Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 32

Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 32
HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Guðmundur Þ. Guðmundsson, lands- liðsþjálfari karla í handknattleik, til- kynnti á dögunum hvaða tuttugu leik- menn hefðu orðið fyrir valinu til að keppa á EM í janúar. Morgunblaðið tók Guðmund tali og spurði fyrst hvaða leikmenn hann átti ekki kost á að velja? „Það voru auðvitað leikmenn þarna sem eru meiddir. Haukur Þrastarson hefur glímt við meiðsli í rúmt ár en að sjálfsögðu er hann landsliðsmaður þegar hann er alveg heill. Arnór Þór Gunnarsson hefði verið í hópnum en gaf ekki kost á sér. Hákon Daði Styrmisson hefði verið í þessum hópi ef hann hefði ekki meiðst. Oddur Gretarsson hefur einnig verið meidd- ur og kom því ekki til greina. Ég vil líka nefna að Óðinn Þór Ríkharðsson bankar á dyrnar og er að sjálfsögðu á 35 manna listanum. Ég ákvað að láta tvær örvhentar skyttur leysa Sig- valda af. Menn sem geta spilað í horn- inu. Að vera með fjórar skyttur eykur fjölbreytnina hægra fyrir utan. Þetta snýst svolítið um vörnina líka og það eru ýmsar pælingar á bak við þetta. Kristján Örn getur ýmsa hluti sem aðrir geta ekki, eins og að skjóta af löngu færi. Ég vildi eiga svoleiðis vopn. Þessi ákvörðun var ekki einföld en þessir örvhentu leikmenn hafa all- ir staðið sig vel. Ég er sáttur við valið en ég hef fylgst vel með mönnum og ég held að þetta sé sterkasti hópurinn sem við eigum kost á í dag,“ sagði Guðmundur þegar Morgunblaðið ræddi við hann. Samkomulag gert við Arnór Arnór Þór hefur verið lengi í lands- liðinu og var fyrirliði á HM í Egypta- landi í byrjun árs. Arnór gaf ekki kost á sér en Guðmundur segist hafa gert heiðursmannasamkomulag við hornamanninn. „Hann hefur verið lykilmaður í þessu liði og ég sakna hans auðvitað. Við erum með heiðursmanna- samkomulag. Ef við lendum í miklum vandræðum vegna meiðsla þá er Arn- ór tilbúinn til að spila með okkur og þess vegna er hann á 35 manna list- anum. Það hljómaði einkennilega að hann væri hættur með landsliðinu en hann er tilbúinn að hjálpa. Ég hefði gjarnan viljað hafa hann því Arnór hefur verið frábær með landsliðinu árum saman og var fyrirliði á síðasta stórmóti. Hann er sterkur karakter og frábær innan hópsins.“ Liðin á EM geta farið með tuttugu leikmenn í mótið og sextán eru á leik- skýrslu hverju sinni. Svigrúmið fyrir þjálfarana hefur aukist með árunum en áður fyrr var þeim þrengri stakk- ur sniðinn á stórmótum. „Ég er ánægður með að geta farið með tuttugu manna hóp en það munu ekki allir spila í hverjum leik. Ég mun ræða það við leikmenn því menn þurfa að sinna þeim hlutverkum sem þeir fá. Stundum getur hlutskiptið verið að vera með hópnum en spila ekki. Menn þurfa að vera tilbúnir í það í einhvern tíma.“ Margt sem var í rétta átt Að öllu óbreyttu mun Guðmundur nú geta nýtt krafta Arons Pálmars- sonar á stórmóti á ný en Aron missti af HM í Egyptalandi. „Þegar við rifjum upp síðasta stór- mót þá er ágætt að hafa í huga að þá vantaði fjóra lykilmenn í liðið á þeim tíma. Aron Pálmarsson er einn mik- ilvægasti leikmaður liðsins. Janus Daði Smárason var ekki leikfær þótt hann hafi reynt að spila í upphafi mótsins. Haukur Þrastarson var meiddur og Alexander Petersson reyndist ekki almennilega tilbúinn í slaginn vegna höfuðhöggsins sem hann fékk í leiknum gegn Portúgal skömmu fyrir mótið. Við vorum þar af leiðandi í miklu basli sem lið að koma þessu heim og saman. Þess vegna náðum við ekki því sæti í mótinu sem við hefðum viljað en mín skoðun er sú að margt hafi engu að síður verið á réttri leið hjá okkur.“ Orri Freyr Þorkelsson, hornamað- ur hjá Elverum í Noregi, er á leið á sitt fyrsta stórmót og skipar vinstra hornið ásamt Bjarka Má Elíssyni. Hefur Guðmundur fylgst vel með Orra? „Já, hann hefur staðið sig vel í norsku deildinni en hefur minna spil- að í Meistaradeildinni. Hann hefur verið í landsliðshópnum hjá mér áður og hefur aðeins fengið að kynnast þessu hjá okkur. Hann hefur vaxið sem leikmaður og er að spila með mjög góðu liði.