Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 30

Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 30
30 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf S. 555 3100 · donna.is Honeywell gæða lofthreinsitæki Góð jólagjöf Verð kr. 39.420 handapabba ogmömmu og afa og ömmu Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Jarðvinna vegna rannsóknahúss Nýs Landspítala er í fullum gangi og hefur gengið vel, að því er fram kemur í Framkvæmdafréttum NSLH. Enn er unnið að uppgreftri á lausu jarðefni og mun sú vinna standa yfir á næstunni. Undirbún- ingsvinna hjá NLSH ohf. og verk- takanum Háfelli ehf. vegna spreng- inga er hafin, en áætlað er að þær hefjist innan tíðar. Jarðvinnu á að ljúka seinni hluta árs 2022. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá NLSH sótt- ist Reykjavíkurborg eftir að fá allt sprengt klapparefni í landfyllingu og grjótvarnargarða annars vegar við Ánanaust og hins vegar við Bryggju- hverfið við Sævarhöfða. Laus jarðvegur fer í Bolöldur Fallist var á ósk Reykjavíkur- borgar enda samræmist nálægð los- unarstaðanna við upptökustað vel þeim markmiðum sem Nýr Land- spítali hefur sett sér um takmörkun á umhverfisáhrifum. Magn klapp- arlosunar er um 11.000 rúmmetrar. Nýting á lausum uppgreftri er eðlilega ekki jafn eftirsóknarverð eins og klappargrjóts, segir í svari NLSH. Heimilaður losunarstaður fyrir lausan jarðveg er við Bolöldur ofan Sandskeiðs og þangað var laus- um jarðvegi frá rannsóknahúsi ekið. Magn af lausum jarðvegi var um 16.000 rúmmetrar. Eins og menn rekur minni til var jarðefni úr grunni hins nýja með- ferðarkjarna Landspítalans flutt í Sundahöfn og notað í gerð landfyll- ingar við Laugarnes. Úr grunninum fengust allt að 280 þúsund rúmmetr- ar af jarðefni, nokkru meira en áætl- að hafði verið. Nýtt rannsóknahús, sem mun rísa vestan Læknagarðs HÍ, er ein af byggingum í heildaruppbyggingu Nýs Landspítala við Hringbraut og verður um 17.400 fermetrar að stærð, fjórar hæðir ásamt kjallara. Tæknisvæði verður á fimmtu hæð og hugmyndir eru um þyrlupall. Í rann- sóknarhúsi hins nýja spítala samein- ast öll rannsóknarstarfsemi spít- alans á einn stað. Starfseiningar í rannsóknahúsi verða lífsýnasafn, meinafræði, rann- sóknarkjarni, klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði, frumuræktunar- kjarni, frumumeðhöndlun, erfða- og sameindalæknisfræði, ónæmisfræði og sýkla- og veirufræði. Starfsemi Blóðbanka mun einnig flytjast í bygginguna. Í tengslum við meina- fræðieiningu verður líkhús og krufn- ing og aðstaða fyrir réttarmeina- fræði. Rannsóknahúsið tengist meðferðarkjarna og öðrum bygg- ingum spítalans með rörpóstkerfi og göngum neðanjarðar. Með því munu deildir spítalans geta sent sýni til rannsókna í rannsóknarhús á örfá- um mínútum. Hönnunarhópurinn Corpus er aðalhönnuður hússins en að honum standa níu innlend og erlend hönn- unarfyrirtæki. Stefnt er að því að nýtt þjóðarsjúkrahús verði tekið í notkun árið 2026. Fyrsta skóflustungan var tekin í byrjun september sl. Háfell ehf. átti lægsta tilboðið í jarðvinnuna eða 164,4 milljónir króna. Við uppbyggingu á nýjum Land- spítala er þess ávallt gætt að draga eins og mögulegt er úr neikvæðum umhverfislegum áhrifum, segir NSLH. Meðal annars er leitað eftir hæstu