Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 577-1515 • Ve veVe Traust og fa 100% Merino ullarnærföt fyrir dömur og herra Stærðir: S–XXL Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | run@run.is | www.runehf.is OLYMPIA Sölustaðir: Hagkaup • Fjarðarkaup • Útilíf • N1 • Vesturröst • Verslun Guðsteins Eyjólfssonar • Verslunin Bjarg, Akranesi Herrahúsið, Ármúla 27 • JMJ, Akureyri • Lífland, Hvolsvelli og Blönduósi • Verslunin Blossi, Grundafirði • Efnalaug Vopnafjarðar Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki • Verslun Grétars Þórarinssonar, Vestmannaeyjum • Borgarsport, Borgarnesi Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga • Verslun Bjarna Eiríkssonar, Bolungarvík • Þernan, Dalvík • Siglósport, Siglufirði Bókaverslun Breiðarfjarðar, Stykkishólmi • Vaskur, Egilsstöðum • Skóbúð Húsavíkur • Efnalaug Suðurlands, Selfossi • run.is Tilvalin og nytsöm jólagjöf Þinn dagur, þín áskorun Tillaga um að fella niður gjöld fyr- ir svonefnd aukaverk presta var ekki afgreidd á kirkjuþingi í síðustu viku eins og búist hafði verið við, en verð- ur tekin til umfjöllunar á kirkjuþingi í mars á næsta ári. Pétur Markan biskupsritari segist ekki vita annað en að flutningsmenn tillögunnar, fjórir kirkjuþingsmenn, séu sáttir við málsmeðferðina. Prestar eru á föstum launum hjá þjóðkirkjunni en innheimta þóknun samkvæmt sérstakri gjaldskrá kirkjuþings fyrir aukaverkin sem einkum eru skírn, ferming, hjóna- vígsla og jarðarför. Lára V. Júlíus- dóttir hæstaréttarlögmaður hefur í álitsgerð fyrir Prestafélagið látið í ljós þá skoðun að gjaldskráin kunni að teljast samkeppnishamlandi í skilningi samkeppnislaga vegna breyttrar stöðu presta sem ekki eru lengur opinberir starfsmenn, Flutningsmenn tillögunnar vildu að gjaldtaka fyrir aukaverk yrði með öllu felld niður frá ársbyrjun 2024. Skyldi starfskostnaðarnefnd kirkju- þings koma með tillögur í málinu áð- ur og kanna m.a. hvort afnema mætti gjaldtökuna í áföngum þannig að prestsþjónusta fyrir skírnir og fermingarfræðslu yrði gjaldfrjáls sem fyrst. gudmundur@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kirkjuþing Ekki tókst að ljúka umræðum um aukaverk presta. Afgreiddi ekki til- lögu um aukaverk Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tekin hefur verið fyrsta skóflu- stunga að þjónustumiðstöð við Hengifoss í Fljótsdal. Húsið mun rísa á næsta ári. Jafnframt er verið að undirbúa gerð tveggja brúa og göngustígs við utanvert gilið sem mun gefa færi á hringleið. Hengifoss er vinsæll viðkomu- staður ferðafólks enda fossinn fal- legur sem og gljúfrið sem hann fell- ur í. Um 90 þúsund gestir lögðu leið sína þangað áður en kórónuveiruf- araldurinn dró úr aðsókn. Göngustígur liggur upp með innanverðu gljúfrinu og upp að foss- inum. Fljótsdalshreppur efndi til hönnunarkeppni fyrir nokkrum ár- um um aðstöðubyggingu ásamt lausnum á hvíldar- og útsýnisstöð- um, hliðum og merkingum. Arkitek- arnir Erik Rönnig Andersen og Sig- ríður Anna Eggertsdóttir sigruðu. Unnið hefur verið eftir vinnings- tillögunni við uppbyggingu göngu- leiðarinnar. Nú hefur verið gengið frá lóðarsamningi við landeigendur á Melum vegna uppbyggingar þjón- ustumiðstöðvar og bílastæða. Jarð- vegsframkvæmdir hófust nýlega. Helgi Gíslason sveitarstjóri segir að smíði hússins verði boðin út í des- ember og væntanlega verði ekki hægt að hefja framkvæmdir fyrr en í byrjun nýs árs. Vonast sé til þess að það taki ekki nema eitt ár að byggja húsið en nákæmari tíma- setningar ráðist af niðurstöðu út- boðs. Aðstaða fyrir landvörð Í þjónustumiðstöðinni verða snyrtingar og aðstaða fyrir land- vörð. Reiknað er með fræðslu í sal- arkynnum þjónustumiðstöðvarinnar en einnig ferðum upp að fossinum. Þá er gert ráð fyrir aðstöðu fyrir minjagripasölu og hugsanlega ein- hverjum veitingum. Annars segir Helgi að þjónustumiðstöðin verði inngangurinn að sveitarfélaginu og vonast hann til að þar verði hægt að veita ferðafólki upplýsingar um þjónustu í dalnum. Fljótsdalshreppur fékk 55 millj- ónir króna úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða og kemur sjálfur með mótframlag. Sjóðurinn veitti einnig í ár átta milljónir króna í byggingu göngubrúa til að tengja saman gönguleiðirnar meðfram gilinu og að auki tvær milljónir í við- hald göngustíga. Þjónustumiðstöð byggð við Hengifoss Tölvumynd/ZIS AS Þjónusta Byggt verður eftir verðlaunatillögu Eriks Rönnings Andersen og Sigríðar Önnu Eggertsdóttir arkitekta. - Gert ráð fyrir að byggingarframkvæmdir hefjist í upphafi nýs árs - Verður hlið að sveitarfélaginu - Jafnframt er unnið að stækkun útivistarsvæðisins með nýrri gönguleið við utanvert Hengifossárgil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.