Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 18
18 FRÉTTIR
Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021
VINNINGASKRÁ
60 12777 22457 32525 42034 51534 60203 70623
555 13305 23123 33265 42207 51542 60694 70667
694 13314 23314 33461 42778 52079 60806 71324
1622 13503 23560 33551 43368 52145 60824 71429
2065 13844 23823 33618 43484 52924 60827 71834
2581 14444 23884 33778 43707 53024 60959 72099
3091 14461 24667 34119 43919 53110 61658 72694
3101 14639 24785 34199 44019 53251 61865 72915
3757 14923 25104 34270 44420 53775 61870 73089
3854 15034 25520 34391 44546 54118 62117 73207
4205 15360 25829 34416 44590 54153 63109 73540
4464 15440 26049 35167 45364 54379 63360 74062
4536 15605 26440 35284 45577 54502 63439 74478
5046 15892 27142 35467 45835 54540 63616 74681
5163 16077 27329 35525 45928 54578 63651 74858
5398 16332 28034 35596 46022 54627 63699 75534
5565 16448 28144 35750 46783 55082 64182 75590
5890 16455 28396 35778 46876 55898 64207 75596
5930 16983 28682 36560 47147 55948 64442 75606
6291 17824 28786 37142 47249 56030 64976 75642
6295 17988 28827 37181 47379 56238 65021 75827
6845 18215 28853 37342 47567 56392 65306 76010
6883 18561 28992 37867 47601 56872 65339 76045
6932 18913 29361 38364 47642 57047 66036 76182
8344 19100 29515 38467 47806 57685 66053 76593
8438 19350 29682 38479 48005 57927 66549 76892
8475 19735 29843 38556 48155 57980 67163 77218
9101 19808 30365 38701 48395 58036 67240 78425
9242 20017 30532 39006 48417 58300 67433 78573
9266 20114 30789 39023 48949 58395 67855 78783
9852 20395 30827 39740 49099 58455 68127 79028
10046 20936 30946 39761 49368 59057 68937
10965 21692 31088 40384 49671 59291 69085
10988 21944 31382 41194 49815 59491 69434
11406 22043 31534 41473 49955 59589 69542
11924 22204 32016 41744 50197 59962 70176
12260 22449 32310 41940 50658 60024 70504
119 15648 22962 35591 47019 54122 65615 72090
1175 15729 23373 36318 47331 54553 66158 72653
1456 15730 23808 36814 48459 54812 66756 73406
3292 16378 23869 37950 48570 55552 66859 74250
6232 18023 25038 39020 49285 57928 67625 74951
6305 18369 25799 39951 49628 61431 68305 75186
6509 19410 27961 41440 50043 61844 68699 75439
7951 19908 31079 42032 51859 63806 69044 78233
8005 20112 31350 42974 51934 64271 69546 79289
8191 20153 33520 43290 52276 64541 69618
9316 21192 34200 45943 52459 64862 69743
13717 22387 34239 46374 53616 64921 71169
14084 22840 35366 47005 53976 65121 71283
Næsti útdráttur fer fram 30. desember 2021
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
18017 34986 41012 43905 67677
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
725 15324 25836 48721 53704 68060
1126 16134 29186 49402 57114 69336
4929 17167 43367 50504 62462 69365
11180 19871 46855 50725 66831 72275
Aðalv inningur
Kr. 15.000.000 Kr. 30.000.000 (tvöfaldur)
7 0 8 9 1
34. útdráttur 23. desember 2021
Kínverski listamaðurinn og útlaginn
Ai Weiwei var á meðal þeirra sem
fordæmdu í gær þá ákvörðun háskól-
ans í Hong Kong að láta fjarlægja
styttu, sem reist var til heiðurs þeim
sem létust í mótmælunum á Torgi
hins himneska friðar árið 1989.
Listaverkið, sem heitir Pillar of
Shame eða „Skammarstólpi“ á ís-
lensku, er eftir danska myndhöggv-
aran Jens Galschiot. Stólpinn var
átta metra hár, en hann var reistur
árið 1997, sama ár og Bretar afhentu
Kínverjum Hong Kong.
