Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 18.11.2021, Blaðsíða 64
64 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021 120 OG 200 LJÓSA INNI- OG ÚTISERÍUR Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 | rafmark.is Kíktu á nýju vefverslunina okkar rafmark.is Árni Matthíasson arnim@mbl.is Félagarnir Pan Thorarensen og Þorkell Atlason hafa brallað ýmis- legt í tónlist á liðnum árum, bæði í samkrulli og eins í hljómsveitinni Stereo Hypnosis með Óskari Thor- arensen. Fyrir stuttu kom út breið- skífa þeirra Pans og Þorkels, sam- starf sem þeir nefna Tunglleysu. Samstarf þeirra Pans og Þorkels hóft 2012 og hefur staðið síðan, ann- ars vegar í Stereo Hypnosis, eins og getið er, og hins vegar fyrst í Am- bátt og nú Tunglleysu. Þeir segjast ekki hafa séð það fyrir að sam- starfið myndi standa svo lengi, en það lifi vegna þess hve vel það gengur. „Við vinnum mikið hvor í sínu lagi og sendum síðan hug- myndir á milli,“ segir Þorkell. „Það má líka segja að ákveðnar hug- myndir kviknuðu strax í byrjun og við höfum verið að þróa þær allt að Tunglleysu sem hefur haldið þessu verkefni gangandi. Síðan er alltaf gott að sinna öðrum verkefnum, við vinnum þetta mikið í skorpum og sinnum öðru þess á milli.“ — Platan Flugufen með Ambátt kom út 2016. Var þá ljóst að þið mynduð gera aðra plötu? „Eftir Flugufen plötuna var aldr- ei spurning að það kæmi önnur,“ segir Pan, „það lágu fyrir nokkrir grunnar og hugmyndir að þeirri næstu. Við spiluðum líka töluvert erlendis á þessum tíma og margar hugmyndir einnig komu þaðan. Þegar mynd fór að koma á plöt- una þá reyndum við að sjá fyrir okkur hvaða raddir myndu passa inn í hljóðheiminn. Sem betur fer tóku allir sem við höfðum samband við mjög vel í að vera með, þetta eru listamenn sem við höfum kynnst á ferðalögum og unnið með í ýmsum verkefnum, svo bættust við Katrína og Júlía Mogensen og Borgar Magnason. Tim Sarhan var okkar fyrsti kostur sem trommu- leikari, sáum hann fyrst á tónleikum með Studnitzky & Emilönu Torrini, Sebastian Studnitzky var með okk- ur á Flugufen eins og Katrína. Tón- skáldið Claudio Puntin þekktum við frá Berlín, höfum nokkrum sinnum spilað saman þar. Og þegar Mari Kalkun tók upp sínar upptökur þá tók verkefnið á sig nýja mynd og fókusinn var kominn. Við tókum svo upp grunna í Berl- ín vor og sumar 2018 og síðan voru upptökur kláraðar hér heima, Al- bert Finnbogason tók að sér að hljóðblanda og einn félagi okkar í Berlín, Arnold Kasar, tók að sér tónjöfnun. Hann hefur unnið mikið með Hans-Joachim Roedelius sem kom einmitt á Extreme Chill- hátíðina 2014 í Berlín og 2016 á Ís- landi. Við fengum svo Gretu Þor- kelsdóttur til að hanna umslagið. Tunglleysa var tilbúin sumarið 2020 og stórt útgáfufyrirtæki á Englandi ætlaði að gefa hana út, en svo kom Covid og allt fór á hliðina. Við vildum svo ekki bíða lengur og ræddum við Reyni hjá Reykjavik Record Shop og hann stökk á að gefa út.