Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 26
Það er eðlilegt að
syrgja hina látnu, en
þegar maður týnir
manneskjunni sem
maður elskar í mann-
eskjunni sem hún er
orðin – hvers konar
sorg er það? Þegar
maður hættir að sakna
einhvers þegar hann er
annars staðar og byrjar
að sakna hans um leið
og maður sér hann –
hvers konar missir er það? Getur
maður hætt að þekkja þann sem mað-
ur þekkir best? Getur verið að ein-
staklingar séu ókunnugir í eðli sínu
og hvert einasta samband sé end-
urtekið ferli til að átta sig á því? Af
hverju er þetta svona stór tilfinning?
Ástin og kapítalisminn eiga það
sameiginlegt að það er auðveldara að
ímynda sér endalok heimsins en að
ímynda sér heiminn án þeirra. Við
mælum hamingjuna út frá þeirra
gildismati og skipuleggjum framtíð-
ina út frá þeirra regluverki. Skiln-
ingur okkar fylgir þeirra lögmálum;
draumar okkar eru á
þeirra tungumáli. Ástin
er eins og kapítalism-
inn; áttaviti sem bendir
okkur á það sem við vilj-
um. En ólíkt kapítal-
ismanum er stundum
eins og áttaviti ást-
arinnar standi í stað og
sýni okkur einungis það
sem við vildum einu
sinni.
Ástin er ekki með
kennitölu, nafn eða
heimilisfang. Ástin er
ekki símanúmer sem þú getur blokk-
að eða nafn sem þú getur strokað út
af dyrabjöllunni. Ástin er eins og
Guð; hún lifir handan líkamlegra
marka þótt okkur hætti til að tengja
hana við ákveðinn einstakling með
nafn og kennitölu og heimilisfang og
netfang og símanúmer og reiknings-
númer og bílnúmer og kortanúmer
og önnur númer sem einu sinni voru
mikilvægar staðreyndir í lífinu og
ekki lengur. Ástin er ekki nostalgían
sem vefur sig skrautlega utan um
minningarnar svo fortíðin líti út fyrir
að vera fallegri en nútíðin. Ástin býr
ekki lokuð og læst í líkama þess sem
við elskuðum einu sinni. Ástin er eins
og tónlistin; alls staðar og hvergi;
óstöðvandi þegar við finnum okkur
dansandi í takt við aðra og guð-
dómleg þegar við leyfum henni að
bergmála innra með okkur. Ástin er
eins og bitcoin; ófyrirsjáanleg og
traustvekjandi í senn.
Lífið eftir ástina er einangruð leit
að nýju upphafi. Fyrst er hún von-
laus, síðan óbærileg, síðan skelfileg,
síðan leiðinleg, síðan tilgangslaus, en
svo – skyndileg, spennandi, stórkost-
leg, undursamleg, dýrðleg.
Það er erfitt að elska aðra og
ómögulegt að gera það ekki. Við er-
um alltaf annaðhvort ástfangin eða í
ástarsorg – allt annað er útúr-
snúningur.
Útreiknuð rómantík
Eftir Ernu Mist » Ástin er eins og
bitcoin; ófyrir-
sjáanleg og traust-
vekjandi í senn.
Erna Mist
Höfundur er listmálari.
ernamist@ernamist.net
V
ið að-
ventu-
messu í
Búrfells-
kirkju á dögunum
vitnaði ég í bréf
Páls postula og
lagði talsvert upp
úr því sem hann
hafði sagt um
komu Drottins. Í upphafi mess-
unnar kveiktu fjögur börn hvert
á sínu kerti á aðventukrans-
inum. En þau fylgdust líka
mjög vel með. Við kirkjudyr
sagði drengurinn sem kveikt
hafði á hirðakertinu að hann
héti líka Páll. Allt í boðskap
jólanna talar einmitt þannig
beint til hjartans
og þessi kynning
náði beint í hjarta
mitt og gladdi
mig.
Guð gefi þannig
sanna jólagleði og
ljós inn í ótrúlega
snúnar aðstæður
sem eru þessi
misserin í heim-
inum. Það er gott
að finna það í
fagnaðarerindinu um Jesú Krist
að Guð er aftur og aftur að tala
inn í aðstæður þessa heims.
Hann talar líka með rödd
barnsins og orðum sakleysingja.
Á sama tíma er okkur öllum
ljóst að spekin sem lýsir af orð-
um Guðs og spekin sem spegl-
ast af verkum hans er af öðrum
heimi. Þetta er mikilvægt atriði
í lífi þeirra er trúa enda trúa
þau á þann sem er æðri en þau
sjálf. Guðstrúin talar hreina og
beina leyndardóma inn í okkar
heim en vegna viðburða jólanna
vakna þessir leyndardómar til
lífsins og við sjáum hvað það er
djúpur veruleiki.
