Morgunblaðið - 02.12.2021, Page 61

Morgunblaðið - 02.12.2021, Page 61
FRJÁLSAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Hlynur Andrésson, margfaldur Ís- landsmethafi í hlaupum, er fluttur til Ítalíu og æfir nú undir hand- leiðslu fyrrverandi ólympíumeistara í maraþoni. Ítalinn Stefano Baldini þjálfar nú Hlyn og hófst samstarf þeirra í október. „Er það ástæða þess að ég er á Ítalíu,“ sagði Hlynur þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til hans í gær en hann býr í Emilia- Romagna-héraðinu. Hlynur er strax farinn að láta til sín taka á þessum slóðum og sigraði í 5 km metra götuhlaupi í Bologna um síðustu helgi. Hlynur hefur sett stefnuna á að komast inn á Ólympíuleikana 2024 og keppa þar í maraþoni. Hann ætti því að vera í góðum höndum hjá Baldini en þeir hafa sett sér mark- mið fyrir árið 2023. „Í byrjun árs 2023 verður hægt að reyna við lág- mörk fyrir Ólympíuleikana 2024. Við stefnum að því að ná lágmark- inu í byrjun árs 2023 eða eins snemma og hægt er,“ sagði Hlynur en hann keppti í maraþoni í fyrsta skipti á árinu og náði besta tíma Ís- lendings frá upphafi þegar hann kom í mark á 2:13:37 í Dresden í Þýskalandi. Spurður út í næsta ár segist Hlynur reikna með því að hápunkt- urinn verði Evrópumeistaramótið í München næsta sumar. Bætti sig mjög á árinu „Sem íþróttamaður verður maður að gera áætlanir fram í tímann og vera með lengri og styttri markmið. Á næsta ári verður Evrópumeist- aramót í frjálsum í München og stóra markmiðið er að vera í slagn- um í 10 þúsund metra hlaupinu. Til stóð að heimsmeistaramót í hálfu maraþoni færi fram næsta vor en því var frestað þar til í nóvember vegna kórónuveirunnar. Ég þarf eiginlega að finna mér nýtt mark- mið fyrir vorið úr því að HM var frestað. Ég tek stöðuna síðar varð- andi það,“ sagði Hlynur en á árinu sem senn er á enda bætti hann Ís- landsmetið í nokkrum vegalengdum og er handhafi sex Íslandsmeta. „Það var margt sem gekk vel á árinu. Það var gaman að hlaupa sitt fyrsta maraþon þótt það væri leið- inlegt að ná ekki ólympíulágmark- inu. Tímabilið á brautinni gekk mjög vel myndi ég segja. Ég setti Íslands- met í þrjú þúsund, fimm þúsund og tíu þúsund metrum á braut og í öll- um tilfellum voru þetta rosa stórar bætingar. Nú stefni ég einfaldlega á að ná lengra á næsta tímabili.“ Vill komast undir 2:10,00 Blaðamaður veltir fyrir sér hvort Hlynur ætli að snúa sér alfarið að maraþoni en hann segist áfram ætla að keppa í hlaupum í braut eins og fimm og tíu þúsund metra hlaupum. Það muni einfaldlega hjálpa honum að ná betri árangri í maraþoni. „Til að bæta sig í maraþoni þarf grunnhraðinn að vera mjög góður hjá manni. Ég vil ná að hlaupa maraþon undir 2:10 [tveimur klukkustundum og tíu mínútum] og markmiðið er að ná því árið 2023. Til að gera það þyrfti ég að hlaupa 10 km á 28 mínútum eða hraðar. Ef maður keppir eingöngu í maraþoni getur maður misst niður hraðann. Ég vil ná að hlaupa styttri vega- lengdirnar enn hraðar til þess að bæta mig í maraþoni,“ sagði Hlynur í samtali við Morgunblaðið. Skýr markmið fyrir árið 2023 - Hlynur Andrésson æfir