Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 34
34 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021
Ragnheiður Birgisdóttir
ragnheidurb@mbl.is
„Næturborgir var skrifuð upp-
haflega sem hluti af BA-ritgerð í ís-
lensku sem annað mál. Hún fjallar
um ýmislegt. Hún fjallar um sorg og
söknuð, borgir og skáldskap,“ segir
Pólverjinn Jakub Stachowiak um
nýja ljóðabók sína sem hann skrifaði
á íslensku. „Hún er tilraun til þess að
kveðja gamlan draug sem hefur fylgt
mér allt of lengi. Henni er skipt í
fjóra kafla sem mynda einhverja
heild. Það er svolítið ferðalag í þess-
ari bók, það er mikil hreyfing sem er
rauður þráður í gegnum bókina.“
Um titilinn Næturborgir segir
hann: „Ég átti erfitt með að velja
góðan og grípandi titil, ég var með
nokkrar tillögur. Þetta er svona
ábreiðuorð, þetta er orð sem sam-
einar nokkra þræði í bókinni. Bæði
nótt og borg eru þemu sem eru í bók-
inni. Í upphafi var ég með titil sem
var miklu lengri, en leiðbeinandinn
minn sagði að Næturborgir dygði al-
veg.“
Jakub hefur búið hér á landi í um
fimm ár. Hann útskrifaðist í haust
með BA-gráðu í íslensku sem annað
mál og leggur nú stund á meistara-
nám í ritlist. Hann segist hafa skrifað
mikið á pólsku þegar hann var yngri.
„Þetta voru aðallega misvond ástar-
ljóð þegar ég var unglingur. Ég vann
nokkrar ljóðasamkeppnir. En svo
hætti ég að skrifa og hugsaði ekki um
skáldskap í ótrúlega langan tíma,
kannski tíu ár. Svo flyt ég hingað og
læri íslensku og þetta byrjar aftur.“
Jakub var á öðru ári í BA-náminu í
íslensku þegar hann fékk innblástur
til þess að byrja að skrifa á ný. „Þá
var ég í námskeiði sem hét Samtíma-
bókmenntir og bókmenntafræði og
var með Hauki Ingvarssyni og Sig-
rúnu Margréti Guðmundsdóttur. Þar
komu rithöfundar til okkar í heim-
sókn til þess að spjalla og tala um
verk sín og þess háttar. Einn af þess-
um höfundum var Fríða Ísberg og ég
bara sat þarna og fattaði að hún er
jafn gömul mér og búin að gefa út
nokkur verk þannig að mér varð
hugsað til þessara ára þar sem ég var
að skrifa á pólsku. Ég hugsaði með
mér: Af hverju skrifa ég ekki eitt-
hvað á íslensku?“
Frelsandi að skrifa á íslensku
Ljóðskáldið segir að margir Ís-
lendingar sem hafi lesið ljóðin hans
segi að hann sé eins og fullorðið barn
í tungumálinu. „Ég er mikið að leika
mér og set saman orð á skrítinn hátt
og prófa ýmislegt. Þetta er mikill
leikur og þetta er mjög frelsandi
finnst mér.“
Það er alls ekki þannig að Jakub
hugsi ljóðin fyrst á pólsku og snari
þeim svo yfir á íslensku. „Pólsk mál-
fræði er mun flóknari, framburð-
urinn allt öðru vísi. Þetta eru bæði lík
og ólík tungumál, það fer bara eftir
því hvert maður horfir. Að skrifa á ís-
lensku er mjög ólíkt því að skrifa á
pólsku. Ég myndi vera í miklum
vandræðum með að þýða mín ljóð
yfir á pólsku.“
Þegar Jakub er spurður hvernig
það sé að vera ljóðskáld af erlendum
uppruna á Íslandi segir hann: „Þetta
er bara frábært ævintýri. Allir tóku
mér fagnandi og það kom mér svolít-
ið á óvart því það er erfitt að koma
inn í rithöfundasenuna svona yfir-
leitt. En það var eftirspurn. Þetta var
dálítið þannig að Íslendingar eru til-
búnir en það kom bara enginn eins
og ég fram. Ég hugsa um sjálfan mig
sem íslenskan rithöfund, í mínum
huga er þetta órjúfanlegt; íslenska
og skáldskapur. En ég get auðvitað
ekki neitað að það hvernig ég skrifa á
íslensku er útlenskt blæbrigði.“
Jakub segist þó alls ekki vera eina
erlenda skáldið sem yrki hér á landi.
Hann nefnir til dæmis Mao Alheims-
dóttur, sem fékk nýræktarstyrk hjá
Miðstöð íslenskra bókmennta með
honum, hún sé líka pólsk og sé að
vinna að skáldsögu á íslensku. Jakub
á síðan nokkur ljóð í nýrri bók sem
nefnist Pólífónía af erlendum upp-
runa og er safn ljóða eftir fimmtán
erlend skáld á Íslandi. Hann segir að
þar megi finna allt milli himins og
jarðar og þetta verk boði nýja tíma.
