Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 31

Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 31
DÆGRADVÖL 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021 Dekton er algjörlega öruggt gagnvart blettum svo sem kaffi, rauðvíni, sítrus og ryði. Dekton þolir að það slettist á það ofnahreinsir, klór og stíflueyðir og þolir mikinn hita. Blettaþolið SýruþoliðHögg- og rispuþolið Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is HÁTT HITAÞOL „RÆR FYRIRTÆKIÐ LÍFRÓÐUR?“ „HÆTTU AÐ LÍTA Á ÚRIÐ ÞITT!“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að fá kaffi og koss á morgnana. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann HÆ, KISI! EÐA EINSOG VIÐ FLÆRNAR KÖLLUM ÞIG … ENDALAUSA HLAÐBORÐ! SVAKA FYNDIÐ HRÓLFUR, ÉG VAR BÚIN AÐ TAKA FRÁ TVÆR TERTUSNEIÐAR! NÚ ER BARA EIN EFTIR! GETURÐU ÚTSKÝRT ÞETTA? ÉG SÁ EKKI ÞESSA SNEIÐ! FJÁRMÁLA- RÁÐGJÖF ERLENDUR GJALDEYRIR Fjölskylda Eiginkona Bjarna er Elín Gunn- laugsdóttir, f. 22.4. 1965, tónskáld, að- junkt við LHÍ, framkvæmdastjóri Bókakaffisins. Þau búa á Sólbakka á Selfossi. Elín er eins og maður henn- ar úr Laugarási þar sem faðir hennar, Gunnlaugur Skúlason, f. 10.6. 1933, d. 19.11. 2017, starfaði sem dýralæknir. Móðir Elínar er Renata E. Vilhjálms- dóttir, f. í Berlín 13.8. 1939. Börn Bjarna eru 1) Eva, myndlist- armaður á Fagurhólsmýri í Öræfum, f. 5.10. 1983. Maður hennar er Mats Peter Ålander, matráður og skólabíl- stjóri. Sonur þeirra er Ægir, f. 2019. Móðir Evu er Jónína Sigurgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur í Mosfellssveit. 2) Magnús Þór, verslunarmaður á Selfossi, f. 30.1. 1984, kona hans er Henný Sóleyjardóttir stuðnings- fulltrúi. Móðir Magnúsar er Arndís Magnúsdóttir, dagmóðir í Reykjavík. 3) Egill, rithöfundur og blaðamaður á Húsavík, f. 13.2. 1988, kona hans er Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir menn- ingarfulltrúi og eiga þau synina Val, f. 2018, og Frey, f. 2020. 4) Gunn- laugur, íslenskufræðingur og söngv- ari í Reykjavík, f. 9.11. 1992. Kona hans er Kristín Lilja Thorlacius Björnsdóttir upplýsingafræðingur og eru börn þeirra Kári, f. 2014, Bjarni, f. 2018, og Áslaug, f. 2020. Systkini Bjarna eru þau Atli Vil- helm Harðarson, prófessor í Reykja- vík, f. 6.1. 1960, og Kristín Þóra Harð- ardóttir, lögfræðingur í Reykjavík, f. 15.1. 1965. Foreldrar Bjarna eru Hörður Vignir Sigurðsson, f. 22.9. 1934, og Ingibjörg Bjarnadóttir, f. 30.9. 1940. Þau voru garðyrkjubændur, lengst af í Laugarási í Biskupstungum en fluttu við starfslok í Hveragerði. Bjarni Harðarson Jórunn Jónsdóttir húsfreyja í Þykkvabæ, f. í Dísukoti í Þykkvabæ Guðlaugur Jónsson bóndi í Þykkvabæ, Rang., f. í Látalæti í Landsveit Sigurrós Guðlaugsdóttir verkakona í Hveragerði Ingibjörg Bjarnadóttir garðyrkjubóndi í Biskupstungum, nú búsett í Hveragerði Bjarni Sæmundsson verkamaður í Hveragerði Rannveig Bjarnadóttir vinnukona í Rangárvallasýslu, f. í Eystri-Garðsauka Sæmundur Oddsson bóndi í Eystri-Garðsauka í Hvolhreppi, Rang., f. á Sámsstöðum í Fljótshlíð Sesselja Helgadóttir verkakona á Fáskrúðsfirði, f. í Hafnarfirði Björn Jónsson sjómaður á Fáskrúðsfirði, f. á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði Kristín Björnsdóttir húsfreyja í Reykjavík Sigurður Benediktsson póstmaður í Reykjavík Sigurlaug Sigurjóna Sigurðardóttir húsfreyja í Keldudal, f. á Kjartansstöðum á Langholti Benedikt Dagbjartur Halldórsson bóndi í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði, f. í Miðhúsum á Mýrum Ætt Bjarna Harðarsonar Hörður Vignir Sigurðsson garðyrkjubóndi í Biskupstungum, nú búsettur í Hveragerði Oft er það sem mér verður það fyrst fyrir að rifja upp Jónas Hallgrímsson þegar ég veit ekki hvernig ég á að byrja. Og þannig fer mér nú: Jólum mínum uni ég enn, – og þótt stolið hafi hæstum guði heimskir menn, hef ég til þess rökin tvenn, að á sælum sanni er enginn vafi. Sigurlín Hermannsdóttir yrkir: Verða jólin rauð? Myrkrið svart er mörgum þraut mæðir regnið sálarhró. Landið okkar í lægðabraut og lítil von um jólasnjó. Ef veröldin er vond og blaut og vindur blæs frá norðurpól leggja oftast líkn við þraut ljósin sem að boða jól. Sigrún Haraldsdóttir sendi mér þrjár jólavísur. Sú fyrsta var ort á miðvikudag en hinar eru eldri: Bið ég þess í bænum mínum böl að engan saki, alfaðirinn yfir sínum ótal börnum vaki. Frýs á rúðu fannhvít rós, friðsælt er og hljótt, þekja hvolfið þúsund ljós, það er jólanótt. Lýsi skært á landi hér ljósið undurbjarta, faðir lífsins færi þér frið og von í hjarta. Ingólfur Ómar gaukaði að mér jólaljóði: Brátt á himni hækkar sól hjaðnar myrkrið svarta. Eflist trú og andansgnótt við yl og ljósið bjarta. Náð og kraftur kærleikans kveikir von í hjarta. Hátíð megi helg og skær hlýju og gleði skarta. Ljósamergðin logar glatt lýsir húmið svarta. Fögnum komu frelsarans með frið og ró í hjarta. Jólakvöldið 1918 hafði Jón Berg- mann ekki annað gesta en kött einn: Þótt mér bregðist hyllin hlý hæfir ekki að kvarta meðan ég á ítök í einu kattarhjarta. Mér þykir þessi jólavísa Jóns Þorsteinssonar á Arnarvatni alltaf jafnfalleg: Nei, hér er þá dálítil hjörð á beit og hjarðsveinn á aldri vænum. – Í hverri einustu Íslands sveit og afkima fram með sænum nú stendur hún jólastundin há með stjörnuna yfir bænum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Á sælum sanni er enginn vafi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.