Morgunblaðið - 24.12.2021, Síða 35

Morgunblaðið - 24.12.2021, Síða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021 Ragnheiður Birgisdóttir ragnheidurb@mbl.is Einn Íslendingur stóð í Tómasar- kirkjunni í Leipzig á föstudaginn langa vorið 2020 og söng Jóhann- esarpassíu Bachs, nokkuð sem hefð er fyrir að stór kór, hópur einsöngv- ara og hljómsveit flytji. Þetta var ótrúleg stund, sem streymt var heim í stofu hjá fólki um allan heim og vakti mikla hrifningu á annars nokk- uð óhugnanlegum óvissutímum. Covid-faraldurinn var kominn til að vera og í samkomubanni var leit- að til þessa Íslendings, söngvarans Benedikts Kristjánssonar, og tveggja samstarfsfélaga hans sem höfðu útsett verkið fyrir einn söngv- ara og tvo hljóðfæraleikara. Þar með var rofin 150 ára hefð fyrir því að Jóhannesarpassían sé flutt á föstu- daginn langa af drengjakór Tóm- asarkirkju, sem var stofnaður árið 1212. Aðeins einu sinni áður á þess- um 150 árum hefur verið brugðið út af vananum, það var í síðari heims- styrjöldinni þegar kórinn flutti pass- íuna annars staðar í borginni, í felum fyrir sprengjuregni. Benedikt var gestur í Dagmálum og sagði frá þessu Jóhannesar- passíuævintýri ásamt því að hann rak það hvernig leiðin lá frá Grenj- aðarstað í Aðaldal, í Menntaskólann við Hamrahlíð, yfir í óperuheiminn í Berlín og svo loks heim til Íslands á ný, á Akranes nánar tiltekið. Eftir mörg ár í Berlín, þar af sjö ára söngnám og síðan spennandi söngferil, er hinn 34 ára Benedikt fluttur heim til Íslands. Ástæðuna segir hann vera að hann hafi viljað vera nær sjónum. „Ég er mjög háð- ur sjónum og það er mjög erfitt að búa í þrettán eða fjórtán ár mjög langt frá sjónum. Á Íslandi býr mað- ur yfirleitt ekki mjög langt frá sjón- um og núna bý ég ekki nema um 150 metra frá honum,“ segir hann. „Ég hef annars enga tengingu við Akra- nes. Mig langaði bara ekki að búa í Reykjavík og foreldrar mínir búa í Hvalfirði, þannig að þetta er svona mitt á milli.“ Ferðalögin eru vissu- lega lengri þegar hann þarf að syngja á tónleikum á meginlandinu. „En þetta er bara allt þess virði. Og svo auðvitað skipulegg ég ferðirnar mínar betur.“ Hann forgangsraðar og fær meiri tíma heima með fjöl- skyldunni. Morgunblaðið/Hallur Söngvarinn Benedikt Kristjánsson, gestur Dagmála, sagði frá ævintýra- legum tónleikum sínum í Tómasarkirkju í Leipzig í miðju samkomubanni. Óraði ekki fyrir þessum viðbrögðum - Tenórinn Benedikt Kristjánsson AF TÖFRUM Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Fjórðu og síðustu bókarinnar í Seiðmanna-flokknum eftir Cressidu Cowell hefur verið beðið með mikilli óþreyju á heimili undirritaðrar. Angústúra gaf út fyrstu bókina, sem nefnist einfaldlega Seiðmenn hins forna, á íslensku árið 2018, aðeins ári eftir að hún kom út í Bretlandi. Þá þegar var ljóst að hér væri spennandi og vandaður bóka- flokkur á ferðinni úr smiðju Cowell sem bæði skrifar og teiknar söguna. Í framhaldinu hefur ein bók fylgt á ári, það er Töfrað tvisvar (2019) og Barið þrisvar (2020) og nú er loks komin Að eilífu, aldrei. Sonurinn á heimilinu var aðeins átta ára þegar fyrsta bókin kom út á íslensku í frábærri þýðingu Jóns Stefáns Kristjánssonar sem leikið hefur sér að því að finna upp ný orð yfir ýmsar þær furðuverur sem í söguheiminum búa. Framan af buðu bækurnar upp á allnokkra tungu- brjóta sem reyndust skemmtileg áskorun í upplestri, en eftir því sem á flokkinn hefur liðið virðist þeim hafa fækkað – nema móðurinni hafi ein- faldlega farið svona mikið fram. Þó sonurinn sé löngu orðinn fær um að lesa bækurnar sjálfur og búinn að endurlesa þær nokkrum sinnum (en hver bók er tæplega 400 blaðsíður) naut hann þess að hlusta á nýjustu bókina sem kvöldsögu. Eini vandinn var að framvindan var svo spennandi að hann barðist við að halda sér vak- andi til að missa ekki af neinu. Þá er líka vissara að missa ekki af mynd- efninu sem leikur afar mikilvægt hlutverk í lestrarupplifuninni. Sem fyrr gerist sagan á Bret- landi á járnöld og hverfist um ung- lingana Xar, son Seiðvalds konungs seiðmenna, Ósk, dóttur Síkóraxar, drottningar stríðsmanna, og Kuta, líf- vörð Óskar. Þó seiðmenni og stríðs- menn séu óvinaþjóðir hafa ungmenn- in í raunum sínum komist að því að eina leiðin til að sigra sameiginlega óvininn sé að vinna saman. Í aðdrag- anda lokaorrustunnar við nornakóng- inn hræðilega spyr Xar sig hvort hann verði nógu góður, Ósk hvort hún verði nógu sterk og Kuti hvort Brögðóttar sögur Vinátta Xar, Kuti, Perdíta og Ósk horfa á Trítildjús sem flýgur glaður um. hann verði nógu hugrakkur. Að end- ingu verður þó ljóst að ástin er sterk- asta aflið og að sönn ást varir að eilífu. Að eilífu, aldrei er frábær loka- kafli í vel heppnuðum fjórleik um töframátt vináttunnar, hugrekkisins og kærleikans. Til að fá sem mest út úr lestrarupplifuninni mælir undirrituð með að lesa bókaflokkinn í heild sinni, því án forsögu og endaloka vantar mikilvæga búta inn í heildarmyndina. Með öll púslin á hendi verða örlög per- sóna áhugaverðari og það snertir les- endur dýpra þegar ein söguhetjan læt- ur lífið á voveiflegan hátt. Hinn alvitri og brögðótti sögumaður bókaflokks- ins, sem notið hefur nafnleyndar fram til þessa, stígur loks fram í eftirmála síðustu bókar með áhugaverða hug- vekju. Rúsínan í pylsuendanum felst hins vegar í stórskemmtilegri og frjórri tengingu höfundar milli ung- mennanna þriggja og nokkurra af þekktustu persónum enskra ridd- arasagna frá 12. öld, sem stækkar heildarmyndina svo um munar. Sam- veran með Ósk, Xar, Kuta, Trítildjús, Perdítu, Kalíbrann, Seiðvaldi, Síkórax og öllum hinum hefur verið stór- skemmtileg á síðustu árum og öruggt að bækurnar fjórar verða lesnar aftur og aftur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.