Morgunblaðið - 02.12.2021, Qupperneq 60
KÖRFUBOLTI
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Fjölniskonur sýndu að þær ætla sér
stóra hluti í toppbaráttu úrvals-
deildar kvenna í körfuknattleik í vet-
ur með því að sigra Keflvíkinga á
þeirra heimavelli í gærkvöld, 95:90.
Fjölnir er þá með 14 stig eins og
Valur í öðru til þriðja sæti deild-
arinnar en allt stefnir í gríðarlega
harða keppni fimm liða í vetur, hjá
þessum þremur liðum ásamt Hauk-
um og Njarðvík.
Fjölnir var fjórtán stigum yfir fyrir
síðasta leikhlutann og tíu stigum
munaði á liðunum þegar fjórar mín-
útur voru eftir en þá tóku Keflvík-
ingar mikinn kipp og jöfnuðu, 84:84,
þegar 90 sekúndur voru eftir. Sanja
Orozovic kom Fjölni strax í 87:84 með
þriggja stiga körfu og síðan í 91:86
með tveimur vítaskotum þegar hálf
mínúta var eftir. Liðin fóru á vítalín-
una til skiptis í lokin en Fjölnir hélt
fengnum hlut og vann fimm stiga sig-
ur.
Dagný Lísa Davíðsdóttir átti stór-
leik með Fjölni en hún skoraði 30 stig
og tók 13 fráköst. Sanja Orozovic
skoraði 24 stig og tók sjö fráköst og
Aliyah Daija Mazyck var með 24 stig
og níu fráköst.
Daniela Wallen var atkvæðamest
Keflvíkinga með 29 stig og 12 fráköst,
Eygló Kristín Óskarsdóttir skoraði
15 stig og Ólöf Rún Óladóttir 14.
_ Valskonur voru lengi að hrista
Breiðablik af sér í Smáranum og leik-
urinn var í járnum til loka þriðja leik-
hluta þegar sex stigum munaði. Valur
stakk hins vegar af í byrjun þess
fjórða, skoraði 34 stig gegn 14 í hon-
um og vann að lokum stórsigur,
98:72.
Ameryst Alston skoraði 31 stig fyr-
ir Val og tók 10 fráköst, Dagbjört
Dögg Karlsdóttir skoraði 21 stig og
Hallveig Jónsdóttir 19.
Michaela Lynn Kelly skoraði 31
stig fyrir Breiðablik, Iva Georgieva
12 og Birgit Ósk Snorradóttir 10.
_ Leikur Njarðvíkur og Grinda-
víkur stóð enn þá yfir þegar blaðið fór
í prentun í gærkvöld en Njarðvík gat
þar náð tveggja stiga forskoti á toppi
deildarinnar á nýjan leik. Sjá mbl.is/
sport/korfubolti.
Fjölnir sýndi
styrk í Keflavík
- Dagný átti stórleik suður með sjó
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Smárinn Sara Líf Boama úr Val og Birgit Ósk Snorradóttir úr Breiðabliki í
hörðum slag í viðureign liðanna í Kópavogi í gærkvöld.
60 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021
England
Wolves – Burnley..................................... 0:0
- Jóhann Berg Guðmundsson lék fyrstu 72
mínúturnar hjá Burnley.
West Ham – Brighton.............................. 1:1
Southampton – Leicester...................... (2:2)
Watford – Chelsea ................................. (1:1)
Aston Villa – Manchester City ............. (1:2)
Everton – Liverpool .............................. (1:2)
_ Í svigum eru stöður í leikjum sem var
ekki lokið þegar blaðið fór í prentun í gær-
kvöld.
Bandaríkin
Undanúrslit Austurdeildar MLS:
New England – New York City .... (2:2) 5:7
- Arnór Ingvi Traustason lék með New
England frá byrjun framlengingar.
- Guðmundur Þórarinsson kom inn á sem
varamaður á 11. mínútu framlengingar og
lagði upp mark.
_ New York City vann 5:3 í vítakeppni og
mætir Philadelphia Union í úrslitaleik
Austurdeildar.
Belgía
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
Westerlo – OH Leuven............................ 2:3
- Rúnar Alex Rúnarsson varði mark Leu-
ven í leiknum.
Lommel – Gent......................................... 0:2
- Kolbeinn Þórðarson lék allan leikinn
með Lommel.
