Morgunblaðið - 24.12.2021, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021
✝
Eyþór Haukur
Stefánsson
fæddist í Reykjavík
7. nóvember 1939.
Hann lést í Gauta-
borg 23. september
2021. Foreldrar
hans voru Halla
Soffía Hjálmsdóttir
(1910-1988) og Að-
alsteinn Vigfússon
(1910-1971) en
hjónin Þórunn Ein-
arsdóttir (1907-1991) og Stefán
Bjarnason (1912-2001) í Flögu í
Skriðdal ættleiddu hann nokk-
urra vikna gamlan.
Systkini Eyþórs eru níu:
Kristinn Jensen Aðalsteinsson
(1929-1953); Erna Guðfinna
Jörgensen Stone (1930-2020);
Lauritz Hallgeir Jörgensen,
fæddur 24. október 1931; stúlka
Jörgensen fædd og dáin 1933;
Málfríður Guðjóna Jörgensen
(1934-1989); Pálína Anna Jörg-
ensen (1935-2015); Guðmann
Aðalsteinn Aðalsteinsson (1936-
1998); Edda Bernharðs Bern-
ur 16. janúar 1997. Móðir Ingva
Þórs var Sigríður Árnadóttir
(1943-2018). 3) Þóra Gerður
Guðrúnardóttir, læknir í Kaup-
mannahöfn, fædd 13. mars 1973,
móðir hennar er Guðrún Þor-
geirsdóttir, fædd 14. október
1946.
Eyþór gekk í Eiðaskóla, varð
stúdent frá Menntaskólanum á
Akureyri 1960 og lauk embætt-
isprófi í læknisfræði frá Há-
skóla Íslands 11. júní 1967.
Hann hélt til Svíþjóðar í fram-
haldsnám árið 1971 og ílengdist
í Gautaborg ævilangt. Hann
nam barnaskurðlækningar,
bæklunarlækningar og handar-
skurðlækningar, og var lengi
yfirlæknir á Annedals-handar-
skurðlækningadeild Sahl-
grenska-sjúkrahússins. Eyþór
hélt alla tíð mjög góðum tengsl-
um við Ísland og kom yfirleitt
heim á hverju ári meðan heilsan
leyfði, ekki síst í tengslum við
hin ýmsu harmóníkumót en tón-
listin var honum í blóð borin og
harmóníkan hans uppáhalds-
hljóðfæri frá unglingsaldri.
Útför Eyþórs fór fram frá
Västra Frölunda-kirkju í Gauta-
borg 25. október 2021.
harðsdóttir Friar
(1940-2003); og Sig-
urður Friðrik Stef-
ánsson, fæddur 8.
febrúar 1946.
Eftirlifandi eig-
inkona Eyþórs er
Ulla Axberg frá
Valbo, fædd 8.
október 1941. Þeim
varð ekki barna
auðið en börn Ey-
þórs eru þrjú. 1)
Lana Kolbrún Eddudóttir, dag-
skrárgerðarmaður í Reykjavík,
fædd 5. mars 1965, kona hennar
var Jóhanna Björg Pálsdóttir
(1960-2018). Móðir Lönu var
Svanhildur Edda Bragadóttir
(1943-2010). 2) Ingvi Þór Sigríð-
arson, húsasmíðameistari í
Reykjanesbæ, fæddur 9. janúar
1971, kvæntur Aðalheiði Ósk
Gunnarsdóttur, fæddri 19. des-
ember 1967. Börn þeirra eru a)
Kristjana Vigdís Ingvadóttir,
fædd 29. apríl 1993, sambýlis-
maður Davíð Sæmundsson, og
b) Arnþór Ingi Ingvason, fædd-
Eyþór var ættaður af Fljóts-
dalshéraði og ólst upp í Flögu í
Skriðdal. Eftir almennt lækna-
nám fór Eyþór 1971 til Svíþjóðar
í sérnám í skurðlækningum og
varð síðar yfirlæknir á skurð-
deild handlækninga á Sa-
hlgrenska sjúkrahúsinu í Gauta-
borg.