undir hand- leiðslu ólympíumeistarans frá 2004 Ljósmynd/FRÍ Methafi Hlynur Andrésson á sex Íslandsmet í langhlaupum og ætlar sér að ná langt í maraþonhlaupi þar sem hann náði metinu í fyrstu tilraun. ÍÞRÓTTIR 61 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Kvennaknattspyrnan er á stöðugri uppleið og þá sérstak- lega undanfarin ár. Fjöldi lands- liða hefur bætt sig mikið, þar á meðal Tékkland, sem hefur í tví- gang gert jafntefli við ríkjandi Evrópumeistara Hollands í riðli Íslands í undankeppni HM 2023. Auk þess hafa þjóðir á borð við Norður-Írland, Finnland, Austur- ríki og Skotland tekið miklum framförum. Á sama tíma er þó bilið á milli góðra liða og þeirra sem teljast lakari að breikka enn frekar, því á meðan áðurnefnd lið hafa bætt sig mikið hafa bestu liðin sömuleiðis verið að gera það, sem má glöggt sjá á úrslitum síðasta lands- leikjaglugga. England sló þar met í undankeppni HM með því að vinna Lettland 20:0. Belgía hafði nokkrum dögum fyrr sett metið með því að vinna Armeníu 19:0. Fjöldi svona úrslita leit dagsins ljós í glugganum þar sem Spánn vann Færeyjar 12:0, Norður-Írland vann Norður- Makedóníu 11:0 og Noregur vann Armeníu 10:0 svo nokkur dæmi séu tekin. Það hefur enginn gaman af of miklum fjölda svona leikja þar sem styrkleikamunurinn á liðunum er þetta mikill. Því er spurning hvort það sé tímabært að lægst skrifuðu þjóðirnar byrji á því að taka þátt í forkeppni áður en hin eiginlega undan- keppni hefst. Slíkt fyrirkomulag hefur verið rætt í karlaboltanum en hugmyndin iðulega skotin niður. Svona risasigrar eru hins vegar ekki jafn algengir í landsleikjum karlanna og því mögulegt að þessi útfærsla fengi meiri hljóm- grunn innan kvennaknattspyrn- unnar með það fyrir augum að jafna leika sem framast er unnt. BAKVÖRÐUR Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Hveragerði: Hamar – Álftanes ........... 19.15 Í KVÖLD! Subway-deild kvenna Breiðablik – Valur ................................ 72:98 Keflavík – Fjölnir ................................. 90:95 Njarðvík – Grindavík......................... (32:27) _ Leiknum var ekki lokið þegar blaðið fór í prentun. Staðan fyrir leik Njarðvíkur-Grindavíkur: Njarðvík 9 7 2 628:530 14 Valur 9 7 2 745:617 14 Fjölnir 10 7 3 808:740 14 Keflavík 9 6 3 755:656 12 Haukar 6 4 2 440:341 8 Grindavík 9 3 6 668:739 6 Breiðablik 9 1 8 617:721 2 Skallagrímur 9 0 9 474:791 0 Evrópubikar kvenna L-RIÐILL: Brno – Haukar...................................... 60:53 Villeneuve – Tarbes.............................. 86:51 Lokastaðan: Villeneuve 6 5 1 474:290 10 Tarbes 6 5 1 402:354 10 Brno 6 2 4 332:395 4 Haukar 6 0 6 282:451 0 _ Tarbes og Villeneuve komast áfram. NBA-deildin Brooklyn – New York ...................... 112:110 Toronto – Memphis .............................. 91:98 Phoenix – Golden State...................... 104:96 Portland – Detroit .............................. 110:92 Sacramento – LA Lakers .................. 