Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 11

Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021 Ari Páll Karlsson ari@mbl.is Mannanafnanefnd hefur samþykkt að tólf ný eiginnöfn og tvö millinöfn verði færð á mannanafnaskrá. Sex karlkyns eiginnöfn voru samþykkt, nöfnin Beggi, Baggi, Pírati, Björn- úlfur, Villiam og Morri. Þrjú kven- kyns eiginnöfn voru samþykkt, Meyja, Myrkva og Safíra, auk kyn- hlutlausa nafnsins Aró. Sótti ekki um Klingenberg Tveimur nöfnum var hafnað. Eig- innafninu Mín, þar sem það er leitt af eignarfornafninu mín, og milli- nafninu Klingenberg, þar sem eigin- eða millinafn má ekki vera ættar- nafn, samkvæmt úrskurði nefnd- arinnar. Spákonan og athafnakonan Sigga Kling seg- ist ekki hafa sótt um millinafnið en hún gekk lengi vel undir nafninu Sigríður Klingenberg. Nú er þó raunin önnur. „Ég heiti ekki Klingenberg leng- ur,“ segir Sigga í samtali við Morgunblaðið. Hún hafi ekki notast við Klingenberg í nokkur ár og sé ekki af Klingenberg-ættinni. „Ég fékk það í gegn hjá manna- nafnanefnd. Kling er millinafn og ég er bara kölluð Sigga Kling,“ segir Sigga en í þjóðskrá heitir hún Sess- elja Sigríður Ævarsdóttir. Spurð hvort hún hafi einhver áform um að breyta skráningunni yfir í Sigga Kling fyrst hún má það segir hún það ekki skipta sig miklu. „Þó svo að ég taki upp þetta nafn þá þarf ég ekki að breyta neinu í þjóðskrá,“ segir hún og bætir við að hún hafi gengist við Sesselju- nafninu þar til hún var komin langt á þrítugsaldurinn. „Ég held að fæstir myndu skilja það,“ segir Sigga Kling létt í bragði. Klingenberg ekki löglegt - Fólk má nú heita Beggi Vest en ekki Mín Klingenberg Sigga Kling Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum ánægjuleg viðskipti á árinu. ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9-17. Netfang: fastmark@fastmark.is - www.fastmark.is Jón Guðmundsson, lögg. fast.sali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fast.sali. Óskum viðskiptavinum okkar nær og fjær og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Gleðin kemur innanfrá SMARTLAND Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórn Rangárþings eystra hefur samþykkt að láta fara fram skoðanakönnun til að kanna hug íbúa til sameiningar við önnur sveitar- félög. Meirihlutinn klofnaði í afstöðu til málsins. Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu tillöguna fram og var hún einnig studd af fulltrúa L-listans sem er í minnihluta en fulltrúar Framsóknarflokksins sem mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum greiddu atkvæði á móti. Íbúar Rangárþings eystra sam- þykktu sameiningu fimm sveitarfé- laga á Suðurlandi, raunar með litlum mun, en sameiningin féll á því að íbú- ar Ásahrepps vildu ekki sameiningu. Umræður hafa verið í sveitarstjórn- unum eftir að niðurstaðan lá fyrir. Ekki reyndist vera samstaða meðal sveitarstjórna um að láta reyna á sameiningu sveitarfélaganna fjög- urra sem samþykktu. Hins vegar benti niðurstaða skoðanakönnunar meðal íbúa Rangárþings ytra til þess að áhugi kynni að vera á þrengri sameiningu, til dæmis við Rangár- þing eystra. Einfaldar spurningar Anton Kári Halldórsson, forseti sveitarstjórnar og oddviti Sjálfstæð- isflokksins, segir að lagðar verði ein- faldar spurningar fyrir íbúa, til dæmis um það hvort áhugi sé á áframhaldandi vinnu við sameiningu og þá hvort vilji sé til athugunar á sameiningu við Rangárþing ytra eða sveitarfélaganna þriggja í Rangár- vallasýslu. Þetta ætti þó eftir að út- færa. Hann segir að framhaldið komi væntanlega til kasta nýrrar sveitar- stjórnar sem tekur við eftir sveitar- stjórnarkosningar um miðjan maí en gott væri að hún fengi vilja íbúanna í veganesti. Einnig væri gott að vita ef meirihluti íbúa vildi láta staðar num- ið í athugun á sameiningu því þá geti sveitarstjórn einbeitt sér að því góða sem fram fer í Rangárþingi eystra. Fulltrúar B-lista Framsóknar- flokks lögðust gegn tillögunni, meðal annars með þeim rökum að til þess að niðurstöður skoðanakönnunar verði sem réttastar þyrfti að fylgja henni úr hlaði með vandaðri kynn- ingu á þeim valkostum sem í boði væru og áhrifum þeirra. Fannst þeim of stuttur tími til kosninga til að ganga til þeirrar vinnu. Því væri eðlilegra að ný sveitarstjórn léti framkvæma slíka könnun. Ákveðið að kanna hug íbúa til sameiningar - Meirihluti sveitarstjórnar Rangárþings eystra klofnaði Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hvolsvöllur Stutt er á milli þorpanna í Rangárþingi, aðeins um 13 kílómetr- ar, en báðir staðirnir hafa verið byggðir upp sem þjónustumiðstöðvar. Líney Sigurðardóttir Þórshöfn Sex svellkaldar Baðbombur á Langanesi drifu sig í Þorláks- messubaðið sem var með kaldara móti í þetta sinn, lofthiti mínus 2,7 og sjórinn 0,4 gráður, en stillt veður. Þær voru ánægðar með baðið sem fyllti þær orku: „Þetta sjóbað var ofurhressandi, við förum eins og stormsveipur í seinustu húsþrifin fyrir jólin eftir baðið,“ sögðu þessar kátu Bað- bombur sem hafa einnig ákveðið sjóbað um áramótin. „Við höfum nú reynsluna af sjó- baði í alls konar veðri en upplif- unin er alltaf sú sama, þetta er bara æðislegt og gerir öllum gott svo við hvetjum alla til að prófa.“ Baðbomburnar hafa áður boðað til kynningardags þar sem þær lánuðu sinn sjósundsbúnað til ný- liða sem langar að prófa sjósund eða sjóbað. „Aðalmálið er að hafa góða sjósundsskó og hanska, við erum svo flestar bara í haldgóðu sundbolunum okkar úr Lífstykkja- búðinni,“ sögðu ofurhressar Bað- bombur á Þórshöfn á Þorláks- messudag. Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir Hressar Baðbombur á Langanesi fullar af orku eftir jökulkalt sjóbað. Svellkaldar Bað- bombur í sjóbaði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.