Eyþór hafði mikinn áhuga á
framgangi harmonikutónlistar
og var sjálfur léttleikandi, nettur
og góður á nikkuna. Hann var
okkur í HFH innanhandar með
ýmis mál varðandi harmonikuna
eins og nótur o.fl.
Fyrir landsmót SÍHU á Egils-
stöðum 1993 vorum við sem
sáum um undirbúning mótsins
sammála um að fá vel spilandi
ungmenni. Við leituðum til Ey-
þórs sem brást vel og fljótt við.
Hafði hann milligöngu um að fá
Tatu Kantomaa frá Finnlandi 19
ára, sem margir þekkja, enda
hefur hann leikið með fjölda tón-
listarmanna hér á landi eins og
Rússíbönum o.fl. Ásamt Tatu
kom einnig Daniel Isaksson frá
Svíþjóð 17 ára, einnig frábær á
nikkuna.
Eyþór samdi mikið af lögum
og sendi lög í flestar lagakeppnir
félagsins.
Fyrir utan að aðstoða okkur
Héraðsmenn fyrir landsmótið á
Egilsstöðum 1993 átti Eyþór
þátt í að fá listamenn á fleiri
landsmót í gegnum árin. Þar má
nefna Lars Ek, Nils Fläcke,
Anders Larsson, Anniku And-
ersson, Sigrid Öjefelt, Conny
Bäckström, Bröderna Färm og
Sören Brix.
Eins og sést af þessu áttu
harmonikufélögin og landssam-
bandið hauk í horni þar sem Ey-
þór var og er honum þökkuð öll
hans vinna og vinátta í gegnum
árin.
Að lokum þökkum við félagar
í HFH Eyþóri, sem var heið-
ursfélagi í Harmonikufélagi Hér-
aðsbúa, fyrir allt það sem hann
veitti okkur og félaginu.
F.h. Harmonikufélags Hér-
aðsbúa,
Jón Sigfússon formaður.
Eyþór H. Stefánsson
✝
Margrét Ei-
ríksdóttir
fæddist í Strand-
arhúsinu í Norð-
firði 25. mars 1929.
Hún lést á
hjúkrunardeild
FSN/HSA í Nes-
kaupstað 6. desem-
ber 2021.
Hún var dóttir
hjónanna Sigríðar
Einarsdóttur og
Eiríks Guðnasonar.
Gréta var elst í fjögurra
systkina hópi og eru þau hér
talin upp í aldursröð: Svan-
björg, f. 7. júlí 1931, d. 2009;
Ásmundur Guðni, f. 18. október
1941, lést aðeins þriggja ára
mannssyni í Hruna í Norðfirði
en þau giftu sig í september
1954 heima hjá prestinum séra
Inga Jónssyni. Maggi, eins og
hann var alltaf kallaður, lést 29.
nóvember 2001.
Börn þeirra urðu þrjú: 1) Ei-
ríkur Þór, f. 1954, kvæntur
Auði Hauksdóttur úr Reykja-
vík, eiga þau þrjú börn auk
fimm barnabarna. 2) Sjöfn, f.
1956, gift Matthíasi Sveinssyni
frá Akureyri og eiga þau þrjár
dætur saman en Matthías átti
eina dóttur fyrir. Barnabörn
þeirra eru níu. 3) Jóhanna Sig-
ríður, eða Hanna Sigga eins og
hún er ávallt kölluð, f. 1957,
gift Eyðun Simonsen frá Sand-
avági í Færeyjum. Eiga þau
fjóra syni og níu barnabörn.
Jarðarförin fór fram frá
Norðfjarðarkirkju 13. desem-
ber 2021.
gamall, og dreng-
ur, f. 15. júní 1946,
lést fljótlega eftir
fæðingu. Árið 1948
tóku foreldrar
Grétu Þórð Flosa-
son, dreng úr
næsta húsi, í fóstur
en hann hafði misst
móður sína af
barnsförum.
