Morgunblaðið - 24.12.2021, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.12.2021, Qupperneq 33
AFP Þýskaland Alfreð Gíslason hefur þjálfað í Þýskalandi í 24 ár. Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þýska handknattleikssambandið tilkynnti í gær að samningur við Al- freð Gíslason um þjálfun karla- landsliðs Þýskalands hefði verið framlengdur til sumarsins 2024. Alfreð tók við þýska liðinu í febr- úar 2020, eftir síðasta Evrópumót, og var með það á HM í Egyptalandi í byrjun þessa árs þar sem tólfta sæti varð niðurstaðan, sem og á Ól- ympíuleikunum í Tókýó þar sem það féll út í átta liða úrslitum. Nú er hann á leið með mikið breytt lið á EM 2022 en fjölmarga burðarása vantar í þýska liðið sem spilar þar. Alfreð hefur verið í fararbroddi í þjálfun í Þýskalandi frá árinu 1997 þegar hann tók við liði Hameln. Hann var síðan með Magdeburg í sjö ár, Gummersbach í tvö ár og Kiel í ellefu ár og vann þýska meist- aratitilinn sex sinnum með Kiel og einu sinni með Magdeburg, sex bikarmeistaratitla, og var fjórum sinnum kjörinn besti þjálfari Þýskalands. Þá vann hann Meist- aradeild Evrópu tvisvar með Kiel. „Við vitum allt um reynslu Al- freðs og hæfileika hans. Hann verð- ur mikilvægur okkar unga liði. Al- freð valdi líka að vera áfram með okkur. Þetta er niðurstaðan úr við- ræðum undanfarinna vikna þar sem hann var afar áhugasamur um möguleika þýska landsliðsins og þann leikmannahóp sem nú er til staðar,“ sagði Axel Kromer, íþróttastjóri þýska handknattleiks- sambandsins. Heldur áfram með þýska liðið ÍÞRÓTTIR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021 Þeir eru orðnir ófáir landsleik- irnir sem maður hefur sótt í íþróttunum. Í hinum og þessum íþróttagreinum og hjá körlum og konum. Eftir á að hyggja hefði maður kannski átt að halda utan um landsleikjafjöldann. Ómissandi þáttur fyrir lands- leiki er að hlýða á þjóðsöngvana. Þeir eru fyrir löngu orðnir hluti af alþjóðlegum íþróttakeppnum og hafa vafalítið mikil áhrif á íþróttafólkið sjálft. Er það skilj- anlegt vegna þjóðernisvitundar sem er ekki langt undan þegar þjóðir reyna með sér í íþróttum. Einu hef ég þó aldrei botnað al- mennilega í og það er sú hefð að spila þjóðsöng fyrir íþrótta- viðburði þar sem lið frá sömu þjóð keppa. Hér heima er þjóð- söngurinn til að mynda spilaður fyrir bikarúrslitaleiki í ýmsum greinum. Ef til vill er það gert til að gefa viðburðinum hátíðlegan blæ. Hægt væri að leika alls kyns önnur lög í staðinn eins og Vest- fjarðaóð með Kan. Ef Hebbi kem- ur leikmönnum ekki upp á tærn- ar, hver gerir það þá? Ég skil þetta ekki almennilega en líklega hefur þessi siður skil- að sér hingað að utan. Í banda- rískum íþróttum er þjóðsöng- urinn sunginn fyrir hvern einasta leik. Í NBA og NHL eru til að mynda 82 leikir á keppnis- tímabilinu og þjóðsöngurinn er því spilaður ansi oft. Bandaríkja- menn fá nú sennilega seint leið á honum og þetta gerir því senni- lega lítið til. Ef annað liðið er bandarískt og hitt frá Kanada þá eru tveir þjóð- söngvar leiknir fyrir venjulegan deildaleik. Ég get reyndar haft gaman af því þegar hinir ýmsu spámenn spreyta sig á að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir íþróttaviðburði. