Morgunblaðið - 24.12.2021, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 24.12.2021, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021 Fyrir ári voru landsmenn sendir inn í jólakúlu svonefnda, þegar fleiri en 10 máttu ekki koma saman. Núna er staðan ekki mikið betri, 20 manna samkomubann næstu þrjár vikur eða svo. Kórónuveiran hefur sett mark sitt á aðventuna, þar sem jólaskemmtanir hafa verið fámenn- ar eða þeim aflýst. Litlu jólin í skólum landsins hafa verið með öðru og hófstilltara sniði. Jólasveinar hafa þó látið sjá sig, enda létu þeir ekkert af árlegri ferð sinni til byggða fyrir jólin. Sótt- varnalög hafa ekki lagt bann við því að setja skóinn út í glugga og fá einhvern glaðning frá þeim rauð- klæddu. Þrátt fyrir allt ríkir jólaandinn í hjörtum barnanna og allra annarra landsmanna. Pakkar verða opn- aðir, kveikt á kertaljósum og allt að 20 geta dansað í kringum jólatréð. Morgunblaðið/Eggert anum Rofaborg í Reykjavík. Morgunblaðið/Eggert Hringekja Alba Davíðsdóttir mætti með jólahúfu í hringekjuna í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og skemmti sér með vinkonum sínum, Sögu Einarsdóttur, lengst til vinstri, og Lóu Mercado Guðrúnardóttur. Opið verður í garðinum í dag, aðfangadag, og á morgun, jóladag, frá kl. 10-16 en veitingasala lokuð. Morgunblaðið/Óttar Geirsson Söngur Lúsíukór gladdi viðskiptavini IKEA á aðventunni með fallegum söng að sænskum sið. Morgunblaðið/Eggert Halló! Spilaðu nú eitthvað skemmtilegt, gæti þessi ágæti drengur hafa spurt píanóleikarann sem lék undir með jólasveininum sem heimsótti Þjóðminjasafnið á aðventunni. Morgunblaðið/Eggert Tilþrif Uppi á stól stendur mín kanna, söng sveinki með nemendum í 3. bekk Melaskóla. Jólaskemmtanir í skugga veirunnar Morgunblaðið/Eggert Jólasveinn Kertasníkir er síðastur jólasveinanna til að láta sjá sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.