“ Lúxus á hægri vængnum Þegar Guðmundur var sjálfur landsliðsmaður á níunda áratugnum vakti athygli erlendis að íslenska landsliðið átti tvo toppmenn í skyttu- stöðunni hægra megin, Kristján Ara- son og Sigurð Sveinsson, þegar flestir voru ánægðir með að eiga eina öfluga örvhenta skyttu. Nú er staðan sú að í hópnum eru fjórar örvhentar skyttur og allt leikmenn sem standa sig vel með liðum í sterkum deildum erlend- is: Ómar Ingi Magnússon, Viggó Kristjánsson, Kristján Örn Krist- jánsson og Teitur Örn Einarsson. Við þetta má bæta að Alexander Peters- son leikur enn í Þýskalandi og því má segja að Íslendingar eigi fimm öfluga leikmenn erlendis í þessari stöðu. Hvernig stendur á þessu? „Þetta er alveg með ólíkindum og mjög skemmtilegt. Kannski er þetta eitthvað sem enginn reiknaði með því á tímabili höfðu menn miklar áhyggj- ur af þessari stöðu. Síðan hefur ræst úr því og nú eigum við fjóra mjög frambærilega leikmenn. Þetta er gríðarlega jákvætt. Ég hef ekki ákveðið svar við þessu umfram það að mér finnst félögin oft hafa gert góða hluti hérna heima. Félögin framleiða góða leikmenn. Við tölum oft um höfðatöluna og getum alveg gert það í þessu samhengi. Við náum að búa til ótrúlega marga góða leikmenn og það skilur þetta enginn í heiminum. Ég fæ mjög oft þessa spurningu, hvernig getið þið verið meira eða minna inni á stórmótunum? Við erum álíka fjöl- menn og litlar borgir í öðrum löndum. Íslendingar eru tilbúnir að leggja hart að sér og æfa vel. Ég held að við höfum byggt upp ákveðna þekkingu gagnvart handboltanum og gott starf er unnið hjá félögunum. Félögin eru á endanum þau sem búa leikmenn til.“ Tíminn vel nýttur Guðmundur fékk landsliðshópinn saman í nóvember. Liðið stillti þá saman strengi en ekki voru spilaðir vináttuleikir enda fylgja því ýmis flækjustig á tímum faraldursins. „Mér fannst við fá mjög mikið út úr því. Við unnum til dæmis með and- lega þætti. Við töluðum um markmið- asetningu. Hvernig við byggjum upp þetta lið og hvernig við viljum nálgast verkefnið. Það var hluti af pakkanum. Við gáfum okkur tíma til þess enda vildum við vera hér heima og fá fleiri daga til að vinna í okkur sjálfum. Mér fannst það mjög jákvætt. Það var bæði mikilvægt fyrir mig og mik- ilvægt fyrir leikmennina. Við vorum ekki í þessu stressi sem svo oft er í kringum landsliðið. Þá er alltaf verið að hlaupa og alltaf verið að spila einn eða tvo leiki. Þá þarf að fljúga út í leiki og aftur heim. Þá fer tíminn rosalega fljótt en í þetta skiptið not- uðum við tímann til æfinga og að byggja okkur upp,“ sagði Guð- mundur og hann er einnig ánægður með lokaundirbúninginn fyrir EM sem fram undan er í janúar. „Já, ég er mjög glaður yfir því að við skulum fá tvo leiki hingað til Ís- lands. Það er ekki sjálfgefið og í raun ekki auðvelt á þessum tímum. Við spörum gríðarlega mikinn tíma á því. Í aðdraganda leikjanna getum við notað tímann í annað en ferðalög. Sem væri jákvætt atriði svona yfir- leitt en ég tala nú ekki um á þessum Covid-tímum,“ sagði Guðmundur. Skilja ekki hvernig við förum að - Undirbúningur án landsleikja í nóvember var Guðmundi dýrmætur AFP EM 2022 Guðmundur Þ. Guðmundsson segir að íslensku félögin séu í lykilhlutverki í því að framleiða góða handboltamenn. 32 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021 Þýskaland Magdeburg – Hamburg ...................... 34:26 - Ómar Ingi Magnússon skoraði sjö mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson eitt. Lemgo – Bergischer ........................... 27:27 - Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk fyrir Lemgo. - Arnór Þór Gunnarsson skoraði fjögur mörk fyrir Bergischer. Füchse Berlín – Balingen................... 26:26 - Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Balingen en Oddur Gretarsson er frá vegna meiðsla. Staðan: Magdeburg 32, Kiel 26, Flensburg 25, Füchse Berlín 25, Wetzlar 21, Göppingen 19, Lemgo 18, Melsungen 18, Leipzig 16, Hamburg 16, Erlangen 14, RN Löwen 14, Hannover-Burgdorf 12, Bergischer 11, N- Lübbecke 10, Stuttgart 9, Balingen 8, Minden 6. B-deild: Emsdetten – Aue ................................. 