Morgunblaðið - 02.12.2021, Page 36

Morgunblaðið - 02.12.2021, Page 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Faxafeni 14, 108 Reykjavík -www.z.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Krefjandi tímar eru í vændum fyrir ríkisstjórnina ef hiti færist í kjara- deilu sjómanna á ný, en það er háð því hvernig nýjum ráðherrum sjáv- arútvegs- og verkalýðsmála takist að koma til móts við óskir stétta sjómanna. Hins vegar er fátt sem bendir til þess að sjómenn hafi raunverulegan áhuga á átökum um þessar mund- ir þrátt fyrir hót- anir þess efnis. Í nýju fjár- lagafrumvarpi fyrir næsta ár er gert ráð fyrir já- kvæðum efna- hagshorfum og munu þær meðal annars leiða til betri afkomu ríkissjóðs en á yfir- standandi ári. Í greinargerð frum- varpsins er spáð að vöruútflutn- ingur vaxi lítillega á næsta ári og megi meðal annars rekja það til aukins útflutnings sjávarafurða. „Stór loðnuvertíð spilar þar lyk- ilhlutverk og vegur á móti minnk- andi þorskútflutningi,“ segir í greinargerðinni. Umfang loðnu- vertíðarinnar er sú stærsta í nærri tvo áratugi og er aflaverðmæti ver- tíðarinnar talið nema um 50 millj- örðum króna. Það er því mikið undir og hafa verkalýðsfélög sjómanna í lengri tíma ýjað að því að það kunni að koma til afmarkaðra verkfalls- aðgerða beint að loðnuvertíðinni til að koma á samningum, en sjómenn hafa verið samningslausir um nokk- urt skeið. Ekki án átaka? Í byrjun september svaraði Árni Bjarnason, formaður Félags skip- stjórnarmanna, spurningu blaða- manns um hvort stefndi í verkfall þar sem sjómenn hefðu verið samn- ingslausir í tvö ár: „Það er ekkert sem menn vilja gera, en ef allt þrýtur þá verður það endirinn. Ég væri ekki hissa – ef þeir eru á svona stífum gormum eins og þeir virðast vera – að það verður gerð tilraun til þess að fá allar stéttir í verkfall. Væntanlega á einhverjum krítískum tíma eins og loðnuvertíð.“ Um tveimur mánuðum seinna, í byrjun nóvember, sagði Valmundur Valmundsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands, í samtali við Morgunblaðið að tímasetning verk- fallsaðgerða sem yrðu til umræðu á þingi sambandsins gæti tengst loðnuvertíð. Á þingi Sjómanna- sambands Íslands var síðan sam- þykkt ályktun þar sem skorað var á aðildarfélög sambandsins að hefja undirbúning aðgerða til að „knýja á um alvörusamningaviðræður við út- vegsmenn. […] Vegna þvergirð- ingsháttar útgerðarinnar er ekki útlit fyrir að samningar náist án átaka.“ Binda vonir við ráðherra Spurður hverjar horfunar séu nú þegar mánuður er að verða síðan þing sambandsins ályktaði að und- irbúa þyrfti aðgerðir, svarar Val- mundur: „Þetta er allt í farvegi. Menn eru að skoða málin og velta fyrir sér ýmsum hlutum. Manni heyrist á mönnum að þeir séu ekki tilbúnir í að fara í beinar aðgerðir. Allsherjarverkfall held ég komi ekki til greina.“ Þá segir hann fé- lagsmenn almennt hafa það gott á sjónum í dag og að við þær að- stæður sé ekki mikill hvati til að grípa til aðgerða. „Við eigum von á því að fá fundarboð frá sáttasemj- ara á næstu dögum og þá mun koma í ljós hvort eitthvað sé hægt að hreyfa málum,“ bætir hann við. Valmundur segir einnig að kyrr- staða hafi myndast á meðan var beðið eftir niðurstöðum stjórnar- myndunarviðræðna ríkisstjórn- arflokkanna. „Við höfum talað um að fara með beiðni til ríkisvaldsins um ákveðnar leiðréttingar á okkar málum. Meðal annars um Verðlags- stofu skiptaverðs, að hún verði styrkt.