Morgunblaðið - 24.12.2021, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 24.12.2021, Qupperneq 30
30 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021 Hæ sæti – hvað vilt þú borða! Bragðgott, hollt og næringarríkt Smáralind, Kringlunni, Spönginni, Reykjanesbæ og Akranesi – dyrabaer.is ÚTSÖLUSTAÐIR: Byko, Selfossi | Garðheimar | Heimkaup |Dýrabær Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Reyndu að sjá það góða í öðru fólki fremur en það slæma. Vertu ekki feimin/n við að segja skoðun þína. Taktu þér tíma til þess að íhuga stöðu þína í til- verunni. 20. apríl - 20. maí + Naut Eldmóður skiptir öllu máli þegar hvetja skal einhvern áfram. Haltu áfram leitinni að tilgangi lífsins. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Morgunstund gefur gull í mund og það getur reynst óvinnandi vegur að klára dagsverkið ef þú byrjar of seint. Kvöldið verður rómantískt. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Undanfarið finnst þér að sam- skipti þín og ástvinanna mættu vera betri. Ekki er allt gull sem glóir. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það eru ýmis mál sem þú þarft að fá á hreint til þess að eiga möguleika á að ná takmarki þínu. Vertu á varðbergi gagn- vart fólki er ekkert nema gagnrýnin. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Einhver reynir að halda í við þig þegar þú stikar áfram á þínum ofurhraða. Allt sem þú gerir virðist færa þér ham- ingju. 23. sept. - 22. okt. k Vog Viss vinur hefur hangið í þér undan- farið í gegnum endalaus símtöl, og þér finnst þú þurfa frið. Stundum þarftu að segja hingað og ekki lengra. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það er viðbúið að eitthvert daður verði í gangi næstu daga. Sam- starfsfélagar virða það sem þú segir vegna þess að það er skynsamlegt. Vertu uppörvandi í samskiptum við aðra. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Ígrundaðu samband þitt við peninga. Það er í góðu lagi að gera mis- tök. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Sköpun skiptir miklu máli. Ekki skjóta hugmyndir annarra strax í kaf. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Verkefni þitt er á góðu róli. Nú er rétti tíminn til að hlaða orkustöðvarnar fyrir næsta ár. Hvers kyns lærdómur eða rannsóknir munu verða þér til fram- dráttar. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það er aldrei of seint að læra og allt nám kemur þér til aukins þroska. Ekki horfa um öxl. Haltu áfram að hugsa um það sem koma mun fjölskyldunni best. hann unglingakennsluna undir sinn væng og stuðlaði að því að fjölmargir úr sveitinni fóru til náms. Atli bróðir var á þessum árum farinn á Laugar- vatn í menntaskólann og faðir minn hálfplataði mig til að fara þangað líka. Sagði sem svo við mig að ég gæti nú alveg látið bifvélavirkjunina bíða og klárað stúdentinn fyrst. Í þeirri forn- öld sem ég kem frá var enn djúp milli handverksmanna og stúdenta og eftir hafa týnt mér ofan í bókaskræðum og hippalegum partíheimi sá ég mig eins ofan í vatninu og eins og fyrir töfra lærdómsins sukkum við ekki. Annars man ég að móðir mín, sem hefur alla ævi verið mikil sundkona, var ekkert yfir sig hrifin af sundhæfi- leikum mínum og sendi mig þess vegna ítrekað á sundnámskeið í Hveragerði og ég fékk því að dvelja þar nokkrum sinnum í húsi afa og ömmu. Það voru dýrðardagar enda var hrifning mín á Bjarna afa mínum ómælanleg. Ég var rétt orðinn læs þegar hann kom að mér að stauta í einhverri unglingabók. Puh, hvað ert þú að lesa, lagsmaður, sagði þessi stóri og ólíkindalegi karl um leið og hann sló staf sínum þannig undir bók- ina að hún þeyttist úr höndum mér. Um leið greip hann til bunka af tíma- ritinu Íslensk fyndni og setti á sófa- borðið. Yfir þessu sátum við nafnar svo grafalvarlegir eilífðarstundir sem ég get enn horfið til í huganum. Á þessum dögum kenndi afi minn mér að vera skrýtinn og ég bý að þeirri kunnáttu enn þann dag í dag. Sund- list minni fór minna fram. Eftir barnaskóla ætlaði ég mér að verða bifvélavirki, ég hafði fengið ólæknandi ást á smurolíu og skrúfum þegar ég 14 ára eignaðist Hondu-- skellinöðrugarm. En á þeim sömu ár- um sveif mikil menntaalda yfir vötn- um í Biskupstungum, runnin undan rifjum Heimis Steinssonar skóla- meistara í Skálholti. Hann var ekki bara með lýðháskóla þar heldur tók B jarni Harðarson fæddist í Árnýjarhúsi í Hvera- gerði á jóladag 1961 en þegar hann var tveggja ára flutti fjölskyldan í Laugarás