Morgunblaðið - 18.11.2021, Page 46
46 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021
✝
Valgerður
Ólafsdóttir,
þroskasálfræðingur
og framkvæmda-
stjóri Velferðar-
sjóðs barna, fæddist
á Fæðingarheim-
ilinu við Eiríksgötu
4. október 1951.
Hún lést á Landspít-
alanum 11. nóv-
ember 2021. For-
eldrar hennar voru
Ólafur Ólafsson lögfræðingur, f.
20. júní 1925, d. 10. maí 2011, og
Svanhildur Marta Björnsdóttir
röntgentæknir, f. 10. ágúst 1924,
d. 17. mars 2015. Stjúpfaðir
hennar var Kristján Davíðsson
myndlistarmaður, f. 28. júlí 1917,
d. 28. maí 2013. Bræður Val-
gerðar eru Einar Sebastian, f. 22.
nóvember 2004, Ísól, f. 15. des-
ember 2007, og Katla, f. 12. apríl
2010. Börn Svanhildar Mörtu og
eiginmanns hennar Davids Ro-
berts Merriams, f. 9. október
1975, eru Markús Kári, f. 8. ágúst
2006, Alexander Róbert, f. 3. des-
ember 2009, og Leó Kristján, f.
26. desember 2014. Sambýlis-
maður Sólveigar er David Lea, f.
22. september 1971.
Valgerður lauk stúdentsprófi
frá MR árið 1971 og námi í
meinatækni frá Tækniskóla Ís-
lands 1974. Hún lauk cand.-
psych.-gráðu í þroskasálfræði
frá University of Chicago 1989
en þau hjónin voru lengi búsett í
Bandaríkjunum. Hún var fram-
kvæmdastjóri Velferðarsjóðs
barna frá stofnun hans árið 2000
og þar til hún lést.
Valgerður verður jarðsungin
frá Dómkirkjunni í dag, 18. nóv-
ember 2021, og hefst athöfnin
klukkan 13. Allir sem vilja fylgja
henni eru velkomnir en þurfa að
framvísa hraðprófi við inngang-
inn vegna samkomutakmarkana.
maí 1962, og Kjart-
an, f. 17. júlí 1967.
Bróðir hennar sam-
mæðra og sonur
Kristjáns Davíðs-
sonar er Björn Dav-
íð, f. 30. mars 1961.
Eftirlifandi eigin-
maður Valgerðar er
Kári Stefánsson,
læknir og forstjóri
Íslenskrar erfða-
greiningar, f. 6. apr-
íl 1949, en þau voru lífs-
förunautar í 53 ár. Börn
Valgerðar og Kára eru Ari, f. 13.
október 1971, Svanhildur Marta,
f. 18. desember 1976, og Sólveig,
f. 12. maí 1984.
Börn Ara og eiginkonu hans
Kristínar Bjarkar Jónasdóttur, f.
7. febrúar 1974, eru Katrín, f. 24.
Og því varð allt svo hljótt við helf-
regn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur
brostið.
Og enn ég veit margt hjarta, harmi
lostið,
sem hugsar til þín alla daga sína.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna,
sem horfðu eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast æv-
inlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
(Tómas Guðmundsson)
Elsku hjartans Vala vinkona
kvaddi okkur um daginn og
hafði fyrir skömmu fagnað sjö-
tíu árum meðal vor. Við kynnt-
umst í Chicago árið 1983, þegar
ég starfaði sem flugfreyja og
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
hitta hana í veislu. Á þeim ár-
um var ég alloft í Chicago og þá
hittumst við oftar en ella. Við
urðum perluvinkonur og sú vin-
átta varð dýrmæt og dýpkaði
með árunum. Við umgengumst
oft og mikið þegar hún flutti til
Íslands með börnin. Vala var,
eins og svo margir Íslendingar í
Ameríku, með snert af heimþrá
enda sonur þeirra Kára, móðir
hennar, faðir, stjúpfaðir, bræð-
ur og fjölskyldur þeirra Kára
búsett hérlendis.
