Morgunblaðið - 18.11.2021, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 18.11.2021, Qupperneq 43
MINNINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 ✝ Þorvaldur Að- alsteinn Hauksson fæddist í Reykjavík 27. októ- ber 1989. Hann lést af slysförum í Kjós 3. nóvember 2021. Foreldrar hans eru Kristín Hreið- arsdóttir, f. í Reykjavík 20. júní 1967, og Haukur Þorvaldsson, f. í Reykjavík 16. apríl 1964, d. 3. febrúar 2012. Systkini Þorvaldar eru Hreiðar Hauksson, f. 1988, Maríanna Sól Hauksdóttir, f. 2001, Gunn- laugur S. Valtýsson, f. 1998, og Kristbjörg Anna Valtýsdóttir, f. 2000. Þorvaldur sleit barnsskónum í Hafnarfirði en frá 11 ára aldri ólst hann upp í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Hann var mikið hjá ömmu og afa í Kjósinni og þar var hugur hans alla tíð. Hann byrjaði snemma að vinna með afa sín- um í sveitinni og 17 ára fór hann á sjóinn sem hann stundaði í 13 ár sem háseti og skipstjóri. Síð- ustu þrjú ár vann hann í landi sem þúsundþjalasmiður, hvort sem það var að mála eða skipta um rafmagnslagnir í traktors- gröfum.Útför fer fram frá Fossvogskirkju 18. nóvember 2021 klukkan 13. Elskulegur dóttursonur okkar, Þorvaldur Aðalsteinn, lést í bíl- slysi 3. nóvember sl. skammt frá heimili okkar í Kjósinni. Það er þyngra en tárum taki að skrifa kveðjuorð til barnabarns síns. Foreldrar hans skildu þegar hann var fjögurra ára og má segja að hann væri alinn upp í Kjósinni á bernskuárum sínum, hann var mikið hjá pabba sínum í Kjósinni og hjá okkur ömmu sinni og afa og móður sinni að sjálfsögðu. Ellefu ára gamall flutti hann með móður sinni og manni hennar Valtý Gunnlaugssyni og Hreiðari bróð- ur sínum í Voga á Vatnsleysu- strönd. Þeir feðgar stunduðu mikið hestamennsku og snerist lífið mest um hesta, útreiðar og keppnir. Gekk þeim bræðrum vel á þeim vettvangi á hestum sínum Drífu og Kulda. Það breyttist svo á unglingsárunum og áhuginn dofnaði. Bræðurnir Hreiðar og Þorvald- ur voru mjög samrýndir og yfir- leitt báðir nefndir saman. Þeir urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa föður sinn árið 2012 og var það mikið áfall. Þorvaldur stund- aði sjó í mörg ár, en var farinn að vinna í landi við ýmis störf. Allt lék í höndum hans og hann gat gert við allt mögulegt. Við afi hans nutum oft góðs af dugnaði hans og vilja til að hjálpa okkur við heyskap og ýmislegt sem til féll í sveitinni. Ég gleymi ekki þegar verið var að setja grindur í fjárhúsin hjá okkur þegar hann var sjö ára. Hann var allan daginn úti með pabba sínum og afa í kuldagallanum sínum í 12 stiga frosti og fékk að hafa sinn hamar og spýtu til að negla í. Það kom snemma í ljós dugnaðurinn og elj- an. En nú er komið að kveðjustund og söknuðurinn er mikill, mest frá móður hans og systkinum. Við biðjum Guð að styrkja þau og styðja á erfiðum tímum fram und- an. Sendum batakveðjur til vinar hans, sem var með honum í þess- ari ferð, og biðjum Guð að styðja hann á erfiðum tíma. Elsku Þorvaldur, hafðu þökk fyrir allt og allt elsku vinur og barnabarn. Þín amma og afi í Kjósinni. Ásta og Hreiðar. Nú þegar Þorvaldur Aðal- steinn Hauksson bróðursonur minn hefur kvatt svo skyndilega og svo ótímabært vil ég minnast hans nokkrum orðum. Í minningunni voru það