“ Bindur sambandið vonir við að nýir ráðherrar geti liðkað fyrir gerð nýrra samninga. Engar ákvarðanir „Það hafa ekki verið teknar ákvarðanir um að fara í verkfalls- aðgerðir, en menn eru ósáttir við að vera samningslausir árum saman. Þó svo að menn hafi góð laun og allt það þá er bara óþolandi að menn geta ekki samið við okkur um nokkrar krónur af gróðanum sem kemur af sjávarútvegi í stað þess að krefja okkur um að borga með þeim gjöldin sem lögð eru á fyrir- tækin – sem kemur ekki til greina. Við erum bara launþegar hjá þeim,“ segir Valmundur, en meðal helstu krafna sjómanna hefur verið að út- gerðir greiði sama mótframlag í líf- eyrissjóð og annar atvinnurekstur. Verkfallsaðgerðir ekki í sjónmáli - Sjómenn óþolinmóðir - Hafa hótað loðnuvertíð - Lítill áhugi á verkfalli Morgunblaðið/Eggert Verkfall Sjómenn lögðu síðast niður störf 2017 eftir að hafa verið samningslausir um árabil. Valmundur Valmundsson Úrskurðarnefnd umhverfis- og auð- lindamála hefur úrskurðað að Ís- lenski náttúruverndarsjóðurinn (e. Icelandic Wildlife Fund), Náttúru- verndarsamtök Íslands og náttúru- verndarfélagið Laxinn lifi hafi ekki grundvöll til að flokkast sem aðili máls samkvæmt skilgreiningu laga í tengslum við breytt rekstrarleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. vegna sjó- kvíaeldis í Berufirði og Fáskrúðs- firði. Vísaði nefndin kærum þeirra því frá. Kærðu samtökin annars vegar ákvörðun Matvælastofnunar frá 5. maí 2021 um að heimila Fiskeldi Austfjarða hf. aukinn hámarks- lífmassa frjós lax í sjókvíaeldi fyrir- tækisins í Berufirði og hins vegar ákvörðun sama efnis vegna eldis í Fáskrúðsfirði. Kröfðust samtökin ógildingar ákvarðananna. Í síðasta mánuði felldi úrskurðar- nefndin einnig úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að hafna end- urnýjun á rekstrarleyfi Arctic Sea Farm hf. vegna sjókvíaeldis á regn- bogasilungi og bleikju í Önundar- firði. Í úrskurði segir að stofnunin hafi ekki lagt mat á hvort hægt yrði að vinna úr umsókn fyrirtækisins, en hún barst eftir að tímamörk runnu út. gso@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Fiskeldi Sjókvíar í Berufirði. IWF ekki aðili máls í eldismáli - Tveimur kærum vegna eldis vísað frá Afurðaverð á markaði 1. desember 2021,meðalverð, kr./kg Þorskur, óslægður 421,96 Þorskur, slægður 511,54 Ýsa, óslægð 360,49 Ýsa, slægð 366,23 Ufsi, óslægður 218,46 Ufsi, slægður 287,37 Gullkarfi 216,97 Blálanga, óslægð 49,00 Blálanga, slægð 171,77 Langa, óslægð 273,64 Langa, slægð 313,15 Keila, óslægð 79,29 Keila, slægð 43,14 Steinbítur, óslægður 209,69 Steinbítur, slægður 279,65 Skötuselur, slægður 772,35 Grálúða, slægð 397,28 Skarkoli, slægður 561,34 Þykkvalúra, slægð 784,62 Langlúra, óslægð 10,00 Langlúra, slægð 183,00 Bleikja, flök 1.790,00 Regnbogasilungur, flög 3.176,00 Gellur 1.675,00 Hlýri, óslægður 29,00 Hlýri, slægður 195,61 Lúða, slægð 529,62 Lýr, óslægður 33,00 Lýsa, óslægð 64,18 Stórkjafta, slægð 144,00 Undirmálsýsa, óslægð 104,62 Undirmálsýsa, slægð 86,08 Undirmálsþorskur, óslægður 230,55 Undirmálsþorskur, slægður 225,73

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.