Drengurinn var
sóttur um leið og
að eigin sögn féll hann strax
inn í heimilismynstrið og var
þeim alla tíð sem sonur og í
huga Grétu var hann alltaf
Þórður bróðir.
Tuttugu og eins árs trúlofast
Gréta Magnúsi Halldóri Her-
Nú þegar ég kveð Grétu,
mína bestu vinkonu, kemur
margt upp í hugann. Það voru
mikil forréttindi að eiga vináttu
jafn heilsteyptrar konu og
hennar. Gréta vinkona mín var
fædd og uppalin í Neskaupstað.
Hún unni sínu byggðarlagi af
heilum huga og þar vildi hún
búa sér heimili og starfa. Hún
var mikil fjölskyldukona, elsk-
aði fólkið sitt og vildi allt fyrir
það gera. Hún uppskar eins og
hún sáði þegar aldur og veik-
indi sóttu að. Við Gréta kynnt-
umst við vinnu í frystihúsinu,
þar lentum við fyrir hreina til-
viljun saman á borði. Við vor-
um vinnufélagar í mörg ár og
unnum saman eins og einn
maður. Afköst okkar voru eftir
því. Það var ekki vandalaust að
vinna undir því álagi sem þar
var, því fengum við að kynnast
sem unnum við þá matvæla-
framleiðslu.
Þessi samvinna okkar leiddi
til gagnkvæmrar vináttu milli
fjölskyldna okkar. Gréta og
Maggi voru bestu vinir okkar
Lalla og minnist ég margra
góðra stunda með þeim hjón-
um. Ég vissi að ég gat alger-
lega treyst á Grétu vinkonu og
vona að hún hafi haft sömu til-
finningu gagnvart mér. Nú á ég
mikið af dýrmætum minningum
sem þessi tími skildi eftir hjá
mér. Við gerðum margt fleira
en að vinna saman. Við ferð-
uðumst saman ásamt eigin-
mönnum okkar, bæði innan
lands og utan, en mennirnir
okkar urðu mjög góðir vinir
líka. Við skemmtum okkur
saman í góðra vina hópi, fórum
sama á þorrablót og aðra þá
viðburði er boðið var upp á hér
í Neskaupstað. Og það var fjöl-
breytt sem boðið var upp á á
þeim tíma. Þetta allt var
dásamlegur tími. En upp úr
stendur vinátta okkar Grétu
sem aldrei bar skugga á. Mig
langar til að tileinka Grétu
brot úr ljóði sem heitir Norð-
fjörður og er eftir Þórarin Við-
fjörð.
Í stillum speglar lögur láð
sem líkast silki gulli stráð
er sólin glampar sjónum á
þér sýnir birtast þá.
Nú fagran sérðu fjallahring
er furðuverk skaparans allt í kring
það þykir bæði dáð og dyggð
að dýrka heimabyggð.
Tvö síðustu árin voru Grétu
þungbær vegna erfiðra veik-
inda. Þá var gott að eiga góð
börn og góða fjölskyldu. Ég
votta þeim öllum innilega sam-
úð mína. Ég þakka elsku Grétu
minni fyrir alla vináttu og bið
Guð að blessa minningu henn-
ar.
Jóhanna Ármann.
Margrét Eiríksdóttir
FALLEGIR LEGSTEINAR
Gleðileg jól
og farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á árinu
sem er að líða
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
INGIBJÖRG RAGNHEIÐUR
BJÖRNSDÓTTIR,
áður Ásenda 19,
andaðist sunnudaginn 19. desember.
Útförin verður gerð frá Bústaðakirkju
föstudaginn 14. janúar klukkan 13.
Jóhanna G. Linnet Kristján B. Ólafsson
Ragnheiður Linnet Runólfur Pálsson
Hrafnhildur Linnet Runólfsd. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
Ingibjörg Ragnheiður Linnet Herdís Ágústa Linnet
og barnabarnabörn
Okkar ástkæri eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi,
ANDRÉS PÉTUR JÓNSSON,
vélstjóri og verkstjóri,
til heimilis að Bárðarási 4,
Hellissandi,
lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands
föstudaginn 10. desember. Jarðarför verður auglýst síðar.