bjartir tímar þegar þeir bræðurnir, Þor- valdur og Hreiðar, rúmu ári eldri, voru að komast á legg. Þeir voru uppátækjasamir fjörkálfar og gaman var þá að fá að eiga svolít- inn þátt í lífi þeirra. Þeir bræð- urnir voru frá því fyrsta mikið í sveitinni hjá Ástu ömmu sinni og Hreiðari afa á Grímsstöðum og nutu þar mikils ástríkis og urðu gegnheilir og glaðir sveitamenn. Í beinu framhaldi hófu þeir svo snemma að stunda hestamennsku með Hauki föður sínum, og voru ekki háir í loftinu þegar þeir voru farnir að þjálfa hesta og keppa í reiðmennsku og náðu oft árangri sem eftir var tekið. Þegar við Guðrún fluttum að Minna-Mosfelli varð Þorvaldur vinnustrákur hjá okkur um tíma. Hann hafði þá með sér keppnis- hestinn sinn, hvítan og gljástrok- inn, og lagði mikla áherslu á að sinna honum óaðfinnanlega. Stundum þótti honum nóg um hvað við heimamenn áttum til að bjóða okkar hestum í hraða og ógreiðfærum leiðum og íhugaði þá jafnvel hvort þetta væri boðlegt hestinum hans hvíta. Þetta voru góðar og skemmtilegar samveru- stundir og hafa síðan verið rifjað- ar upp þegar tækifæri hafa gefist. Svo leið tíminn fram með breytingum og umróti. Þar kom að foreldrarnir skildu og bræð- urnir fluttu suður með sjó með móður sinni. Unglingsárin fóru í hönd með breyttum hugðarefn- um; margháttuð reynsla safnaðist í sarpinn, vík breikkaði milli vina og samfundir urðu strjálli. Bræð- urnir hófu að stunda sjómennsku þegar aldur leyfði, og hafa síðan haft fiskveiðar á smábátum víða um land sem aðalatvinnu, en einn- ig ýmis störf í landi í ígripum. Allt- af var gaman að hittast og brosin eftirminnileg. Skjótt hefur nú sól brugðið sumri, og í einni svipan er Þor- valdur Aðalsteinn frændi hrifinn frá okkur. Eftir sitjum við hnípin með sorg í hjarta. Föðurfjölskyldan flytur Krist- ínu, systkinunum, ömmu og afa og öðrum ættingjum og vinum inni- legustu samúðarkveðjur, og þakk- ar frænda fyrir það sem hann var okkur öllum. Valur Steinn Þorvaldsson. Elsku besti Toggi, ég hef alltaf sagt það, þú ert bestur. Ég kynnt- ist Togga fyrst fyrir um tveimur árum. Ég var símalaus og niður- dregin. Hann hringdi á bíl fyrir mig til Reykjavíkur og á heimleið- inni fékk ökumaðurinn sem þekkti Togga ekkert skilaboð frá honum: „Viltu segja stelpunni hvað hún er falleg þegar hún brosir.“ Svo átt- um við eftir á búa til ótalmargar góðar minningar saman. Toggi var alltaf góður, skilningsríkur og þolinmóður við mig. Mér leið allt- af öruggari í kringum hann. Þegar honum fannst „ekki galin hug- mynd“ að ég tæki mig á fór ég og gerði það, ég hlustaði alltaf á hann enda var hann bæði gáfaður og skynsamur. Ég byggði upp líf mitt eftir að við kynntumst. Hann sagði oft við mig hvað hann hefði mikla trú á mér (eitt það fyrsta og allra síðasta sem hann sagði við mig). Ég var þess vegna alltaf að reyna að sanna mig meira og meira fyrir honum og já, ég hélt ég hefði allt lífið til þess. En ég trúi því að við hittumst í því næsta. Toggi var ótrúlega dugleg- ur, einstakur, sniðugur, klár, hnyttinn, fyndinn og fjallmyndar- legur fallegur töffari. Toggi minn, ég held áfram að standa mig, mun sakna þín og minnast þín alla ævi. Við áttum einstakt og náið sam- band og ég er svo þakklát fyrir spjallið sem við áttum rétt fyrir andlát þitt. Hvíldu í friði elsku besti. Ég sendi fjölskyldu og vin- um mínar dýpstu samúðarkveðj- ur. Snædís Ylfa Sveinsdóttir. Þorvaldur Aðal- steinn Hauksson ✝ Friðrik Jó- hannsson fæddist á Siglu- firði 29. nóv- ember 1950. Hann lést á heimili sínu, Hlíðargötu 8 á Akureyri, 7. nóvember 2021. Foreldrar Frið- riks voru hjónin Jóhann Hauksson sjómaður, f. 7.6. 