Jakub starfar sem bréfberi með-
fram ritstörfunum og náminu í ritlist.
„Þetta fer einhvern veginn mjög vel
saman. Það að skrifa er mjög ein-
manaleg vinna og það að vera bréf-
beri er líka frekar einmanalegt. Þar
skapast tækifæri til að hugsa og svo
fer maður heim að skrifa. Svo er
maður alltaf á hreyfingu svo þetta fer
vel saman.“
Hann er hvergi nærri hættur að
skrifa. „Ég er að vinna að tveimur
ljóðabókum og ég er að hugsa um
skáldsögu sem lokaverkefni í ritlist
en ég vinn mjög hægt í prósa. Þetta
er svona á pælingarstigi, mig langar
mikið að skrifa prósaverk en við
sjáum til. Það er gott að vera í ritlist-
inni og fá svolítið spark í rassinn,
þegar maður er í ritsmiðjum þarf
maður að skila frumsömdum texta
vikulega. Það er gott að vera með
einhvern skilafrest, til dæmis ljóða-
samkeppni, að vera með eitthvað í
aðsigi, eitthvað á sjóndeild-
arhringnum.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ljóðskáldið Jakub segir að margir Íslendingar sem hafi lesið ljóðin hans segi að hann sé eins og fullorðið barn í
tungumálinu. Hann segist leika sér mikið með tungumálið og setji orðin saman á óvenjulegan hátt.
Skáldskapur og íslenska órjúfanleg
- Pólverjinn Jakub Stachowiak skrifaði ljóðabókina Næturborgir á íslensku - Hefur búið hér í
fimm ár - Bréfberi og ritlistarnemi - Ætti í erfiðleikum með að þýða íslensku ljóðin yfir á pólsku
H
opar jökull / jörð rís, //
sækja í sárin /sýklar í
þrútið hold“ yrkir Matt-
hías Johannessen í
fyrsta ljóði bókar sinnar Á asklimum
ernir sitja. Hið aldna skáld lítur hér
á stöðu jarðar og mannanna sem
hana byggja, sem er ekki burðug, og
spyr svo hvort örn muni aftur fljúga
yfir og jörð rísa að nýju, iðjagræn?
Og myndin af heiminum sem
bugðið er upp í
„Að ragnarökum“
er ekki fögur en
skörp: „Þegar
talað er um
gróðurhúsaáhrif /
er aldrei reiknað
með þeim eldiviði
/ sem þarf til að
kynda upp í hel-
víti“, mennskunni
hefur hrakað og útrýmingaræði
hugsjónarmanna færzt í aukana,
segir ljóðmælandinn, og hafa jafnvel
rómantísk skáld og listamenn
stjórnað þeirri helför, „sigað mann-
dýrinu á umhverfi sitt“, en í niður-
lagi kvæðisins má sjá að þegar
skáldskapurinn um manninn, sem
verður þá líklega búinn að eyða sér,
muni rotna með annarri ösku „þá
grænkar Eden aftur / og Askurinn
syngur að nýju um iðjagræna / jörð“.
Líkja má skáldinu við örninn sem
situr vitur og lífsreyndur í limi Asks-
ins og fylgist með framvindu mála.
Þetta er þétt og áhrifamikið safn
30 kvæða, sem Þröstur Helgason
valdi úr úrvali nýrra skrifa skáldsins
og eins og lesendur ljóða Matthíasar
þekkja þá eru í þeim allrahanda vís-
anir í menninguna og verk skálda
fyrri tíðar sem markviss og mikil-
vægur þáttur. Askurinn er hér úr
Völuspá, í miðju heims sem skáldið
hugsar um og lýsir, og sköpun hans
er til dæmis sótt í öflugar ljóð-
myndir af eldgosinu fyrr á árinu eins
og í kvæðinu „Við erum fjall á eldi“.
Í fyrrnefndu upphafsljóði bókar-
innar, „Bregður öld við aðra“, sem
er í fjórum hlutum, er í byrjun spurt
hvort jörðin muni jafna sig á áníðslu
manna og rísa að nýju, iðjagræn, og
ljóðmælandinn upplifir bárur sem
brotna við sand sem boð frá gömlum
öldum, eins og liðinn tími „brotni /
við úrsvala strönd“. Okkur sem höf-
um lifað á landinu er síðan lýst með
nöturlegum hætti – við „höfum lifað /
í landi öskunnar, étið / ösku, drukkið
ösku, horfið / í ösku, stigið upp af /
ösku …“ og erum „handfylli af
gjósku / og gráum leir“. Í þriðja
hluta kvæðsins lýsir ljóðmælandi
vini sínum apanum sem „hjúfraði sig
/ milli vitundar og veruleika“, hugs-
aði aldrei um dauðann, glíma hans
var upp á líf og dauða, í henni var
hann einn og allur og „hann var eins
glaður / í hjarta sínu / og fossar í
dynjandi sólskini“. Frá apanum –
erum við öll þessir sjálfhverfu apar?