Ai sagði í samtali við AFP-
fréttastofuna að það kæmi sér ekki á
óvart að búið væri að fjarlægja lista-
verkið í ljósi þeirrar þróunar sem
hefur orðið í Hong Kong á síðustu ár-
um. „Styttan fjallar um sannleikann,
og hvert andartak í stjórn kínverska
kommúnistaflokksins snýst um að
fela og stýra sannleikanum,“ sagði
Ai, sem nú býr í Berlín.
Kacey Wong, sjónlistamaður frá
Hong Kong, sagði að niðurrif stólp-
ans væri upphafið að „menningar-
byltingu Hong Kong“.
Sagði hún hræðilegt að sjá háskóla
brjóta á þennan hátt gegn menningu
og mannúð til að þóknast kínverska
kommúnistaflokknum.
AFP
Hong Kong Hinn átta metra hái stólpi var tekinn niður í skjóli nætur.
Fordæma niðurrif
„Skammarstólpans“
- Sagt upphafið að „menningarbyltingu Hong Kong“
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Vladimír Pútín Rússlandsforseti
sagði á árlegum blaðamannafundi
sínum í gær að hann sæi „jákvæð“
teikn á lofti í Úkraínudeilunni varð-
andi vilja Bandaríkjamanna til þess
að taka til greina tillögur Rússa um
að hefta framgang Atlantshafs-
bandalagsins í austurátt.
Rússar settu fram þá kröfu í síð-
ustu viku að bandalagið útilokaði að
það myndi taka við nýjum aðildar-
ríkjum, og að Bandaríkin hétu því að
þau myndu ekki setja upp herstöðv-
ar í ríkjum fyrrverandi Sovétríkj-
anna.
Bandaríkjastjórn sagðist tilbúin
til að ræða kröfur Rússa, en Pútín
greindi frá því í gær að stórveldin
ætluðu að halda fund í Genf í jan-
úarmánuði. Eru bæði ríki búin að til-
nefna fulltrúa sína í viðræðunum.
Sagðist Pútín vonast til að þær við-
ræður myndu bera árangur en „bolt-
inn“ væri hjá Vesturveldunum, þar
sem Rússar hefðu sett fram kröfur
sínar. Bandaríkjamenn og banda-
menn þeirra hafa hins vegar lýst því
yfir að þeir geti ekki gengið að kröf-
um Rússa varðandi Úkraínu
óbreyttum.
Pútín ítrekaði um leið að Rússar
væru tilbúnir til að beita hervaldi til
að verja hagsmuni rússneskumæl-
andi aðskilnaðarsinna í austurhluta
Úkraínu.
Fordæmir hótanir Rússa
Liz Truss, utanríkisráðherra
Breta, fordæmdi í gær hótanir
Rússa í garð Úkraínu og Atlants-
hafsbandalagsins og sagði liðsafnað
Rússa við landamæri sín að Úkraínu
óviðunandi.
Sagði Truss að Atlantshafsbanda-
lagið væri varnarbandalag og hrós-
aði hún Úkraínumönnum fyrir að
halda aftur af sér þrátt fyrir ögranir
og ágengni Rússa.
Truss ítrekaði að innrás Rússa í
Úkraínu yrði svarað af festu, þar á
meðal í formi viðskiptaþvingana í
samráði við bandamenn Breta.
Fagnaði hún því að Rússar væru
reiðubúnir til viðræðnanna í Genf,
þar sem eina leiðin til að leysa deil-
una væri við samningaborðið.
Munu funda í Genf
- Pútín segir „jákvætt“ að Bandaríkin vilji ræða öryggis-
kröfur Rússa - Bretar fordæma hótanir í garð Úkraínu
AFP
Rússland Pútín Rússlandsforseti á
árlegum blaðamannafundi sínum.
Þessi hressi jólasveinn í Heraklíon, stærstu borg Krít-
ar, lagði töluvert á sig í gær til þess að gleðja börn og
aðra gesti sædýrasafnsins þar í borg.
Stakk hann sér á bólakaf í vatnstank í safninu, en
ekki fylgdi sögunni hvort hann hafi fundið skó á botni
tanksins til þess að setja jólagjafir í.
Jólasveinar leggja ýmislegt á sig
AFP
Þarftu að láta
gera við?
FINNA.is