92:117 _ Efst í Austurdeild: Brooklyn 15/6, Chi- cago 14/8, Miami 13/8, Washington 13/8, Milwaukee 13/8, Charlotte 13/10. _ Efst í Vesturdeild: Phoenix 18/3, Golden State 18/3, Utah 14/7, Dallas 10/9, Memphis 11/10, LA Lakers 11/10, Minnesota 11/10. >73G,&:=/D Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem vísað var á bug kenn- ingum um að aukinn fjöldi knatt- spyrnumanna hafi farið í hjarta- stopp þar sem þeir hafi verið bólusettir fyrir kórónuveirunni. Bent var á atvikið með Christian Eriksen í leik Dana og Finna á EM í sumar og þrjú önnur dæmi frá Eng- landi og úr Meistaradeildinni. Í ljós hefur komið að Eriksen og einn annar voru ekki bólusettir og FIFA segir að ekkert tilvikanna tengist bólusetningu fyrir veirunni. Engin tengsl við bólusetningar AFP Hjartastopp Christian Eriksen hafði ekki verið bólusettur. Guðmundur Þórarinsson landsliðs- maður í knattspyrnu er kominn með New York City í úrslitaleik Austurdeildar MLS í Bandaríkj- unum eftir sigur á Arnóri Ingva Traustasyni og félögum í New Eng- land Revolution í undanúrslitum í fyrrinótt. Leikurinn endaði 2:2 eftir framlengingu þar sem Guðmundur lagði upp seinna markið en lið hans vann 5:3 í vítakeppni. New York mætir Philadelphia Union í úrslita- leik en sigurliðið leikur um banda- ríska meistaratitilinn við Portland Timbers eða Real Salt Lake. Guðmundur á leið í úrslitaleik Morgunblaðið/Eggert New York Guðmundur Þórarinsson og félagar mæta Philadelphia. Heimsmeistaramót kvenna í hand- knattleik hófst á Spáni í gærkvöld þegar gestgjafarnir tóku á móti Argentínu í Torrevieja. Eftir jafnan fyrri hálfleik náði spænska liðið að hrista það argent- ínska af sér, valtaði hreinlega yfir það í þeim síðari, skoraði 18 mörk gegn þremur og vann stórsigur, 29:13. Carmen Campos og Alex- andrina Cabral voru atkvæðamest- ar Spánverja með fimm mörk hvor. Þetta er stærsta heimsmeist- aramót kvenna frá upphafi en í fyrsta skipti leika 32 lið á HM og þeim er skipt í átta riðla. Með Spáni og Argentínu í H-riðli eru Aust- urríki og Kína. Þórir Hergeirsson er með norska landsliðið í C-riðli ásamt Rúmeníu, Kasakstan og Íran og á fyrsta leik gegn Kasakstan annað kvöld. Ljósmynd/Spænska handknattleikssambandið Heimaliðið Spánverjar hófu heimsmeistaramótið á stórsigri í gærkvöld. Stórsigur Spánverja í upphafsleik HM Íslenska stúlknalandsliðið í hópfim- leikum komst örugglega í úrslit á EM sem hófst í Guimares í Portúgal í gær. Keppt var í undankeppni og komust sex lið áfram í úrslitin. Ís- land fer inn í úrslitin með þriðja besta árangurinn í undankeppninni. Svíþjóð, Bretland, Ísland, Finn- land, Tékkland og Lúxemborg kom- ust áfram en Slóvenía, Eistland og Þýskaland sitja eftir. Ísland fékk 21.075 stig á gólfi, 14.400 stig á dýnu og 14.800 á tram- pólíni. Samtals gerir það 50.275 stig. Blandað lið í unglingaflokki keppti einnig í gær en niðurstaðan lá ekki fyrir áður en blaðið fór í prentun. Úrslitin í unglingaflokki fara fram á morgun. Keppni í full- orðinsflokki hefst í dag en keppt verður til úrslita í fullorðinsflokki á laugardaginn. Stúlknaliðið komst örugglega í úrslit Ljósmynd/Fimleikasambandið Öruggt Stúlknalandsliðið í keppninni í Portúgal í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.