Morgunblaðið - 02.12.2021, Side 47
14 systkinum frá Bræðraminni á
Bíldudal. Endalausar sögur eru
til af systkinunum, Jóna móðir
mín sagði mér oft sögur af heim-
ilislífinu á Bræðraminni fyrir
svefninn þegar ég var lítil og
fannst mér mikill ævintýraljómi
yfir þeim systkinum öllum. Björg
var mikil fjölskyldumanneskja
og hafði oft frumkvæði að við-
burðum í stórfjölskyldunni.
Björg var einstaklega hlý og
gestrisin kona og alltaf gott að
koma á heimili hennar og Stjána.
Ég passaði oft Sigrúnu Hildi og
Ólaf Þór þegar þau voru lítil. Ég
hlakkaði alltaf til að passa hjá
þeim, þau áttu skemmtilegar
plötur og þríhyrnt prins póló
beint frá Póllandi, Stjáni var þá í
millilandasiglingum og kom með
þessa dýrð með sér þaðan. Björg
átti alltaf innanhússhönnunar-
blöð sem kveiktu áhuga hjá mér
á þeim málum, en heimili Bjarg-
ar og Stjána hafa alltaf verið ein-
staklega falleg og smekkleg og
hafa þau verið samhent í því eins
og öðru að gera heimili sitt og
sumarhús að fallegri umgjörð
um fjölskylduna. Ég leitaði oft til
Bjargar þegar ég var unglingur
og mamma og pabbi bjuggu
tímabundið úti á landi. Hún átti
alltaf tíma og tók manni alltaf
opnum örmum.
Björg vann í Landsbankanum
fram að hruni. Þegar hún hætti
að vinna byrjaði hún að blómstra
í listsköpun en hún var einstak-
lega listræn og var með vinnu-
stofu í Garðabæ og starfaði með
Grósku, félagi myndlistarmanna
í Garðabæ, Björg tók þátt í
nokkrum samsýningum með
þeim. Það liggur eftir hana mikið
af fallegum verkum, bæði mál-
verkum og þrívíddarverkum.
Það má kannski segja að það sé
synd að þessir hæfileikar hafi
ekki fengið að njóta sín fyrr og
hún fengið að njóta ánægjunnar
af því lengur.
Björg var búin að kljást við
krabbamein tvisvar, sem hún
náði sér af. Einhvern veginn var
maður viss um að hún mundi
sigrast á krabbameininu í þetta
skiptið líka. Hún var mikil bar-
áttukona og ekkert á því að gef-
ast upp. Hún hélt reisn sinni
fram á síðustu stundu. Það er
ekki svo langt síðan hún hringdi í
mig og bað mig að koma við hjá
sér á leið heim úr vinnu. Ég vissi
þá að hún var orðin mjög veik og
bjóst við að sjá veika og hrjáða
konu en þegar ég kom til hennar
var hún keik, vel snyrt og vel
klædd eins og vanalega og þurfti
bara að ræða ákveðin mál. Það
var ekki að sjá að hún væri orðin
alvarlega veik. Björg lét ekki
bugast og fallega fíngerða
frænka mín barðist fram á síð-
ustu stundu. Ég veit þó að síð-
ustu vikur og mánuðir hafa verið
erfið fyrir Stjána, Sigrúnu Hildi
og Ólaf Þór. Við fjölskyldan og
mamma og pabbi sendum þeim
okkar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Guðrún Sólonsdóttir og
fjölskylda, Jóna Vest-
fjörð Árnadóttir, Sólon
Rúnar Sigurðsson.
Nú er hún Björg mín flogin á
brott, rétt eins og farfugl til fjar-
lægra landa og sólríkra stranda.
Hún barðist við illvígan sjúkdóm
af miklu æðruleysi til hinstu
stundar sem að lokum hafði yf-
irhöndina. Kristján og börn
hennar stóðu ávallt við hlið henn-
ar og veittu henni ómældan
styrk og dásamlega umhyggju
þar til yfir lauk.