– þá hverfur ljóðmælandinn að blíð-
um minningum og söknuður eftir
ástinni sem er horfin er fallegur:
Þú varst allt sem örlög mín vildu,
og einmanans þögn við mitt brjóst,
og nú er ég einn því ósköp mín skildu
við ævina þegar þú fórst. (11)
Ævikvöld og hnignandi sól er
endurtekið efni og tilbrigði við stef í
allnokkrum ljóða í bókinni eins og
titlar þeirra sýna: „Að sólfalli“,
„Vestur heiðar“, „Hverjum klukkan
glymur“ og „Elliglöp“. Brugðið er
þar upp áhrifaríkum myndum, eins
og þegar í „Vestur heiðar“ allri
reynslu lifaðs lífs er líkt við ösku –
„Aska á stráum / allt sem við lifð-
um“. Og í kvæðinu „Ég þekki eilífð
tímans“ er fyrst vitnað í Blicher sem
í dagbók segist vera einn eftir, nakin
hrísla á heiði. Þau orð kveikja hljóða
og einmanalega mynd af manni sem
er einn á ferð:
Ég
þekki þetta einnig því nú
er ég einn á veglausum
vegi þínum, jörð mín
og himinn, ekkert
vor í nánd, en hörð
er sú veröld sem Blicher
talar um
enn bíður eilífðin
einmana hross við hestastein tímans
og hneggjar. (40)
Alheimsplága veirunnar er efni í
ljóðið „Plágan“ sem er í sex hlutum,
þar sem borgin er orðin þögul ein-
mana ekkja, fáir á ferli og skuggar
læðast um torg, og gamlar bækur
eru dregnar fram, K og Sturlunga
blóði drifnar.
Óþol hins lífsreynda manns fyrir
samtímanum birtist stundum og til
að mynda með nöturlegum hætti í
ljóðinu „Holtaþoka“ sem hefst á
þessum línum: „Þegar við lítum í
kringum okkur blasir við / þessi
þoka sem kölluð er þjóðlíf og allt /
snýst um að vera ofar á strái en ann-
að fólk“ – og í eftirsjá er spurt: hvar
er þessi horfna veröld?
Ljóðmálið í þessari nýju bók
Matthíasar er fagurt og meitlað. Í
henni birtast öll helstu einkenni
skáldsins; sterk tök á óbundnu sem
bundnu máli, fagrar og beittar lík-
ingar og myndir – og áhugaverð sýn
á manninn. Þótt kenjar og lestir
samtímans kveiki reiði, og áníðsla
mannsins á náttúrunni sorg, þá eru
hér líka áberandi fallegar og trega-
blandnar ástarjátningar, og von.
Eins og í fögru og kyrru lokaljóðinu
„Við Sundin“, þar sem líður í fyrra
erindinu að lokum dags, ljóðmæl-
andinn „hlustar einn er sumarsólin
deyr / í silfruð ský“, þar sem „vöku-
nóttin er / veröld fugls við þetta
mikla haf // en nóttin sígur hægt í
fylgd með þér / og hallar vesturaf“. Í
seinna erindinu er síðan Esjan kom-
in með slegið hár, vetur febrúargrár,
og himinn myrkvast að skamm-
degisvitund sinni en þá opnast
„vestrið og eilífðin bíður þín þar /
sem öll þessi veröld slokknar við
deyjandi skar“.
Ljóðinu, og bókinni, lýkur svo
með birtu og von þótt söknuðurinn
sé áfram sterkur:
Þú saknar þess þó sem fylgdi þér
frameftir degi
en fegurðin vitjar þín samt þótt
geislarnir deyi
sem voru þér áður gleði þess
grunlausa dags
þegar guðirnir spunnu örlög þíns
sólarlags.
en þá rís Esja aftur með vor í fangi
og aprílsól með glitrandi skeljar í
þangi.
Einmana hross við hestastein tímans
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Skáldið „Ljóðmálið í þessari nýju
bók Matthíasar er fagurt og meitl-
að,“ segir gagnrýnandinn.
Ljóð
Á asklimum ernir sitja bbbbb
Eftir Matthías Johannessen.
Veröld, 2021. 63 bls., innbundin.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
maginn á mér er ennþá
sautján ára gamall
hann er næturþungur
eins og í honum búi
þúsundir hrafna
í hvert sinn sem ég játa
ást mína
fyrir nýrri manneskju
garga þeir óþolandi (21)
Hugleiðingar
um fyrrver-
andi minn II