1929 á Akureyri, d. 18.12. 2011, og Sigríður Hermanns húsmóðir, f. 17.7. 1926 í Vest- mannaeyjum, d. 18.8. 2017. Systkini Friðriks voru Sól- veig Margrét, f. 9.3. 1954, Haukur, f. 20.7. 1955, d. 6.11. býliskona hans Anna Lára Gísladóttir, f. 28.4. 1979. Þeirra börn eru Tanja Rut, f. 14.6. 2005, og Aníta Sif, f. 11.8. 2012. 3) Jóhann, f. 17.10. 1985, maki hans Arna Dögg Tómasdóttir, f. 25.3. 1987. Þeirra barn er Tómas Haukur, f. 18.8. 2018. Friðrik ólst upp á Akureyri og stundaði þar ýmis störf að loknu gagnfræðaprófi. Tví- tugur að aldri fluttist hann til Vestmannaeyja og stundaði sjómennsku fyrstu árin. Að loknu eldgosinu í Eyjum 1973 hóf hann nám í húsasmíði sem hann lauk árið 1977. Hann starfaði við þá iðn út starfsævina. Útför Friðriks verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag, 18. nóvember 2021, og hefst klukkan 13. Hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat 2009, Ásta, f. 15.12. 1956, og Guðrún Birna f. 28.9. 1962. Árið 1971 gift- ist Friðrik eft- irlifandi eig- inkonu sinni, Eygló Björns- dóttur, f. 19.10. 1951 í Vestmannaeyjum. Börn þeirra eru: 1) Gunnlaug Elísabet, f. 3.3. 1971, maki hennar Daníel Freyr Jónsson, f. 16.6. 1971. Þeirra börn eru: Dagur Ar- inbjörn, f. 10.2. 1992, og Val- týr Kári, f. 17.7. 1996. 2) Björn, f. 30.11. 1976, sam- Elsku pabbi minn er dáinn og minningar um hann hafa yljað mér og mínum um hjarta síðustu daga. Það var alltaf eins og að hlusta á dramatíska skáldsögu þegar Sirrý föður- amma mín rifjaði upp daginn sem hann fæddist, í aftaka- veðri heima hjá Göggu frænku á Siglufirði. Þau mæðginin voru bæði nær dauða en lífi þegar hann leit loks dagsins ljós með naflastrenginn marg- vafinn um hálsinn. Eftir skamma dvöl í Vestmannaeyj- um og á Siglufirði bjó fjöl- skyldan nær allan hans upp- vöxt í Oddeyrargötu 8 á Akureyri. Þar ólst hann upp með fólki sem hafði lífsviður- væri og yndi af náttúrunni, bæði til sjós og lands. Margar sögur sagði hann okkur af veiðimennsku og siglingum hér í Eyjafirðinum en einnig af ævintýralegum ferðum með vinahópnum í skátaflokknum sem greinilega voru honum dýrmætar stundir í endurminn- ingunni. Í gegnum uppeldi okkar systkinanna fannst mér skína í gegn heilbrigt viðhorf hans til þess að njóta en jafnframt nýta vel það sem náttúran og nær- umhverfið hafði upp á að bjóða og vel þekkt var að honum þótti óþarfi að leita langt yfir skammt þegar kom að ferðalög- um. Hér í firðinum var enda- laus fegurð og ferskt loft sem hann átti erfitt með að finna í hitasvækju og fólksmergð í út- löndum, þótt hann hafi reyndar farið og haft gaman af að spreyta sig á að sigla eftir ám og síkjum Bretlandseyja og við strendur Grikklands. Hann var sáttur við allt það sem lífið hafði boðið upp á og tjáði þeim sem heyra vildu að hann hefði sannarlega skilað sínu með dyggum stuðningi eiginkonunn- ar sem hann dáði og