Morgunblaðið - 18.11.2021, Page 28

Morgunblaðið - 18.11.2021, Page 28
28 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Merk tímamót verða á næstunni í Úlfarsárdal þegar menningarhús og sundlaugar í dalnum verða tekin í notkun. Stefnt er að opnun mann- virkjanna fyrir næstu áramót. Úlfarsárdalur er eitt af yngri íbúðarhverfum höfuðborgarinnar. Þar hefur á undanförnum árum verið í byggingu mikið mannvirki við Úlfarsbraut 122-124 sem kallað hefur verið „miðstöð skóla, menn- ingar og íþrótta“ í Úlfarsárdal. Það mun hýsa grunnskóla, leik- skóla, frístundaheimili, menningar- miðstöð, almenningsbókasafn, inni- sundlaug og íþróttahús ásamt útisundlaug. Þá verður á svæðinu knattspyrnuvöllur Fram með áhorfendastúku. Um hönnun sáu VA arkitektar, Landmótun og VSÓ ráðgjöf. Heildarstærð mannvirkj- anna verður í kringum 16.000 fer- metrar. Heildarkostnaður mann- virkja í Úlfarsárdal, þ.e. leik- og grunnskóla, menningarmiðstöðvar og sundlaugar og íþróttamann- virkis Fram (án knatthúss), er áætlaður um 14 milljarðar króna. Meðfylgjandi drónamyndir sýna vel skipulag byggingarinnar í dalnum. Fremst á myndinni hér að ofan eru skólabyggingarnar. Leikskóla- byggingin var fyrst tekin í notkun, árið 2016. Fyrsti hluti grunnskól- ans var tekinn í notkun haustið 2018 en grunnskólinn allur haustið 2019. Þar næst á myndinni koma menningarhúsið og útisundlaugin og efst má sjá íþróttahús Fram og knattspyrnuvelli. Gert er ráð fyrir að fjölnota mannvirki og knatt- spyrnuvöllur Fram ásamt áhorf- endastúku verði fullbúin á næsta ári. Við þau tímamót mun félagið yfirgefa Safamýri og flytja alla sína starfsemi í Úlfarsárdal. Úlfarsárbraut 122-124 Geysimikið mannvirki, þar sem sameinast kennsla, menningarstarfsemi og íþróttaiðkun. Útisundlaugin Verður án efa vel sótt af íbúum Úlfarsárdals á komandi árum. Miðstöð skóla, menningar og íþrótta Morgunblaðið/Eggert Loftmynd Litadýrð setur óneitanlega svip á svæðið þegar íþróttamannvirkin í Úlfarsárdal eru skoðuð úr lofti. „Þetta var frábær dagur þar sem um 30 manns kepptu um þrjá titla. Mikill spenningur og gleði ein- kenndi viðburðinn,“ segir Brynja Pétursdóttir danskennari, en skóli hennar, Dans Brynju Péturs, efndi nýverið til götudanseinvígis (e. street dance) í Hinu húsinu í Elliða- árdal. „Það eru tvö ár síðan við gátum haldið einvígið síðast og þetta var mjög nærandi fyrir danssamfélagið, að koma svona saman skiptir okkur miklu máli. Þarna voru einhverjir bestu street-dansarar landsins sam- ankomnir,“ bætir Brynja við. Skífuþeytirinn DJ Stew sá um danstónlistina en hann kom hingað til lands frá Noregi, einhver besti DJ í Evrópu á sínu sviði. Sigurvegarar í tvíliðaflokki, blandaðri aðferð, voru Ola Nina Getka og Vanessa Dalia Blaga Rún- arsdóttir. Ola Nina sigraði einnig í einliðaflokki framhaldsnemenda, blandaðri aðferð. Í einliðaflokki byrjenda sigraði Elena Bilic. Dómarar voru Sandra Sano Er- lingsdóttir, Anais Barthe og Anas- tasiya Plugari. Ljósmynd/Árni Rúnarsson Einvígi Mikil stemning og stuð var í götudanseinvíginu í Hinu húsinu. 30 kepptu í götudansi - Fyrsta einvígið í götudansi í tvö ár - Mjög nærandi fyrir danssamfélagið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.