Grikkland
Bikarinn, 16-liða úrslit, fyrri leikir:
Larissa – PAOK ....................................... 1:1
- Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn
með PAOK.
Levadiakos – Olympiacos....................... 3:2
- Ögmundur Kristinsson varði mark
Olympiacos í leiknum.
Undankeppni HM kvenna
F-RIÐILL:
Armenía – Noregur................................ 0:10
_ Noregur 16, Belgía 13, Pólland 11, Alb-
anía 7, Kósóvó 4, Armenía 0.
4.$--3795.$
Olísdeild karla
FH – Haukar ........................................ 28:24
Staðan:
FH 11 8 1 2 312:277 17
Haukar 11 7 2 2 325:292 16
Valur 9 6 2 1 261:228 14
ÍBV 10 7 0 3 301:293 14
Stjarnan 10 6 1 3 299:293 13
Afturelding 10 4 2 4 289:282 10
Selfoss 10 5 0 5 258:254 10
Fram 9 4 1 4 253:255 9
Grótta 9 3 1 5 240:245 7
KA 10 3 0 7 272:294 6
Víkingur 10 1 0 9 218:280 2
HK 9 0 0 9 220:255 0
Grill 66-deild karla
ÍR – Selfoss U....................................... 32:29
Staða efstu liða:
Hörður 7 7 0 0 241:194 14
ÍR 7 6 0 1 245:208 12
Fjölnir 7 5 0 2 215:196 10
Þór 7 4 0 3 204:192 8
Selfoss U 6 4 0 2 180:174 8
Meistaradeild karla
A-RIÐILL:
Aalborg – Pick Szeged ....................... 34:30
- Aron Pálmarsson lék ekki með Aalborg
vegna meiðsla. Arnór Atlason er aðstoð-
arþjálfari liðsins.
Elverum – Meshkov Brest .................. 32:33
- Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki fyrir
Elverum.
Montpellier – Zagreb.......................... 24:23
- Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 2
mörk fyrir Montpellier.
_ Montpellier 15, Aalborg 12, Pick Szeged
12, Kiel 11, Elverum 8, Vardar Skopje 5,
Zagreb 4, Meshkov Brest 3.
B-RIÐILL:
Motor Zaporozhye – Flensburg......... 31:22
- Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark
fyrir Flensburg.
_ Kielce 14, Veszprém 10, París SG 9,
Barcelona 9, Motor Zaporozhye 8, Flens-
burg 7, Porto 5, Dinamo Búkarest 4.
Þýskaland
B-deild:
Gummersbach – Bietigheim .............. 32:25
- Elliði Snær Viðarsson skoraði 4 mörk
fyrir Gummersbach og Hákon Daði Styrm-
isson 3. Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar
liðið.
Grosswallstadt – Aue.......................... 26:22
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 3
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 12 skot (34%) í marki liðsins.
Emsdetten – Rostock .......................... 28:19
- Anton Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir
Emsdetten.
Noregur
Drammen – Kolstad ............................ 32:26
- Óskar Ólafsson skoraði ekki fyrir Dram-
men sem er í öðru sæti deildarinnar.
Svíþjóð
Skövde – Ystad IF ............................... 31:29
- Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði 3
mörk fyrir Skövde.
%$.62)0-#
Sverrir Ingi Ingason, landsliðs-
maður í knattspyrnu, spilaði lang-
þráðan leik í gærkvöld þegar lið
hans, PAOK, sótti heim Larissa í
fyrri leik liðanna í sextán liða úr-
slitum grísku bikarkeppninnar.
Sverrir lék síðast með aðalliði PA-
OK í lok apríl en hann þurfti síðan
að fara í aðgerð á hné og hefur ver-
ið frá keppni í rúma sjö mánuði.
Þá lék Ögmundur Kristinsson
sinn fyrsta leik með Olympiacos á
þessu tímabili en hann varði mark
liðsins í 3:2 ósigri gegn B-deild-
arliðinu Levadiakos á útivelli.
Langþráður leikur
Sverris Inga
Morgunblaðið/Eggert
Endurkoma Sverrir Ingi Ingason
var frá keppni síðan í apríl.
