Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021
Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com
Sölustaðir:
Melabúð, Fjarðarkaup, Frú Lauga, Fiskkompaní og Matarbúr Kaju Akranes
Sælkerabitar Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
„Það er ljóst að Noregur sýnir litla
viðleitni til að semja. Noregur ætl-
ar ekki að eiga samræður við önn-
ur ríki nema þau samþykki alvar-
lega gölluð skilyrði þeirra,“ skrifar
Heiðrún Lind Marteinsdóttir,
framkvæmdastjóri Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi, um viðræður
um nýtingu makríls í aðsendri
grein sem birt var á vef bresku
sjávarútvegsfréttaveitunnar Fish
Focus.
Tilefni skrifa Heiðrúnar Lindar
var aðsend grein sem birt var í
sama miðli. Í þeirri grein segja
þeir Audun Maråk, framkvæmda-
stjóri Fiskebåt, samtaka norskra
útgerðarmanna, og Jonny Ber-
fjord, stjórnarformaður Fiskebåt,
öll strandríkin bera sameiginlega
ábyrgð á makrílstofninum. „Þess
vegna þurfa Evrópusambandið,
Bretland, Færeyjar, Grænland,
Rússland, Ísland og Noregur öll að
leggja sitt af mörkum, leita mála-
miðlana og sætta sig við einhverja
ósigra í þessu máli.“
Málum frestað
Samningafundir um uppsjávar-
stofnana kolmunna, norsk-íslenska
síld og makríl hófust í London í
október en ekkert heildarsam-
komulag milli ríkjanna gildir um
veiðar úr þessum stofnum. Öll rík-
in viðurkenna veiðiráðgjöf Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins (ICES) en
eru ósammála um skiptingu aflans
og hafa þessir stofnar því allir ver-
ið ofveiddir miðað við ráðgjöf.
Miklar vonir voru bundnar við
að eitthvað myndi þokast áfram í
viðræðum ríkjanna um skiptingu
veiðanna, en fátt áorkaðist annað
en samkomulag um að veiði á kol-
munna og norsk-íslenskri síld skuli
ekki vera umfram ráðgjöf ICES.
Auk þess var ákveðið að fela vís-
indamönnum að kortleggja út-
breiðslu kolmunna og uppfæra
fyrri samantekt frá 2013. Þá náðist
ekki heldur árangur á sviði makríls
og munu strandríkin áfram úthluta
einhliða veiðiheimildum í tegund-
unum þremur.
Ákveðið var að halda áfram við-
ræðum eftir áramót með það að
markmiði að geta tryggt sjálfbær-
ar veiðar strax á vertíðum 2022, en
stórir kaupendur uppsjávarafurða
hafa lýst því að þeir hyggjast
kaupa minna, borga minna eða ein-
faldlega að hætta að kaupa afurð-
irnar ef veiðar séu ekki stundaðar
með sjálfbærum hætti.
Hins vegar má sjá í greinaskrif-
um hagmunaaðila að enn kann að
vera nokkuð í land.
Samkomulag án Íslands?
Heiðrún Lind tekur í andsvari
sínu undir sjónarmið er varða mik-
ilvægi sjálfbærra veiða en vekur
athygli á því að eðlilegt er að
spyrja hvað valdi því að ekki hafi
tekist að semja? Við þessu hafi
fengist svar í grein talsmanna
norskra útgerðarmanna. „Norð-
menn eru einfaldlega ekki tilbúnir
til að semja, að því gefnu að fram-
kvæmdastjóri Fiskebåt endurómi
afstöðu norska ríkisins.“
Vísar hún til þess að Maråk og
Berfjord segja í grein sinni að
„svæðistenging“ sé „eðlileg for-
senda“ skiptingar veiðiheimilda
milli strandríkjanna. „Svæðisteng-
ing makrílsins við Noreg og Bret-
land er mikil. Megnið af makríln-
um er veitt í efnahagslögsögu
þessara tveggja ríkja. Lítið er um
makríl í hafsvæði Íslands og eng-
inn makríll í hafsvæði Grænlands
og Rússlands. Þetta er ástæðan
fyrir því að þeir veiða makríl á al-
þjóðlegu hafsvæði og í magni sem
er langt umfram það sem hægt er
að réttlæta út frá makríl í eigin
efnahagslögsögu.“
Hvetja þeir „alla samningsaðila,
sérstaklega Evrópusambandið,
Bretland og Noreg, til að ná sam-
komulagi á næstu vikum“. Vekur
athygli að í orðum sínum skilja
Norðmennirnir út undan Græn-
lendinga, Íslendinga og Rússa.