Vala var sérlega yndisleg,
skarpgreind og skemmtileg. Við
hana var hægt að tala um
heima og geima á léttum sem
og alvarlegum nótum og ávallt
stutt í hennar smitandi hlátur.
Hjartans mál Völu var velferð
barna enda þroskasálfræðingur
að mennt og hún ræddi
snemma um þá ástríðu sína að
styðja við börn sem áttu við
ramman reip að draga í lífinu.
Hún lét ekki sitja við orðin tóm
heldur vann markvisst að því að
stofna Velferðarsjóð barna með
stuðningi Íslenskrar erfða-
greiningar, sem varð að veru-
leika árið 2000 er sjóðurinn var
stofnaður og hefur stutt og
styrkt ótal málefni er varða
börn. Vala var framkvæmda-
stjóri Velferðarsjóðs barna og
sinnti því starfi af hugsjón og
þeirri ástríðu sem henni einni
var lagið. Hún var yndisleg
móðir og studdi börn sín í blíðu
og stríðu en barnabörnin sex
voru að vonum hennar líf og
yndi frá fyrstu tíð og að sjálf-
sögðu æskuástin og eiginmaður
hennar, Kári Stefánsson.
Ég hitti þau hjónin síðast
fyrir tilviljun eftir að frábærum
tónleikum lauk í Máli og menn-
ingu í haust. Við Vala ákváðum
að hittast sem fyrst aftur á
heimili þeirra Kára uppi við
Vatnsendavatn, en eftir að þau
fluttu „út á land“, eins og Vala
orðaði það að vera flutt frá
Reykjavík í Kópavoginn og
brosti sínu blíða fallega brosi,
hafði ég ekki heimsótt þau
þangað en var alltaf á leiðinni
og hlakkaði mikið til. Var búin
að finna gamlar myndir frá
ýmsum árum til að gefa henni.
Það var því reiðarslag að frétta
af andláti elsku Völu og ég er
eins og svo margir vina hennar
harmi lostin og engin taug
ósnortin í hjarta mínu. Mestur
er þó missir Kára, barnanna og
barnabarnanna, sem fá ekki
lengur notið eiginkonu, móður
og ömmu sinnar. Með þessum
fátæklegu orðum sendi ég þeim
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur og vona að þeim auðn-
ist kraftur til að kljást við þá
djúpu sorg sem fylgir ástvina-
missi. En látum Kahlil Gibran
eiga síðustu orðin:
Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu
þá aftur hug þinn og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess, sem var
gleði þín.
(Kahill Gibran/Gunnar Dal)
Guðbjörg Gróa
Guðmundsdóttir.
Langt inn í skóginn leitar hindin
særð
og leynist þar, sem enginn hjörtur
býr,
en yfir hana færist fró og værð.
Svo fjarar lífið út …
Ó, kviku dýr
reikið þið hægt, er rökkva tekur að
og rjúfið ekki heilög skógarvé,
því lítil hind, sem fann sér felustað,
vill fá að deyja ein á bak við tré.
Um blóð, sem fyrr var bæði ungt og
heitt,
mun bleikur mosinn engum segja
neitt.
En þú, sem veist og þekkir allra
mein,
og þú, sem gefur öllum lausan taum,
lát fölnað laufið falla af hverri grein
og fela þennan hvíta skógardraum.
Er fuglar hefja flug og morgunsöng
og fagna því, að ljómar dagur nýr,
þá koma öll hin ungu, þyrstu dýr
að uppsprettunnar silfurtæru lind –
öll, nema þessi eina, hvíta hind.
(Davíð Stefánsson)
Hallgerður Pétursdóttir.
Við mikilvægustu krossgötur
lífsins eru sjaldnast vegvísar.
Það eru aðeins örfáir dagar síð-
an Valgerður stýrði fundi í Vel-
ferðarsjóði barna, frísk og fal-
leg með góðar áætlanir fyrir
framtíð sjóðsins. Áhugasöm var
hún sem aldrei fyrr að koma til
móts við börn sem þurfa sér-
stakan stuðning. Á teikniborð-
inu hjá henni voru framtíðar-
plön sem við hlökkuðum til að
framkvæma með henni. Ekkert
okkar sem vorum þarna gat lát-
ið sér til hugar koma að þetta
væri kveðjustundin.
