Morgunblaðið - 24.12.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.12.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIR Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021 BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Eins og greint var frá í Viðskipta- Mogganum á dögunum mun bygg- ingarvöruverslunin Byko opna leigu fyrir fagaðila á nýjum stað á fyrsta fjórðungi næsta árs, á Sel- hellu 1 í Hafnarfirði. Í dag rekur Byko leigu fyrir fag- aðila á Þórðarhöfða í Reykjavík, þar sem leigð er út grófvara eins og pallar og steypumót, og aðra í verslun félagsins í Breiddinni í Kópavogi. Þar hafa bæði einstak- lingar og fagaðilar getað nálgast tæki og tól. Auk þess eru litlar út- stöðvar leigunnar í öðrum versl- unum fyrirtækisins. Eggert Kristinsson, fram- kvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Byko, og Bragi Jónsson, rekstrar- stjóri Byko leigu, segja í samtali við Morgunblaðið að flutningur frá Þórðarhöfða hefjist í janúar og formleg opnun leigunnar á Selhellu verði í lok apríl. Færa miðpunktinn Þeir segja að sérstaða Byko leigu í Selhellu sé að þar verði blandað saman leiguvöru og sölu- vöru. „Við erum að færa miðpunkt leigunnar inn á Selhellu og útvíkka þá starfsemi,“ segir Bragi. Þjónusta og ráðgjöf verður aukin samfara breytingunum, auk þess sem vöruúrval verður mun meira. Í því liggi sérstaða Byko leigu. Lögð verður áhersla á, að sögn þeirra Eggerts og Braga, að fara vand- lega yfir það með viðskiptavinum hverju sinni, hvort það borgi sig fyrir þá að leigja tæki eða kaupa nýtt eða notað. Allir valkostir verði í boði. Eggert segir að markhópur leig- unnar sé eins og fyrr sagði fag- aðilar á byggingamarkaði en einnig bæjarfélög, stofnanir og einstak- lingar. Bragi segir að rökin fyrir því að leigja hluti í stað þess að kaupa þá séu sífellt að styrkjast. Viðhorf fólks til þess að leigja hafi breyst mikið á síðustu árum samfara auk- inni sjálfbærniumræðu. Það að nýta hluti betur sé umhverfisvænt og minnki kolefnisspor. „Það er að mörgu leyti umhverf- isvænna að leigja en kaupa. Leigan er þannig í góðum takti við sjálf- bærnistefnu Byko og aukna áherslu á umhverfismál.“ Ýmis vörumerki verða í boði á nýja staðnum, en mest áberandi verður þýska vörumerkið Bosch sem Byko hefur umboð fyrir hér á landi. Þá verður opnað sérstakt Bosch-þjón- ustuverkstæði í Selhellunni. „Þarna fáum við tækifæri til að beina athyglinni að Bosch og mun- um auka verulega við úrval af tækjum og fylgihlutum frá merk- inu. Bosch auglýsti nýverið eftir starfsmanni hér á landi í fyrsta skipti og við munum vinna náið með honum. Með ráðningunni er fyrirtækið að efla sig gagnvart fag- aðilum.“ Styður við vöxt Eggert segir að nýja leigan styðji vel við þann vöxt sem fram undan er á byggingamarkaði. „Það er ein ástæðan fyrir því að við vilj- um gera svona vel við leiguna. Það er svo margt fram undan.“ Nýja leigan verður sett upp eins og sýningarsalur þar sem fólk get- ur fengið sér kaffibolla, skoðað úr- valið í ró og næði og fengið góða þjónustu og ráðgjöf. Eins og Bragi útskýrir er leiguhugmyndafræðin á fullri ferð í heiminum og nær alla leið inn á heimilin. „Til dæmis gæt- irðu sett upp þvottavél heima hjá þér sem birgirinn á en ekki þú. Vél- in er nettengd og þú borgar fyrir hvern þvott. Þá er kominn hvati fyrir fólk að nota vélarnar á hag- kvæmari hátt.“ Bragi nefnir fleiri nýjar hug- myndir eins og notkun snjall- lausna. „Ef þú ferð aldrei hærra en 10 metra upp í loftið í 14 metra vinnulyftu þá væri hægt að benda viðskiptavini á að spara pening með því að leigja minni lyftu. Þann- ig verður snjallvæðingin og gagna- vinnslan til þess að betri ákvarð- anir eru teknar og sóun minnkar.