Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 4
4 FRÉTTIR
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021
Marteinn. Færeyingar og Íslend-
ingar eru um 90% viðskiptavina og
skiptist sá hópur nokkuð jafnt milli
þjóðerna. Svo er tíundi hluti við-
skiptavinanna Grænlendingar. Þeir
koma aðallega til að kaupa harðfisk,
súpukjöt, svið og grálúðusteikur.
Icefood selur einnig bjór og sterka
drykki frá Færeyjum og Íslandi.
„Við erum með íslenskan bjór, meðal
annars frá Einstök, brugghúsinu
Borg og jólabjór frá Egils. Svo erum
með íslenskt brennivín, Reyka vodka
og fleira. Líka færeyskt brennivín
frá Einar‘s og bjór frá Førøya Bjór,“
sagði Marteinn. Áfengið er keypt af
dönskum umboðsmönnum framleið-
enda. En eru einhverjar hánorrænar
matvörur sem ekki má flytja til Dan-
merkur?
„Ég get ekki flutt inn hvalkjöt.
Það er bannað,“ sagði Marteinn. Það
er þó látið óátalið þótt súr hvalur
slæðist með þorramatnum. „Þegar
jólin eru búin tekur þorrinn við. Svo
koma páskarnir og þá þurfa allir Ís-
lendingar að fá páskaegg. Það selst
mikið af þeim,“ sagði Marteinn. Áður
en kórónuveirufaraldurinn skall á
var sumarið rólegasti árstíminn í
versluninni.
„Þá fóru allir Íslendingar heim líkt
og Færeyingar einnig. Svo fengu
margir gesti að heiman og fengu
þannig vörur að heiman. Þetta
breyttist síðustu tvö sumur. Þá jókst
salan mikið í búðinni því enginn
komst eitt eða neitt vegna kórónu-
veirunnar,“ sagði Marteinn.
metrar en við erum með um 750
vörunúmer. Við erum með mikið af
íslensku sælgæti, fisk, lambakjöt og
margt fleira sem fólk þekkir og
saknar að heiman,“ sagði Marteinn.
Fyrir Þorláksmessu var hægt að fá
kæsta tindabikkju og saltaða og
kæsta skötu. Daginn fyrir Þorláks-
messu var eftir einn pakki af hnoð-
mör en hamsatólgin var uppseld.
Enn var hægt að fá færeyskan
garnamör sem er eins og bragðmikill
hnoðmör.
„Ég er búinn að vera hérna í 7-8
ár. Í ágúst á næsta ári verða sex ár
síðan við opnuðum búðina,“ sagði
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Hangikjöt, grænar baunir og malt
og appelsín er vinsælast núna. Ís-
lendingarnir verða að fá það fyrir
jólin,“ sagði Marteinn Hendriksson
frá Flateyri sem á verslunina Ice-
food við Ørestads Boulevard í Kaup-
mannahöfn, ásamt eiginkonu sinni
Mörnu Olsen frá Færeyjum og syni
þeirra, Óla Marteinssyni. Marna og
Óli sjá um daglegan rekstur.
Búðin er á milli verslanamiðstöðv-
anna Fields og Bella Center sem
margir kannast við. Þar geta Íslend-
ingar, Færeyingar og Grænlend-
ingar sem sakna bragðsins að heim-
an fengið ýmislegt sem gleður
bragðlaukana.
Marteinn sagði að Færeyingar
séu ekki jafn fastheldnir á jólamat og
Íslendingar. Íslendingarnir verði að
fá hangikjöt með blöndu af maltöli og
appelsíni á jóladag. Eins selja þau
bæði steikt og ósteikt laufabrauð og
grænu baunirnar frá ORA. Nú fyrir
jólin seldu þau 7-8 þúsund dósir af
malti og appelsíni og á Þorláksmessu
var beðið eftir enn einu brettinu svo
Íslendingar á danskri grund gætu
fengið jóladrykkinn ómissandi. Fær-
eyingar fá sér til hátíðabrigða allan
ársins hring rastkjöt, það er sigið
lambakjöt, og skerpukjöt sem er
vindþurrkað lamb. Verslunin er í
samstarfi við Færeying sem útvegar
henni þessar kræsingar.
„Búðin er ekki nema 60-70 fer-
Morgunblaðið/Guðni Einarsson
Icefood Marna Olsen, Óli Marteinsson og Marteinn Hendriksson, kaupmenn í Icefood-versluninni í Kaupmannahöfn.
Íslenskar kræsingar
í Kaupmannahöfn
- Íslendingar verða að fá hangikjöt og malt og appelsín
Íslenskt Hluti af íslenska sælgæt-
inu í Icefood í Kaupmannahöfn.
Skipslíkön á Glerártorgi á Akureyri
hafa vakið athygli og áhuga gesta og
gangandi undanfarna daga. Það er
Elvar Þór Antonsson frá Dalvík
sem hefur smíðað líkönin og er elsta
líkan sýningarinnar smíðað 1998 og
er það af Akureyrinni EA.
„Þetta átti fyrst að vera á sjó-
mannadegi, en það var svolítið mikið
bras að koma þessu saman bara fyr-
ir einn dag. Þá kom hugmyndin að
setja þetta upp á aðventunni þegar
sjómenn væru komnir heim og allir
gætu séð þetta,“ segir Elvar.