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is Tommy Stroot, þjálfari þýska knattspyrnuliðs- ins Wolfsburg, kveðst afar spenntur fyrir því að fá hina ís- lensku Sveindísi Jane Jónsdóttur í sitt lið eftir ára- mótin. Sveindís er byrjuð að æfa af fullum krafti með Wolfsburg, sem keypti hana af Keflavík í desember 2020 og lánaði hana til Kristianstad í Svíþjóð allt þetta ár. Sveindís verður lögleg með Wolfsburg í janúar en liðið er að vanda í baráttu um þýska meist- aratitilinn og er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir Arsenal í mars. „Stuðningsfólk okkar getur hlakk- að mikið til að sjá hana. Hún er ótrúlega efnileg, gríðarlega ákveð- in í sínum aðgerðum, tekur hrika- lega langa spretti og er með réttu talin vera eitt mesta efnið í íslensk- um fótbolta. Þetta eru mjög spenn- andi kaup og endurspegla nákvæm- lega okkar framtíðarstefnu,“ sagði Stroot við staðarblaðið Wolfs- burger Allgemeine í gær. Sóknarmaðurinn hefur leikið 13 A-landsleiki og skorað í þeim sex mörk. Þjálfarinn spenntur fyrir Sveindísi Sveindís Jane Jónsdóttir BLAK Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Það eru oftast atvinnumenn í íþróttinni sem hafa hlotið þessa nafnbót þannig að ég er fyrst og fremst stoltur og ánægður með þessa viðurkenningu,“ sagði Ragnar Ingi Axelsson, leikmaður Hamars í Hveragerði, í samtali við Morgun- blaðið í höfuðstöðvum ÍSÍ í Laugar- dal. Ragnar var útnefndur blakmaður ársins í hófi Blaksambands Íslands sem haldið var í höfuðstöðvum ÍSÍ við Engjaveg í Reykjavík á þriðju- daginn en hann varð Íslands-, bikar- og deildarmeistari með Hamri á síð- ustu leiktíð. Íslandsmeistaratitillinn var jafn- framt sá fyrsti í sögu Hamars í flokkaíþrótt en liðið hefur verið al- gjörlega óstöðvandi á árinu og tapaði ekki leik í öllum keppnum. Líka fyrsti frelsinginn „Ég er líka fyrsti frelsinginn til þess að fá þessi verðlaun sem gerir mig ennþá stoltari. Það er oft þannig að þeir sem spila í stöðu frelsingja þurfa að eiga stórkostlega leiki til þess að eiga möguleika á því að vera valdir menn leiksins þannig að leik- staðan sem slík fellur oft í skuggann af smössurunum, uppspilurunum og þessum helstu sóknarmönnum. Það er meira ætlast til þess að við sem spilum í stöðu frelsingja verjum þá bolta sem koma til okkar og það er minna um það að maður fái klapp á bakið fyrir góða vörn, frekar en góða sókn,“ sagði Ragnar. Gat helgað sig íþróttinni í Neskaupstað Ragnar er fæddur og uppalinn í Neskaupstað þar sem blakið hefur ráðið ríkjum en hann byrjaði að æfa íþróttina þegar hann var átta ára. „Það voru ekki margar íþróttir sem hægt var að æfa á sínum tíma heima í Neskaupstað. Valið stóð einna helst á milli fótbolta annars vegar og svo blaks hins vegar. Ég valdi blakið þegar ég var átta ára og blómstraði algjörlega í þeirri íþrótt. Alla tíð hefur mér fundist þetta hrikalega skemmtileg íþrótt að æfa þannig að það er alveg óhætt að segja að ég hafi valið rétt. Ég er úr sveit líka og alla tíð hefur maður einhvern veginn getað helgað sig íþróttinni ef svo má segja. Það var lítið annað að gera fyrir austan en að einbeita sér að blakinu og ég er mjög þakklátur fyrir mína æsku í Neskaupstað og hversu miklum tíma ég gat eytt í það sem mér finnst skemmtilegast að gera.“ Besta lið landsins í Hveragerði Ragnar ákvað að ganga til liðs við Hamar fyrir síðasta tímabil og sér ekki eftir þeirri ákvörðun. „Það voru nokkrir kostir í stöð- unni og það voru fleiri lið sem settu sig í samband við mig þegar ég ákvað að ég yrði ekki áfram í her- búðum Álftaness. Hamar hafði sett sig í samband við mig og tvíburarnir í liðinu, Hafsteinn og Kristján Valdi- marssynir, líka. Ég sá það fljótt að félagið ætlaði sér stóra hluti á komandi keppnis- tímabili og var fljótur að hlaupa á vagninn. Það hefur líka verið ótrú- lega gaman að taka þátt í þeirri upp- byggingu sem snýr að blakinu í Hveragerði og að vera hluti af þess- um sögulega Íslandsmeistaratitli var ótrúleg upplifun.