“ Góð áhrif faraldurs Eggert segir að faraldurinn hafi haft áhrif til góðs að því leyti að verktakar sýni nú meiri þolinmæði, skipuleggi sig betur og séu fyrir- hyggjusamari. Það hafi þeir neyðst til að gera vegna þess að aðfanga- keðja heimsins hefur laskast í far- aldrinum og ekki er lengur hægt að stóla á að vörur berist með sama hraða til landsins og áður. „Eitt af því sem faraldurinn hefur kennt okkur eins og fleirum er að eiga til meiri birgðir í landinu vegna lengri afhendingartíma.“ Önnur nýjung sem verið er að innleiða í starfsemi leigunnar er nýtt tölvukerfi sem styðja mun framtíðarlausnir á sviðinu, eins og innleiðingu snjalllausna. „Það er töluvert mikil framför fyrir okkur. Við náum með nýja kerfinu miklu betur utan um tækjalagerinn og getum stýrt honum betur. Þannig náum við að nýta fjárfestinguna betur og minnka sóun,“ segja þeir Eggert og Bragi að lokum. Sambland leiguvöru og söluvöru Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Tæki Eggert og Bragi fyrir framan nýju leiguna við Selhellu 1 á Völlunum í Hafnarfirði. - Formleg opnun nýrrar leigu Byko verður í lok apríl - Viðskiptavinir sýna meiri fyrirhyggju og þolinmæði vegna faraldursins - Umhverfisvænt að leigja - Nettengdar og snjallar þvottavélar Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Við höfum náð vopnum okkar í að- sókn og erum að sjá ótrúlega góð jól og ótrúlega gott rekstrarár í smá- söluverslun,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringl- unnar, um jólaverslunina. „Meðalvelta á hvern fermetra eykst um 25% milli ára. Það er mikil breyting. En auðvitað verður að taka tillit til þess að stór hluti íslensku þjóðarinnar er ekki farinn að ferðast að neinu ráði. Því vinnur ástandið mjög vel með innlendri verslun og það er að skila sér mjög vel í Kringl- unni,“ segir Sigurjón Örn. Sögulega gott ár í verslun Meðalveltan sé til dæmis meiri en árið 2019 og árið almennt sögulega gott í smásöluverslun í Kringlunni. Þá rifjar hann upp þá niðurstöðu Rannsóknarseturs verslunarinnar að netverslun hafi dregist saman um 13% í nóvember milli ára. Bendir það að hans mati til þess að margir kjósi heldur að koma í búðirnar. Má í þessu efni benda á að 2020 var al- mennt metár í netverslun á Íslandi. Baldur Már Helgason, fram- kvæmdastjóri verslunar og þjónustu hjá Reginn, sem Smáralind heyrir undir, segir aðsóknina í nóvember og desember hafa verið 21-22% meiri en sömu mánuði í fyrra. Þá hafi hún aukist um 6% það sem er ári. Hefur aukist um 35% frá 2019 Hvað snertir veltu rekstraraðila hafi hún aukist um 23% á tímabilinu frá janúar til nóvember miðað við sama tímabil í fyrra og um 35% frá sama tímabili árið 2019. Spurður hvað skýri þessa miklu aukningu nefnir Baldur Már til dæmis að dregið hafi úr ferðalögum Íslendinga til útlanda í faraldrinum en með því hafi verslunin að hluta færst aftur inn í landið. Það birtist m.a. í sölu snyrtivara og gjafavöru. Eitt besta árið í sögu Kringlunnar - Líka mikil veltuaukning í Smáralind Sigurjón Örn Þórsson Baldur Már Helgason 24. desember 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 129.9 Sterlingspund 172.91 Kanadadalur 100.62 Dönsk króna 19.741 Norsk króna 14.591 Sænsk króna 14.265 Svissn. franki 140.72 Japanskt jen 1.1373 SDR 181.58 Evra 146.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.4179

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.