Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 2

Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 2
2 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur .H ei m sf er ði rá sk ilj a sé rr ét tt il le ið ré tti ng a á sl ík u. At h. að ve rð ge tu rb re ys tá n fy rir va ra . 595 1000 Val di Fassa 5. febrúar í 7 næturSkíðaferð Verð á mann frá 142.500 Verð á mann frá 165.700 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Winkel Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Óvissa ríkir meðal starfsmanna Stjórnarráðsins vegna uppstokkun- ar á ráðuneytum sem kynnt var um helgina. Ljóst er að miklar breyting- ar eru í vændum en þó liggur end- anleg útfærsla ráðuneytanna ekki fyrir með tilliti til húsnæðis- og starfsmannamála, með tilheyrandi óþægindum fyrir þá sem það varðar. „Eins og staðan er núna vitum við eiginlega bara ekki neitt,“ segir Þór- veig Þormóðsdóttir, formaður Fé- lags starfsmanna Stjórnarráðsins, spurð út í þá stöðu er félagsmenn standa frammi fyrir. Þórveig segir félagsmenn ekki hafa fengið neinar upplýsingar um uppstokkunina fyrir fram en tilkynning um breytt fyr- irkomulag barst fyrst um hádegi á sunnudag, sem er um það leyti er stjórnarsáttmálinn var kynntur. „Við vitum ekkert hvernig þessu verður stillt upp eða hversu margir verða að vinna í hvaða ráðuneyti. [...] Fyrirspurnirnar sem við höfum sent koma til baka: „Við vitum það ekki.“ Það er bara svoleiðis. Við verðum bara að vera þolinmóð á meðan,“ segir Þórveig og bætir við að líklega berist svör ekki fyrr en eftir áramót. Starfsgildum fjölgi jafnvel En veit fólk hvert það er að fara? „Auðvitað vita það sumir, þar sem heilu fagskrifstofurnar flytjast milli ráðuneyta eða fara í ný ráðuneyti. En síðan er hluti af okkar fé- lagsmönnum sem eru í stoðþjónustu- skrifstofum sem vita ekki hvernig þetta fer því það eru ekki komnar neinar upplýsingar um mönnun í nýjum ráðuneytum.“ Hún kveðst þó ekki eiga von á því að starfsgildum fækki, frekar að þeim fjölgi ef eitthvað er og óttast því ekki margir um starf sitt. Enn sé mörgum spurningum þó ósvarað. Friðrik Jónsson, formaður Banda- lag íslenskra háskólamanna, sem Félag háskólamenntaðra starfs- manna Stjórnarráðsins heyrir undir, segir heldur engar upplýsingar hafa borist félagsmönnum um uppstokk- un ráðuneyta fyrir fram. Friðrik hefur nú sent tölvupóst á forsætisráðherra þar sem hann ósk- ar eftir því að BHM verði upplýst um með hvaða hætti stjórnvöld hafa hugsað sér framkvæmd þessara breytinga og hvaða samráð hefur verið undirbúið eða áætlað af þeirra hálfu við stéttarfélög starfsmanna. hmr@mbl.is Starfsfólk í óvissu vegna uppstokkunar ráðuneyta - Býst ekki við svörum fyrir áramót - BHM verði upplýst Guðni Einarsson gudni@mbl.is Félagbústaðir, Arkitektafélag Ís- lands og Reykjavíkurborg ætla að efna til arkitektasamkeppni snemma á nýju ári. Hún mun snúast um að byggja hæð ofan á nokkur lyftulaus fjölbýlishús sem alfarið eru í eigu Fé- lagsbústaða og jafnframt að setja lyftur í húsin, að sögn Ævars Harð- arsonar, arkitekts og deildarstjóra hjá Hverfisskipulagi Reykjavíkur. „Samkeppnin mun snúast um að finna góðar og hagkvæmar lausnir, bæði skipulagslega og tæknilega, og vekja með því áhuga byggingariðn- aðarins. Ef til vill finnast góðar og hagkvæmar lausnir sem gætu þá vakið áhuga húsfélaga,“ sagði Ævar. Hann sagði að enn sem komið er hafi engin umsókn borist um leyfi fyrir framkvæmd af þessu tagi. Nýtt hverfisskipulag, sem hefur verið samþykkt fyrir Árbæjarhverfi og er á lokametrunum fyrir Breið- holtið, heimilar að byggja inndregna hæð ofan á lyftulaus fjölbýlishús og bæta