Leiðir okkar lágu saman fyrir
hartnær 40 árum. Ég var nýtek-
in við sem formaður starfs-
mannafélags LÍ og við auglýst-
um eftir ritara og vorum svo
lánsöm að Björg sótti um starfið
og var ráðin. Hún hafði áður
unnið á skrifstofu SÍB og var það
mikill akkur fyrir okkur að fá
hana til starfa. Björg var í senn
skipulögð, vandvirk, nákvæm,
úrræðagóð og frábær starfs-
kraftur. Með okkur varð góð vin-
átta sem hefur varað allt til dags-
ins í dag og er mér ákaflega
dýrmæt.
Björg var mörgum kostum bú-
in. Hún var listakona af Guðs
náð, allt virtist leika í höndunum
á henni. Hún saumaði, prjónaði,
málaði, gerði einstaklega fallega
hluti úr pappamassa og vann
ýmsa hluti úr gleri og öðrum
málmum. Hún naut liðsinnis
Kristjáns eiginmanns síns sem
er einnig mjög liðtækur hvað
varðar ýmsa listsköpun.
Björg og Kristján voru ein-
staklega samrýnd hjón og bar
heimili þeirra þess glöggt merki.
Heimili þeirra í Garðabæ var
einstaklega fallegt sem og sum-
arbústaður þeirra. Þar var nostr-
að við hvern einasta hlut. Þarna
sköpuðu þau paradís fyrir sig og
fjölskylduna. Kristján gerði sér
lítið fyrir og smíðaði lítið hús fyr-
ir Björgu sína þar sem hún gat
sinnt áhugamálum sínum. Þau
hjón voru miklir gestgjafar og
buðu oft til veislu. Að vera gestur
á þeirra fallega heimili var sann-
kallað ævintýri. Björg var mikill
matreiðslumeistari og kunni auk
þess að reiða matinn fram á listi-
legan hátt. Við matarborð henn-
ar má segja að hugtökin list og
lyst hafi haldist í hendur.
Ég er innilega þakklát fyrir að
leiðir okkar Bjargar lágu saman
og ég hafi átt hana sem vinkonu.
Samverustundir okkar voru
margar, bæði í gleði og sorg, og
þakka ég henni fyrir allt sem hún
veitti mér með list sinni, vináttu
og mannkostum.
Ég sendi Kristjáni, börnum,
tengdabörnum, barnabörnum og
barnabarnabarni mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Margt ég vildi þakka þér
og þess er gott að minnast
að þú ert ein af þeim sem mér
þótti gott að kynnast.
Þín vinkona,
Hrafnhildur Björk.
Þar sem ég sit hér til að setja
niður á blað örfá orð um hana
Björgu vinkonu þá er það þakk-
læti sem er mér efst í huga í
þeim söknuði og sorg sem ég
finn. Þakklæti fyrir að hafa orðið
þeirrar gæfu aðnjótandi að kynn-
ast þessari einstöku konu og fá
að vera hennar vinur og fá henn-
ar einlægu vináttu.
Það er ekki oft sem maður
eignast náinn vin kominn yfir
miðjan aldur, en það öðlaðist
okkur tveimur. Ég man enn þeg-
ar ég sá þessa fallegu, hæglátu
og listrænu konu fyrst í Mynd-
listarskóla Kópavogs og strax
var það eitthvað sem færði okkur
saman. Eins og við vorum ólíkar
og með ólíka sögu þá vorum við
samt svo ótrúlega líkar og áttum
svo margt sameiginlegt. Ég ætla
ekki að fara að rifja upp hér neitt
af þeim ótalmörgu dásamlegu
stundum sem við höfum átt sam-
an á þeim tíma sem við fengum,
það eru dýrmætir demantar í
minningaskríni mínu. Á milli
okkar ríkti alger trúnaður,
traust, hlýja og virðing, við gát-
um hlegið saman, þagað saman
og við gátum líka grátið saman,
það var ekkert sem við ekki gát-
um deilt og notið saman. Við
hjónin áttum líka margar stundir
saman með henni og Kristjáni,
bæði heima og að heiman og var
hver stund með þeim ómetanleg
gæðastund. Ást og umhyggja
hennar fyrir fjölskyldunni og
þeim sem henni þótti vænt um
var takmarkalaus og ekkert sem
hún ekki var tilbúin að gera eða
fórna fyrir þá. Nýjasti fjöl-
skyldumeðlimurinn, litli lang-
ömmu- og langafaprinsinn, veitti
henni mikla hamingju og það var
einstakt augnablik þegar ég fékk
að sjá hana hjala við þann litla á
sinn ljúfa og ástríka hátt og hann
horfði á langömmu sína alveg
heillaður.