elskaði alla tíð. Hann var stoltur af henni, börnunum sínum, tengdabörnum og barnabörn- um og hvatti okkur við hvað- eina sem við tókum okkur fyrir hendur. Hann spurði alltaf um nám og tómstundir og sérstak- lega hafði hann gaman af að fylgjast með Degi og Kára þegar þeir tóku þátt í starfi siglingaklúbbsins Nökkva, enda voru skútur, segl og bátar hans helsta áhugamál síð- ustu árin. Líklega naut hann sín þó best þegar hann gat haft mömmu og okkur hin nálægt sér í rólegheitunum heima eða í Sandvík, með bátana, verkfær- in og pípuna innan seilingar og allir voru að dunda sér við eitt- hvað úti og inni þar til sest var að góðri máltíð með spjalli og spaugi, vongóður um að geta lagt sig á eftir og dottað aðeins, aldrei þessu vant. Ég mun ætíð hugsa með söknuði til pabba, sérstaklega þegar ég tek fram borvélina og stússast í smíða- verkefnum, borða önd og gæs og fisk með kokteilsósu, keyri hægt eftir þjóðvegum landsins og afþakka tjaldútilegur. Ég get þakkað í huganum fyrir alla þolinmæðina og þrautseigjuna sem hann sýndi í gegnum tíð- ina, fyrir að kenna mér að prjóna og nota verkfæri og kunna að meta gott handverk, fyrir að lesa Snúð og Snældu og allar hinar sögurnar og sleppa aldrei neinu úr textan- um þótt það væri orðið áliðið, fyrir öll húsgögnin og innrétt- ingarnar sem hann smíðaði, fyrir flugeldaskemmtunina um hver áramót, fyrir gælunafnið „stúfan mín“ og fyrir sam- veruna og allar ferðirnar og sögurnar sem hann gaf mér hlutdeild í. Takk fyrir allt pabbi minn. Gunnlaug Elísabet Friðriksdóttir. Friðrik Jóhannsson Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744 Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. Við aðstoðum þig við gerð viljayfirlýsingar um útför þína af nærgætni og virðingu – hefjum samtalið. Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is Hinsta óskin Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, POUL JANSEN, er látinn. Útförin hefur þegar farið fram. Stefán Þór Jansen Lilia Jansen Svend Jansen Barbara Cacciamani Emma Caterina Jansen Ástkær eiginkona mín, móðir og mágkona, BEVERLEY ERIKSSON, Courtenay, BC, Kanada, lést í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu 2. nóvember. Bendum á https://www.telfordtoneffboyd.ca/obituary/Beverley-Eriksson Blessuð sé minning Beverley. Brynjólfur Erik Eriksson Janeen Frame Richard Eriksson Bryan Eriksson Guðmundur Eiríksson Guðný Eiríksdóttir Elsku pabbi okkar, sambýlismaður, sonur, bróðir og mágur, ÍSLEIFUR BIRGISSON hljóðtæknifræðingur, Grandavegi 3, Reykjavík, lést 13. nóvember. Jarðarför verður auglýst síðar. Birgir Kjartan Ísleifsson Ólafur Ernir Ísleifsson Úlfar Alex Evuson Ylfa Sóley Evudóttir Ísleifsdóttir Eva Björk Úlfarsdóttir Birgir Ottósson Elsa Dóra Ísleifsdóttir Helga Fanney Jónasdóttir Rúnar Berg Eðvarðsson Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EINAR PÁLMAR ELÍASSON húsasmíðameistari og iðnrekandi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 15. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Bergsteinn Einarsson Hafdís Jóna Kristjánsdóttir Örn Einarsson Steinunn Fjóla Sigurðardóttir Sigrún Helga Einarsdóttir Sverrir Einarsson barnabörn og barnabarnabörn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.