Bestu þakkir til starfsfólks HVE fyrir yndislega alúð og
umhyggju.
Jensína Guðmundsdóttir
Halldór Pétur Andrésson
Jón Bjarni Andrésson
Páll Andrésson Hekla Nordstrand
Halldóra Kristín Andrésd.
Atli Andrésson Marta Joy Hermannsdóttir
Alda Andrésdóttir Gunnar Örn Hjálmarsson
og fjölskyldur þeirra
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍN DAGMAR VALDIMARSDÓTTIR,
Fannborg 8, Kópavogi,
lést á heimili sínu föstudaginn
17. desember. Útförin fer fram frá
Kópavogskirkju þriðjudaginn 4. janúar klukkan 13. Í ljósi
aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur verða
viðstaddir útförina.
Ragnheiður K. Sigurðard. Jón Erlendsson
Helga Gróa Sigurðardóttir Jan Emil Bjerkli
Halldóra D. Sigurðardóttir Einar Vilhjálmsson
Guðrún M. Sigurðardóttir
Valdimar Sigurðsson
Elínborg Sigurðardóttir Arnar Geir Nikulásson
barnabörn og barnabarnabörn
Okkar ástkæra eiginkona, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
VÉDÍS BJARNADÓTTIR,
íþróttakennari
frá Laugarvatni,
lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands
á Húsavík mánudaginn 20. desember. Útförin fer fram frá
Húsavíkurkirkju fimmtudaginn 30. desember klukkan 14.
Útförinni verður streymt af facebook-síðu kirkjunnar.
Gestir vinsamlega framvísið hraðprófi við inngang.
Þökkum hlýhug og góðar kveðjur.
Vilhjálmur H. Pálsson
Þorbjörg Vilhjálmsdóttir Anna Karólína Vilhjálmsdóttir
Bjarni Páll Vilhjálmsson Elsa B. Skúladóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Vores kære far og farfar
Erik Teis Hansen
* 28. maj 1934
er gået bort den 20. december 2021
Benedicte og Frederik
Niels og Gunnar
Bisættelsen finder sted i Frederiksberg Kirke
tirsdag den 28. december kl. 13.30
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkar
samúð og hlýhug við andlát og útför elsku
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
HEBU ÁSGRÍMSDÓTTUR
ljósmóður,
Hamratúni 9, Akureyri.
Hallgrímur Skaptason
Skapti Hallgrímsson Sigrún Sævarsdóttir
Guðfinna Þóra Hallgrímsd. Sigurður Kristinsson
Ásgrímur Örn Hallgrímsson Lena Rut Birgisdóttir
Sólveig Hallgrímsdóttir Birgir Þór Jónsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ég kynntist
Björgvini Magnús-
syni í heimavistar-
skólanum Jaðri, þá var ég 11 að
verða 12 ára og var þar heilan
vetur því hann var skólastjóri
þar.
Eitt skiptið þurfti hann að fara
á fund. Hann hafði það fyrir sið
að lesa sögu á kvöldin en þennan
tiltekna dag þurfti hann að fara á
fund og gat ekki lesið fyrir okkur
kvöldsöguna. Hann spurði strák-
Björgvin
Magnússon
✝
Björgvin F.
Magnússon
fæddist 29. sept-
ember 1923. Hann
lést 13. desember
2021.
Útförin fór
fram 22. desember
2021.
ana sem með mér
voru í skólanum
hver gæti lesið sög-
una og þá var nafn
mitt nefnt. Þeir
vildu að ég læsi sög-
una því þeir sögðu
að ég léki með í
lestrinum!
Hann fékk mig til
að raða skónum
frammi í fatahengi
því ég gerði það svo
vel. Það var mjög gaman í skól-
anum hjá honum.
Mig langar að senda Eddu,
dóttur hans og Grétu konu hans
heitinnar, og öðrum í fjölskyld-
unni mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Kveðja,
Kristinn G.
Guðmundsson.