við lyftu. Sömu áform eru í vinnutillögum fyrir Hlíðahverfi, Há- teigshverfi og Öskjuhlíð. Gróft áætl- að má ætla að bygging ofan á fjöl- býlishús í Arbæjarhverfi og Breiðholti geti þýtt 2-3 íbúðir á hvert húsnúmer eftir útfærslum. Það getur geti þýtt 800-1.200 nýjar íbúðir ef þessi möguleiki verður alls staðar nýttur. Sigurður Helgi Guðjónsson, lögfræðingur og formaður Húseigendafélagsins, telur það ólík- legt. Mögulegt ef einn eigandi er „Þetta er tálsýn. Það þarf að liggja fyrir samþykki allra íbúðareigenda í fjöleignahúsi fyrir svona framkvæmd og það næst aldrei,“ sagði Sigurður. „Þeir sem búa á neðstu hæðinni munu ekki sjá ástæðu til að hafa lyftu og munu aldrei gera þetta. Þetta get- ur ef til vill orðið í húsum sem eru í eigu eins aðila, eins og Félagsbú- staða. Eða ef verktaki kaupir allar íbúðirnar og ákveður að byggja ofan á.“ Sigurður sagði ljóst að mikið ónæði og röskun muni fylgja svona framkvæmdum fyrir íbúa fjöleign- arhússins. „Þetta er óframkvæm- anlegt nema einn aðili eigi allt.“ Hann kvaðst hafa skrifað frumvarp til laga um fjöleignarhús og vera prófdómari við lagadeild Háskóla Ís- lands í þeim efnum. „Ég myndi fella alla nemendur sem skildu þetta öðru vísi en svo að það þyrfti samþykki allra íbúðaeigenda,“ sagði Sigurður. Mun auka verðmæti íbúða Pawel Bartoszek, formaður skipu- lags- og samgönguráðs Reykjavíkur, skrifaði í aðsendri grein í Morg- unblaðinu 29. nóvember sl. að þús- undir Reykvíkinga búi í lyftulausum fjögurra hæða fjölbýlishúsum. Hann segir að verðmæti íbúðanna aukist við að setja lyftu. Verðmæti íbúðar á 2. hæð aukist um 7% með lyftu, um 15% á 3. hæð og 23% á 4. hæð. Lyftulaus fjögurrahæðaeðahærri fjölbýlishús Fjöldi húsa* Fjöldi lóða** Núverandi fjöldi íbúða Breiðholt Seljahverfi 60 15 403 Efra-Breiðholt 193 40 1.689 Neðra-Breiðholt*** – – – Samtals í Breiðholti 253 55 2.092 Árbær Ártúnsholt – – – Árbær 110 8 904 Seláshverfi 52 13 418 Samtals í Árbæ 162 21 1.322 Samtals í Breiðholti og Árbæ 415 76 3.414 *Með hús er átt við húsnúmer en víða eru nokkur húsnúmer samtengd innan sömu lóðar. **Víða standa tvö eða fleiri fjölbýlishús á einni lóð. *** Ekki eru veittar heimildir til þess að setja lyftur við fjölbýlishúsin í Bökkum í Neðra- Breiðholti vegna tillögu um að hverfisvernd á fjölbýlishúsabyggðina. Þar eru 152 fjölbýlishús með 1.161 íbúð. Breiðholt og Árbær Samkeppni um aukahæð og lyftu - Byggja má hæð ofan á lyftulausar fjögurra hæða blokkir í Árbæ og Breiðholti og setja um leið lyftu - Formaður Húseigendafélagsins segir að samþykki allra eigenda íbúða í blokkinni sé skilyrði Starfsfólk í Bláfjöllum fagnaði snjó- komunni í vikubyrjun meðan marg- ir aðrir á höfuðborgarsvæðinu pirr- uðu sig á umferðarteppu samfara ofankomunni. Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höf- uðborgarsvæðisins, segir að nú sé unnið að hefðbundnum undirbún- ingi fyrir vetrarvertíðina. Enn vantar snjó í skíðabrekk- urnar svo hægt sé að renna sér af öryggi á skíðum og brettum. Ein- hverjir hafa notað síðustu daga til skíðagöngu, en Magnús segir að til þessa hafi aðeins verið hægt að troða gönguspor með vélsleða en ekki troðara. Samkvæmt veðurspá er líklegt að rigni nokkuð fram á morgun- daginn á láglendi á höfuðborgar- svæðinu, en Magnús gerir sér vonir um að á sama tíma fenni duglega í Bláfjöllum. Hann gerir sér vonir um að fyrr en seinna verði hægt að opna þar, en oft hafi verið hægt að skíða í Bláfjöllum i desember. Morgunblaðið/Eggert Vonast eftir góðum desember Snjókomu fagnað í Bláfjöllum þar sem unnið er að undirbúningi vertíðarinnar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.