Morgunblaðið - 02.12.2021, Síða 72
Benedikt Krist-
jánsson ten-
órsöngvari hefur
getið sér gott orð
víða um lönd fyrir
flutning á barokk-
tónlist. Hann
kemur fram með
Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands á að-
ventutónleikum í
Eldborgarsal
Hörpu í kvöld og
er það í fyrsta
skipti sem hann
syngur með hljómsveitinni. Á efnisskránni eru aríur úr
kantötum og óratóríum eftir stórmeistarana Johann
Sebastian Bach og Georg Friedrich Händel. Meðal ann-
ars munu hljóma tvær aríur úr Messíasi og arían Waft
her, angels. Þá leikur hljómsveitin þætti úr Water Music
eftir Händel.
Benedikt Kristjánsson flytur aríur
eftir Bach og Händel með SÍ í kvöld
FIMMTUDAGUR 2. DESEMBER 336. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Hlynur Andrésson, margfaldur Íslandsmethafi í hlaup-
um, er fluttur til Ítalíu og æfir nú undir handleiðslu
fyrrverandi ólympíumeistara í maraþoni. Ítalinn Stef-
ano Baldini þjálfar nú Hlyn sem hefur sett stefnuna á
að komast inn á Ólympíuleikana 2024 og keppa þar í
maraþoni. »61
Ólympíumeistarinn þjálfar Hlyn
ÍÞRÓTTIR MENNING
BLACK
FR IDAY
22 . NÓVEMBER - 2 . DESEMBER
ILVA Korputorgi
Lau. og sun. 12-18
Virkir dagar 11-18.30
ILVA Akureyri
Lau. 10-17 Sun. 13-17
Virkir dagar 11-18ilva.is
ALLT AÐ
50%
AFSLÁTTUR
CLEVELAND TUNGUSÓFI,
EINNIG FÁANLEGURMEÐ
TUNGU HÆGRAMEGIN
ÁÐUR 119.900,-
NÚ83.930,-
30%
LAKE
BORÐSTOFUBORÐ
100X200CM
ÁÐUR 119.900,-
NÚ83.930,-
SKOÐAÐU
ÖLL T I L BOÐ I N Á
I LVA . I S
COMBINO STÓLL
ÁÐUR 69.995-,
NÚ34.995,-
FRÍ HEIMSENDING
Þegar keyptar eru smávörur
fyrir 9.900 kr. eða meira.
50%
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Tannlæknirinn Guðmundur Árnason,
sem verður 90 ára í apríl á næsta ári,
er í fullu fjöri og þakkar það fyrst og
fremst nær daglegu sundi í tæplega
sextíu ár, en áður var hann virkur í
boltaíþróttum í áratugi og gekk á
hæstu fjöll landsins án þess að blása
úr nös. „Ég er brattur, þakka sund-
inu og góðum félagsskap mikið hvað
ég er við góða heilsu auk þess sem
fjallgöngurnar hafa haldið mér í góðu
formi,“ segir hann.
Sundiðkun tannlæknisins hófst í
Vesturbæjarlaug 1965 og skömmu
eftir að Seltjarnarneslaug var tekin í
notkun fór Guðmundur að venja
komur sínar þangað. Landsátaki í
sundi er nýlokið en norræna sund-
keppnin ýtti undir Guðmund á sínum
tíma. „Fólk var hvatt til þess að
synda 200 metra í einu og ég byrjaði
á því en undanfarin ár hef ég heldur
bætt í og syndi 400 til 500 metra á
hverjum degi.“
Guðmundur mætir í laugina stund-
víslega klukkan sjö á morgnana á
virkum dögum og klukkutíma síðar
um helgar. Að loknu eimbaði og slök-
un í nuddpotti fær hann sér kaffi með
öðrum sundgestum í anddyrinu.
„Þetta hefur þróast í sundklúbb og
við förum í ferðalög saman, en ég er
ekki með í sundleikfiminni, hún er of
róleg fyrir mig!“
Í fyrsta landsliðinu
Sumarið 1939 byrjaði Guðmundur
sjö ára í fótbolta hjá KR og voru æf-
ingarnar á svonefndu Skálholtstúni á
mótum Reynimels og Kaplaskjóls-
vegar. „Þjálfarar voru Benedikt Jak-
obsson og Benedikt Gröndal,“ rifjar
Guðmundur upp. Hann var Íslands-
meistari í 2. flokki en hætti fljótlega
eftir það vegna sumarvinnu utan-
bæjar. Hann tók síðar upp þráðinn
innanhúss með nokkrum félögum og
hélt áfram í boltanum fram á sex-
tugsaldur. Hann æfði líka handbolta
og var meðal annars Íslandsmeistari
utanhúss með KR 1952. Lengi vel var
hann einnig í körfubolta og var í
fyrsta landsliði Íslands, sem spilaði á
móti Dönum í Kaupmannahöfn í maí
1959. „Þegar ég var í Mennta-
skólanum í Reykjavík kenndi Valdi-
mar Sveinbjörnsson okkur að meta
körfubolta og þá stofnuðum við
nokkrir MR-ingar körfuboltafélagið
Gosa 1951. Nafnið vísaði til sprelli-
karls Walts Disneys en Gosi var tré-
karl og við litum á okkur sem algera
tréhesta í körfunni. Nokkrum árum
síðar var nafninu breytt í Körfu-
knattleiksfélag Reykjavíkur, KFR,
og þegar við gáfumst upp á rekstr-
inum tóku Valsmenn við keflinu með
stofnun körfuknattleiksdeildar
1970.“
Guðmundur þótti efnilegur skák-
maður og segir að hart hafi verið lagt
að sér að leggja rækt við íþróttina á
seinni árum, en þegar hann var í MR
sigraði hann franska stórmeistarann
Rossolimo í fjöltefli í skólanum.
„Hann vann alla nema einn kennara
og þrjá nemendur, og ég hætti eigin-
lega á toppnum.“ Hann hefur líka lát-
ið til sín taka í golfinu og verið félagi í
Nesklúbbnum frá 1965. „Ég var mjög
virkur í félagsskap í Tannlæknafélag-
inu sem við kölluðum tanngolf en hef
lítið spilað að undanförnu.“
Á háskólaárunum vann Guð-
mundur hjá Landmælingum Íslands
úti um allt land á sumrin. „Ég vann
við að byggja upp vörður og þar til
gerð merki á fjöllum og jöklum, fór til
dæmis þrisvar á Eyjafjallajökul, var í
toppformi og er enn.“
Morgunblaðið/Eggert
Við Sundlaug Seltjarnarness Guðmundur Árnason tannlæknir hefur verið fastagestur í áratugi.
Í toppformi á toppnum
- Guðmundur Árnason óstöðvandi að nálgast nírætt