Við getum ekki tekið því sem
sjálfsögðum hlut að allir heyri
og sjái þetta undur sem við
köllum leyndardóma jólanna.
En ég hygg að þótt við sjáum
það ekki alveg nógu skýrt með
augunum eða heyrum það nógu
vel með eyrunum hafi ótal
mörgum hlotnast að skynja
þennan leyndardóm í hjartanu.
Þess vegna breyta jólin svona
miklu í lífi svo
margra. Ef við lít-
um á orð Páls
postula kemur
þetta fram í lífi
okkar allra sem
elska Guð. Það er
falið í jólaguð-
spjallinu með orð-
unum: „… og frið-
ur á jörðu með
þeim sem hann
hefur velþóknun
á.“ Af því má ætla
að Guð hafi vel-
þóknun á þeim sem elska hann
eða í það minnsta vilja að hann
snerti þá strengi í hjarta sínu
sem kveikir sannan jólafrið og
ljós af þessari speki sem þarna
liggur dulin.
Þrettándi dagur jóla nefnist
birtingarhátíð af því að þá birt-
ist í lotningu vitringanna hver
Jesús var í raun og
veru. Sagt er þar
að María hafi
geymt það í hjarta
sínu. Eftir að Krist-
ur reis upp og sigr-
aði myrkur og
dauða og alla áþján
mannkyns eru jólin
orðin að einni
bjartri birtingar-
hátíð í heiminum
okkar. Við sjáum
öll hver hann er og við geymum
það öll í hjartanu þótt það hafi
verið birt opinberlega á hverju
ári í tvö þúsund ár. Þess vegna
skynjum við það betur en við
heyrum og sjáum. Á jólum
þurfum við ekki aðeins að lofa
Guð og vegsama hann fyrir ljós
og frið og ómælisdjúp kærleika
hans heldur þurfum við að lofa
honum að hleypa skynjun okkar
alla leið að hjartanu. Með aug-
um hjartans og í ljósi kærleika
hans getur okkur auðnast sú
andagift að sjá jafnvel í þessi
djúp Drotttins sem Páll er að
tala um í bréfi sínu til safnaðar-
ins í Kórintu. Komi jólin með
trú, von og kærleika Guðs og
lofi hann okkur að sjá í djúpinu
sínu ómælanlega visku sem í
kærleika hans er fólgið. Breið-
ist sá boðskapur út um alla jörð
með réttlæti, friði og sönnum
anda jólanna.
Guð gefi þér gleðileg jól!
Kirkjan til fólksins
Altaristafla Nínu Tryggvadóttur í Skálholtskirkju.
Það sem gleður
hjartað
Eftir Kristján
Björnsson
Höfundur er vígslubiskup
í umdæmi Skálholts.
Það er gott
að finna það í
fagnaðarerindinu
um Jesú Krist að
Guð er aftur og
aftur að tala
inn í aðstæður
þessa heims.
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021
Hátíð Guðs er heilög fyrir mönnum,
heimur fagnar, barn í jötu liggur.
Er fjárhirðarnir fylgdu boðskap sönnum,
frá Betlehem, nú heimur glaður þiggur.
Aftur fáum hátíð helga á ný,
Hún oss veiti gleði og frið í sinni.
Í kristnum heimi fáum fagnað því,
að færa jólin allri heimsbyggðinni.
Á helgri nóttu fæddist frelsarinn,
fögnuð okkur hugsun öll sú veitir.
Að vita það að hann er þinn og minn,
þannig okkur leiðsögn öllum veitir.
Allt sem okkur gefið hefur Guð;
gæsku, trú og von og jöfnuð manna,
Sú hugsun fæst víst aldrei fullkomnuð,
fyrr en virðum trúna hreina og sanna.
Brátt er jólin ganga hér í garð,
gleði látum ríkja, þessa daga.
Munum að í Kristi eigum arð,
öll við megum lærdóm af því draga.
Því Jesús Kristur kemur nú til þín,
með kærleik sinn og boðar ást og frið.
Í birtu jóla heilög hátíð skín,
hjá öllum þeim er taka honum við.
Um sérhver jól er Jesús gestur þinn,
er jólaklukkur hringja kvöldið inn.
Nærveran og nálægð við þá stund,
hún nægir þér að eiga þennan fund
Hann sem barn þér boðar kærleik sinn
í birtu jóla gleðin fær að skína.
Þitt hjarta fagnar fyrir boðskapinn,
sem fyllir kærleik alla vitund þína.
Með jólin til þín Kristur kemur enn,
kveikir jólaljós í döprum hjörtum.