24:26 - Anton Rúnarsson skoraði eitt mark fyrir Emsdetten. - Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson lék ekki með liðinu. _ Efstu lið: Gummersbach 28, Hagen 25, Nordhorn 24, Hüttenberg 23, Hamm 22. .$0-!)49, Spánn Valencia – Obradorio.......................... 91:71 - Martin Hermannsson skoraði sex stig, tók tvö fráköst og gaf eina stoðsendingu hjá Valencia á 20 mínútum. _ Efstu lið: Real Madrid 26, Barcelona 22, Joventut Badalona 18, Murcia 16, Valencia 16, Baskonia 16, Tenerife 16, Manresa 16. Rúmenía Rapid Búkar. – Phoenix Constanta... 37:85 - Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 21 stig fyrir Phoenix, tók 11 fráköst og átti þrjár stoðsendingar á 26 mínútum. NBA-deildin Atlanta – Orlando ............................... 98:104 Boston – Cleveland........................... 111:101 Milwaukee – Houston ...................... 126:106 Oklahoma City – Denver ................... 108:94 Sacramento – LA Clippers ................ 89:105 57+36!)49, Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknattleik, og tuttugu manna hópurinn sem hann valdi hefja lokaundirbúninginn fyrir Evrópumótið sunnudaginn 2. janúar. Liðið dvelur hér á landi til 11. janúar þegar það fer til Ungverjalands, en spilar vináttulandsleiki gegn Litháen 7. og 9. janúar. Fyrsti leikur Íslands á EM er gegn Portúgal 14. janúar í Búdapest en síð- an er leikið við Holland, undir stjórn Erlings Richardssonar, 16. janúar og Ungverjaland 18. janúar. Tvö af þessum fjórum liðum komast áfram í milli- riðlakeppnina sem hefst 20. janúar. Liðin tvö sem verða í tveimur neðri sætum riðilsins hafa lokið keppni. Liðið kemur saman 2. janúar hins vegar fram annan dag jóla, þrátt fyrir að aðeins níu úti- leikmenn séu til taks hjá Everton. „Nú verð ég að bíða og sjá hvort við eigum ellefu leikmenn í leik- inn. Ég er mjög hissa á að hann skuli enn vera á dagskránni,“ sagði Rafa Benítez, knatt- spyrnustjóri Everton, á blaða- mannafundi. Útbreiðsla kórónuveirunnar á Englandi er þegar farin að hafa áhrif á jóladagskrána í ensku úr- valsdeildinni í knattspyrnu því í gær var tilkynnt að tveimur leikj- um hefði verið frestað. Liverpool getur ekki tekið á móti Leeds á Anfield á sunnudaginn, annan dag jóla, og leikur Wolves og Watford fer heldur ekki fram. Kórónu- veirusmit í röðum Leeds og Wat- ford valda þessu. Hvorugt liðið er með nægilega marga leikfæra leikmenn að mati forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar. Mikið hefur verið um frestanir í deildinni á síðustu vikum en fimm af sex leikjum sem voru á dagskrá síðastliðinn laugardag var frestað. Leikur Everton og Burnley fer Jólaboltanum frestað hjá Liverpool AFP Frestað Jürgen Klopp fær lengra jólafrí vegna smita hjá Leeds. _ Kylfingurinn Perla Sól Sigurbrands- dóttir stóð uppi sem sigurvegari á Or- lando International Amateur-mótinu en leikið var á Orange County Nation- al-golfsvæðinu í Orlando í Flórídaríki. Perla er aðeins 15 ára gömul og mjög efnileg. Hún lék þrjá hringi á samtals 216 höggum, þremur höggum færri en Nandy Dai frá Kína sem varð önnur. Hún lék síðasta hringinn á 70 höggum, tveimur höggum undir pari, sem var besti hringur mótsins. _ Karlalandslið Íslands í knattspyrnu endar árið 2021 í 62. sæti heimslista FIFA en það er óbreytt staða frá því listinn var síðast gefinn út 19. nóv- ember. Belgía er sem fyrr á toppnum og þar á eftir koma Brasilía, Frakkland, England, Argentína, Ítalía, Spánn, Portúgal, Danmörk og Holland í tíu efstu sætunum. _ Varnarmaðurinn Áslaug Dóra Sig- urbjörnsdóttir hefur gert nýjan tveggja ára samning við knatt- spyrnudeild Selfoss. Áslaug hefur þrátt fyrir ungan aldur verið lykil- maður Selfoss undanfarin þrjú ár. Hún er 18 gömul, fjölhæfur varnarmaður, og er ein af efnilegustu knattspyrnu- konum landsins. Hún hefur leikið 67 meistaraflokksleiki fyrir Selfoss, þar af 48 í efstu deild. Áslaug Dóra er fyrirliði U19 landsliðs Íslands. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.