Morgunblaðið - 02.12.2021, Síða 68

Morgunblaðið - 02.12.2021, Síða 68
68 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 2021 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is 2012 2021 HJÁ OKKUR FÁST VARAHLUTIR Í AMERÍSKA BÍLA st’ al og Stál og stansar Ljósbrot er heiti sýningarinnar sem Ásdís Kalman opnar í Gallerí Gróttu við Eiðistorg á Seltjarnar- nesi í dag, fimmtudag, kl. 17. Ásdís Kalman útskrifaðist frá LHÍ 2004 og lauk mastersnámi 2017. Ásdís er kennari að mennt, hefur kennt myndlist í grunn- skólum og tekið þátt í listsköpun í samvinnu við Rauða krossinn. Ásdís hefur haldið margar einka- sýningar og tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Nú sýnir hún málverk frá síðustu tveimur árum „í leit að ljósi, upplifun og minningu. Þau verða til í athöfninni við að mála eftir innsæi,“ segir í tilkynningu. Ljósbrot Hluti eins verkanna á sýningunni. Ásdís Kalman sýn- ir í Gallerí Gróttu Í hinni þekktu myndlistar- stofnun Copen- hagen Contem- porary (CC) verður á morgun opnuð afar um- fangsmikil sýn- ing, Ljós & rými, með verkum eft- ir margar skær- ustu stjörnur myndlistarinnar í dag sem vinna með ljós í verkum sínum. Þar á meðal eru heimamennirnir Ólafur Elíasson og Jeppe Hein, og aðrir þekktir listamenn á borð við James Turrell, Helen Pashgian og Anish Kapoor. Búist er við því að heima- menn jafnt sem ferðamenn muni streyma á sýninguna en í tilkynn- ingu frá CC segir að aldrei fyrr hafi verið sett upp jafn viðamikil al- þjóðleg sýning samtímalistar í Dan- mörku. Myndlistarstjörnur lýsa upp myrkrið Verk eftir Ólaf Elí- asson á sýningunni. Þ etta er lítið kver, mjög snoturlega að heiman búið af hálfu forlags. Bókin hefst á almennum inn- gangi um íslenskt mál (5-39) en síð- an koma ,óorðin’ í stafrófsröð, um 130. „Íslenska er gott mál en það er samt ekki alveg gallalaust. Styrk- leikar íslenskunnar liggja helst í skrifaðri frásögn. Hún er ekki eins góð í samtölum og hið talaða mál hefur lengst af mætt áhugaleysi“ (7). Þetta finnst mér í besta falli skrítin fullyrðing. Deyr ekki tungu- mál drottni sínum ef það dugir ekki til samskipta? Litlu síðar segir að landsmenn séu „mikil bókstafstrúarþjóð og afstaða okkar til historíu okkar og litterat- úrs einkennist að svo miklu leyti af trúarsannfæringu og kreddum“ (7). Nafnið á tungumálinu, íslenska, birt- ist fyrst á prenti 1558. Jón víkur að hreintungustefnunni sem í raun má rekja til Arngríms lærða og Guð- brands biskups og finnst að hún gangi of langt enda hápólitísk í eðli sínu með sterka tengingu við þjóð- ernishyggju (27). „Nýyrðaskáld- skapur er eiginlega kúnstverk. Bestu nýyrðin falla eðlilega að mál- inu og eiga sér rætur eða inspírasjón í fornmálinu“ (28). Skáld voru þar framarlega í flokki (29). „Í gegnum tíðina hafa sum þessara nýyrða náð flugi en önnur ekki“ (31). Hér nefnir hann hjólbarða og dekk, jarðepli og kartöflur. Ekki minnist Jón á mis- munandi málsnið í þessu samhengi, t.d. heimilismál/stofnanamál; form- leg mál/óformlegt, alþýðlegt/ hátíðlegt o.fl. Þannig taka menn öðruvísi til orða í formlegu samhengi en óformlegu. Heima fara menn t.d. á klóið, en í Þjóðleikhúsinu spyrja þeir hvar salernið er svo gripið sé upp eitt af óorðum bókarinnar (141); heldur er sá kafli hráslagalega orð- aður. Jarðepli er skrautyrði á mat- seðlum. Á sama hátt eru hjólbarði/ bifreið notuð í reglugerðum en dekk/ bíll í daglegu máli. Nýyrði eru mörg komin frá fræðimönnum. „Þar til á síðustu öld voru þessir fræðimenn líka, eins og nafnið gefur til kynna, yfirleitt karlmenn. Það er hluti af þeim kynvanda sem málið stríðir við. Mörg þessara orða voru búin til af körlum og fyrir karla og ekkert sér- staklega gert ráð fyrir konum í þeim efnum“ (31). Atarna er undarleg fullyrðing. Jónas bjó til orð eins og bringusund, aðdráttarafl, sjónauki, sporbaugur. Þarf maður að vera karl til að nota þau? „Tungumálið er óþægilega karllægt. Íslenskan er að svo miklu leyti búin til af körlum og fyrir karla og konur hafa mætt af- gangi“ (34). Litlu síðar: „Kynvand- inn birtist okkur með ýmsu móti. Skýrustu dæmin eru viðskeytin -maður og -herra“ (34) og -stjóri bætist svo við (35). Nú er í tísku að hamast gegn orðinu ,maður’ sem merkir í huga einhverra einungis karl. Manneskja, fólk er oft í opin- beru máli til að flýja manninn. Mér finnst þetta óþarfa viðkvæmni og læt máltilfinningu ráða orðavali. Fréttamaður/fréttakona, verkamað- ur/verkakona, en ekki flugmaður/ flugkona, ráðherra/ráðfrú, sýslu- maður/sýslukona. Ýmis störf eru karlgreind, hjúkrunarfræðingur, prestur, sérfræðingur, dómari, læknir, söngvari (skáldkona, söng- kona eru ,óorð’ (149, 157)). Ekki hef- ur það valdið vandræðum að minni hyggju. Var ekki Bergþóra „dreng- ur góður“ í Njálu? Margar konur eru alþingismenn sem fer miklu bet- ur í munni en stjórnmálafólk. Mér sýnist að Jón sé þeirrar skoð- unar að taka eigi upp í málið þau orð sem eru sameiginleg í norðurlanda- málum, historía fyrir saga, kúltúr fyrir menningu (“[menning] hefur enga ljóðrænu eða dýpri merkingu eins og kúltúr“ (128)), litteratúr fyrir bókmenntir, sýkólógía fyrir sál- fræði, kasínó fyrir spilavíti, anark- ismi fyrir stjórnleysi o.s.frv., menn hafi „farið offari“ við myndun ný- yrða (36). Jafnframt vill hann að al- þjóðleg/ensk heiti sjúkdóma verði innleidd í stað nýyrða. Það er um- ræða sem er ekki séríslensk. Alls staðar er kjarni málsins sá að al- menningur vill ræða við lækna sína á móðurmáli. Ég er hreint ekki viss um að alþjóðleg sjúkdómaheiti séu heppilegri í þeirri umræðu þótt vissulega megi halda því fram að sum íslensku nöfnin séu stirðleg og/ eða gildishlaðin; ýmis tökuorð eru líka í máli manna um veikindi. Jón amast við orðinu fangelsi, samnorræna orðinu. „Hið opinbera rekur fangelsi og ætti að hafa fullt vald til að kalla þau hinu íslenska nafni tugthús“ (32). Tugthús er kom- ið beint úr dönsku sem sótti það í þýsku. Ristill er m.a. sjúkdómsheiti. „Á hinum Norðurlandamálunum er sjúkdómurinn kallaður helvítiseldur. Á sænsku er líka talað um beltisrós. Getum við ekki kallað þetta vítis- eld?