Það var svo margt sem var
eftir að gera og njóta og gefa, en
lífið getur verið grimmt. Hún
spurði mig hvað ég héldi að yrði
um okkur þegar við förum héðan
og ég sagði við hana, ætli við
verðum ekki bara yfir og allt um
kring. Við vorum sammála um að
það væri gott ef svo væri og
þannig ætla ég að hugsa mér það
enda var hún ávallt sínum nán-
ustu yfir og allt um kring og
verður ávallt áfram hjá okkur
sem vorum svo lánsöm að vera
henni náin. Ég veit hún lifir í
ljósinu.
Elsku Kristján, Sigrún, Óli og
fjölskyldur, við Friðbert sendum
ykkur okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Fanney.
Í dag kveðjum við yndislega
vinkona og nágranna til margra
ára. Við kynntumst Björgu og
Stjána 1977 þegar við fluttum í
Hlíðarbyggðina. Garðarnir okk-
ar lágu saman og gerði Stjáni oft
grín að því að garðarnir báru
þess merki að við styttum okkur
leið í kaffispjall hvor hjá annarri.
Björg var með sérlega græna
fingur og listræn, garðurinn
þeirra bar þess merki enda alltaf
sá fallegasti í götunni.
Þegar Björg og Stjáni fluttu á
Strandveginn fylgdum við í kjöl-
farið, stutt var alltaf á milli okk-
ar og nutum við þessa fé-
lagsskapar.
Í Hlíðarbyggðinni mynduðum
við gönguhóp fjórar saman og er
ég nú ein eftir en held áfram
göngunni og hugsa hlýtt til þess-
ara góðu vinkvenna minna.
Við vorum ekki bara nágrann-
ar í bænum, heldur líka í sveit-
inni en stutt er á milli sumarbú-
staða okkar.
Björg sagði alltaf að hennar
hamingja var að kynnast Stjána
sínum. Eins og Sigrún dóttir
þeirra sagði í ræðu í 60 ára af-
mæli pabba síns: „Pabbi getur
allt“ og það er alveg rétt.
Björg var lífsglöð kona og
skemmtileg, ég mun sakna henn-
ar mikils.
Minning hennar mun lifa í
hjörtum okkar sem hana þekkt-
um og elskuðum.
Innileg samúð til ykkar, elsku
Stjáni, Sigrún, Óli og fjölskyldur.
Gulli og perlum að safna sér,
sumir endalaust reyna,
vita ekki að vináttan er,
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson)
Norma og Kristmundur.
Árið 1975 fluttu þau hjónin
Björg Júlíana Árnadóttir og
Kristján Ólafsson í Hlíðarbyggð í
Garðabæ. Tveimur árum fyrr
höfðum við Elín Ingibjörg flutt
þangað og vorum þar meðal
frumbyggja. Hlíðarbyggðin var í
byggingu á þessum árum og
fljótlega voru komin ung börn í
flest ef ekki öll hús í götunni.
Báðar voru þær Björg og Inga
(eins og hún var alltaf kölluð)
heimavinnandi fyrstu árin eftir
að þær fluttu í Garðabæ og urðu
jafnaldra dætur þeirra fljótlega
heimagangar hvor hjá annarri og
fylgdu mæðurnar fljótlega með.
Urðu þær mæður góðar vinkon-
ur og þegar Björg fór í barneign-
arleyfi tók Inga að sér að vera
dagmóðir hálfan daginn fyrir son
þeirra hjóna. Þær mæðgur fylgd-
ust vel með hvor hjá annarri,
hvernig gekk að innrétta og
ljúka við upptimbruð hús þeirra í
Hlíðarbyggð.