í Biskupstungum þar sem foreldrar afmælisbarnsins bjuggu fram á yfirstandandi öld. Fyrstu árin bjó fjölskyldan í gömlu húsi í Hvera- túni í Laugarási þar sem hænur áttu til að flögra inn um stofuglugga enda hafði húsið staðið ónotað um árabil áður en foreldrar Bjarna fengu það til íbúðar. Árið 1967 flutti fjölskyldan svo í nýbyggt íbúðarhús í Lyngási sem móðir Bjarna teiknaði en smiður við þá byggingu var einn þorpsbúa, Guð- mundur heitinn Indriðason. Laug- arásþorpið var á þessum árum í örum vexti, barnafjöldi mikill og margt brallað. Í kofum sem klambrað var saman úr gömlum glerkistum lásu ungir menn Andrésblöð á dönsku og rúlluðu sér pappavindla. Afgangar úr kofasmíðum fóru í vopnagerð og nokkrum sinnum mættust herir á heimreiðinni móts við Hveratún, grá- ir fyrir járnum, en mannfall var sjald- an svo að orð þætti á gerandi. Bjarni gekk í barnaskóla í Reyk- holti þar sem kenndu meðal annarra Vestmannaeyingurinn Þórarinn Magnússon skólastjóri og prestsfrúin í Skálholti, Anna Magnúsdóttir. „Þau voru bæði mjög minnisstæðir og fær- ir kennarar en jafnframt verðugir fulltrúar kalda stríðsins sem þá var í algleymingi, Þórarinn sem fulltrúi hins sovéska sósíalisma en frú Anna var óþreytandi að segja okkur hetju- sögur af Biblíusmyglurum og kúgun á kristnum mönnum austantjalds. Þurfti að bæta sundgetuna Mér er samt minnisstæðust frá þessum árum sundkennsla Þórarins. Hann var einhentur eftir að hafa misst hægri handlegg í slysi en þjálf- aði þá upp vinstri höndina svo með henni gerði hann allt það sem aðrir menn þurftu tvær hendur til og flest þó betur. Þórarinn gekk í svörtum jakkafötum og hægri ermi hans lá tóm ofan í vasa. Vinstri höndina og hægri fót notaði hann til þess að sýna okkur sundtökin þar sem hann stóð á sundlaugarbakkanum. Við gerðum ekki lengur gjaldgengan sem bif- vélavirkja. Sem var kannski ágætt en þetta var eina skiptið sem föður mínum tókst að plata mig, enda eiginlega ólíkt honum að gera svo- leiðis.“ Stofnaði Bændablaðið Bjarni útskrifaðist stúdent frá ML 1981 og gegndi þar ýmsum störfum í félagslífi. Hann las sagnfræði við Háskóla Íslands í fáein misseri en hóf störf við blaðamennsku 1982 og starfaði við hana og blaðaútgáfu óslitið fram til 2008. Á þeim árum stofnaði hann með fleirum Bænda- blaðið og síðar Sunnlenska frétta- blaðið auk þess að reka margskonar starfsemi í þágu fjölmiðlunar á Suð- urlandi. Þannig voru um skeið öll hin pólitísku kosningablöð í gamla Suð- urlandskjördæmi gefin út af Bjarna og fyrirtæki hans. Sjálfur sat Bjarni á Alþingi í fáein misseri en sagði fljótlega af sér þingmennsku og sneri sér aftur að útgáfustörfum á Selfossi. Árið 2006 opnuðu hjónin Elín og Bjarni Bókakaffið á Selfossi í hús- næði sem einnig hýsti Sunnlenska fréttablaðið. Þremur árum síðar seldu þau blaðareksturinn en bóka- búðinni og rekstri undir hennar merkjum hefur vaxið fiskur um hrygg. Þannig er verslunin nú rekin á tveimur stöðum, á Selfossi og í Ár- múla í Reykjavík, auk þess sem út- gáfuþátturinn hefur vaxið mikið síð- ustu árin. Útgáfubækur Sæmundar voru liðlega 30 talsins á yfirstand- andi ári og heldur fleiri árið á undan. Umsýsla og sala fornbóka hefur einnig farið vaxandi. Sem rithöfundur hefur Bjarni gef- ið út tíu bækur, þar af sjö skáldsög- ur, eitt greinasafn, eina sögulega króníku úr Biskupstungunum og er þá ótalin fyrsta bókin sem var þjóð- sagnasafn úr Árnessýslu. Áhugamál afmælisbarnsins eru fjölmörg og um árabil ferðaðist hann um hálendið á mótorhjóli. Seinni árin hafa fjallgöngur og fundir með barnabörnum tekið mikið af þeim frítíma sem ekki fer í bóklestur. Þá hefur afmælisbarnið stundað ferða- lög um lönd og álfur, utan alfara- vega, um áratugi. Bjarni Harðarson bóksali – 60 ára Ljósmynd/Egill Bjarnason Utan alfaravega Bjarni á ferðalagi um Vesturfjöllin í Eþíópíu. Lærði að vera skrýtinn í Hveragerði Ljósmynd/Martin Poloha Hjónin Við móttöku menningar- verðlauna Árborgar 2021. Demantsbrúðkaup Mosfellsbær Eins árs afmæli á í dag Elvar Atli. Hann fæddist 24. desember 2020 í Reykjavík og vó við fæðingu 3.375 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Sæunn Björk Pétursdóttir og Geir Þórir Valgeirsson. Nýr borgari Heiðurshjónin Pétur Garðarsson, fyrrverandi skólastjóri, og Guðrún Elísabet Friðriksdóttir ljósmóðir fagna 60 ára brúðkaupsafmæli 26. desember. Fjölskyldan óskar þeim hjartanlega til hamingju með demantsbrúðkaupið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.