Morgunblaðið - 02.12.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 02.12.2021, Qupperneq 4
Morgunblaðið/Kristinn Magnúss. Alþingi Birgir Ármannsson, nýkjörinn forseti Alþingis, stýrir þingfundi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, var í gær kjörinn forseti Alþingis mótatkvæðalaust. Oddný G. Harðardóttir úr Sam- fylkingu (S) verður 1. varaforseti þingsins, Líneik Anna Sævarsdóttir úr Framsókn (B) 2., Inga Sæland, for- maður Flokks fólksins (F), 3., Diljá Mist Einarsdóttir úr Sjálfstæðis- flokki (D) 4., Björn Leví Gunnarsson úr Pírötum (P) 5. og Jódís Skúladóttir frá Vinstri grænum (V) verður 6. varaforseti. Formenn fastanefnda verða Bryn- dís Haraldsdóttir (D) í allsherjar- og menntamálanefnd, Stefán Vagn Stef- ánsson (B) í atvinnuveganefnd, Guð- rún Hafsteinsdóttir (D) í efnahags- og viðskiptanefnd, Bjarkey Olsen Gunn- arsdóttir (V) í fjárlaganefnd, Þórunn Sveinbjarnardóttir (S) í stjórnskipun- ar- og eftirlitsnefnd, Vilhjálmur Árnason (D) í umhverfis- og sam- göngunefnd, Bjarni Jónsson (V) í ut- anríkismálanefnd, og Líneik Anna Sævarsdóttir (B) í velferðarnefnd. Birgir Ármannsson forseti Alþingis - Kosið í embætti og nefndir þingsins 4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 ÚRVAL ÚTSÝN HLÍÐASMÁRI 19, 201 KÓPAVOGUR SÍMI 585-4000 INFO@UU.IS JÓL OG ÁRAMÓT Á TENERIFE EÐA ALICANTE HÁTÍÐ SÓLAR OG FRIÐAR 23. DESEMEBER - 06. JANÚAR 22. DESEMEBER - 11. JANÚAR TENERIFE ALICANTE Tryggðu þér sæti út í sól um jólin fyrir alla fjölskylduna. Slappaðu af um hátíðarnar á hóteli fjarri öllu jólaamstri. Um jólin er um það bil 20° - 21° hiti á Alicante og Tenerife. Andrés Magnússon andres@mbl.is Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína og nýrrar ríkisstjórnar á Al- þingi í gærkvöldi og reifaði þar helstu stefnu- mál hennar. Að því leyti var ræðan endurómur hins ýt- arlega stjórnarsáttmála, sem kynntur var lið- inn sunnudag, en af henni mátti vel ráða hvað forsætisráðherra þykir mikilvægast. „Verk- efnið nú er að byggja upp hagkerfið og styrk ríkisfjármálanna að nýju með stuðningi við fjölbreyttara og sterkara atvinnulíf, aukinni opinberri fjárfestingu í grænum verkefnum, rannsóknum, nýsköpun og skapandi greinum.“ Meðal helstu breytinga sagði forsætisráð- herra að húsnæðismál yrðu samþætt við skipu- lags- og samgöngumál og nefndi að áfram yrði unnið samkvæmt höfuðborgarsáttmálanum. Frítekjumark vegna atvinnutekna eldri borg- ara yrði tvöfaldað um næstu áramót og málefni örorkulífeyrisþega tekin til endurskoðunar. Þá varði hún nokkrum tíma til þess að fjalla um loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar, sem snertu ótal svið. Katrín sagði að áfram yrði haldið endurskoðun laga um eignarhald á landi og fasteignum; mikilvægir grundvallarinnviðir væru best geymdir í almannaeigu og boðaði frumvarp um rýni á fjárfestingum útlendinga á þeim. Breytingar á stjórn ríkisins Ráðherrann sagði að haldið yrði áfram vinnu við breytingar á stjórnarskrá, sem hún kvað mikilvægt að Alþingi gerði, ekki síst um auðlindir í þjóðareign og náttúruvernd. Hún sagði eðlilegt að það tæki tíma að breyta stjórnarskránni; mestu skipti „að við vöndum okkur og náum niðurstöðu sem sátt ríkir um“. Hún vék að breytingum á Stjórnarráðinu og sagði æskilegt að það væri sveigjanlegt til þess að stefna ríkisstjórnar og vilji þings gengi vel fram. Kvaðst Katrín vilja endurskoða lög um Stjórnarráðið og sagðist leita eftir góðu sam- ráði við alla flokka á Alþingi þar um. Loks vék forsætisráðherra að íslenskum stjórnmálum og hvatti til aukins umburð- arlyndis í opinberri umræðu. „Rökræða og jafnvel stöku rifrildi eru mikilvæg forsenda þess að við leiðum fram kosti og galla hvers máls. Við þurfum því að sýna skoðunum ann- arra meiri virðingu en stundum er gert í ha- naslag netsins og hollt að muna að það er eng- inn sem er handhafi alls hins rétta og góða í samfélaginu.“ Stjórnarandstaðan óhress Stjórnarandstæðingar voru ekki jafn- ánægðir með stöðuna. Kristrún Frostadóttir í Samfylkingu tók t.d. undir sjónarmið Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar í Miðflokki um að eiginleg pólitík virtist vera á und- anhaldi. „Það er mynduð stjórn sem virðist ekki standa fyrir neitt, vekur lítil viðbrögð – rýnik- annanir og ráðgjafar sníða burtu pólitíska sannfæringu úr setningum svo þær veki ekki upp of miklar tilfinningar. Pólitík þykir orðið skammaryrði.“ Björn Leví Gunnarsson frá Pírötum tók í sama streng og sagði niðurstöðuna úr leyni- makki leiðtoga stjórnarinnar hafa verið 11 blaðsíðna stjórnarsáttmála sem hafi verið teygður á 60 síður til að fela hversu innihalds- laus hann væri. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var sama sinnis og sagði stjórn- arsáttmálann innantóman óskalista, ekki póli- tík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Stefnuræða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á Alþingi í gærkvöld og gerði grein fyrir stjórnarsáttmálanum, helstu áskorunum, stjórnskipan og umræðuhefð. Lög um Stjórnarráðið endurskoðuð - Stefnuræða forsætisráðherra - Stjórnarskrárbreytingar á döfinni - Hvetur til bættrar umræðu Ný ríkisstjórn tekur við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.