Morgunblaðið - 18.11.2021, Qupperneq 64
64 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 2021
120 OG 200 LJÓSA
INNI- OG ÚTISERÍUR
Við Fellsmúla | Reykjavík | Sími: 585 2888 | rafmark.is
Kíktu á nýju vefverslunina okkar
rafmark.is
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Félagarnir Pan Thorarensen og
Þorkell Atlason hafa brallað ýmis-
legt í tónlist á liðnum árum, bæði í
samkrulli og eins í hljómsveitinni
Stereo Hypnosis með Óskari Thor-
arensen. Fyrir stuttu kom út breið-
skífa þeirra Pans og Þorkels, sam-
starf sem þeir nefna Tunglleysu.
Samstarf þeirra Pans og Þorkels
hóft 2012 og hefur staðið síðan, ann-
ars vegar í Stereo Hypnosis, eins og
getið er, og hins vegar fyrst í Am-
bátt og nú Tunglleysu. Þeir segjast
ekki hafa séð það fyrir að sam-
starfið myndi standa svo lengi, en
það lifi vegna þess hve vel það
gengur. „Við vinnum mikið hvor í
sínu lagi og sendum síðan hug-
myndir á milli,“ segir Þorkell. „Það
má líka segja að ákveðnar hug-
myndir kviknuðu strax í byrjun og
við höfum verið að þróa þær allt að
Tunglleysu sem hefur haldið þessu
verkefni gangandi. Síðan er alltaf
gott að sinna öðrum verkefnum, við
vinnum þetta mikið í skorpum og
sinnum öðru þess á milli.“
— Platan Flugufen með Ambátt
kom út 2016. Var þá ljóst að þið
mynduð gera aðra plötu?
„Eftir Flugufen plötuna var aldr-
ei spurning að það kæmi önnur,“
segir Pan, „það lágu fyrir nokkrir
grunnar og hugmyndir að þeirri
næstu. Við spiluðum líka töluvert
erlendis á þessum tíma og margar
hugmyndir einnig komu þaðan.
Þegar mynd fór að koma á plöt-
una þá reyndum við að sjá fyrir
okkur hvaða raddir myndu passa
inn í hljóðheiminn. Sem betur fer
tóku allir sem við höfðum samband
við mjög vel í að vera með, þetta
eru listamenn sem við höfum
kynnst á ferðalögum og unnið með í
ýmsum verkefnum, svo bættust við
Katrína og Júlía Mogensen og
Borgar Magnason. Tim Sarhan var
okkar fyrsti kostur sem trommu-
leikari, sáum hann fyrst á tónleikum
með Studnitzky & Emilönu Torrini,
Sebastian Studnitzky var með okk-
ur á Flugufen eins og Katrína. Tón-
skáldið Claudio Puntin þekktum við
frá Berlín, höfum nokkrum sinnum
spilað saman þar. Og þegar Mari
Kalkun tók upp sínar upptökur þá
tók verkefnið á sig nýja mynd og
fókusinn var kominn.
Við tókum svo upp grunna í Berl-
ín vor og sumar 2018 og síðan voru
upptökur kláraðar hér heima, Al-
bert Finnbogason tók að sér að
hljóðblanda og einn félagi okkar í
Berlín, Arnold Kasar, tók að sér
tónjöfnun. Hann hefur unnið mikið
með Hans-Joachim Roedelius sem
kom einmitt á Extreme Chill-
hátíðina 2014 í Berlín og 2016 á Ís-
landi. Við fengum svo Gretu Þor-
kelsdóttur til að hanna umslagið.
Tunglleysa var tilbúin sumarið
2020 og stórt útgáfufyrirtæki á
Englandi ætlaði að gefa hana út, en
svo kom Covid og allt fór á hliðina.
Við vildum svo ekki bíða lengur og
ræddum við Reyni hjá Reykjavik
Record Shop og hann stökk á að
gefa út.“
Margt á teikniborðinu
Það er meira um raddir á Tungl-
leysu en á því sem þeir félagar hafa
áður gefið út. Aðspurðir hvort það
sé birtingarmynd á meðvitaðri þró-
un eða hafi einfaldlega atvikaðist
svo segir Þorkell að þeir hafi hitt
söngkonuna Mari Kalkun í Tallinn
2016 og þá hafi komið upp sú hug-
mynd að þau myndu vinna saman.
