Morgunblaðið - 02.12.2021, Síða 16

Morgunblaðið - 02.12.2021, Síða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 577-1515 • Ve veVe Traust og fa 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is Tilvalin og nytsöm jólagjöf Þinn dagur, þín áskorun Tillaga um að fella niður gjöld fyr- ir svonefnd aukaverk presta var ekki afgreidd á kirkjuþingi í síðustu viku eins og búist hafði verið við, en verð- ur tekin til umfjöllunar á kirkjuþingi í mars á næsta ári. Pétur Markan biskupsritari segist ekki vita annað en að flutningsmenn tillögunnar, fjórir kirkjuþingsmenn, séu sáttir við málsmeðferðina. Prestar eru á föstum launum hjá þjóðkirkjunni en innheimta þóknun samkvæmt sérstakri gjaldskrá kirkjuþings fyrir aukaverkin sem einkum eru skírn, ferming, hjóna- vígsla og jarðarför. Lára V. Júlíus- dóttir hæstaréttarlögmaður hefur í álitsgerð fyrir Prestafélagið látið í ljós þá skoðun að gjaldskráin kunni að teljast samkeppnishamlandi í skilningi samkeppnislaga vegna breyttrar stöðu presta sem ekki eru lengur opinberir starfsmenn, Flutningsmenn tillögunnar vildu að gjaldtaka fyrir aukaverk yrði með öllu felld niður frá ársbyrjun 2024. Skyldi starfskostnaðarnefnd kirkju- þings koma með tillögur í málinu áð- ur og kanna m.a. hvort afnema mætti gjaldtökuna í áföngum þannig að prestsþjónusta fyrir skírnir og fermingarfræðslu yrði gjaldfrjáls sem fyrst. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kirkjuþing Ekki tókst að ljúka umræðum um aukaverk presta. Afgreiddi ekki til- lögu um aukaverk Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tekin hefur verið fyrsta skóflu- stunga að þjónustumiðstöð við Hengifoss í Fljótsdal. Húsið mun rísa á næsta ári. Jafnframt er verið að undirbúa gerð tveggja brúa og göngustígs við utanvert gilið sem mun gefa færi á hringleið. Hengifoss er vinsæll viðkomu- staður ferðafólks enda fossinn fal- legur sem og gljúfrið sem hann fell- ur í. Um 90 þúsund gestir lögðu leið sína þangað áður en kórónuveiruf- araldurinn dró úr aðsókn. Göngustígur liggur upp með innanverðu gljúfrinu og upp að foss- inum. Fljótsdalshreppur efndi til hönnunarkeppni fyrir nokkrum ár- um um aðstöðubyggingu ásamt lausnum á hvíldar- og útsýnisstöð- um, hliðum og merkingum. Arkitek- arnir Erik Rönnig Andersen og Sig- ríður Anna Eggertsdóttir sigruðu. Unnið hefur verið eftir vinnings- tillögunni við uppbyggingu göngu- leiðarinnar. Nú hefur verið gengið frá lóðarsamningi við landeigendur á Melum vegna uppbyggingar þjón- ustumiðstöðvar og bílastæða. Jarð- vegsframkvæmdir hófust nýlega. Helgi Gíslason sveitarstjóri segir að smíði hússins verði boðin út í des- ember og væntanlega verði ekki hægt að hefja framkvæmdir fyrr en í byrjun nýs árs. Vonast sé til þess að það taki ekki nema eitt ár að byggja húsið en nákæmari tíma- setningar ráðist af niðurstöðu út- boðs. Aðstaða fyrir landvörð Í þjónustumiðstöðinni verða snyrtingar og aðstaða fyrir land- vörð. Reiknað er með fræðslu í sal- arkynnum þjónustumiðstöðvarinnar en einnig ferðum upp að fossinum. Þá er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir minjagripasölu og hugsanlega ein- hverjum veitingum. Annars segir Helgi að þjónustumiðstöðin verði inngangurinn að sveitarfélaginu og vonast hann til að þar verði hægt að veita ferðafólki upplýsingar um þjónustu í dalnum. Fljótsdalshreppur fékk 55 millj- ónir króna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða og kemur sjálfur með mótframlag. Sjóðurinn veitti einnig í ár átta milljónir króna í byggingu göngubrúa til að tengja saman gönguleiðirnar meðfram gilinu og að auki tvær milljónir í við- hald göngustíga. Þjónustumiðstöð byggð við Hengifoss Tölvumynd/ZIS AS Þjónusta Byggt verður eftir verðlaunatillögu Eriks Rönnings Andersen og Sigríðar Önnu Eggertsdóttir arkitekta. - Gert ráð fyrir að byggingarframkvæmdir hefjist í upphafi nýs árs - Verður hlið að sveitarfélaginu - Jafnframt er unnið að stækkun útivistarsvæðisins með nýrri gönguleið við utanvert Hengifossárgil

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.