Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 40
40 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Glæsileg borðstofuhúsgögnum
frá CASÖ í Danmörku
HUNDAFÓÐUR
Fiskislóð • Bíldshöfði • Smáratorg • Helluhraun • Baldursnes
www.gaeludyr.is
Hið háa Alþingi hef-
ur nýlega rétt ákæru-
valdinu í hendur breið-
síðuákvæði varðandi
peningaþvætti og
reynslan sýnir að
ákæruvaldið sést ekki
fyrir í útfærslunni á
því.
Skilgreiningin í 3. gr.
laga # 140/2018 um
peningaþvætti hljóðar
svo:
2. Peningaþvætti: Þegar ein-
staklingur eða lögaðili tekur við
ávinningi, nýtir ávinning eða aflar sér
eða öðrum ávinnings af broti sem er
refsivert samkvæmt almennum
hegningarlögum eða öðrum lögum;
einnig þegar einstaklingur eða lög-
aðili umbreytir slíkum ávinningi, flyt-
ur hann, sendir, geymir, aðstoðar við
afhendingu hans, leynir honum eða
upplýsingum um uppruna hans, eðli,
staðsetningu, ráðstöfun eða flutningi
ávinnings eða stuðlar á annan sam-
bærilegan hátt að því að tryggja öðr-
um ávinning af slíkum refsiverðum
brotum.
Það fyrirbrigði sem reynt er að
skilgreina er ekki peningaþvætti eins
og það er almennt skilið. Hið einfalda
viðfangsefni, peningaþvætti, vefst
fyrir saksóknurum í framhaldinu,
trúlega af skilningsleysi eins og
dæmin sanna. Það er trúlega stremb-
ið á stundum að finna ákæru stað en
það má best vera vandamál ákæru-
valdsins án þess að gengið sé á rétt
almennra borgara.
Lög um peningaþvætti eru til kom-
in vegna þess að upprunabrotið, eða
uppspretta ólögmæts ávinnings, er
ekki þekkt eða sannanlegt með góðu
móti. Þá er umbreytt mynd ávinnings
notuð sem andlag og mælikvarði
refsinga. Að taka við illa fengnum
ávinningi er annað og sérstakt við-
fangsefni.
Lög um peningaþvætti ættu að
taka til þess aðila sem hefur ólög-
mæta starfsemi að lifibrauði og um-
breytir ólögmætum ávinningi sínum
þannig að hann fær lög-
mætt yfirbragð. Sam-
kvæmt lagatextanum
að framan hefðu starfs-
menn í þvottahúsum
Als Capones getað orð-
ið illa úti.
Al Capone hefði ekki
getað stundað pen-
ingaþvætti með sama
hætti í dag því jafnvel
íslenskir saksóknarar
hefðu hankað hann á
rafrænum greiðslumáta
og þá í frumbrotinu sjálfu. Vegna
aukins rekjanleika fjármuna er þörf-
in fyrir ítarlega lagasetningu ekki
söm og áður. Það segir ekki að pen-
ingaþvætti sé ekki stundað en þá
skyldu menn hafa í huga skilyrðin
sem ætti að uppfylla. Í lagagreininni
hér að framan er frumbrotið enn-
fremur orðið algert aukaatriði.
Ákærur í sakamálum virðast taka
mið af moðsuðunni. Tilteknum af-
mörkuðum meintum afbrotum er
rækilega og nákvæmlega lýst og
krafist viðeigandi refsingar en að
auki og í ofanálag krefst ákæruvaldið
refsingar fyrir peningaþvætti! Þeim
sem skilja um hvað peningaþvætti
snýst er mótsögnin augljós.
Saksóknarar og þá dómarar sem
telja slíka saksókn tæka fyrir dómi
verða ekki vændir um að skilja hvað
peningaþvætti raunverulega er. Ef
ákært er fyrir peningaþvætti þýðir
það að ekki sé hægt með góðu móti að
slá máli á hið upprunalega brot, það
er hvert hið undirliggjandi refsiverða
athæfi var og hver var ávinningurinn
af því að formi og magni.
Aðrar skilgreiningar
Það er einfalt að sækja grunn-
skilgreiningar á peningaþvætti á net-
ið og ein slík hljóðar svo:
Money laundering is the illegal
process of making large amounts of
money generated by a criminal acti-
vity, such as drug trafficking or ter-
rorist funding, appear to have come
from a legitimate source. The money
from the criminal activity is conside-
red dirty, and the process “launders“
it to make it look clean.
Lauslega þýtt:
Peningaþvætti er ólögmætur
gjörningur ætlaður til að láta líta svo
út, að umtalsverðar fjárhæðir sem
eru afurð ólögmætrar starfsemi, svo
sem dreifing eiturlyfja eða fjár-
mögnun hryðjuverka, séu ávinningur
lögmætra viðskipta. Fjármunir upp-
runnir í hinni ólögmætu starfsemi
eru taldir óhreinir, og gjörningurinn
að „þvætta“ er til að hreinsa þá í
ásýnd.
Það eru tvö skilyrði sem uppfylla
þarf samkvæmt þessu orðalagi eða:
stórar fjárhæðir og undirliggjandi
ólögmæt starfsemi. Alvarleiki brota
er gefinn sem sambærilegur við
dreifingu eiturlyfja og fjármögnun
hryðjuverka. Í íslenska lagatext-
anum hefur alfarið verið sneitt hjá
þessu því skilninginn virðist skorta.
Það er alvarleg hugsanavilla að
telja að hægt sé að sakfella þjóf fyrir
peningaþvætti samkvæmt raunsærri
skilgreiningu ef hann stelur reiðufé í
eitt skipti. Sé ákært fyrir stuld og
peningaþvætti í slíku tilfelli þá væri
verið að bera þjófinn röngum sökum.