Fæðing hans var fyrir alla menn,
friður hans í kærleika svo björtum.
Ljósið á að minna menn á jörð,
á mildi Guðs í fæðing einkasonar.
Guði ávallt þökkum þessa gjörð,
því eru jólin hátíð ljóss og vonar.
Gef þú Drottinn Guð oss jólafrið,
gleði láttu ríkja næstu daga.
Gef að heilög hátíð staldri við,
í hugum okkar lifi falleg saga.
Lát oss Jesúbarn í jötu finna,
játum Krist er heimi vonir færir.
Heilög jólin okkur á hann minna,
og sjálfur Guð í anda okkur nærir.
Sigurður Rúnar
Ragnarsson
Aftur fáum hátíð helga á ný
Jólasálmur 2021
Höfundur er
prestur emeritus.
Áður sóknarprestur í
Norðfjarðarprestakalli.
Um þessar mundir
fer fram umræða um
fjárlagafrumvarp ársins
2022 á Alþingi. Samtök
áhugafólks um áfengis-
og vímuefnavandann,
SÁÁ, sendu inn umsögn
um frumvarpið þar sem
þau lýstu yfir miklum
áhyggjum af framlögum
til sín. Að mati samtak-
anna er fólki með fíkn-
isjúkdóma ekki tryggð nauðsynleg
heilbrigðisþjónusta, en stór hluti
rekstrar SÁÁ er greiddur með söfn-
unarfé. Vegna takmarkana sem ríkið
hefur beitt til að vernda líf og heilsu
fólks gagnvart Covid-19 hefur SÁÁ
ekki getað treyst á frjálsa fjáröflun.
Það leiddi til þess að 455 færri inn-
lagnir en ella urðu á árinu 2020. Þeir
sjúklingar urðu margir hverjir af lífs-
bjargandi meðferð. Í umsögn SÁÁ
kemur fram að um 600 manns bíði
eftir að komast í meðferð á sjúkra-
húsið Vog. Á meðan sjúklingarnir
bíði, versni vandinn og fjölskyldur
þeirra líði kvalir. Biðin valdi ótíma-
bærum dauðsföllum og þjáningum.
Samtökin lýsa yfir sér-
stökum áhyggjum af
fjárskorti vegna með-
ferðar á ópíóíðafíkn, en
vandinn vegna mis-
notkunar ópíóíða er
vaxandi og dauðsföllum
vegna ofskömmtunar
fer fjölgandi.
Tillögur meirihluta
fjárlaganefndar um 120
m.kr. viðbótarframlag
til SÁÁ eru því
ánægjulegar og skref í
rétta átt. Sama máli
gegnir um tillögur meirihlutans um
48 m.kr. framlag til reksturs Hlað-
gerðarkots og um 30 m. kr. framlag
til að vinna gegn fíknisjúkdómum.
Það eru sömuleiðis góð skilaboð frá
meirihlutanum þegar lagt er til að
heilbrigðisráðuneytið nýti framlagið
til samningagerðar við frjáls félaga-
samtök sem hafa að markmiði að
vinna gegn fíknisjúkdómum.
Það hefur orðið mikilvæg viðhorfs-
breyting og nálgun í samfélaginu í þá
átt að fíknisjúkdómar eigi að vera
meðhöndlaðir sem slíkir innan heil-
brigðiskerfisins, en betur má ef duga
skal. Neysla eiturlyfja er alvarlegt
vandamál sem hefur þungbærar af-
leiðingar fyrir fíkniefnaneytendur og
fyrir fjölskyldur þeirra. Við aðstand-
endur fíkniefnaneytenda þekkjum af
eigin raun að forvarnir og meðhöndl-
un fíknisjúkdóma er besta leiðin til að
draga úr vandanum.
Undanfarið hefur umræða um svo-
nefnda afglæpavæðingu neyslu-
skammta á fíkniefnum farið hátt og
vísað til þess að með því sé verið að
stíga skref í þá átt að vandi fíkniefna-
neytenda verði meðhöndlaður í heil-
brigðiskerfinu. – Ef ætlunin er að
hjálpa fíkniefnaneytendum innan
heilbrigðiskerfisins þá eigum við að
gera einmitt það. Það á að vera al-
gjört forgangsmál að efla og auka
skilvirkar forvarnir, fræðslu og með-
ferðarrúrræði. Tillögur meirihluta
fjárlaganefndar eru góð skref í þá átt.
Eftir Diljá Mist
Einarsdóttur » 455 færri innlagnir
en ella urðu á árinu
2020. Þeir sjúklingar
urðu margir hverjir af
lífsbjargandi meðferð.
Diljá Mist Einarsdóttir
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Fíknisjúkdómar eru
heilbrigðisvandamál