mögulegu BREEAM- umhverfisvottun fyrir allar nýbygg- ingar svæðisins. Til að öðlast slíka vottun er þess m.a. gætt, bæði með kröfum sem settar eru fram í hönn- un, sem og kröfum sem gerðar eru til verkframkvæmdarinnar, að hug- að sé að nýtingu jarðefna með eins umhverfisvænum hætti og unnt reynist. Jarðvinna fyrir byggingu innifelur bæði uppgröft á lausum jarðvegi, sem og losun og uppgröft klapparefnis. Val á losunarstöðum nýtanlegs efnis byggist annars veg- ar á eftirspurn eftir efninu og hins vegar á nálægð losunarstaðar. Spítalagrjótið mun nýtast vel - Jarðvinna vegna rannsóknahúss Nýs Landspítala er í fullum gangi - Klapparefni fer í landfyll- ingu og grjótvarnargarða við Ánanaust og Bryggjuhverfi - Rannsóknahúsið 17.400 fermetrar Rannsóknahúsið Þetta verður mikil bygging, fjórar hæðir og kjallari. Myndir/NSLH Grunnurinn Unnið við jarðvinnu vestan við Læknagarð Háskóla Íslands. Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru að hefjast við tvö- földun Suðurlandsvegar frá Foss- völlum vestur fyrir Lögbergsbrekku skammt ofan Reykjavíkur, með hlið- arvegum og undirgöngum fyrir reið- vegi. Árni Geir Eyþórsson frá Jarðvali sf. og Árni Snær Kristjánsson frá Bjössa ehf. skrifuðu undir verksamn- ing ásamt forstjóra Vegagerðarinnar, Bergþóru Þorkelsdóttur, síðastliðinn mánudag. Bergþóra sagði af því til- efni óvenjulangan tíma hafa tekið að fá framkvæmdaleyfi vegna stöðu á skipulagsmálum á svæðinu. Tilboð í verkið voru opnuð um miðjan júlí sl. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta krónur 791.459.500, sem var tekið.Var það 84,5% af áætl- uðum verktakakostnaði, sem var tæpar 937 milljónir. Samkvæmt verklýsingu verða byggðar tvær nýjar akreinar norðan við núverandi Suðurlandsveg með 11 metra miðdeili. Lengd útboðskaflans er um 3,3 kílómetrar. Umferðaröryggi eykst Tengingum inn á veginn verður fækkað í því skyni að auka öryggi og bæta umferðarflæði. Útbúin verða undirgöng (undir tvöfaldan Suður- landsveg) fyrir ríðandi umferð neð- arlega í Lögbergsbrekkunni.Verklok eru áætluð á næsta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Vega- gerðinni er hér um að ræða fyrri áfanga af tveimur í tvöföldun Suður- landsvegar á milli Hólmsár og Foss- valla, samtals um 5,3 kílómetra leið. Seinni áfanginn er í undirbúningi og Vegagerðin vonast til að geta boðið hann út fljótlega.Verkefnið er á sam- gönguáætlun. Unnið hefur verið af krafti við breikkun Suðurlandsvegar undan- farin ár og Alþingi hefur veitt umtals- verða fjármuni til þeirra verkefna. Framkvæmdir við breikkun Suður- landsvegar á milli Hveragerðis og Selfoss standa yfir. Íslenskir aðal- verktakar vinna verkið. Því verður fagnað á næsta ári að 50 ár eru liðin síðan hægt var að aka á bundnu slitlagi frá Reykjavík til Sel- foss. Um var að ræða tvíbreiðan veg, alls 58,2 kílómetra, frá Lækjartorgi til Selfoss. Vegagerðin hófst 1966 og vegurinn vígður seint í nóvember 1972. Breikkun Suðurlandsvegar að Lögbergsbrekku hafin - Vegagerðin samdi við Jarðval og Bjössa um að vinna verkið fyrir tæpar 800 milljónir - Kaflinn 3,3 kílómetrar Tölvumynd/Vegagerðin Suðurlandsvegur Hinn nýi tvöfaldi vegur mun liggja norðan við núverandi veg og því verður umferðin í vesturátt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.