Alþjóðatennissambandið, WTA, til-
kynnti í gærkvöld að það væri hætt
við öll alþjóðleg mót í Kína og Hong
Kong vegna máls kínversku tennis-
konunnar Peng Shuai. Hún sakaði
fyrrverandi varaforseta landsins,
Zhang Gaoli, um kynferðislega mis-
beitingu í skrifum á samfélags-
miðlum 2. nóvember en í kjölfarið
hvarf hún af sjónarsviðinu um
skeið. Steve Simon formaður WTA
segir að þótt vitað sé hvar Shuai er
niðurkomin sé óásættanlegt að hún
hafi verið svipt málfrelsi og sjálf-
sögðum mannréttindum.
Hætta við öll
tennismót í Kína
AFP
Kína Ekkert spurðist til Peng Shuai
fyrst eftir að hún birti frásögn sína.
FH-ingar komu sér í gær fyrir í
toppsæti Olísdeildar karla í hand-
knattleik eftir sigur gegn Haukum
28:24 í grannslagnum í Hafnarfirði.
FH tók toppsætið af Haukum en FH
er með 17 stig og Haukar 16. Valur
er með 14 stig en á tvo leiki inni.
Leikurinn var í járnum lengi vel
eins og svo oft þegar þessi lið mæt-
ast í deildaleikjum.Um miðjan síð-
ari hálfleik var staðan 19:19. Hauk-
ar voru þá manni fleiri og fengu
tækifæri til að komast yfir. Þá tók
þýski markvörðurinn Phil Döhler
til sinna ráða og varði hvað eftir
annað. Fyrir vikið náði FH fimm
marka forskoti og lagði grunninn
að sigrinum. Döhler varði alls 20
skot en Ásbjörn Friðriksson var
markahæstur hjá FH með 10 mörk.
Brynjólfur Snær Brynjólfsson skor-
aði 5 fyrir Hauka.
Samkomutakmarkanir komu í
veg fyrir að hægt væri að fylla
Kaplakrika af fólki en 500 manns
máttu sækja leikinn.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Markahæstur Ásbjörn Friðriksson reyndist Haukum erfiður.
Tvöföld ástæða til
að gleðjast hjá FH
Haukar luku keppni á ágætum nót-
um í riðlakeppni Evrópubikars
kvenna í körfuknattleik í gær í
hörkuleik gegn KP Brno í Tékk-
landi. Brno hafði þó betur 60:53 en
Haukar voru án Helenu Sverr-
isdóttur eins og í flestum leikjum í
keppninni.
Hafnfirðingarnir byrjuðu geysi-
lega vel og voru yfir 25:15 að lokn-
um fyrsta leikhluta. Að loknum
fyrri hálfleik var staðan 29:25 fyrir
Hauka en lágt skor í öðrum leik-
hluta reyndist dýrt þegar uppi var
staðið. Fyrir síðasta leikhlutann
var tékkneska liðið þremur stigum
yfir og jók muninn í síðasta leik-
hlutanum.
Bríet Sif Hinriksdóttir var mjög
atkvæðamikil og skoraði 18 stig.
Var hún stigahæst en næst kom
Lovísa Henningsdóttir með 8 stig, 4
fráköst og 4 stoðsendingar. Tinna
Guðrún Alexandersdóttir skoraði 7
stig. Haiden Palmer lék vel fyrir
liðið þótt hún hafi oft skorað meira.
Tók 11 fráköst, gaf 6 stoðsend-
ingar, stal boltanum fjórum sinnum
og skoraði 5 stig.
Haukar töpuðu öllum sex leikj-
unum í riðlakeppninni. Andstæð-
ingarnir eru atvinnumannalið og
þar að auki tvö þeirra frá Frakk-
landi sem er sterk körfuboltaþjóð.
Fyrir lá að lið Hauka væri ekki eins
hátt skrifað og lið andstæðinganna
í riðlakeppninni en þar að auki varð
Helena fyrir hnémeiðslum um miðj-
an október.
Haukar slógu út Uniao Sportiva
frá Portúgal og komust þannig inn í
riðlakeppnina. Haukar eru fyrsta
íslenska kvennaliðið sem kemst í
riðlakeppni í Evrópukeppnunum í
körfuknattleik.
Bríet Sif skoraði
18 stig í Tékklandi
Morgunblaðið/Eggert
Stigahæst Bríet Sif Hinriksdóttir
var mjög atkvæðamikil í gær.