Morgunblaðið - 02.12.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.12.2021, Qupperneq 32
32 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 A llt er í járnum í einvígi norska heimsmeistarans Magnúsar Carlsens og áskorandans, Rússans Jans Nepomniactchis, sem fram fer í Dúbaí í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum. Fimmtu einvígisskák þeirra lauk með jafntefli í gær eftir 43 leiki. Einvígið fer af stað með sama hætti og tvö síðustu einvígi Magnúsar þegar hann varði titilinn eftir fjórar skákir með styttri umhugsunartíma. Nepo, eins og hann er kallaður, fékk betra tafl í gær en missti af sterkum leik í miðtaflinu og eftir það átti Magnús ekki í erfiðleikum með að halda jafnvægi. Skákin gekk þannig fyrir sig: HM einvígi í Dúbaí 2021; 5. einvíg- isskák. Jan Nepomniachtchi – Magnús Carlsen Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 0-0 8. a4 Hb8 Carlsen lék 8. … Bb7 í 3. skákinni. 9. axb5 axb5 10. h3 d6 11. c3 b4 12. d3 bxc3 13. bxc3 d5 14. Rbd2 dxe4 15. dxe4 Bd6 16. Dc2 h6 17. Rf1 Re7?! Ónákvæmur leikur. Eftir 17. … Bd7 eða 17. … De8 er staðan í jafn- vægi. 18. Rg3 Rg6 19. Be3 De8 20. Hed1?! Almennt var talið að Nepo hefði misst af góðu tækifæri með 20. c4! Svartur á úr vöndu að ráða vegna hótunarinnar 21. c5. „Vélarnar“ telja 21. … De6 eða 21. … Bb4 best. 20. … Be6 21. Ba4 Bd7 22. Rd2 Bxa4 23. Dxa4 23. Hxa4 hefði mátt svara með 23. … Hb2! o.sfrv. 23. … Dxa4 24. Hxa4 Ha8 25. Hda1 Hxa4 26. Hxa4 Hb8 27. Ha6 Re8 Setur upp óbrjótandi varnargirð- ingu. 28. Kf1 Rf8 29. Rf5 Re6 30. Rc4 Hd8 31. f3 f6 32. g4 Kf7 33. h4 Bf8 34. Ke2 Rd6 35. Rcxd6 Bxd6 36. h5 Bf8 37. Ha5 Ke8 38. Hd5 Ha8 39. Hd1 Ha2 40. Hd2 Ha1 41. Hd1 Ha2 42. Hd2 Ha1 43. Hd1 – og hér sömdu keppendur um jafntefli. Einvígið í Dúbaí var upphaflega sett á dagskrá í ár sem leið en allur aðdragandi þess, þ.e.a.s. áskor- endakeppnin, frestaðist um ár vegna Covid-19. Baráttuna um heimsmeistaratit- ilinn í skák má rekja til ársins 1886 er Austurríkismaðurinn Wilhelm Stein- itz vann einvígi við Prússann Jo- hannes Zukertort. Allar götur síðan hafa einvígi um heimsmeistaratitilinn haldið athygli heimsbyggðarinnar en einvígi Fischers og Spasskís í Reykjavík sumarið 1972 er án efa það frægasta. Á tímabilinu 1993-2006 voru tveir heimsmeistaratitlar í „um- ferð“ en sameining tókst árið 2006 er Vladimir Kramnik vann Venselin Topalov í sögufrægu einvígi í Elista í Kalmykíu. Fyrsta einvígi Nepomniachtchis Nepo hefur enga reynslu af vett- vangi heimsmeistaraeinvígja en gjör- þekkir sögu þeirra og hernaðar- áætlun sigurvegaranna. Hann virðist hafa óbilandi sjálfstraust og kveðst ekki vitund hræddur við Magnús. Fyrir einvígið í Dúbaí höfðu þeir teflt 11 kappskákir; Nepo hafði unnið fjór- um sinnum, sex skákum hefur lokið með jafntefli og Magnús unnið einu sinni. Jan Nepomniachtchi er af gyð- ingaættum, var afburðanámsmaður og meðfram skákinni haslaði hann sér völl í vinsælum vídeó- og keppn- isleik, DotA (Defence of the Anci- ents) sem gæti útlagst: Til varnar því ævaforna. Magnús á svipuð áhuga- mál, og fyrir nokkrum árum komst hann í efsta sæti meðal sjö milljóna þátttakenda í leik á netinu, Fantasy Premier League. Verðlaunafé í ein- víginu losar tvær milljónir banda- ríkjadala. Nepo gæti hæglega unnið einvígið í Dúbaí Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ljósmynd/Heimasíða einvígisins Næsti heimsmeistari? Nepo er til alls líklegur í HM-einvíginu í Dúbaí. JÓLAGJÖFIN í ár? arc-tic Retro VERÐ FRá: 29.900,- Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Miðbæ og Norðurmýri verður haldinn fimmtudaginn 9. desember kl. 16:00 á Center Hotel, Miðgarði. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál. StjórnMiðbæjar og Norðurmýri. Aðalfundur Félags sjálfstæðismanna í Miðbæ ogNorðurmýri Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skóla- stjóri Fossvogsskóla, lét af störfum í gær eftir 25 mánuði í starfi. Ástæðan er fyrst og fremst gríðarlegt álag sem fylgt hefur óvissu með húsnæð- ismál Fossvogsskóla eftir að raki og mygla kom þar upp fyrir rúmum tveimur árum, og öllu raskinu á skólastarfinu vegna framkvæmda við húsnæðið, sem ekki sér fyrir end- ann á. Ákvörðunina tók Ingibjörg með hagsmuni sína og fjölskyldu sinnar að leiðarljósi. „Ástæðan er fyrst og síðast þetta gríðarlega álag sem hefur verið í starfi, að það er engu líkt. Það hefði þurft miklu miklu meiri stuðning inn í skólastarfið til að þessi formúla ætti að ganga upp,“ segir Ingibjörg í samtali við mbl.is. Þegar Ingibjörg tók við keflinu í Fossvogsskóla á haustönn 2019 stóð til að framkvæmdum lyki í nóvember það sama ár. Það fór hins vegar ekki svo. Engin kennsla fer fram í skóla- húsnæðinu á þessu skólaári. „Fyrst og síðast er þetta mín ákvörðun. Það eru takmörk fyrir því hvað maður leggur mikið á sig og það var bara komið nóg,“ bætir hún við. Til viðbótar við starf skólastjóra hefur Ingibjörg þurft að taka að sér ýmis önnur verkefni til að láta skóla- starfið ganga upp. Verkefni sem hún hefði í raun ekki átt að hafa á sínum herðum. „Það hefur verið gríðarlegt álag að taka heilt starf ofan á starf skóla- stjórnanda og það eru takmörk fyrir því hvað maður getur gert það lengi. Þessi húsnæðismál hafa verið rosa- lega tímafrek og tekið mikla orku og það var bara komið nóg. Það er gott að einhver annar taki við,“ segir Ingibjörg. solrun@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Fossvogsskóli Myglan í húsnæði grunnskólans varð ljós árið 2019. Hættir störfum vegna álagsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.