Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Sr. Sveinn Valgeirsson,
sóknarprestur í Dóm-
kirkjunni, og sr.
Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir, prestur í Nes-
kirkju, voru gestir Andrés-
ar Magnússonar í Dagmál-
um í fyrradag. Eðli máls
samkvæmt var þar rætt um
boðskap jólanna, kristni og
kirkju og er óhætt að mæla
með því samtali sem áskrif-
endur geta nálgast á mbl.is.
Rætt var um ástandið í
þjóðfélaginu um þessar
mundir, þar sem segja má
að kórónuveiran haldi öllu í
heljargreipum, ekki aðeins
vegna smita og veikinda
heldur einnig vegna þeirra
aðgerða sem gripið hefur
verið til af þeim sökum.
Þessu ástandi fylgir óhjá-
kvæmilega nokkur drungi
og dimma, ekki síst þegar
það fer saman við dimmasta
tíma ársins. En daginn er
reyndar tekið að lengja á ný
og Sveinn benti á að skila-
boð kristninnar inn í þetta
ástand væri vonin, vonin
sem birtist í því þegar Guð
gerðist maður og sýndi að
maðurinn á skjól hjá Guði.
Jafnvel þótt farið sé um
dimman dal, eins og Stein-
unn minnti á, þá er ekki
ástæða til að óttast neitt illt.
Þessi boðskapur skiptir
öllu máli þegar þjóðin – og
heimsbyggðin öll – þarf eina
ferðina enn að búa við frétt-
ir af vaxandi smitum, aukn-
ar hömlur og aukna smit-
hættu. Og þó að líkur standi
til að smit nú sé allt annað
og mun vægara en smit fyrir
ári eða svo, þá getur það
valdið ótta. Á slíkri stund er
gott að hafa eitthvað stærra
að halla sér að.
Kristni hefur verið með
landsmönnum frá því að
land byggðist. Þá er ekki
aðeins vísað til landnámsins
874 eða um það bil, því talið
er að kristnir menn hafi ver-
ið hér nokkru fyrir þann
tíma. Þetta munu hafa verið
írskir munkar, Papar, en lít-
ið er um þá vitað og örlögin
óljós. Í bók sinni Eyjan hans
Ingólfs víkur Ásgeir Jóns-
son meðal annars að Pöp-
unum og vísar til Ara fróða
um ferðir þeirra hingað og
dvöl, en Ásgeir efast um að
þeir hafi farið héðan eins og
Ari lýsir. Líklegra sé að þeir
hafi borið hér beinin.
Í sömu bók er fjallað um
aðra Íra sem hingað komu
og ætla má að hafi verið ófá-
ir, þó að eins sé um þá og
Papana að um það verður
aldrei hægt að vita með
fullri vissu hve margir land-
námsmanna komu þaðan. Þó
hefur löngum verið gert ráð
fyrir að allstór hópur hafi
flust frá Írlandi til Íslands
með landnámsmönnunum
en þá frekar sem þrælar eða
herfang en sem frjálsir
menn. Sumir þeirra hafa þó
hlotið frelsi eftir að þeir
komu hingað, sem betur fer.
Þeim írsku mönnum sem
hingað komu á landnámsöld,
meðal annars sem land-
námsmenn, mun hafa fylgt
kristni, eins og Ásgeir lýsir í
bók sinni. Og þetta virðist
raunar ekki hafa einskorð-
ast við írska menn, en svo
kann að vera að einhverjir
hinna kristnu hafi gengið af
trúnni og hafið að blóta í
þeim tilgangi að koma upp
því valdakerfi sem tíðkaðist
í heimahögunum. Þetta
kemur fram í fyrrnefndri
bók þar sem meðal annars
er minnt á kirkju á Esju-
bergi og kristilegt samfélag
sem virðist hafa verið frá
Kjós og upp á Skaga, svo
dæmi sé tekið.
Þetta virðist svo hafa fjar-
að út, eins og áður segir, og
blót og goðar tekið yfir þar
sem áður hafði verið reynt
að halda í kristni. Þetta
kann að eiga sinn þátt í því,
þó að aðrar kenningar séu
vitaskuld uppi, að rúmri öld
síðar, árið 1000, hafi kristni-
taka ekki verið jafn fjarlæg
Íslendingum og ætla mætti.
Um þetta verður aldrei
hægt að vita fyrir víst, en
umræðan er áhugaverð og
allt innlegg í hana þakkar-
vert.
Kristnin í landinu hefur
síðan að sjálfsögðu þróast
með tímanum og þar eru
siðaskiptin veigamest. Og
trúarlífið heldur áfram að
breytast en að mati prest-
anna tveggja í fyrrnefndum
þætti Dagmála hefur trúar-
þörfin ekki minnkað þó að
birting hennar kunni að
hafa breyst. Fleira tekur at-
hygli fólks nú en áður og
kirkjan þarf að hafa burði til
að bregðast við því og halda
úti öflugri þjónustu um allt
land. Þar hefur ríkisvaldið
skyldur við kirkjuna og þarf
að haga málum þannig að
kirkjan geti sinnt hlutverki
sínu. Þegar á reynir leitar
fólk til kirkjunnar og í ólgu-
sjó samtímans þarf kirkjan
að geta staðið sem sá klett-
ur sem henni er ætlað að
vera.
Gleðileg jól.
Gleðileg jól
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Rofaborg Svona gerum við er við teygjum okkar þvott, var sungið dátt og dansað með tilþrifum á litlu jólunum í leikskól
Morgunblaðið/Eggert
Sprellað Pottaskefill brá á leik þegar hann heilsaði upp á leikskólabörn í Þjóðminjasafninu 16. desember.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Samtal Jólakötturinn á Lækjartorgi ræðir hér við ungan dreng.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Jólaljós Fallegt er jólatré Húsvíkinga í ár.