Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 12

Morgunblaðið - 24.12.2021, Side 12
12 FRÉTTIR Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. DESEMBER 2021 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum vinnuföt fást einnig í ekur eftir þjóðveginum til Akureyr- ar. - - - Jólahangikjötið er komið í hús á flestum bæjum og nú á haustdög- um mátti finna reykjarlykt þegar ekið var um sveitir sýslunnar. Reyk- meistarar eru margir en aðferðir eru ólíkar og reykhúsin hvert með sínu sniði. Sumir reykja einungis við tað en aðrir nota birki, lyng og gulvíði með til þess að fá betri keim af kjöt- inu. Það er alltaf tilhlökkunarefni að smakka nýja kjötið og eykur það há- tíðarstemninguna. - - - Velferðarsjóður Þingeyinga hefur undanfarið staðið fyrir úthlut- unum í formi matarkorta til þeirrra sem minna mega sín í Þingeyjar- sýslum. Allir þeir sem búa á svæðinu geta sótt um styrk hafi þeir þörf fyr- ir aðstoð. Markmiðið er að sem flest- ir geti haldið jól og veitt sér að hafa hátíðarmat þó svo að aðstæður séu bágar. Bæði einstaklingar og félaga- ÚR BÆJARLÍFINU Atli Vigfússon Laxamýri Veðrið hefur leikið við Þingeyinga í desember. Færð hefur batnað á veg- um eftir því sem liðið hefur á mán- uðinn og allir hafa komist leiðar sinnar ólíkt því sem stundum hefur verið. Menn muna þá daga þegar pósturinn skilaði sér ekki fyrir jól vegna ófærðar og fólk gat ekki kom- ist í jólainnkaupin af ótta við að kom- ast ekki heim aftur. Þetta góða veð- ur núna hafa allir kunnað að meta en umferð hefur verið með mesta móti og flugið til Húsavíkur hefur nánast alltaf verið á áætlun. - - - Jólasveinar hafa verið á ferðinni og í sumum sveitum hefur sá siður skapast að sveinarnir fari á vél- sleðum milli bæja. Þar hafa þeir sungið og trallað fyrir börnin og ver- ið með epli í poka til þess að gefa. Þetta uppátæki jólasveinanna hefur fallið í góðan jarðveg. Á auðri jörð er ekkert snjósleðafæri svo þetta árið hafa fjórhjól og slík tæki komið að góðum notum í staðinn fyrir sleðana. - - - Jólatré hafa selst vel og nú eru þingeysk tré í miklum meirihluta seldra trjáa. Ræktun þingeyskra skóga er að skila sér og víða eru orðnir skjólreitir við bæi sem eru að breyta ásýnd landsins til hins betra. Þessir skjólreitir veita líka búfénaði skjól auk þess sem ræktun túna og kornakra heppnast betur þar sem trjágróður hefur áhrif á loftslagið. Búist er við því að miklum fjölda trjáa verði plantað næsta vor því mikill áhugi er á landbótum í hér- aðinu. - - - Jólaskreytingar eru miklar á Húsavík, nú sem oftar, og er gaman að aka um bæinn og líta augum alla dýrðina. Lyngbrekka er að margra mati fallegasta gatan þegar kemur fram í desember og ótrúleg vinna liggur að baki því að koma þessu öllu upp. Aðventuljós og þakskreytingar prýða mörg útihús í sveitunum en vitringarnir, á bænum Hlíð í Þing- eyjarsveit, eru tvímælalaust það fal- legasta sem fólk sér á leið sinni sem samtök hafa brugðist vel við kalli sjóðsins og hefur miklu þakklæti verið komið á framfæri til þeirra fyr- ir alla þá velvild sem hefur orðið til þess að hægt hefur verið að bregðast vel við þeim umsóknum sem borist hafa. - - - Verslun hefur verið með mesta móti í Húsasmiðjunni á Húsavík fyr- ir jólin enda miklir afslættir í boði. Það kemur til af því að versluninni verður lokað um áramótin. Það er mikið áfall fyrir alla þá sem standa í framkvæmdum. Þá verður ekki lengur hægt að skjótast og sækja nagla eða skrúfur með litlum fyrir- vara. Fólk á erfitt með að skilja það að ekki sé grundvöllur fyrir búð með byggingavörum á svæðinu og vonar innilega að úr rætist. - - - Gott hey er eitthvað sem allir vilja eiga um jólin, þ.e. sannkallað jólahey sem skepnur kunna að meta. Margir gefa búfénaði sínum betra fóður á garðann yfir hátíðirnar held- ur en gert er á virkum dögum. Á þessum jólum er víða til nóg af gæðaheyi enda var veður til hey- skapar með eindæmum sólríkt sl. sumar. Rúmlega níðræður bóndi á Tjörnesi sagðist ekki muna eftir svona samfelldum góðviðriskafla í sinni búskapartíð og er þó mikið vatn til sjávar runnið frá því hann byrjaði að búa. - - - Jólin verða vonandi friðsæl og það er bæn margra að faraldurinn fari nú að láta undan þó svo að Þing- eyingar hafi sloppið vel til þessa. Áramótin eru fram undan og þá fer ýmislegt á kreik í sveitunum eins og þjóðsögur greina frá. Þingeyskri sveitakonu varð eitt sitt tíðrætt um álfana og sagði svo: Búálfarnir, bestu karlar, bóndans styrkja hag. Að hagsæld vilja hlúa, helst þeir vilja búa við góðan bæjarbrag. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Gjöf Gott hey um hátíðina skiptir máli fyrir marga. Sigríður Garðarsdóttir frá Reykjavöllum að gefa. Gaman að gefa jólahey á aðventu Í byrjun mánaðarins voru 47 teg- undir æðplantna, 45 mosategundir og 62 fléttur friðlýstar, er umhverf- is- og auðlindaráðherra skrifaði und- ir auglýsingu þess efnis. Tegund- irnar eiga það sameiginlegt að vera fágætar á landsvísu. Friðunin hefur ekki áhrif á för fólks, en bannað er að eyðileggja eða valda skaða á ein- staklingum friðaðra tegunda. Markmið með friðuninni er að vernda og viðhalda þessum fágætu tegundum ásamt náttúrulegu gróð- urfari og varðveita líffræðilega fjöl- breytni í náttúru Íslands. Á Íslandi eru fremur fáar villtar tegundir plantna miðað við í öðrum löndum. Íslenska flóran telur um 490 tegundir æðplantna og er um helmingur þeirra algengur um allt land. Árið 1978 var 31 tegund æð- plantna friðlýst hér en eru 47 nú. Þekktir mosar á Íslandi eru rúm- lega 600 talsins. Þeir eru mjög áber- andi í íslenskri náttúru, mun meira en víðast hvar annars staðar í heim- inum. Mosar endurspegla ýmsa þætti eins og loftslag og síendur- tekna myndun á nýju undirlagi, einkum hraunum. Rúmlega 700 tegundir fléttna hafa fundist á Íslandi. Fléttur eru áber- andi þar sem annar gróður á erfitt uppdráttar og hafa mikla aðlögunar- hæfni. Morgunblaðið/Eggert Mosi Margar tegundir nú friðlýstar. Friðlýsti fágætar plöntur - Einnig 45 mosateg- undir og 62 fléttur Fyrsta sería af hlaðvarpsþættinum Leiðin okkar allra er nú aðgengileg á Spotify. Í tilefni af vetrarsól- hvörfum hefur jólaþátturinn einnig verið gerður aðgengilegur, Verði ljós, elskan. Þjóðkirkjan stendur að gerð þáttanna en spyrlar eru prest- arnir Ása Laufey Sæmundsdóttir og Bolli Pétur Bollason. Umsjónar- maður er Arnaldur Máni Finnsson. Þættirnir draga nafn af ljóði Ein- ars Georgs Einarssonar og lagi Þorsteins Einarssonar, Leiðin okkar allra, en Þorsteinn léði hlað- varpinu einnig nýja útgáfu af lag- inu fyrir inngang og stef þáttarins. Viðmælendur þáttanna koma úr ýmsum áttum og hafa ólíkan bak- grunn en eru teknir upp í hljóðstofu sem hefur hlotið nafnið Skrúð- húsið og er stað- sett í Katrínar- túni 4, þar sem Biskupsstofa er til húsa. Viðmælendur fyrstu seríu Leið- arinnar eru: Björn Hjálmars- son, Þórunn Sig- urbergsdóttir, Nói Blomsterberg, Svana Helen Björnsdóttir, Ólafur Teitur Guðnason, Rósa Björg Brynjarsdóttir og Haukur Ingi Jón- asson auk söngvaskáldsins Svavars Knúts. Í jólaþættinum er rætt við skáldið Soffíu Bjarnadóttur. Hlaðvarpsþættir kirkjunnar á Spotify Arnaldur Máni Finnsson Skíðagangan Gengið í Ljósið fór fram í Bláfjöllum á vetrarsólstöðum í vikunni, frá sólsetri 21. desember til sólarupprásar 22. desember. Með göngunni var safnað áheitum til styrktar Ljósinu, endurhæf- ingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda. Forsprakkar göngunnar voru fé- lagarnir Einar Ólafsson og Óskar Páll Sveinsson. Fjölmargt skíða- göngufólk tók þátt, þar af voru fimm sem gengu nær samfellt í 18 tíma, frá sólsetri til sólarupprásar. Enn er hægt að heita á verkefnið, styrktarlínur eru: 9071010 fyrir 1.000 kr., 9071030 fyrir 3.000 kr. og 9071050 fyrir 5.000 kr. Einnig má leggja inn á styrktarreikning Ljóss- ins, 130-26-410420, kt. 590406-0740. 2.721 km genginn til styrktar Ljósinu Garpar Óskar Páll Sveinsson og Einar Ólafsson fremstir í flokki.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.