Morgunblaðið - 08.11.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.11.2021, Qupperneq 1
DÝRMÆTT AÐ UMGANGAST NEMENDUR FRÁ SJÓNAR- HORNI LOÐNA SKRÍMSLISINS VAR EINI STRÁK- URINN Í SÍNUM ÁRGANGI NÝJAR BARNABÆKUR 29 SIGURÐUR G. 70 ÁRA 24NANNA STÝRIR KEILI 11 Ari Páll Karlsson Sigurður Bogi Sævarsson Formenn ríkisstjórnarflokkanna funduðu um helgina og eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmálanum. „Þetta hefur gengið ágætlega hjá okkur, við erum farin af stað í texta- smíð og einsetjum okkur að vinna bara vel í vikunni,“ segir Katrín Jak- obsdóttir forsætisráðherra. „Þannig að það gæti hillt undir einhvern stjórnarsáttmála svona undir lok vikunnar.“ -Eru einhver ágreiningsmál eftir? „Við erum alla vega búin að botna mörg mál, kannski ekki búin að botna allt en svona komin á þann stað að það sjái til lands í þessu öllu saman.“ Hvort það komi til greina að stokka upp ráðherrastóla, að kljúfa eða fjölga ráðuneytum segir Katrín: „Við erum í rauninni ekki komin þangað, mér finnst líklegt að við tökum það fyrir síðar í þessari viku en sameiginlegt markmið okkar hefur verið að klára einhvers konar málefnagrunn áður en við ræðum bæði skiptingu ráðuneyta.“ Öll umræða um klofningu eða fjölgun ráðuneyta sé verkefnamið- uð. „Hvort einhver verkefni eigi betur heima einhvers staðar en ann- ars staðar. Við höfum verið með ýmsar hugmyndir á borðinu en við erum ekki búin að botna þá um- ræðu.“ Formennirnir farnir af stað í textasmíð - Ætla að vinna vel í vikunni - Mörg mál botnuð, ekki öll Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fundað Forsætisráðherra þegar hún kom til fundar í gær, sunnudag.MGlæpasögur lesnar... »2 Fyrsta helgi nóvembermánaðar að baki og jólaskraut komið upp í miðbænum á Selfossi í fyrsta skipti frá því hann opn- aði í sumar. Hér má sjá matmenningarsetrið Mjólkurbúið ljósum klætt en þar má finna níu veitingastaði í endurbyggingu Mjólk- urbús Flóamanna en sjálfur Guðjón Samúelsson teiknaði upprunalegu bygginguna fyrir hartnær heilli öld, árið 1925. Daginn er tekið að stytta og ljósin því eflaust mörgum kær- komin. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Miðbærinn á Selfossi ljósum klæddur í fyrsta sinn _ Fullyrðingar þess efnis að við- skiptabankarnir hafi „skrúfað fyrir útlán“ sín til fasteignauppbygg- ingar eru bornar til baka í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Þar greinir Jón Magnús Hannesson, hagfræð- ingur hjá Seðlabanka Íslands, útlán til byggingafyrirtækja og segir í greiningu hans að útlán hafi ýmist aukist eða staðið í stað. Meðal þeirra sem gripu fullyrðingar um bankana á lofti var Dagur B. Egg- ertsson, borgarstjóri Reykjavík- urborgar. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir að hann hljóti að draga slík ummæli til baka. »4 Fullyrðingar um banka bornar til baka Morgunblaðið/Árni Sæberg Byggingar Útlán til fasteignabygginga hafa ekki dregist saman síðustu ár. _ Undirbúnings- nefnd fyrir rann- sókn kjörbréfa hefur nú fundað alls tuttugu og tvisvar frá því hún kom fyrst saman 4. októ- ber, þrisvar til fimm sinnum í viku allar götur síðan. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar og nefndarmaður, segir að í raun sé enn sé nokkur vinna eftir. „Hvert skref vinnst hægt. Leggja þarf lokahönd á að afla upplýsinga um málavöxtu og síðan tekur við túlkun á lögum sem við eiga.“ Sú málavaxtarlýsing sem send var út á þá sem komið hafa fyrir nefndina fyrir helgi séu drög og von sé á fullunninni lýsingu eftir að viðstaddir aðilar hafi fengið að fara yfir hana. Líklega muni sú lýsing liggja fyrir fyrri hluta vik- unnar og verður birt opinberlega. Þá tekur við hið eiginlega lög- fræðilega mat. Enn langt í land hjá kjörbréfanefnd Líneik Anna Sævarsdóttir .Stofnað 1913 . 262. tölublað . 109. árgangur . M Á N U D A G U R 8. N Ó V E M B E R 2 0 2 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.