Afbrotið er þekkt, afmarkað og skil-
greint sem þjófnaður og engin um-
breyting ávinningsins hefur átt sér
stað. Réttarkerfið hefur viðurkennt
slíka tvöfalda saksókn fyrir einn og
sama glæp. En nota bene; kaupmað-
urinn á horninu sem selur viðkom-
andi matvöru á sér enga lagalega
málsvörn um leið og hann tekur við
ávinningnum. Peningaþvætti sam-
kvæmt skilgreiningu íslenskra laga!
Það skal ekki útiloka að óbrúkleg-
ur lagatextinn sé ekki tilviljun en þá
er málið sýnu alvarlegra þar sem
þegnar landsins mættu eiga skjól fyr-
ir slíkri aðför að réttindum sínum.
Meira síðar.
Eftir Jón Þ.
Hilmarsson
» Að auki og í
ofanálag krefst
ákæruvaldið refsingar
fyrir peningaþvætti!
Jón Þ. Hilmarsson
Höfundur er endurskoðandi.
jon@vsk.is
Peningaþvætti eða hvað?
Endurheimt vot-
lendis er viðurkennd
aðferð hjá loftslags-
ráði Sameinuðu þjóð-
anna (IPCC) í barátt-
unni við
loftslagsbreyting-
arnar. Alþjóðleg við-
mið um losun hvers
hektara sem IPCC
hefur gefið út eru
19,5 tonn. Um nokk-
urra ára skeið hefur vísindafólk
Landgræðslunnar unnið að rann-
sóknum á meðallosun íslenskra
mýra. Mælt er á fjórum mismun-
andi stöðum á landinu og til þessa
hafa mælingarnar gefið til kynna
að meðaltalið sé nokkuð svipað
hvað viðkemur losun íslenskra
mýra.
Þetta þýðir að árlega losar hver
hektari í framræstu mýrlendi 19,5
tonn af koltvísýringsígildum. Árið
2019 stöðvaði sjóðurinn losun
1.404 tonna af koltvísýringsígild-
um en uppreiknað til þriggja ára
eru það 4.212 tonn. Árið 2020
stöðvaði sjóðurinn 2.636 tonn en
uppreiknað til tveggja ára eru það
5.265 tonn. Samtals til dagsins í
dag eru þetta 9.477 tonn sem
samsvara losun 4.738 nýrra fólks-
bíla á sama tíma. Vert er að hafa í
huga að hér er um stöðvun að
ræða en ekki bindingu.
Votlendissjóðurinn endur-
heimtir nú 70 hektara landsvæði í
Fífustaðadal við Arnarfjörð. Með
framkvæmdinni stöðvast losun
1.400 tonna af koltvísýringsígild-
um á ári, sem er það sama og 700
nýlegir fólksbílar losa á ári. Þarna
er ekki bara um loftslagsaðgerð
að ræða heldur eflir framkvæmdin
náttúrulegan fjölbreytileika, end-
urheimtir vistkerfi mýranna og
skapar vinnu fyrir verktaka á
svæðinu.
Frá árinu 1970 hefur þessi
framræsing í Fífustaðadal losað
um 70.000 tonn af koltvísýrings-
ígildum. Endurheimtin er unnin
að beiðni landeiganda sem gerði
samning við Votlendissjóð um
framkvæmdina en jörðin hefur
aldrei verið nýtt til framleiðslu í
landbúnaði.
Landgræðslan vegur og mælir
forsendur allra framræsing-
arverkefna Votlendissjóðs og að
lokinni framkvæmd er verkið
mælt og metið að nýju. Ef verkið
hefur heppnast til
fulls færir Land-
græðslan það í sam-
antektartölur landsins
um stöðvun losunar
frá framræstu vot-
lendi.
Votlendissjóður er
einkarekinn sjóður
sem var stofnaður ár-
ið 2018. Markmið
sjóðsins er að undir-
búa og framkvæma
endurheimt fram-
ræsts votlendis. Endurheimt vot-
lendis er ekki bara einföld og
mjög hraðvirk leið í baráttunni við
loftslagsbreytingarnar, heldur er
endurheimt votlendis um leið
stórkostlegt vopn í endurheimt
vistkerfa og styður við nátt-
úrulegan fjölbreytileika á þeim
svæðum þar sem hún er fram-
kvæmd.
Votlendissjóður býður öllum
landeigendum til samstarfs um
framkvæmd endurheimtar á
svæðum í þeirra eigu. Undir slík-
um samningi tryggir landeigand-
inn að endurheimtin verði unnin
af fagaðilum og undir eftirliti og
mælingum Landgræðslunnar. Á
átta ára samningstíma greiðir
Votlendissjóður fyrir alla vinnu
við undirbúning og framkvæmd
endurheimtarinnar. Þá er fylgst
með framkvæmdinni og henni við-
haldið. Á samningstímanum er
ábati aðgerðanna, þ.e. kolefnis-
einingarnar, eign sjóðsins og selur
sjóðurinn þær til að fjármagna að-
gerðina. Að samningstímanum
loknum eru einingarnar eign land-
eigandans.
Kynntu þér starfið okkar hjá
Votlendissjóði á www.votlendi.is og
sjáðu sóknarfærin sem liggja allt í
kringum okkur í loftslagsbarátt-
unni.
Eftir Einar
Bárðarson
Einar Bárðarson
» Samtals eru þetta
9.477 tonn sem sam-
svara losun 4.738 fólks-
bíla á sama tíma. Vert
er að hafa í huga að hér
er um stöðvun að ræða
en ekki bindingu.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Votlendissjóðs.
einarb@votlendi.is
Það er von
í votlendinu
Allt um sjávarútveg