinvíginu í Hinu húsinu. 30 kepptu í götudansi - Fyrsta einvígið í götudansi í tvö ár - Mjög nærandi fyrir danssamfélagið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.