Hann kveðst hafa fyrst haldið að
sýningin myndi höfða til karla um
fimmtugt og eldri. „Niðurstaðan er
alls ekki sú, heldur er fólk að koma
á öllum aldri og það sem vekur enn
meiri athygli mína er að stelpur eru
ekki síður áhugasamar en strákar.“
Elvar var sjómaður í fimmtán ár
og segist hafa fengið áhuga á að
prófa að smíða líkan af Akureyrinni.
„Það gekk svona fjári vel að líkanið
var selt áður en ég var búinn með
það og prýðir nú stofu heimilis í
borginni,“ segir hann. Eftirspurn
eftir skipslíkönum hefur aukist ár
frá ári og kveðst Elvar hafa ákveðið
fyrir þremur árum að slá til og láta
reyna á að lifa af smíðunum. „Enn
er eftirspurnin það mikil að maður
er bara uppbókaður ár fram í tím-
ann.“
Elvar segir algjör forréttindi að
geta lifað af áhugamálinu og að það
sé gaman að fá tækifæri til að sýna
afraksturinn þar sem þó nokkur ein-
vera fylgir starfinu, en smíðin fer
fram í vinnustofu á heimili Elvars á
Dalvík. Sýningin var opnuð 11. des-
ember og mun standa fram í janúar.
gso@mbl.is
Morgunblaðið/Þorgeir
Skip Áhugasamir skoða líkanið af Hákoni EA sem Gjögur gerir út.
Skipin vekja áhuga
- Sýning skipslíkana á Glerártorgi
- Ekki bara fyrir miðaldra karla
Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is
Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta
Sérhæfð þjónusta fyrir
Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992
544 5151
tímapantanir
Inga Þóra Pálsdóttir
ingathora@mbl.is
Regluverkið í kringum tjónabíla er
ófullnægjandi. Eigendur slíkra bíla
lenda í því að ekki hafi verið gert við
bílinn eftir tjónið á tilskilinn hátt og
verða því fyrir fjárhagstjóni. Málið er
mikið öryggis- og neytendamál. Þetta
segja framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og
framkvæmdastjóri þjónustusviðs BL.
Ingþór Ásgeirsson, framkvæmda-
stjóri þjónustusviðs BL, hefur verið
að rýna og kortleggja málið þar sem
verkstæði BL hefur fengið til sín
tjónabíla þar sem eigendur eru ómeð-
vitaðir um ástand bílsins sem hefur
ekki verið gert við samkvæmt stöðl-
um framleiðanda.
„Við höfum fengið tilvik þar sem
tjónabíllinn hefur verið innan ábyrgð-
artíma framleiðandans og fólk talið að
það væri að fara með bílinn í ábyrgð-
arviðgerð á ákveðnum hlutum en sit-
ur svo uppi með bíl sem þarf að skipta
um mjög dýra hluti í og það er engin
ábyrgð þar sem bíllinn er tjónabifreið
sem var ekki rétt gerð upp. Þá situr
eigandinn uppi með skaðann, þetta er
stórt neytendamál,“ segir Ingþór í
samtali við Morgunblaðið.
Hann segir auðvelt að komast upp
með að fylgja ekki stöðlum framleið-
anda. „Þegar gert er við bíla á verk-
stæðum í gegnum tryggingafélag
þarf að leggja fram reikninga og sýna
myndir sem sanna að allt hafi verið
gert eftir réttum ferlum. Hins vegar
ef bílar eru seldir á uppboði dugar að
senda afskráningu á Samgöngustofu
fyrir ökutækinu, en enginn veit hvað
var gert við og skipt um, t.d. hvort
loftpúðarnir og allir skynjarar séu til
staðar.“
Bæði erlendir og innlendir
aðilar sem fikta í bílunum
Ingþór segir mikið um útflutning á
tjónabifreiðum og að gert sé við þá
ytra eða þeir fari í partasölu en sömu-
leiðis að íslenskir aðilar taki það í sín-
ar hendur. Hann segir jafnframt tíðk-
ast að bílar fái skráningu frá aðilum
með burðarvirkisvottorð til að geta
skráð bílinn aftur á götuna þar sem
liggja þarf fyrir að bíllinn hafi farið í
viðgerð.
„Það er ekki hægt að fá skrán-
inguna nema það sé verkstæði sem
vottar það. Við höfum þó séð dæmi
um að menn hafi keypt slíka skrán-
ingu þótt það hafi ekki verið sama
verkstæði og gerði við bílinn.“
Félag íslenskra bifreiðaeigenda
mun funda með stjórnvöldum á nýju
ári um regluverkið í kringum tjóna-
bíla. „Við fundum með Samgöngu-
stofu og Neytendastofu strax á nýju
ári upp á að reyna að finna flöt til að
skerpa á þessum reglum. Það væri
eðlilegt að það væri eitthvert reglu-
verk í kringum þetta þannig að það sé
tryggt að bílar sem eru illa farnir fari
ekki aftur í umferð,“ segir Runólfur
Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags
íslenskra bifreiðaeigenda.
Breyta þurfi reglum um tjónabíla
- Fylgja ekki stöðlum bílaframleiðenda - Nýir eigendur ómeðvitaðir um ástand tjónabílsins - Stórt
umferðaröryggis- og neytendamál - FÍB fundar með Samgöngustofu og Neytendastofu á nýju ári
Runólfur
Ólafsson
Ingþór
Ásgeirsson