Fyrir röskum tuttugu árum
átti hún hugmyndina að stofnun
Velferðarsjóðs barna á Íslandi
þar sem markmiðið var að
koma til móts við börn sem eiga
á brattann að sækja félagslega,
menntunarlega eða vegna veik-
inda eða fátæktar. Hugmynd
hennar fékk vængi þegar eig-
inmaður hennar með fulltingi
Íslenskrar erfðagreiningar
lagði fram myndarlega fjárupp-
hæð sem gerði draum Valgerð-
ar að veruleika. Það eru margir
sem hafa notið og eiga eftir að
njóta frumkvæðis og framsýni
sem þau Vala og Kári sýndu
með stofnun sjóðsins. Ég
kynntist Valgerði í gegnum
þennan sjóð og við erum nokk-
uð mörg sem höfum fengið að
vera með í þeirri vegferð. Þau
kynni mín mun ég geyma og
þakka. Við Valgerður vorum
ekki alltaf sammála um allt en
hún hafði hæfileika til að hlusta
og var sannarlega tilbúin til
málamiðlunar þannig að auðvelt
var að ganga sátt frá borði.
Áhugi hennar á líðan barna
kom fram í flestu sem hún
gerði og engin gleði jafnast á
við að starfa öðrum til heilla og
þess naut hún. Eftir hana liggja
ritverk um tjáningu og tilfinn-
ingar barna. Bókin Saga, sem
kom út fyrir nokkrum árum, er
lýsandi dæmi um löngun henn-
ar til að gefa börnum sterkari
rödd. Sú bók er sett fram á
auðskiljanlegan og einfaldan
hátt og er hjálpleg börnum til
að tjá líðan sína. Hún var af-
skaplega stolt af börnunum sín-
um en barnabörnin voru í al-
gjöru öndvegi.
Valgerður var einstaklega
góð heim að sækja og hafði lag
á að gera allt fallegt og smekk-
legt í kringum sig. Það er mikið
hryggðarefni að kveðja hana og
þungt högg fyrir fjölskylduna.
Fólkinu hennar öllu sendi ég
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur og bið þeim blessunar.
Ingibjörg Pálmadóttir.
Þær áttu heima í Chicago og
Lake Shore Drive var þeirra
gata. Önnur bjó í suðurhluta
borgarinnar og hin í norður-
hlutanum og hvenær sem færi
gafst heimsóttu litlu stúlkurnar
hvor aðra. Þegar þær hittust
fyrst var önnur nýkomin vestur
um haf og naut þess að eignast
vinkonu sem kunni að rata í
Ameríku. Og hin tók því fagn-
andi að leika sér á íslensku.
Þessi tími er löngu liðinn en
einhvern veginn sínálægur og
minningin um ungu vinkonurn-
ar á sér enga hliðstæðu. Hið
sama gildir um leikvöllinn
þeirra: Á aðra höndina sigldu
skútur á einu af stærstu vötn-
um Norður-Ameríku og á hina
blikaði á skýjakljúfa.
Ætli það skipti ekki máli í
þessum drögum að paradís að
Vala var mamma litlu stúlkunn-
ar í suðurhluta borgarinnar.
Hún átti eftir að verða önnur
fastastjarna á nýjum himni og
opnaði ásamt pabba litlu stúlk-
unnar og eldri systur hliðið í
Hyde Park fyrir vinkonunni og
fjölskyldu hennar. Öll nutum
við ómældrar ljúfmennsku,
gjafmildi og gleði. Með tíman-
um urðum við Vala einnig vin-
konur og þegar reynsluna af til-
vistinni bar á góma naut ég
þess að hún var á vegum sálar-
innar og lengra komin í lífinu.
