Morgunblaðið - 24.12.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 24.12.2021, Síða 8
8 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021 Þá er Kertasníkir kominn og að- eins nokkrar klukkustundir í jólahátíðina þegar þetta blað kem- ur út. Veiran hefur herjað á mann- fólkið, ekki síst nú undir jólin, en jólasveinarnir virðast alveg ónæmir fyrir henni. Það verður að minnsta kosti ekki séð að þeir hafi dregið af sér við að fylla samviskusamlega í skó barnanna á hverri nóttu. - - - Aðrir sem stundum eru nefndir jólasveinar, og þá hvorki verð- skuldað né í virðingarskyni, starfa við Austurvöll. Þeir hafa því miður, ólíkt hinum sönnu jólasveinum, reynst afar móttækilegir fyrir veir- unni. - - - Vonandi gengur það hratt og far- sællega yfir og án eftirkasta. Þessa hóps, þingmanna þjóðarinn- ar, bíður mikið starf eftir hátíðina og á nýju ári. - - - Byrja þarf á að samþykkja fjár- lög og þar þarf að gæta að- halds því að ólíkt gjöfum jólasvein- anna þá verða gjafir þingmannanna ekki til úr engu. Þær eru skattfé og því þarf að halda í lágmarki. - - - Á nýju ári ættu þingmenn svo að huga að því að endurskoða hlutverk og starfsemi hins opin- bera. Útþenslan hefur verið mikil eins og sjá má á þróun fjölda opin- berra starfsmanna. - - - Umræða um þetta ratar sjaldan inn á Alþingi en á þar heima. Ef halda á uppi hagsæld og velferð hér á landi þarf að leggja nýjar lín- ur í þessum efnum. Jólasveinarnir STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Nú í aðdragandi jóla er unnið að lausn ellefu kjaramála hjá embætti ríkissáttasemjara. Þar á meðal er gerð kjarasamnings á milli Félags grunnskólakennara og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga. 106 sáttafundir á árinu Samkvæmt upplýsingum frá El- ísabetu S. Ólafsdóttur aðstoðar- sáttasemjara eru að auki til með- ferðar kjarasamningar Félags íslenskra flugmanna (FÍA) við Blá- fugl annars vegar og ríkið hins vegar og samningar Sjómannasambands- ins, Félags skipstjórnarmanna, Sjó- manna- og vélstjórafélags Grinda- víkur (SVG), Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og Sjó- mannafélags Íslands við Samtök at- vinnulífsins fyrir hönd Samtaka fyr- irtækja í sjávarútvegi. Loks er unnið að gerð kjarasamings Flugfreyju- félags Íslands við flugfélagið Play. Nóg hefur verið að gera á skrif- stofu ríkissáttasemjara allt þetta ár og hafa samtals verið haldnir 106 formlegir sáttafundir frá því í árs- byrjun. Enn verður væntanlega eitt- hvað fundað fram að áramótum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sáttafundir Nokkrir samningar er varða útgerðina eru nú í meðferð. Ellefu mál í vinnslu - Enn fundað um nokkrar kjaradeilur hjá embætti ríkissáttasemjara Samtök verslunar og þjónustu, SVÞ, sendu frá sér yfirlýsingu vegna fregna í Morgunblaðinu og víðar um boðaðar breytingar á öku- tækjaskoðun. Þar er bent á að við undirbúning á breyttri tilhögun hafi athugasemdum margsinnis verið komið á framfæri við sam- gönguráðuneytið og Samgöngu- stofu. Þar var m.a. lýst því viðhorfi að íslensk stjórnvöld væru gjörn á að ganga lengra í upptöku tilskip- ana frá ESB en raunverulega væri þörf á. Vilja SVÞ að áhrif hertra reglna verði milduð. Stjórnvöld ganga lengra en þörf er á Við erum í næsta nágrenni! www.apotekarinn.is OPIÐ ALLA DAGA YFIR HÁTÍÐARNAR Í AUSTURVERI Starfsfólk Apótekarans óskar viðskiptavinum sínum gleðilegrar hátíðar 8–18 24. des Opið 9–24 25. des Opið 9–24 26. des Opið 8–18 31. des Opið 9–24 1. jan Opið 9–24 2. jan Opið Opið alla virka daga 8-24

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.