Morgunblaðið - 24.12.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.12.2021, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 4. D E S E M B E R 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 302. tölublað . 109. árgangur . FAGURT OG MEITLAÐ LJÓÐ- MÁL MATTHÍASAR NÝ JÓLASAGA EFTIR RAGNAR JÓNASSON ÞÖGNIN Í SNJÓKOMUNNI 23Á ASKLIMUM ERNIR SITJA bbbbb 34 Inga Þóra Pálsdóttir ingathora@mbl.is Regluverkið í kringum tjónabíla er ófullnægjandi. Eigendur slíkra bíla lenda í því að ekki hafi verið gert við bílinn eftir tjónið á tilskilinn hátt og verða því fyrir fjárhagstjóni. Málið er mikið öryggis- og neytendamál að mati tveggja sérfræðinga. Ingþór Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri þjónustusviðs BL, segir að verkstæði fyrirtækisins hafi fengið til sín tjónabíla þar sem eigendur eru ómeðvitaðir um ástand bílsins, sem hefur ekki verið gert við samkvæmt stöðlum framleiðanda. Ingþór segir mikið um útflutning á tjónabifreiðum og að gert sé við þá ytra eða þeir fari í partasölu en sömuleiðis að íslenskir aðilar taki það í sínar hendur. Hann segir jafn- framt tíðkast að bílar fái skráningu frá aðilum með burðarvirkisvottorð til að geta skráð bílinn aftur á götuna þar sem liggja þarf fyrir að hann hafi farið í viðgerð. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri Félags íslenskra bifreiðaeig- enda, segir að félagið muni funda með stjórnvöldum á nýju ári um regluverkið í kringum tjónabíla. »4 „Stórt neytendamál“ - Mikið um útflutning á tjónabifreiðum - Funda með stjórnvöldum á nýju ári - Geti valdið miklu fjárhagstjóni Miklir hagsmunir » Auðvelt að komast upp með að fylgja ekki stöðlum fram- leiðanda. » Þarf skýrt regluverk í kring- um tjónabíla. » Tjónabílar fá skráningu frá aðilum með burðarvirkisvott- orð sem gerðu ekki við bílinn til að geta skráð bílinn aftur á götuna. Morgunblaðið/Eggert Gleðileg jól! _ Búist er við að yfir tvö hundruð manns muni verja aðfanga- dagskvöldi á farsóttarhúsi. Á þriðja þúsund manns eru með staðfest kórónu- veirusmit og hót- elin að fyllast að sögn umsjónar- manns farsóttarhúsa Rauða kross- ins. Átta starfsmenn standa vaktina í kvöld en í fyrra dugði aðeins einn. „Já, það er mikið að gera. Nú eru hjá okkur 190 gestir og öll hótel að verða full,“ sagði Gylfi Þór Þor- steinsson, umsjónarmaður far- sóttarhúsa, í samtali við Morgun- blaðið í gær þegar greinst höfðu 494 smit. »6 Gleðileg jól þrátt fyrir einangrun Gylfi Þór Þorsteinsson Ármúli 8 I 108 Reykjavík I Sími 516 0600 I www.birgisson.is Óskum viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.