Fljótlega bættist Nanna ná-
grannakona þeirra í hópinn og
saman gengu þær þrjár um
Garðabæinn og Heiðmörk í
fjöldamörg ár. Stundum var hjól-
að, jafnvel hlaupið og sundferðir
voru ekki sjaldgæfar. Einn góður
siður komst á áður en þær vin-
konurnar Björg og Nanna fluttu
burt úr byggðinni, en þá var tek-
ið upp á því að hittast í heima-
húsum á aðventunni og borða
saman góðan mat. Árum saman
sauð Björg vel kæsta skötu rétt
fyrir jólin og bauð okkur, og þar
mættust m.a. huggulegar banka-
stýrur og ég lét mig þá hvergi
vanta. Mikil eftirsjá var að missa
þær vinkonurnar úr byggðinni,
því ekki var þorandi að sjóða
mikið kæsta skötu í nýtískuíbúð-
um í Sjálandshverfi.
Kæru vinir Kristján, Sigrún
Hildur, Ólafur Þór, tengdabörn
og barnabörn, mínar innilegustu
samúðarkveðjur til ykkar allra.
Leifur A. Símonarson.
Við vorum svo lánsöm að
kynnast Björgu og Kristjáni er
við fluttum í Sjálandið í Garðabæ
fyrir rúmum áratug. Það er ekki
sjálfgefið á efri árum að kunn-
ingsskapur leiði til vináttu, en
góðvild og tillitssemi þeirra
hjóna í okkar garð varð til þess
að samverustundir okkar urðu
margar.
Margs er að minnast. Ferð-
anna í fallega sumarbústaðinn
þeirra fyrir austan fjall þar sem
Björg þekkti hverja plöntu og
stein og í framhaldinu rúntað um
Suðurlandið, heimsóknar þeirra
til okkar á Spáni, þar sem keyrt
var til Malaga og kíkt á Picasso-
safnið. Eftir að þau fluttu í ein-
býlið í Akrahverfi kom vel í ljós
smekkvísi Bjargar og listfengi og
var upplifun að heimsækja þau
hjónin þangað.
Björg var listamaður, málaði
og gerði skúlptúra og tók þátt í
fjölda sýninga, en það sem gerði
hana svo stóra í okkar huga var
hve jákvæð og bjartsýn á lífið
hún var þrátt fyrir að hafa í tví-
gang þurft að berjast við þann
vágest sem að lokum hafði yf-
irhöndina. Hugrekkið og lífsvilj-
inn var aðdáunarverður. Björg
var lífskúnstner og hetja.
Völundurinn Kristján og lífs-
förunautur Bjargar, kletturinn í
lífi hennar, okkar innilegustu
samúðarkveðjur til þín og þinna
nánustu.
Marta og Þórarinn.
Systir okkar Björg Júlíana
Árnadóttir err horfin til hins ei-
lífa austurs. Fyrir nokkrum ár-
um gekk Björg til liðs við alþjóð-
lega frímúrarareglu karla og
kvenna, Le Droit Humain, stúk-
una Baldur nr. 1381.
Hún naut þess að sækja fundi
og læra og skoða allt það sem í
boði er í starfinu innan reglunn-
ar. Björg lét þau orð falla að „ég
vildi að ég hefði komið miklu
fyrr“ en reglufestan sem viðhöfð
er í starfinu féll vel að hennar
lífsgildum. Hún gegndi einnig
trúnaðarstörfum fyrir regluna.
Hún var skipulögð, vinnusöm
og gamansöm, ákveðin en samt
svo hógvær og hafði einstaklega
góða nærveru.
Björg Júlíana var mikil lista-
kona, má nefna að árið 2017 var
Björg valin listamaður aprílmán-
aðar í Garðabæ. Eftir hana liggja
málverk og skúlptúrar úr pappa-
massa svo fátt eitt sé nefnt. Hún
nam m.a. í Myndlistaskóla Kópa-
vogs og Iðnskólanum í Hafnar-
firði auk þess að sækja ýmis
námskeið bæði hér heima og er-
lendis. Ég var svo lánsöm að
kynnast Björgu utan reglustarfs-
ins og fá innsýn í hennar lista-
heim. Sjá listaverk hennar í mót-
un og sækja listsýningar sem
hún tók þátt í.