„Hún bauð okkur síðan á tónleika
sína og þar var einhver tónn sem
okkur fannst passa vel við okkar
hugmyndir. Það var alltaf hug-
myndin að hafa raddir, sum lögin
beinlínis kölluðu á það,“ segir Þor-
kell og Pan bætir við: „Það er gam-
an að segja frá því að Mari Kalkun
var valin tónlistarmaður Eistlands
2020 í ERR, eistneska ríkisútvarp-
inu.“
Það gefur augagleið að plötu með
svo fjölbreyttum hópi tónlistar-
manna er snúið að flytja í heild
sinni og þeir félagar segja að líklega
verði ekkert af slíku, í bráð að
minnsta kosti. Þorkell segir þó að
um leið og heimurinn opnist muni
þeir örugglega spila eitthvað og þá
kannski merð einhverjum af þeim
sem syngja á plötunni. Pan tekur
undir þetta og bætir við að tón-
leikar séu þeim mjög mikilvægir til
að þróa tónlistina, fá hugmyndir að
nýjum lögum og hitta fólk. „Við
reynum yfirleitt að spila nýtt efni á
tónleikum, mikið til í spuna. Það
drífur okkur áfram í tónlistar-
sköpun.
Það eru margar hugmyndir á
teikniborðinu og kannski verður úr
ný plata. Annars er stefnan að spila
og kynna plötuna á næstu mánuðum
í Evrópu og í Eistlandi.“
Morgunblaðið/Eggert
Sendingar „Við vinnum mikið hvor í sínu lagi og sendum síðan hugmyndir á milli,“ segir Þorkell um samstarf þeirra Pans Thorarensen.
Fjölbreytt fjölþætt Tunglleysa
- Pan Thorarensen
og Þorkell Atlasson
gefa út nýja plötu
undir nýju nafni
Tónlistin úr Sögu Borgarætt-
arinnar, hinni þöglu mynd sem
markaði upphaf kvikmyndagerðar
á Íslandi, er komin út á Spotify á
vegum Smekkleysu. Tónlistin var
samin af Þórði Magnússyni tón-
skáldi og flutt af Sinfóníuhljómsveit
Norðurlands undir stjórn Bjarna
Frímanns Bjarnasonar. Á Spotify
má nú finna valda kafla, 23 talsins,
sem eru um 80 mínútur samtals í
flutningi.
„Í tilefni aldarafmælis mynd-
arinnar efndu Kvikmyndasafn Ís-
lands, Gunnarsstofnun og Menning-
arfélag Akureyrar til samstarfs.
Afraksturinn er stafræn endurgerð
í háskerpu með nýrri frumsaminni
tónlist Þórðar Magnússonar sem
gefur myndinni nýtt líf. Tónlistin
var tekin upp í Menningarhúsinu
Hofi undir merkjum SinfoniaNord-
verkefnisins. SinfoniaNord hefur
getið sér gott orð í upptökum á
kvikmyndatónlist og meðal annars
gert upptökur fyrir Disney og Net-
flix,“ segir í tilkynningu.
Þar segir um Þórð að hann hafi á
undanförnum árum getið sér gott
orð sem afburðatónskáld á vett-
vangi íslenskrar samtímatónlistar
auk þess að vera eftirsóttur útsetj-
ari og áður hafi verk eftir hann
komið út á hinum ýmsu safndiskum
og í samvinnu við aðra tónlist-
armenn. Nýlega var gefin út tón-
smíð hans Gunnarshólmi við ljóð
Jónasar Hallgrímssonar í flutningi
Ingibjargar Guðjónsdóttur og Tríó
Sírajóns og einnig má finna á Spot-
ify plötuna La Poésie sem var ein-
göngu helguð tónverkum eftir Þórð.
Ljósmynd/Dansk Film Institut
Merkileg Úr Sögu Borgarættarinnar sem markaði upphaf kvikmyndagerðar á Íslandi.
Myndin var gerð af Nordisk Films Kompagni eftir skáldsögu Gunnars Gunnarssonar.
Tónlist Þórðar Magnússonar við Sögu
Borgarættarinnar gefin út á Spotify