Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021
www.danco.is
Heildsöludreifing
st í næstu
rslun Nettó
g Iceland
m land allt
æ
o
Fidget - Jóladagatal
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Hundsvit eru hlaðvarpsþættir
undir stjórn þeirra Theodóru Ró-
bertsdóttur dýrahjúkrunarfræð-
ings og Thelmu Dögg Harð-
ardóttur viðskiptafræðings en
báðar eru þær að eigin sögn
„hundanördar“ og elska að fræð-
ast um og fræða aðra um allt sem
viðkemur hundum, umönnun
þeirra, þjálfun og uppeldi.
Fjalla þær meðal annars um all-
ar mögulegar hundaíþróttir sem
hægt er að stunda á Íslandi, um
geldingu rakka, um þjálfun ungra
rakka og um mikilvægar lífsreglur
fyrir hundaeigendur og margt
fleira og hefur hlaðvarpið slegið í
gegn hjá hundaeigendum hér á
landi.
Skortur á íslensku efni
„Hugmyndin var búin að malla
lengi en skortur á íslensku efni
um hunda og hundaþjálfun vantaði
að okkar mati. Hundaeign er orðin
gífurlega algeng og hvergi auðvelt
að sækja upplýsingar á einn stað,“
segja þær Theódóra og Thelma
Dögg í viðtali við Morgunblaðið.
Þær segjast leggja mikið upp úr
því að fjalla um allar hliðar mál-
anna og reyna að auka þekkingu
hlustandans á þeim umfjöllunar-
efnum sem þær taka fyrir.
„Umræðuefni hlaðvarpsins eru
allt frá því hvernig hundar læra,
heilsufar og um daglegt líf með
hund. Við blöndum líka inn í um-
ræðuna reynslusögum og dæmum
úr eigin lífi enda erum við dugleg-
ar að hitta aðra hundaþjálfara,
sækja okkur reynslu og reynum
að miðla henni eftir fremsta
megni,“ útskýra
þær Theodóra og
Thelma Dögg en
þær segjast styðjast
við ritrýnt efni og
vísindagreinar.
Halda í
fjölbreytnina
„En höldum sterkt í fjöl-
breytnina og fjörið,“ bæta þær
við.
„Hundalíf er betra líf mynd-
um við segja.“
Theodóra á núna
tvær tíkur, þær
labradorinn Sig-
urbjörgu og Matt-
hildi, sem er pudel-
pointer-veiðihundur
úr fyrsta gotinu hér-
lendis.
Áður átti hún
australian shepherd-rakkann
Marley sem fór með henni til
Þýskalands í nám í dýra-
hjúkrun.
Thelma á tíkina
Birnu, White Swiss
Shepherd sem hún
stundar hlýðniþjálfun
og hundasýningar með.
„Við þjálfum mikið
hundana saman enda
bestu vinkonur.
Á milli okkar höfum
við því fjölbreyttar reynslusögur
af vandamálum og aðstæðum sem
við höfum þurft að klóra okkur í
gegnum sem bæði tengjast því að
vera með ákveðnar tegundir af
hundum og einstaklinga sem líta
þarf á sem slíka,“ segja vinkon-
urnar.
K100 fékk þær til að deila sín-
um eftirlætishlaðvörpum en þau
má sjá hér.
Hunting Dog Confidential
„Frábærir hlaðvarpsþættir
fyrir hundanörda og áhuga-
sama. Fjalla um sögu og
upphaf hinna ýmsu hunda-
tegunda og hvernig þær
tengjast.“
Sporting Dog Talk
„Áhugavert pod-
cast um þjálfun og
umhirðu vinnu-
hunda. Virkilega
hvetjandi og fræð-
andi hlaðvarp!“
Clinician‘s Brief:
The podcast „Hlað-
varpsþættir um heilsu og
umhirðu dýra, eru nákvæmir
og henta þeim sem vilja læra
djúpt um heilsu dýra.“
Í ljósi sögunnar „Það
þarf vart að
kynna það hlað-
varp – en frá-
bært í eyrun þeg-
ar við viljum
hlusta á eitthvað
annað en hunda-
spjall.“
Betri helming-
urinn með Ása „Þegar
mann vantar hlýju í dag-
inn, það eitthvað svo ljúft
að hlusta á hlaðvarpið
hans Ása!“
Íslensku hlaðvörpin má
nálgast á hlaðvarpsvef mbl.is en
erlendu hlaðvörpin má hlusta á
öllum helstu alþjóðlegu hlaðvarps-
veitum.
Fimm bestu hlaðvörpin frá Hundsviti
Theodóra og Thelma Dögg halda úti hlaðvarpinu
Hundsvit þar sem þær fjalla um allt sem viðkemur
hundum og því að eiga hund en hlaðvarpið hefur
slegið í gegn hjá hundaeigendum hér á landi. Þær
deila hér sínum eftirlætishlaðvörpum.
Ljósmynd/Carolin Giese
„Hundalíf
er betra líf“
Hundsvit Theodóra og Thelma
halda úti hundahlaðvarpinu Hunds-
vit þar sem þær fjalla um allt sem
tengist því að eiga hund.
Dýravinur Dýrahjúkrunarfræðingurinn
Theodóra ásamt tíkinni sinni Sigur-
björgu, sem er svartur labrador.
Vinir Thelma Dögg er mikill hundanörd en
hún á tíkina Birnu. Þær stunda saman
hlýðninámskeið og hundasýningar.