“ Margt á teikniborðinu Það er meira um raddir á Tungl- leysu en á því sem þeir félagar hafa áður gefið út. Aðspurðir hvort það sé birtingarmynd á meðvitaðri þró- un eða hafi einfaldlega atvikaðist svo segir Þorkell að þeir hafi hitt söngkonuna Mari Kalkun í Tallinn 2016 og þá hafi komið upp sú hug- mynd að þau myndu vinna saman. „Hún bauð okkur síðan á tónleika sína og þar var einhver tónn sem okkur fannst passa vel við okkar hugmyndir. Það var alltaf hug- myndin að hafa raddir, sum lögin beinlínis kölluðu á það,“ segir Þor- kell og Pan bætir við: „Það er gam- an að segja frá því að Mari Kalkun var valin tónlistarmaður Eistlands 2020 í ERR, eistneska ríkisútvarp- inu.“ Það gefur augagleið að plötu með svo fjölbreyttum hópi tónlistar- manna er snúið að flytja í heild sinni og þeir félagar segja að líklega verði ekkert af slíku, í bráð að minnsta kosti. Þorkell segir þó að um leið og heimurinn opnist muni þeir örugglega spila eitthvað og þá kannski merð einhverjum af þeim sem syngja á plötunni. Pan tekur undir þetta og bætir við að tón- leikar séu þeim mjög mikilvægir til að þróa tónlistina, fá hugmyndir að nýjum lögum og hitta fólk. „Við reynum yfirleitt að spila nýtt efni á tónleikum, mikið til í spuna. Það drífur okkur áfram í tónlistar- sköpun. Það eru margar hugmyndir á teikniborðinu og kannski verður úr ný plata. Annars er stefnan að spila og kynna plötuna á næstu mánuðum í Evrópu og í Eistlandi.“ Morgunblaðið/Eggert Sendingar „Við vinnum mikið hvor í sínu lagi og sendum síðan hugmyndir á milli,“ segir Þorkell um samstarf þeirra Pans Thorarensen. Fjölbreytt fjölþætt Tunglleysa - Pan Thorarensen og Þorkell Atlasson gefa út nýja plötu undir nýju nafni Tónlistin úr Sögu Borgarætt- arinnar, hinni þöglu mynd sem markaði upphaf kvikmyndagerðar á Íslandi, er komin út á Spotify á vegum Smekkleysu. Tónlistin var samin af Þórði Magnússyni tón- skáldi og flutt af Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Á Spotify má nú finna valda kafla, 23 talsins, sem eru um 80 mínútur samtals í flutningi. „Í tilefni aldarafmælis mynd- arinnar efndu Kvikmyndasafn Ís- lands, Gunnarsstofnun og Menning- arfélag Akureyrar til samstarfs. Afraksturinn er stafræn endurgerð í háskerpu með nýrri frumsaminni tónlist Þórðar Magnússonar sem gefur myndinni nýtt líf. Tónlistin var tekin upp í Menningarhúsinu Hofi undir merkjum SinfoniaNord- verkefnisins. SinfoniaNord hefur getið sér gott orð í upptökum á kvikmyndatónlist og meðal annars gert upptökur fyrir Disney og Net- flix,“ segir í tilkynningu. Þar segir um Þórð að hann hafi á undanförnum árum getið sér gott orð sem afburðatónskáld á vett- vangi íslenskrar samtímatónlistar auk þess að vera eftirsóttur útsetj- ari og áður hafi verk eftir hann komið út á hinum ýmsu safndiskum og í samvinnu við aðra tónlist- armenn. Nýlega var gefin út tón- smíð hans Gunnarshólmi við ljóð Jónasar Hallgrímssonar í flutningi Ingibjargar Guðjónsdóttur og Tríó Sírajóns og einnig má finna á Spot- ify plötuna La Poésie sem var ein- göngu helguð tónverkum eftir Þórð. Ljósmynd/Dansk Film Institut Merkileg Úr Sögu Borgarættarinnar sem markaði upphaf kvikmyndagerðar á Íslandi. Myndin var gerð af Nordisk Films Kompagni eftir skáldsögu Gunnars Gunnarssonar. Tónlist Þórðar Magnússonar við Sögu Borgarættarinnar gefin út á Spotify
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.