Reglustarfið lá svo til alveg
niðri frá vordögum 2020 til sept-
ember 2021, á þeim tíma hafa
samverustundirnar verið fáar en
við náðum að hittast nokkrum
sinnum og fylgjast með henni í
hennar veikindum. Björgu var
mjög umhugað um að hlúa að
fjölskyldu sinni og vildi þeirra
hag sem mestan.
Við systkinin í stúkunni Baldri
nr. 1381 þökkum elskulegri syst-
ur, Björgu Júlíönu Árnadóttur,
samfylgdina og biðjum henni
Guðs blessunar inn í ljósið.
Kristjáni, Sigrúnu, Ólafi,
tengdabörnum, barnabörnum og
barnabarnabarni sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Fh. systkina í st. Baldri nr.
1381,
Elísabet Sigurðardóttir.
MINNINGAR 47
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021
Okkar ástkæri
GUÐMUNDUR ÖRN JÓNSSON
RAGNARS,
Reno, Nevada, BNA,
lést þriðjudaginn 16. nóvember á heimili
sínu ytra.
Útför fer fram í kyrrþey í Reno Nevada
mánudaginn 6. desember
Aðstandendur
Elsku pabbi okkar, sambýlismaður, sonur
og mágur,
ÍSLEIFUR BIRGISSON
hljóðtæknifræðingur,
Grandavegi 3, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
föstudaginn 3. desember og hefst athöfnin klukkan 15.
Allir sem vilja fylgja honum eru velkomnir en þurfa að framvísa
neikvæðu Covid-hraðprófi við innganginn, það má ekki vera
eldra en 48 klst. Heimapróf eru ekki tekin gild.
Streymt verður frá útförinni í sal Oddfellowa í Vonarstræti 10.
Streymi má finna á: www.sonik.is/isleifur
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Ljónshjartað.
Birgir Kjartan Ísleifsson
Ólafur Ernir Ísleifsson
Úlfar Alex Evuson
Ylfa Sóley Evudóttir Ísleifsdóttir
Eva Björk Úlfarsdóttir
Birgir Ottósson Elsa Dóra Ísleifsdóttir
Helga Fanney Jónasdóttir Rúnar Berg Eðvarðsson
Móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR,
Sigga á Skeggjastöðum,
lést föstudaginn 26. nóvember.
Börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir
og systir,
GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur,
lést sunnudaginn 21. nóvember á
Landspítala. Útför fer fram frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 7. desember klukkan 13.
Vegna sóttvarna þurfa kirkjugestir að sýna fram á neikvætt
Covid-hraðpróf eða PCR-próf sem er ekki eldra en 48 klst. við
komu í kirkju.
Aðstandendur afþakka vinsamlegast blóm og kransa en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á styrktarreikning
krabbameinsdeildar Landspítala.
Jón Steingrímsson
Hjördís Jónsdóttir Ólafur Friðrik Bjarnason
Steingrímur Karl Jónsson Hinrik Gústaf Ólafsson
Ólafur Steinn Jónsson Gunnar Bjarni Ólafsson
Elsku besti pabbi okkar, tengdapabbi, afi
og æskuvinur,
GYLFI ÞÓR GÍSLASON,
íþróttakennari, knattspyrnuþjálfari og
lífskúnstner, Selfossi,
lést í faðmi fjölskyldunnar laugardaginn
27. nóvember á Fossheimum, Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Útförin fer fram frá Selfosskirkju mánudaginn 6. desember
klukkan 14. Allir sem vilja fylgja honum eru velkomnir, en vegna
sóttvarna þarf að framvísa neikvæðu Covid-hraðprófi, ekki eldra
en 48 klst., við innganginn í kirkjuna. Heimapróf eru ekki tekin
gild. Sérstakar þakkir til starfsfólks Fossheima fyrir hlýja og
góða umönnun síðustu fimm árin.
Streymt verður frá athöfninni á slóðinni selfosskirkja.is.
Gísli Rafn Gylfason
Ívar Örn Gylfason Elva Björg Þráinsdóttir
Ólöf María Gylfadóttir Bjarni Kristinsson
barnabörn
Sigurlína Guðmundsdóttir