“ Hamar hefur nú unnið 32 leiki í röð í öllum keppnum. „Eins og staðan er í dag erum við besta lið landsins og eins gaman og það var að vinna alla þá bikara sem í boði voru á síðustu leiktíð þá vona ég innilega að þetta verði aðeins meiri áskorun á yfirstandandi keppn- istímabili. Á síðasta tímabili töpuðum við tveimur hrinum en annars unnum við alla okkar leiki 3:0. Þetta voru því tveir leikir sem við unnum 3:1 og það væri gaman ef samkeppnin yrði að- eins meira á næsta ári í það minnsta.“ Þurfti ekki að koma sér- staklega út úr skápnum Ragnar er í sambandi með Jóni Helga Sigurðssyni en samkynhneigð í karlkynsíþróttum hefur ekki flogið hátt í íþróttasamfélaginu hér á landi í gegnum tíðina. „Ég þurfti aldrei að koma eitthvað sérstaklega út úr skápnum heldur var ég meira bara ég sjálfur. Ég til- kynnti aldrei eitthvað sérstaklega að ég væri samkynhneigður enda fannst mér það óþarfi. Ég leiddi al- veg hugann að þessu þegar ég frétti af því að ég yrði í liði með fjórum Pólverjum þar sem menningin er öðruvísi en á Íslandi en þetta hefur aldrei verið neitt vandamál í bún- ingsklefanum.“ Alltaf opinn með mína samkynhneigð „Ég hef alltaf verið mjög opinn með mína samkynhneigð og aðal- málið er held ég bara að taka ekki sjálfan sig of hátíðlega. Það er stund- um grínast með hitt og þetta í klef- anum, bara eins og gengur og gerist annars staðar, og þá bara hlær mað- ur með, ekkert vesen. Ef manni finnst gengið of langt þá segir maður það og þá er það bara búið strax,“ sagði Ragnar við Morgunblaðið. Ótrúlega gaman að taka þátt í uppbyggingu Hamars - Ragnar Ingi Axelsson, blakmaður ársins, hefur tekið þátt í 32 leikja sigurgöngu Morgunblaðið/Bjarni Helgason Bestur Ragnar Ingi Axelsson með viðurkenningar sínar sem blakmaður ársins 2021. Hann er Íslands- og bikarmeistari með Hamri úr Hveragerði. Brynjar Ingi Bjarnason landsliðs- miðvörður í knattspyrnu gæti verið á leið frá Lecce á Ítalíu til Rosen- borg í Noregi. Ítalskir fjölmiðlar fjölluðu um möguleg félagaskipti Brynjars í kjölfar fréttar sem birt- ist á fótbolti.net um að Rosenborg væri í viðræðum við Lecce um að fá Akureyringinn í sínar raðir. Lecce keypti Brynjar af KA í sumar en hann hefur enn sem kom- ið er aðeins leikið einn leik með lið- inu í B-deildinni á þessu keppnis- tímabili. Hann vann sér hins vegar fast sæti í A-landsliði Íslands. Brynjar frá Ítalíu til Noregs? Morgunblaðið/Eggert Ísland Brynjar Ingi gæti skipt úr Lecce og í Rosenborg í Þrándheimi. Samkvæmt mörgum breskum fjöl- miðlum hafa stóru knattspyrnu- félögin í Skotlandi, Celtic og Rang- ers, bæði áhuga á að krækja í Albert Guðmundsson, landsliðsmann hjá AZ Alkmaar í Hollandi. Samningur Alberts við AZ rennur út eftir þetta tímabil og fram hefur komið að hann hafi ekki viljað semja að nýju við fé- lagið. Skosku félögin eiga því mögu- leika á að fá hann til sín án greiðslu næsta sumar. The Telegraph er meðal þeirra fjölmiðla sem segja að Celtic renni hýrum augum til ís- lenska landsliðsmannsins. Albert í Celtic eða Rangers? Ljósmynd/Alex Nicodim Glasgow Albert Guðmundsson er orðaður við stóru liðin í Skotlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.