Aðferðin gölluð
Svæðistenging getur ekki verið
eina forsenda skiptingar veiði-
heimilda milli ríkja og neita Norð-
menn að horfast í augu við þá stað-
reynd, skrifar Heiðrún Lind.
Úthlutun á grundvelli svæðisteng-
ingar fiskistofna byggi á að meta
hlutfall fiskistofns innan lögsögu
hvers ríkis, vegið með tíma sem
hann eyðir á svæði hvers aðila.
„Sumum kann að finnast þetta
sanngjörn og einföld nálgun, en
það er ekki raunin. Svæðistenging
hunsar einfaldlega mikilvæga
þætti. Fiskistofnar breyta stöðugt
hreyfimynstri sínu, meðal annars
vegna umhverfisáhrifa eins og
hækkandi sjávarhita. Það er því
ómögulegt að staðsetja fiskistofna
með óyggjandi vissu og nákvæmni
og erfitt að leggja mat á og sam-
ræma þau gögn sem liggja fyrir
frá einu tímabili til annars.
„Landfræðileg útbreiðsla fiski-
stofns í dag getur verið allt önnur
en hún var fyrir 1, 5 eða 10 árum
og gefur enga vissu um dreifingu
hans í framtíðinni. Það er líka
staðreynd að óvissa og eyður í
mæligögnum leiða til mikillar óná-
kvæmni í áætlunum og útreikn-
ingum. Þessar hugleiðingar sýna
einn verulegan galla í því að
treysta eingöngu á svæðisteng-
ingu, galla sem á örugglega eftir
að ýta undir ágreining, bæði nú og
í framtíðinni,“ útskýrir hún.
Auk þessa ágalla bendir Heiðrún
Lind á að svæðistenging taki ekki
tillit til þess hvar fiskistofnar
hrygna, vaxa, leita ætis og þyngj-
ast. Þannig sé ekki metið hvert
framlag hvers ríkis er í þágu heil-
brigðis stofnsins og heldur ekki
hve háð ríki eru veiðunum eða
hvar veiðar eru hagkvæmastar. „Á
þetta hefur Ísland og fjöldi sér-
fræðinga ítrekað bent.“
Tekist á um forsendur samninga
Heimild: MSC
Útbreiðsla kolmunna, makríls
og norsk-íslenskrar síldar
Kolmunni
Makríll
Norsk-íslensk síld
GRÆNLAND
ÍSLAND
NOREGUR
BRETLAND
- Framkvæmdastjóri SFS segir Norðmenn ekki sýna vilja til að semja um makríl - Norðmenn segja
að forsenda skiptingar milli ríkja sé svæðistenging stofnsins - Aðferðin meingölluð að mati SFS
Alþjóðahafrannsóknaráðið
(ICES) lagði til að á síðustu mak-
rílvertíð yrði ekki veitt meira en
852 þúsund tonn.
Íslensk yfirvöld hafa gefið út
að hlutdeild Íslands eigi að mið-
ast við 16,5% af ráðgjöfinni og
var íslenskum skipum úthlutað
veiðiheimildum sem nema rétt
rúmlega 140 þúsund tonnum.
Færeyingar og Norðmenn juku
hins vegar þá hlutdeild sem þeir
hafa áður talið sig eiga tilkall til
og hækkuðu útgefnar veiðiheim-
ildir til sinna skipa um 55%. Út-
hlutuðu Færeyingar 167 þúsund
tonnum til sinna skipa og Norð-
menn 298 þúsund tonnum til
sinna.
Alls gáfu strandríkin út veiði-
heimildir fyrir 1.208 þúsund tonn
sem er 42% umfram ráðgjöf.
Langt um-
fram ráðgjöf
MAKRÍLVEIÐAR