Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 02.12.2021, Blaðsíða 59
DÆGRADVÖL 59 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Höfum opnað á Selfossi komdu og skoðaðu úrvalið í glæsilegum sýningarsal okkar GÆÐI ÞJÓNUSTA ÁBYRGÐ www.tengi.is Kópavogur – Smiðjuvegur 76 Akureyri – Baldursnes 6a Selfoss – Austurvegur 69 414 1000 414 1050 414 1040 „OG SVO EF ÞÚ TEKUR AUKAPAKKANN MEÐ SANDPAPPÍRSBELTUNUM VERÐUR ÞÚ ENGA STUND AÐ STANDSETJA GAMLA, SLITNA PARKETIÐ. “ „FLJÓTUR. LOSAÐU MIG, MARGEIR. MAMMA ÞÍN ER GREIÐSLUKORTIN MÍN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að rölta heim saman. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann GUTLI GUTLI GUTLI GUTLI GUTLI GUTLI HVERNIG VAR Á OSTAHÁTÍÐ- INNI? ROOP! SYSTIR MÍN ER AÐ KOMA Í MAT! ÉG SKIL! ÞÚ VILT EKKI AÐ ÉG GERI ÞÉR HNEISU MEÐ ÝKJUSÖGUNUM MÍNUM! EN HELST VIL ÉG AÐ ÞÚ LEIÐRÉTTIR EKKI ÝKJUSÖGURNAR MÍNAR! Ármann er stórtækur í ritstörf- unum og hefur gefið út 21 bók og sögurnar orðnar 903 samtals. Hann hefur aldrei auglýst, en sér um allt ferlið, uppsetningu og sölu og dreif- ingu. „Joseph V. Fioretta, prófessor í Hofstra University í New York, er mikill málamaður og talar 22 tungu- mál. Hann kennir íslensku í háskól- anum og notar vinjettubækur mínar í kennslu fyrir nemendur sem lengra eru komnir. Það er einn mesti heiður sem rithöfundi getur hlotnast.“ Helstu áhugamál Ármanns eru listir í víðasta skilningi og hann hefur haldið ófáar listasýningar heima hjá sér, enda annálaður listverkasafnari. Síðan stundar hann náttúruskoðun og líkamsrækt svo jafnvægi sé milli anda og efnis. „Ég var lengi að verða unglingur, ég var lengi að verða full- orðinn og ég ætla mér að verða lengi að verða gamall. Enda skynjar mað- ur ekki aldurinn þegar maður er í toppformi bæði andlega og lík- amlega.“ Hann segir að á þessum tímamótum líti hann glaður um öxl og með tilhlökkun til framtíðar. „Núna fljúga vinjetturnar mínar út um heiminn og geri aðrir betur!“ Fjölskylda Alsystkini Ármanns eru Ásta, f. 1949, handavinnukennari; Bergþóra, f. 1950, geðhjúkrunarfræðingur, og séra Halldór, f. 1953, fyrrv. forseta- ritari og prestur. Hálfsystir Ár- manns var Sigrún Reynisdóttir, bar- áttukona fyrir öryrkja og fátæka, f. 1947, d. 2011. Foreldrar Ármanns voru hjónin Reynir Ármannsson, Reykvíkingur og póstmeistari í Reykjavík, f. 11.8. 1922, d. 4.12. 2002, og Stefanía Guð- mundsdóttir frá Syðra-Lóni, Langa- nesi, húsmóðir og síðar smurbrauðs- dama og ráðskona hjá Veðurstofu Íslands, f. 23.11. 1922, d. 25.5. 1999. Ármann Reynisson Guðmunda Jónsdóttir húsfreyja í Svínadal frá Víðihóli, Hólsfjöllum Friðrik Erlendsson smiður af Gottskálksætt og bóndi í Svínadal frá Víðihóli, HólsfjöllumHerborg Friðriksdóttir húsfreyja á Syðra-Lóni á Langanesi Guðmundur Vilhjálmsson stórbóndi, kaupfélagsstjóri og oddviti á Syðra-Lóni á Langanesi Stefanía Guðmundsdóttir húsmóðir í Reykjavík, smurbrauðsdama og ráðskona á Veðurstofu Íslands Sigríður Davíðsdóttir hómópati af Skútustaðaætt og húsfreyja á Ytri-Brekkum á Langanesi Vilhjálmur Guðmundsson bóndi og smiður á Ytri- Brekkum á Langanesi Anika Magnúsdóttir húsfreyja á Kaldá Reinald Kristjánsson frá Tálknafirði bóndi, á Kaldá og landpóstur milli Ísafjarðar og Bíldudals Guðrún Reinaldsdóttir frá Kaldá í Önundarfirði, verkakona í Reykjavík Ármann Eyjólfsson konunglegur skósmiður við Laugaveg, síðar trúboði Guðrún Bergþórsdóttir húsfreyja í Straumfirði og síðar í Reykjavík Eyjólfur Þorvaldsson bóndi í Straumfirði, Mýrum í Borgarfirði og síðar steinsmiður og byggingameistari í Reykjavík Ætt Ármanns Reynissonar Reynir Ármannsson póstfulltrúi í Reykjavík Helgi R. Einarsson sendi mér póst á mánudag: „Ég er í íþróttum með hressum Mosfell- ingum. Þá varð þessi hamingju- limra til“: Gamlir kallar og kellingar með kúlumaga og fellingar, sem unglömb nú hoppa og hlæjandi skoppa. Hamingjusamir Mos-fellingar. Enn skrifar Helgi: „Umhverf- ismálin eru efst á baugi þessa dag- ana og það er vel“: Gerir sitt gagn Reis upp til hæstu hæða er holtið tókst að græða. Ei óttast neitt svona’ yfirleitt því hún er fuglahræða. Magnús Halldórsson yrkir í Boðnarmjöð, – „Náttúrufræði“: Í vatnsketti var hún að spá, Vilborg, en brunnklukkur sá. Eftir það hún, yggld var brún og meinvill í mýrinni lá. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir: Það mynd’ekki hald’onum hörvaður þótt hann yrði bundinn og njörvaður og sýktur af veiru og vörtum og fleiru því Þórólfur okkar var örvaður. Kristján H. Theódórsson skrifar og yrkir út frá því: „Sendiherra Breta svaraði aðspurð hvort hún hefði alltaf stefnt á slíkt embætti sem starf! „Nei … mig langaði nú eiginlega til að verða sérfræðingur í öpum.““ Hún atvinnu var enn á snöpum, til Íslandsveru ráðin frúin. Sérfræðingur sögð í öpum, sigldi hingað fróðleik búin. Jón Þorsteinsson Arnarvatni kvað: Þú ert himinn bólginn, blár; brá þér nú við eitthvert fár, hefirðu þú líka sorg og sár? Sá ég aldrei stærri tár. Þótt þau séu beisk og brýn, billióna tárin þín þornar á steini þegar skín. – Það er ekki um tárin mín. Enn yrkir Jón: Það er gott að ganga í kring, gæfa og hjartans friður, sífellt minni og minni hring og mjakast loksins niður. Gömul vísa að lokum: Innan sleikti ég askinn minn, ekki er saddur maginn, kannast ég við kreistinginn kóngs- á bænadaginn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af Flosa og fleiri góðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.