“ (138). Erum við einhverju bættari með svo gildishlaðna um- orðun? Sigurður Guðmundsson skóla- meistari var ötull orðasmiður á 20. öld. Úr smiðju hans eru m.a. andúð, meinvarp, róttækur, siðblindur, sjálfhverfur. Er ekki eins og þessi orð hafi alltaf verið til í málinu? Nú er brýnasta verkefnið að gera tungumálið fyllilega tölvutækt þann- ig að hægt verði að nota íslensku í samskiptum við snjalltæki. Eiginlega er ég ósammála Jóni um flestar tillögur hans en tek þó undir að bílaleigubíll, borðstofuborð og slíkar samsetningar eru afleit orð – rétt eins og Vatnshlíðarvatn svo gripið sé upp eitt örnefni. Ekki hef ég hugmynd um hvort Jóni er alvara með þessum skrifum. Ég hnaut um eina missögn. Auður Auðuns var ekki fyrsta konan sem kosin var á þing, það var Ingibjörg H. Bjarna- son (131). Naglasúpa Morgunblaðið/Unnur Karen Óorðagnótt Jón Gnarr vinnur á ýmsan hátt með orð. Hér flytur hann Völu- spá í Þjóðminjasafninu og senn leikur hann Skugga-Svein á Akureyri. Óorðabók Óorð. Bókin um vond íslensk orð bbmnn Eftir Jón Gnarr. Bjartur 2021. Innbundin, 174 bls. SÖLVI SVEINSSON BÆKUR Tilnefningar til Kraumsverð- launanna 2021 voru kynntar í gær og voru 21 hljómsveit og listamenn tilnefnd á degi íslenskrar tónlistar. Verðlaunin verða afhent í fjór- tánda sinn síðar í þessum mánuði, fyrir þær íslensku hljómplötur sem þykja hafa skarað fram úr á árinu hvað varðar gæði, metnað og frum- leika. Á Kraumslistanum er að finna tónlist úr öllum áttum, meðal annars popp og rokktónlist, teknó og house, hipphopp, djass, tón- verka- og tilraunatónlist. Verðlaununum er ætlað að kynna og styðja við plötuútgáfu ís- lenskra listamanna og hljómsveita. Þau eru ekki bundin ákveðinni tónlistarstefnu og þeim fylgja eng- ir undirflokkar. Aurora-velgerð- arsjóður stendur að verðlaununum. Á Kraumslistanum eru (flytjandi og útgáfa): Eva808 – Sultry Ve- nom, Sucks to be you, Nigel – Tína blóm, Sóley – Mother Melancholia, Bára Gísladóttir og Skúli Sverr- isson – Caeli, Supersport! – Tveir dagar, Tumi Árnason – H L Ý N U N, BSÍ – Stundum þunglynd … en alltaf andfasísk, Inspector Space- time – Inspector Spacetime, Hush – Blackheart, Skrattar – Hellraiser IV, Hist og – Hits of, Drengurinn fengurinn – Strákurinn fákurinn, Pínu Litlar Peysur – PLP EP, Nonnimal – Hverfisgata, Ægir Sindri Bjarnason – The Earth Grew Uncertain, Elli Grill – Púst- röra fönk, Countess Malaise – Mal- dita, Mikael Máni – Nostalgia Machine, Ekdikesis – Canvas Of A New Dawn, Birnir – Bushido, Slummi – ndm. Dómnefndina í ár skipa Árni Matthíasson, sem er formaður, Arnar Eggert Thoroddsen, Helga Þórey Jónsdóttir, Lovísa Rut Krist- jánsdóttir, María Lilja Þrastar- dóttir, Óli Dóri, Rósa Birgitta Ís- feld, Trausti Júlíusson og Þorbjörg Roach Gunnarsdóttir. Tilnefningar til Kraumsverðlaunanna - 21 hljómsveit og listamenn tilnefnd Morgunblaðið/Árni Sæberg Tilnefndur Tumi Árnason er í fjöl- breytilegum hópi listamanna á lista.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.