Kannski verður allt fallegt í
drögum að paradís og mann-
eskjan blinduð af birtunni sem
af henni stafar. En þá er gott
að muna að meðan tálsviptingin
sér um það sem kann að virðast
fagurt en mun glata töfrum sín-
um er til fegurð sem ekkert fær
grandað. Ég þykist því vita að
tálsviptingin játi sig sigraða
andspænis þeirri sem stafar af
minningunni um Völu og sam-
veruna í Vesturheimi. Í nýjum
kapítula á gömlu landi munaði
einnig um mannkosti hennar og
eftirlifandi eiginmanns í veg-
ferð okkar mæðgna. Ólíkt vest-
urförum fyrri tíma get ég ekki
treyst á endurfund í því sem
þeir kölluðu algóða lífinu en þar
hefði ég viljað þakka Völu fyrir
fegurðina og stuðninginn í jarð-
lífinu.
Votta Kára, börnum þeirra
Völu og barnabörnum mína
innilegustu samúð.
Birna Bjarnadóttir.
Valgerður
Ólafsdóttir
Útför í kirkju
Kirkjan til staðar
fyrir þig þegar
á reynir
utforikirkju.is
Stapahrauni 5, Hafnarfirði
Sími: 565 9775
www.uth.is - uth@uth.is
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Kristín
699 0512
Hjartans þakkir fyrir auðsýndan hlýhug og
vináttu við andlát elskulegrar móður okkar
og tengdamóður,
GUÐLAUGAR STEINGRÍMSDÓTTUR,
hjúkrunarheimilinu Seltjörn.
Fjölskyldan þakkar sérstaklega starfsfólki
Seltjarnar fyrir einstaka umhyggju.
Jóhannes Long Ása Finnsdóttir
Guðlaugur Long Anna Jónsdóttir
Steingrímur Long Hrefna Sigurðardóttir
Ásta Long Örlygur Ásgeirsson
Árni Long Sigurveig Ólafsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KATLA KRISTÍN ÓLAFSDÓTTIR
húsmóðir,
áður til heimilis að Heiðarhjalla 6,
Kópavogi,
lést á dvalarheimilinu Grund föstudaginn 29. október.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grundar á deild V-2 fyrir
einstaklega hlýja og góða umönnun og alla hjálp og stuðning í
gegnum árin.
Þeir sem vilja minnast hennar hafi í huga minningarsjóð
alzheimersamtakanna.
Útför hennar hefur farið fram.
Sturla Frostason Ólöf Einarsdóttir
Svanborg Þórdís Frostadóttir
Bjarni Frostason Hrafnhildur Peiser
barnabörn og barnabarnabörn
Alúðarþakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýju við andlát og útför
okkar ástkæra
HRAFNKELS KÁRASONAR
vélfræðings,
Suðurlandsbraut 70a, Reykjavík,
áður Furuvöllum 15, Egilsstöðum,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 29. október.
Dröfn Jónsdóttir
Dagný Rúna Hrafnkelsdóttir
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Finnur Sveinsson
Vigdís Sif Hrafnkelsdóttir
Kári Hrafn Hrafnkelsson Lóa Sigurðardóttir
og afabörn
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæra
GRÉTARS OTTÓS RÓBERTSSONAR
læknis.
Elín Þorgerður Ólafsdóttir
Lovísa Grétarsdóttir Kjartan Jóhannsson
Guðríður Anna Grétarsdóttir Sindri Hans Guðmundsson
Heiður Grétarsdóttir Sveinbjörn Þórðarson
Tumi Kjartansson
Troels Andri Kjartansson
Teitur Kjartansson
Elín Ebba Sindradóttir
Við viljum þakka öllum þeim sem sýndu
samúð og virðingu, sendu hlýjar kveðjur,
minningarkort og blóm við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ELÍNAR JÓHÖNNU ÁGÚSTSDÓTTUR,
Ellýjar frá Aðalbóli,
Vestmannaeyjum,
áður til heimilis á Kleppsvegi 62.
Við viljum þakka starfsfólki Hrafnistu sérstaklega fyrir umönnun
sem móðir okkar hrósaði svo mjög. Bestu þakkir öllsömul.
Bjarni Sighvatsson Auróra Friðriksdóttir
Viktor Sighvatsson Jóna Margrét Jónsdóttir
Ásgeir Sighvatsson Hilda Torres
Elín Sighvatsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn